Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1895, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1895, Blaðsíða 4
104 Þjóðveujinn ungi. INTý sltinrililoeði og nokkur verkuð sauðskinn fást keypt með góðu verði. Ritstjóri vísar á seljanda. LIFSÁBYRGÐARFÉLAGIB „STÁR“. Hr. Pétur kaupmaður Tliorsteinsen á Bíldudal lieíir tekið að sér uinboð tyrir enska lífsábyrgðarfélagið „Star“, og geta því þeir, sem óska að tryggja líf sitt, snúið sér til hans. Reykjavík, 7. maí 1895. Olafía Jóhannsdóttir, sem hefir aðal-umboð félagsins á Islandi. SuiKlkennsla. Hér með auglýsist, að sundkennslan í Eeykjarnesinu byrjar 15. jiiní næst- komandi, og geta bæði unglingar og full- orðnir, sem vilja nota hana, snúið sér til undirritaðs. Arngerðareyri, 12. maí 1895. Bjarni Asgeirsson. V ottorð. Jeg undir-rituð hefi í mörg ár þjáðst af' gigt, þrýstingi fyrir brjóstinu og svefn- leysi, og voru þessum kvillum mínum samfara miklir sársaukar. — Jeg leitaði IV, 26. mér læknis-hjálpar, en það varð árangurs- laust: en fyrir naumlega einu ári, var mér ráðlagt, að reyna Kína-lífs-elixír hr. Váldernars Petersens, og gerði jeg það einnig, og á þessum stutta tíma, sem siðan er liðinn, er jeg orðin næstum því heilbrigð, og jeg hefl vonir um það, að jeg, áður langt um líður, verði fullkom- lega heil heilsu. Með því nú að Kína-l/fs-elixírinn hefir hjálpað mér svo vel, þá ráðlegg jeg ein- um og sérhverjum, sem þjáist af ofan- nefndum kvillum, eða líkum sjúkdóm- um, að nota Kína-lífs-elixírinn. Kaldaðarnesi, 23. nóv. 1894. Guðrún Einarsdóttir. Ivina-lííf-s-elixixúnn fæst hjá fiestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að -— standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í liendi, og firma nafnið Valdemar Peter- sen Frederikshavn, Danmark. PUENTSMIÐ.IA WÓDVIl.JANS UNUA. 38 verið daglegir gestir hjá honum, voru allir ættaðir ur landsdeildinni Gard. Þeir voru allir staddir hjá Loupian, þegar Picaud kom þangað. „Hvað á þetta að þýða?“ sagði Loupian; „þú ert eitthvað fínn í dag, Picaud; maður gæti nærri því imynd- að sér, að þii ætlaðir á danaleik í kvöld“. „Nei, það er annað, og miklu betra, en dansleikur, sem bíður mín, Loupian góður; jeg ætla að fara að gipta mig“. „Og hverja hefir þú valið til þess að skreyta höfuð þitt?“ spurði einn af þeim, sem við voru, Allut að nafni. „Að minnsta kosti ekki næst elztu dóttur hennar tengdamóður þinnar, því að í þeirri ætt er slíku skrauti svo klaufalega fyrir komið, að á þér t. d. hefir það þeg- ar rutt sér braut í gegnum hattinn þirm“. Menn litu hver á annan. Það var stórt gat á hatti Allut’s, og því varð ölluin ósjálfrátt, að hlæja að þessu gamanyrði skósmiðsins. „I alvöru“, sagði kaffisalinn, „hverri ætlar þú að kvongast?“ „Hún heitir Therese Vigouroux“. „Það er ómögulegt!“ sagði kaffisalinn forviða; „hfm, sem á að minnsta kosti hundrað þúsundir franka“. „Jeg borga henni það með einlægri ást, og með þvi, að reyna að gera hana svo hamirigjusarna, sem mér 39 er auðið. Og nú, herrar minir, bið jeg ykkur að gera svo vel, að mæta við brúðkaupið, sem haldið verður í Saint-Leu, og í veizlunni, sein haldin verður lijá hr. Latignac í Bjarnarstræti“. Loupian og gestirnir þrír stóðu sem steini lostnir; þeir trúðu því naumast enn þá, að þessi lagsbróðir þeirra gæti verið svona einstaklega lánsamur, og það var rétt þar um, að þeir gætu stamað fram einhverjum meining- arlausum þakkarorðum. „Hvenær á brúðkaupið að verða?“ spurði Loupian. „A þriðjudaginn kemur“. „Á þriðjudaginn ?“ „Jeg vonast eptir, að jeg fái að sjá ykkur. Verið ])ið sælir“. Picaud fór, og litla stund horfðu allir forviða hver á annan. „Það er naumast, að liann er lánsamur!“ „Jeg fer að halda, að hann sé göldróttur“. „Jafn inndæla og rika stúlku . . . !“ „Og hún á að eignast skósmið fyrir mann!“ „Það er á þriðjudaginn, sem brúðkaupið á að verða“. „Já, að þrem dögum liðnum“. „Jeg skal veðja um, að brúðkaupinu skal verða frest,að“, segir Loupian. „Hvernig ætlarðu að koma því til leiðar?“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.