Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1895, Blaðsíða 2
102 Þ.lÓÐVIL.Jr.VN UNOI. IV, 26. Látum þvi, góðir bræður, enga sundr- ungu verða þess valdandi, að Þingvalla- fundurinn farist fyrir, heldur geri hver maður skyldu sína, og stuðli að þvi af al-efli, að fundurinn verði þjóð vorri til gagns og sóma. ----^voggcoo----- TJm íliitniiiof embœttis- míiririíi úr einu embætti í annað er svo ákveðið í 4. gr. stjórnarskrárinnar frá 5. jan. 1874: „Konungur getur flutt embættis- menn úr einu embætti í annað, þó svo, að þeir rnissi einkis i af embættis- tekjum, og að þeim só gefinn kostur á að kjósa, hvort þeir vilji heldur em- bættaskiptin, eða þá lausn frá embætti með eptirlaunum þeim, sem almennar reglur ákveða“. Af ákvæði þessu er það þá ljóst, að stjórnin hefir svo sem ekki verið að hugsa mikið um þessi ákvæði stjórnar- skrárinnar, þegar henni hugkvæmdist það snjallræði, að bjóða upp á sel-flutn- inginn, með þvi að Kangárvallasýsla er miklu tekju-minni, en sýslumanns- og bæjarfógeta-embættið í ísaijarðarsýslu og kaupstað. Nei, stjórnin hefir svona hins vegar viljað fá knappaðan kostinn hjá þessum uppáhalds-embættismanni sinum, líklega í hegningar skyni fyrir það, að hafa ekkert það að hafst, sem hægt væri að hegna honum fyrir! En með því að stjórnin ekki hefir farið eptir fyrirmælum stjórnarskrárinnar í þessu efni, þá leiðir þar af, að eptir- launin eiga að ákveðast með sérstöku lagaboði, en fara ekki eptir liinum al- mennu eptirlauna reglum*, þ. e. a. s. ef stjórnarskrá og eptirlaunalög hafa þá nokkra þýðingu fyrir önnur eins mikil- menni, eins og þá Magnús Og ráðherr- ann; en úr þeirri lögfræðis-spurningunni ætlum vér oss ekki að skera. „Tuttugasta «lrtin“ (,The twentietli Century1) er nafnið íi nýju tímariti, sem byrjað var að gefa út a Englandi 1. maí þ. ú. Svarta húfu setja dómarar á Bretlandi jafnan upp, áður en þeir kveða upp dauða-dóma; er það gömul venja, og á að vora sorgar-rnerki. Á columhisku liásléttunni í Bandarikjunum *) Þ. e. ekki eptir ára-fjölda, er embættis- inaðurinn heíir gegnt embættinu. Ritstj. er vatn eitt mikið, sem nefnt er „Dauða-hafið“, af því að efna-samsetning þess er að öllu, eins og í „Dauða-hafinu“ í Asiu. Stærsta seglslripið, sem nú mun vera á floti, er seglskipið „Monarcli“, onda er það 3923 smá- lestir, og siglan, sem er úr járni, er 184 fet á hæð, talið frá þilfarinu. Xýtt sprengi-efni, sem nefnt er „joveite11 hefir ný skeð verið reynt í Bandaríkjunum, og er það sagt, 40 sinnum krapt-meira, en „dyna- mit“, en þó ódýrara og betra í meðförum. -----oocgjooo----- Slysfarir. 2. maí þ. á. drukkn- aði maður suður í Yogurn í G-ullbririgu- sýslu. 4. s. m. varð bátstapi á Akranesi, og fórust þar 4 nienn, sern voru að vitja um hrognkelsanet. Skipstrand. 3. þ. m. sleit upp kaupfarið „Kepler“ á Þorlákshöfn syðra; skip þetta var ný-komið frá Khöfn, fermt ýmis konar varningi, og varð skip og góz að strandi, en mönnum varð með naumindum bjargað. „í S A F 0 L B“ 0(1 „S K Ú L A-M Á LI Г. Ritstjóra „Isafoldar“ hefir auðsjáanlega orð- ið fremur órótt í skap-tetrinu, út af útreið þeirri, sem allur tilbúningur kunningja hans, i málinu gegn ritstjóra blaðs þessa, hlaut í æðsta rétti ríkisins, enda hafði hann og tekið munninn helzt til fullan sjált’ur, og er liann því sér til afþrey- ingar að tina upp ýmsar rangfærslur og vitleys- ur úr dönskum blöðum, sem auðvitað eingöngu, eða mest-megnis, orn til orðnar og