Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1895, Blaðsíða 2
98 ÞjÓÐVILJINN UNGl. IV, 25 varnar; hafa Japansmenn og Kínverjar liraðað svo mjög friðnutn, með því að þeir voru hræddir um, að Rússar myndu hafa í huga, að skorast í leikinn, til þess að skara eldi að sinni köku, og taka þátt í kínversku krásinni, enda hafa rússnesku blöðin orðið injög ókvæða við friðar-fregnirnar að austan, og var í mæli, að Rússar, Frakkar og Þjóðverjar rnyndu ef til vill reyna í saineiningu að rifta friðar-kostunum að einhverju leyti, og ætla Rússar sér þá auðvitað að ná i skika af Mantsjúríinu, og láta Frakka og Þjóð- verja hafa einhverjar ívilnanir á móti. Ógurlegir jarðskjálftar urðu um páska-l-eytið i Austurríki sunn- an-verðu og á Italíu, og kvað mest að þeim í héruðunum Krain og Triest i Austurríki; í bænum Laibacli, sem er höfuðborgin í Krain, og liefir rúma 30 þús. íbúa, lirundi að kalla hvert hús, svo að þar voru liin mestu bágindi, og fólk hafðist við i tjöldum á víðavangi. Um Island í dönskum blöðum. Satt er bezt að segja um hvern, og svo er um dr. Ehlers, að þótt hann hafi nítt þjóð vora manna mest fyrir sóðaskap, siðleysi o. fl., þá liefir hann og heldur eigi lilífzt við því, að segja Dönurn til syndanna, að því er ineðferð þeirra áls- landi snertir, einkum á fyrri öldum; hefir hann meðal annars ritað grein eina í danska blaðinu „NationaltidendeK 30. jan. þ. á., og rekur þar hörmungar þær, er ísl. þjóðin hafi orðið að þola vegna ein- okunar-verzlunarinnar, og bendir Dönum á, að á þeirra herðum hvíli siðferðis- ábyrgðin fyrir alla þá eymd og volæði, sem ónýt og íll stjórn hafi bakað land- inu, svo að þeir eigi Islendingum stóra skuld að lúka; og enn fleira hefir dr. Ehlers ritað í þessa átt. — En á hinn bóg- inn hefir annar danskur maður, — dansk- isl. kaupmaðurinn einn, að þvi er oss er ritað —, svarað greinum dr.' Ehlers, og reynt að þvo Dani sem hreinasta, eign- að tíðar-andanum allt, sem misjafnt hafi fram við Island komið á fyrri öldum, enda hafi danska þjóðin sjálf eigi verið síður kúguð og undirokuð á einveldis- tímunum af hálí-þýzkum konungum, og alls konar aðals-slengi, er þeir gáfu eign- ir og óðöl, „háls- og handar-rétt“ yfir bændum í Danmörku, o. fl. Mjög hafa dönsk blöð reiðst yfir greininni um Island í enska timaritinu ''„Qyarterly Reviewa, sem drepið var á í 2. nr. „Þjóðv. unga“ þ. á., og ætlast til, að éinliver ísl. vísindainaður taki málstað Dana í enskum blöðum eða tímaritum(!); en líklega mun flestum þykja það rétt- mæli, sem „Sunnanfari“ segir, að Dön- um standi næst, að svara fyrir sig sjálf- ir. —• Ekki síður ókvæða haí'a og ýmsir Danir orðið, út af grein einni í ameríkanska tímaritinu „The Ainerican Law reviewu, með því að þeim þykir prófessor Seymour 1). Thompson frá St. Louis í Bandaríkjun- um, sem ferðaðist hér á landi sumarið 1891, haf'a borið sér söguna í verralagi, að því er stjórn þeirra og afskipti af Islands-málum snertir, enda endar sá höfundur grein sína með þessum orðum: „I have not the slightest sympathy for t.he Danes as a political body, and I would not shed a tear to see them swallowed up by Sweden and Gerrnanyu*. Loks hefir og meistari Carl Kiichler í Leijizig orðið fyrir gremju ýmsra danskra blaðarnanna, ut af nokkrum ummælum hans um báskólamál