Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1895, Blaðsíða 4
76
ÞjÓfiVILJINN UNGI
IV, 19.
+ Gísli Steindórsson.
Gísli bóndi Steindórsson á Snæfjöllum,
sem andaðist að heimili sínu 8. júní f. á.,
sbr. 27. nr. III. árg. „í>jóðv. unga“, var
fæddur í Hraundal á Langadalsströnd
26. febr. 1835. Foreldrar hans voru Stein-
dór Jónsson og kona hans Olöf Gísla-
dóttir, er lengi bjuggu í Hafnardal. Gísli
ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til
hann 17. sept. 1859 gekk að eiga Gruð-
rúnu Halldórsdóttur frá Bjarnastöðum í
Vatnsfjarðarsókn. Þau hjón byrjuðu bú-
skap í Hafnardal, og bjuggu þar í 4 ár;
þaðan íluttust þau að Kirkjubóli, og
bjuggu þar í 7 ár, en síðan fluttust þau
búferlum að Rauðamýri, og bjuggu þar
í 12 ár. Síðustu 11 ár æfi sinnar bjó
Gísli á Snæfjöllum. I öllum hinum
langa búskap sínum var Gísli heitinn
jafnan talinn í heldri bænda röð; hafði
hann og margt til þess að bera, að vera
góður búhöldur; harm var eljumaður hinn
mesti, hygginn og útsjónarsamur, og sat
prýðilega ábiiðarjarðir sínar. Af sveit-
ungum sínum var hann jafnan mjög
mikils metinn; hann kom og hvervetna
fram til góðs, og þótti tillögugóður um
sveitarmál öll, enda gegndi hann sveita-
stjórnar-störfum í báðum _ þeim sveitar-
félögum, er hann bjó i. í dagfari var
Gísli hið mesta prúðmenni. Þau hjón
eignuðust 8 börn; dóu tvö af þeim í
æsku; af liinum, sem upp komust, dó
eitt fyrir 1 */3 ári síðan, Halldóra, kona
Bærings bónda í Furufirði, mesta val-
kvenndi. Gísli sál. var konu sinni ást-
ríkur eiginmaður, og börnum sínum bezti
faðir. Skyldir og vandalausir minnast
þvi hans, sem góðs og uppbyggilegs
inanns.
---------------
ísafirði, 30. marz ’95.
Tíðarfur. Síðan síðasta blað vort kom út,
heíir stöðugt verið aftaka norðan-garður, með
mikilli snjókomu, en litlu frosti; 28. þ. m. tók
þó garðinn að lina, og hetir verið bezta veður
í dag og i gær.
Hafís. Kokkra hafis-jaka rak hér inn í
Djúpið í norðan-garðinum, en að öðru leyti sjast
þó engin deili til þess, að liafís sé úti fyrir til
muna.
Póstur, som héðan útti að fara 24. þ. m., gat,
óveðurs vegna, eigi farið af stað, fyr en 28. þ.
m., svo að pósts er fráloitt að vænta aptur að
sunnan á áætlunartíma.
Sjónleikum er nv’i lokið hér í kaupstaðnum;
í síðasta skipti var leikið 23. þ. m., og var það
i 26. skiptið, sem leikið hefir verið hér i vetur.
A fliibriigð. Á sjó hefir ekkert orðið farið hér
við Djúpið í stöðugan hálfan mánuð, vegna norð-
an-garðsins („sýslunefndar-garðsins11 svo nefnda);
en í gær reri almenningur, og voru aflabrögð
mjög reitingsleg.
Ilitt og þetta.
—o—
Betlarl nokkur var fyrir skömnm tekinn
fastur í Marseille á Frakklandi, og fundust þá
í vörzlum hans 400 þús. frankar í peningum
og verðbrófum, og — bænarskrá til páfans, um
svo litinn fjárstyrk.