fóstraðar í heila danskra, —inálinu allsendis ókunnugra—, blaðamanna, sem hefír þótt þessi róttvísin í ríki Magnúsar kát-brosleg í meira lagi, og því reynt á allan hátt að draga sem mest dár að henni; og í gremju sinni yfir máls-úrslitunúm slæst svo ritstjóri „ísafoldar11 upp á sækjanda máls- ins, hr. hæztaréttarmálf'ærslumann Lunn, og reynir að óvirða hann á ýmsar lundir, engu síð- ur en verjanda vorn. Má þess þó nærri geta, að stjórnin sjálfhafi ekki valið sér sækjandann af verri endanum, jafn mikið kappsmál eins og henni hetir vorið mála-þras þetta frá fyrstu, og svo hins, að sækj- andinn hafi einskis látið ófreistað til þess, að geta borið henni sigur frá borði, og er honum því ílla launuð liðveizlan af stjórnarinnar hálfu, þar sem henni jafn handgengið blað, eins og „ísafold11 er, getur ekki sóð hann í friði. En hvað verjanda, vorn, hr. hæztaréttarmál- færslumann G. M. Rée, snertir, þá væri „ísa- foldar“ ritstjóranum líklega varlegast, að fara ekki æði frekt út f meiðyrði um liann, því að vór þekkjum hann svo, að hann er ekkert hrædd- ur við að taka slíka piltunga í hnakkann, ef honum býður svo við að horfa. ísafirði, 21. niaí ’95. Tíðarfar hefir verið óstöðugt, og fremur kalza- samt, þessa síðustu viku. Drukknun. Aðfaranóttina 18. þ. m. vildi það slys til, að Hjálmar Thorsteinsen, son- ur Th. Tliorsteinsens heitins alþm., drukknaði hér á Djúpinu; hafði hann farið inn { Seyðisfjörð, með nokkrum mönnum öðrum á bát, til þess að skygnast þar eptir sild, en datt útbyrðis, og náðist ekki. Gufuskipið „Á Ásgeirsson“ kom hingað til kaupstaðarins 15. þ. m. sunnan úr Reykjavík, og lagði hér á land nokkuð af kolum handa danska herskipinu „Heimdal11, og fór héðan aptur að kvöldi 18. þ. m., beina leið til Kaupmanna- hafnar. Með skipinu tók sér far héðan prófastsfrú Þordís Jensdóttir, að sögn til að leita sér lækninga. Aílabrögð. Hér við Djúpið má heita afla- laust, nema helzt reita hjá stöku mönnum í Bolungarvfkinni. — í Arnarfirði utanverðum sagður kominn all-góður afli f miðjum þ. m., 2 hundruð á skip á dag, og þar um. Þilskip þau, sem komið hafa inn þessa dag- ana, hafa flest aflað fremur vol, 5—6 þúsund. og þar um; eitt þeirra „Provision11, eign consuls S. H. Bjarnarsonar, kom inn með 11 þús.; en fiskur yfirleitt fremur smár. — Frá Bíldudal fréttist ný skeð, að þar var orðinn hæstur afli á skipinu „Katrín“ 10,800, og afli annara þil- skipa þar fremur góður. — Nýtt þorskveiðaskip hafði Pétur kaupmaður Thorsteinsen ný skeð fengið frá útlöndum, og nefnist „Pilot“. Hafisinn segja ný komnir hákarlaveiðamenn liggja að eins 7—10 mílur undan landi, alla loið suður á móts við Latrabjarg. 70—80 tnr. lifrar kom skipið „Guðrún“, eign L. A. Snorrasonar, með í gær, eptir rúman hálf- an mánuð. 'ntö ekki, að 4. júni næstk. verða hér i kaupstaðnum kosnir Þingvallafundar-full- trúar fyrir kjördæmið, og þingmennirnir halda þá þingmálafund með kjósendum sínum. Ný skósminaverltstofa --opniiÖ 16. -- í húsi Filippusar Árnasonar (beint á móti „Hotel Isafjord“). Alls konar skófatnað- ur búinn til eptir nýjustu tízku, og allt, sem að skósmíði lýtur, leyst af hendi svo fljótt serri verður. —s Gott efni! - Yandað verkí =— Nægar byrgðir af útlendum skófatnaði af mörguin tegundum, eru til sölú; þar á meðal snmar-skór (turist-skór) fyrir herra, döinur og drengi, mjög þægilegir í hita- tið. Sömuleiðis vatnsstígvéla- og skó-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.