vort, sem prentuð voru í vetur í þýzka tímaritinu „Aca- demische revueu; hefir hr. Kiichler ritað um mál þetta af mikilli þekkingu, og stökum velvildarliug til þjóðar vorrar, og kunnum vér honurn beztu þakkir fýrir það; hvetur hann Þjóðverja, og aðr- ar þjóðir, til þess, að styrkja mál þetta sem öflugast í orði og verki, en lætur þess jafn framt getið, að frá Danmörku vilji Islendingar engin samskot þiggja, rneð því að forstöðunefnd háskóla-sjóðs- ins álíti það ekki eiga við, jafn báglega og danska stjórnin hafi tokið því máli; og það eru þau ummælin, sem dönskum blaðamönnum inest hafa sviðið; en lítt mun hr. C. Kiichler hirða uin slíkt. Umtal það, sem greinar þær, er nú höfuin vér nefndar, liafa vakið í Dan- rnörku í vetur staðfesta oss í þeirri skoð- un, að oss íslendingum sé það einkar áríðandi, að helztu áhugamálum vorum sé haldið vakandi í útlendum blöðum og timaritum, því að annars veit, urnheiin- urinn, og enda ekki danska þjóðin sjálf, ekkert um það, livaða gjörræði danska *) Þ. e.: „Jeg hefi ekki allra-minnsta vol- vildarþol til Dana, sem politisks þjóðflokks, og ekki myndi jeg íella eitt tár, þó að jeg sæi Svíþjóð og Þýzkaland svelgja þk í sig“. stjórnin, og snöttusveinar hennar, leyfa sér að beita við vora litlu þjóð. ----ooOjgcsoo-- Njáls-saga. —c/jc— A f Njálu er nú út komin útgáfa fyrir alþýðu á kostnað Sigurðar Kristjánsson- ar, og vildi jeg óska þess, að hún kæm- ist, á hvert íslenzkt heimili, þar sem Njála er eigi til áður. Útgáfa þessi er rúmar 30 arkir að stærð, að visu nokkuð sináar, eins og tíðkast helzt of mikið á Islandi, en kostar einungis 1 kr. 75 aura; er það lítið verð. Njála er ein liin fegursta bók, som til or á islenzkri tungu, þótt talið sé bæði að fornu og nýju. Af öllum hinum fornu söguritum vor- urn eru 2 ágætust, og samin með mestri snild; annað er Heiinskringla, en hitt er Njála. Heimskringla ber af öðrum sögurit,- um, sökum liinnar frábæru dómgreindar, er Snorri Sturluson hefir beitt, er hann samdi hana; hann hefir vegið og athug- að efnið, fellt það burtu, er iiann ætlaði ósatt vera, en hitt felldi hann saman i frásögu, hreina og göfuga. Hann dróg ákveðin takmörk fyrir frásögn sinni, er hann vék eigi út fyrir. En sökum alls þessa urðu konunga-sögur lians meistara- verk, og Snorri sjálfur jafn snjallur liinum ágætu sagnariturum Grikkja og Rómverja. Njála lýsir betur skapferli íslendinga og hugsunarhætti á söguöldinni, en nokk- ur önnur bók. Þar er lýst Njáli Þor- geirssjmi, er var vitur og fórspár, heilráð- ur og góðgjarn, hógvær og drenglyndur, lang-sýnn og lang-minnugur, og lögmaður svo mikill, að enginn var hans jafningi. „Hann leysti hvers inanns vandræði, er á lians fund komu. Svo var liann æru- kær, að heldur kaus liann að brenna inni, en lifa við nokkra skömm. Þar er lýst Gunnari að Hlíðarenda, „frægðarhetjunni góðuu, er var manna kurteisastur, liarðgjör í öllu, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfast- ur og vinavandur. Hann var mikill inaður vexti, og vænn að yfirliti, sterkur og allra manna bezt vígur, syndur sem selur, og „eigi var sá leikur, að nokkur þyrfti við liann að keppa, og liefir svo verið sagt, að engi væri hans jafningiu. Þar er lýst Skarphéðni Njáissyni, er

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.