1 Bcrlín eru nú stöku menn farnir að láta
hunda sína ganga með skó, til þess að þeir
vökni ekki í fæturna, þegar bleyta eða snjór
er á götunum; en enn som komið or, eru það
þó ekki nema „efnaðri“ hnndarnir, sem hafa
haft gagn af þessari nýjung.
ENGELHARDT ■& RÍ BE,
Bremen
anbefaler sit velsorterede lager af
CIGAB E R,
Gode Ilvaliteter og
yderst lave Priser.
Ordrer optages ved undertegnede, der til-
lige paa forlangende sender Pris-Courant
gratis og franko.
Seydisfjord, 1. Februar 1895.
T?olí' Jolmnsen.
PRENTSMIBJA Ii.IÓDVILJAN.S UNGA.
22
en John bað þær stallsystur að afsaka, að hann gæti
ekki farið með þeim, því að hann hefði ásett sór að
verða heima, og hjálpa Huldu að búa til smákökur, eins
og hann hefði verið vanur að hjálpa móður sinni sálugu,
meðan hann var drengur.............Systur hans lá við
að örvinglast, en hún sagði ekki margt; hún hélt að
eins, að það færi bráðum að koma tími til þess, að John
hætti þessum lilægilegu barnalátum. Svo ók sleðinn
af stað.
Fyrst í stað, eptir að þær stallsystur voru farnar,
lék John við börn systur sinnar, sagði drengjunum sög-
ur, og ræddi við föður sinn, því að þegar maður af til-
viljun hefir komizt hjá þvi, að steypast á höfuðið fram
af hömrum, þá vill maður sem minnst hngsa um það
fyrst í stað; og líkt var þvi varið fyrir John.
En svo fóru börnin að hátta, og gamli maðurinn
fór að verða syfjaður, og dróg sig i hlé; drengirnir fóru
inn i daglegu stofuna, og lögðu sig þar til svefns, ann-
ar á legubekkinn, en hinn á gólfið.
Hulda ætlaði að fara að byrja á smákökunum; henni
hafði sárnað mjög, er hún heyrði samræður stallsystr-
r.nna, og mátti enn sjá það á svip hennar; en samt sem
áður lánaðist John, að létta smám saman skap liennar.
Hún bretti upp ermunum, og fór svo að hnoða deigið;
og John virtist nú, sem hann hefði aldrei litið fegurri
23
sjón, heldur en þessa ungu mey í hreina kjólnum og
með ermarnar brettar upp fyrir olnboga.
Hulda var orðin rjóð í kinnum af hitanum, sem
lagði frá eldinum, og hló nú dátt að því, live John fórst
það klaufalega, að búa til kökurnar; og John var sem
frá sér numinn, án þess að hann vissi af hverju það
kom. Hann ætlaði að láta smáköku á bökunarhelluna,
en þá varð honum það óvart á, að koma með hendinni
við fingurna á henni; hann hrökk við, eins og hann
hefði snert á rafmagnskastala. Hann leit á Huldu, og
sá, að hún roðnaði nokkuð, en varð enn þá raunalegri
a svipinn, en áður.
I fyrsta skipti flaug John það nú í hug, að Hulda
Manners hafði vakið margfalt innilegri og dýpri tilfinn-
ingar í bijósti hans, heldur en fröken Janet, sem honum
virtist nú vera í öðrum heimi; og í fyrsta skipti stóð
það nú Ijóst fyrir honum, að hann ætíð hefði elskað
Huldu margfalt heitara, en Janet...........En hví þá
ekki að kvongast henni? Nú iuundi hann og, hvað
gamli málaflutningsmaðurinn hafði sagt um það, að menn
ættu að eignast hjarta konunnar, en ekki höfuð hennar.
Hann tók hatt sinn, og fór út, — út í inyrkrið,
út í regnið, út í bleytuna, er stafaði af snjónum, sem
var að þyðna —, og barðist þar harðri baráttu við sjálf-
an sig. A llt stærilæti hans, öll hans skræfulega hégóina-