Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1895, Blaðsíða 2
74 Þ.JÓÐVILJINN U.VGI. IV, 19. sem það sýnist vera, að landshöfðinginn Iia.fi farið að stefna hingað dönsku her- liði, væri fróðlegt að fá að vita, hvaða skipanir yfirforinginn á „Díönu“ hefði haft, hvort hann að eins hefir átt að vera hér á varðbergi, til þess að láta Isfirðingum vaxa dýrð og umboðsmennska Lárusar sem mest í augum, eða hann hefir t. d., undir vissum kringumstæðum, átt að skjóta á Islendinga. Jeg geri ráð fyrir, að ritstjóri „Þjóðv. unga“, sem virðist hafa haft sérstaka hvöt til þess, að íliuga ýmsar gjörðir landshöfðingjans þessi 2—3 síðustu árin, geti má ske gefið einhverjar upplýsing- ar um þetta. En hvað sem því nfi líður, finnst mér mál þetta það alvörumál, að íslend- ingar, og ísfirðingar sérstaklega, geti illa við annað unað, en að fá að vita sem glöggast, hvernig í þessum orðasveimi liggur, hvort liann er sannur eða ósannur. Líf og limir eru flestum dýrmætir, og fæstir munu óska, að nokkru héraði landsins sé ógnað með útlendu hervaldi, að minnsta kosti ekki, nema til þess séu þá yfirgnæfandi ástæður. Sýnist mér því, að alþingi geti vel grennslast eptir þessu, og að landshöfð- ingja sé útlátalítið, að gefa þinginu greini- lega skýrslu um málið. Ritað í febr. ’95. Isfirðingur. * * * Það er misskilningur hjá hinum hátt- virta „ísfirðingi“, er hann heldur, að vér séum öðrum miklu fróðari um þetta efni. — Eins og aðrir gátum vér auð- vitað ekki lokað augunum fyrir hring- sólinu í „Diönu“ hér vestra vorið og sutnarið ’93, og höfum líka lieyrt ýmsa, bæði Reykvíkinga og aðra, fullyrða það, °g þykjast vita það áreiðanlega, að vera „Díönu“ hér vestra, og snöttuferðir með Lárus Kr. Bjarnason, hafi verið sam- kvæmt skipunum, er landshöfðingi hafi útvegað, líklega eptir beiðni Lárusar, sem ekki hefir þá þótzt geta komið sér við, eða rekið erindi sitt til hlítar, nema hann hefði herlið sér við hönd. — Hér í sýslu gengu og ýmsar sagnir um það, að Lárus hefði látið ýms orð falla í þá átt, að „Isfirðingar yrðu ekki eins upp- hryggjaðir, þegar „Díana“ kæmi“ o. s. frv.; en slíkt fieipur sannar nú auðvitað ekki mikið. Að þingið rannsaki mál þetta gæti auðvitað ekki spillt; en þótt svo væri, að landshöfðingi hefði gefið eða fitvegað einhverjar skipanir i þá átt, sem að ofan er nefnt, þá er ekki sagt, að til séu nein embættisbréf um það efni, því að veg- imir eru enn i dag svo margvíslegir, alveg eins og þegar Magnús heitinn konferenzráð Stephensen lék sitt laumu- spil í Jörundarmálunum forðum. Iiitstj. -----oOC'gJc-C'O--- Ný uppfundning:. Eptir því sem skýrt er fra í frakkneska bladinu „Figaro“, hefir munkur nokkur Caledoni að nafni, nýlega búið til setjara-vél, sem sagt er, að sett geti 50 þús. bókstafi á kl.tímanum; á vél þessa er leikið með báðum höndum, ein.s og þegar leikið er á liljóðfæri, og rafmagns-straumur flytur til staf- ina, svo að letur-setjarinn þreytist eigi við setninguna. 17,824 tóur voru alls drepnar í Sviþjóð árið 1893. _______ Til ferða norðurfaranna, dr. Fr. Nansen’s og félaga hans, hefir enn ekkert spurzt, og eru menn því, bæði í Englandi og á Norðurlöndum, orðnir mjög liræddir um afdrif þeirra, og befir enda komið til mála, að skip verði sent af stað, til þess að leita þeirra Kapt. Hovgaard, som er flestum öðrum kunnugri í Norður-höfum, hélt i vetur fyrir- lestur i laridfræðinga félaginu í Khöfn, og lét þar þá skoðun sína afdiáttarlaust i ijósi, að skipið „Fram“ hlyti að hafa molazt sundur í hafísnum, og myndu þeir Nansen því vera á heimleið á ísnum, ef þeir væru nú lífs. Bærinn Tunis í Afríku norðanverðri hélt 13. sept. síðastl. 1000 ára afmælis-hátíð sína sem höfuðstaður; það var harðstjórinn Abu Ibrahim ben Ahmed, sem fyrst gjörði Tunis að höfuð- borg árið 894; áður var Klairuan höfuðborgin þar í landi. ---------------- Sýslufiindur IsMrðinga. Eins og getið var um í síðasta nr. blaðs vors, var aðal-fundur sýslunefndar- innar í ísafjarðarsýslu haldinn hér í kaup- staðnum 18.—21. þ. rn., og skal hér get- ið nokkurra helztu málefnanna, er rædd voru á fundi þessum: I. Þílskipa-ábyrgðarfélag Vestfirðinga. Nefnd sú, er kosin hafði verið á sýslu- nefndarfundinum í fyrra, sbr. 20. nr. III. árg. „Þjóðv. unga“, liafði nú lokið störf- um sinum, og samið all-ýtarleg lög fýr- ir félagið, sem sýslunefndin samþykkti, og kaus sýslunefndin þvi næst: Arna factor Jónsson Árna kaupmann Sveinsson og consul S. H. Bjarnarson, til þess að gangast fyrir þvi, að koma félaginu á laggirnar, og ákvað nefndin jafn framt að veita félagi þessu lands- sjóðstillag það. að uppliæð 4 þús. krónur, sem sýslunefndin hefir til umráða. Um helzta fyrirkomulag félags þessa, sem byggt er á innbyrðis ábyrgð, mun verða rætt í blaði voru síðar. II. Til gufubátsferða um ísafjarðar- d.júp var ákveðið, að leita skyldi 4 þús. króna árlegs styrks úr landssjóði gegn því, að sýslufélagið leggði fram 1000 kr. á ári. III. FiskireiðamáJ. Úr Súðavíkur- hreppi hafði nefndinni borizt áskorun um það, að fiskiveiðasainþykktinni væri breytt í þá átt, að bannað væri að beita skelfiski fyrir utan línu, sem liugsast dregin úr Ögurhólmum í Æðeyjar-klett; og önnur áskorun hafði nefndinni borizt frá Bolvíkingum, er vildu fáýmsákvæði tekin upp í samþykktina urn notkun olíu og annara bjargráða; en sýslunefndin hafnaði báðum þessum tillögum, og vildi enga breytingu á samþykktinni gjöra. IY. Sjúkrahúsið á Isafirði. Samþykkt var, að leita samþykkis amtsráðsins til þess, að sýslufélagið tæki 3 þús. króna lán, og veitti sjúkrahúss-sjóðnum á Isa- firði upphæð þessa að gjöf; en fjárveiting þessi var þó bundin því skilyrði, að sýslunefndin kj'si einn mann í stjórn sjóðsins, og varð Skúli Thoroddsen fyrir þeirri kosningu. V. Nyjar aukapóslferðir. Sýslunefnd- in lagði tiÍ, að aukapóstferðum milli Isa- fjarðar og Súgandafjarðar yrði fjölgað, og að aukapóstar yrðu framvegis látnir ganga: milli Isafjarðar og Bolungarvikur, milli Isafjarðar og Traðar í Átptafirði og milli Arngerðareyrar og Unaðsdals; jafn framt lagði og nefndin það til, að aðal-póstinum væri gjört að skyldu, að lenda í Vigur í hverri ferð, til að taka og skila lausum bréfum. VI. 1 stjórn „styrktarsjóðs handa ekkjum og börnum Isfirðinga, er í sjó drukkna“, voru kosnir: Skúli Thoroddsen síra Sig. Stefánsson og Árni kaupm. Sveinsson. VII. Sundhús og sundkennsJa. Til þess að standa fyrir sundkonnslu í Reykja- nesi á komanda sumri veitti sýslunefnd- in Bjarna söðlasmið Asgeirssyni á Arn- gerðareyri 80 kr. styrk, og jafn framt veitti hún honum 300 kr. i eitt skipti fyrir öll, til þoss að byggja hús i Reykja- nesinu, og var sú fjárveiting bundin þeim skilyrðúm: 1. að luisið sé, að áliti tveggja óvilliallra manna, er sýslumaður útnefnir, vel hæfilegt til ibiíðar fyrir námssveina, 2. að Bjarni Ásgeirsson sjái svo um, að liúsinu sé veí við hal'dið, og að það sé til reiðu, til afnota við sundkennsl- una í Reykjanesinu, að minnsta kosti í 10 ár,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.