Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1895, Page 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1895, Page 2
114 Þjóðviljinn ungi. IV, 29 fara mörgum orðum um liana, en að eins fcaka fátfc eitt fram. Hrossatað og sauðatað, undan grind- um, er bezt að bera á að vorinu; einnig má bera það á strax að vetrinum þegar rót er þýð. Meðferð á stungutaði til áburðar veit jeg enga betri en þá, sem Kristján bóndi í Þúfum heíir. Hann stingur út að vorinu, undir þann tíma, sem búast má við framhaldi á gróðri, opt- ast litið fyrir fardaga. Taðið mylur hann, heldur smátfc, jafn óðum og stungið er, mokar því síðan í hauga, og þekur þá. I þessum haugum lætur hann það vera, að minnsta kosti viku-tíma. Sóu þurkar og næðingar hellir hann vatni yfir þá, en sé vætusamt, þá ekki. Síðan ber hann haugana á þegar mesti hitinn og gerðin er farin úr þeim, lielzt í eða undir úr- komu. Upp af þessum áburði hefi jeg séð sprottið eitt hið mesta ogbeztagras. — í Þúfum mun áburður yfir liöfuð vera haganlega notaður, að þvi sem gerist, og tún að sama skapi hirt; enda másvo að orði kveða, að grasið spretti þar upp úr steinunum. Þessa er skilt að geta ábúandanum til verðugs lofs. — Ekki má gleyma að nota ösku til áburðar. Hún er góð á mýrlenda jörð, og til undirburðar í raklend flög og moldar- mikil; i þau er lika ágætt að blanda skeljum, þar sem þær eru til. Félagið ætti að gera sér það að reglu, að halda skýrslu eða yfirlit yfir heyfeng- inn af öllum nýjum jarðabótum, að minnsta kosti 3—4 fyrstu árin eptir að þær eru gerðar. I því ætti einnig að vera tekið fram, hver árangur hefði orð- ið af nýjum tilraunum með hirðing og hagnýting áburðarins. Yfirlit þetta gæti bæði gefið góðar leiðbeiningar, og aukið samkeppni innan félags. Jeg hefi nú drepið á það helzta, sem nauðsynlegt er að hafa hugfast, viðvíkj- andi þeim jarðabótum, sem jeg imynda mér, að félagið vinni helzt að. Ekki af því, að margir félagsmenn viti þetta ekki, lieldur hinu, að jeg álít búnaðarmáluin aldrei haldið of vel vakandi. Það hefir sýnt sig,-að búnaðar fram- farir hafa, enn sem komið er, ekki getað orðið almennar eða stöðugar, nema helzt ■ þar, sem búnaðarfélög hafa þrifizt. Þetta hafa flestir hinna betri manna sóð, og því hefir alþingi veitt bændum opinber- an styrk, til að bæta ábýlisjarðir sinar, að eins með þvi skilyrði, að þeir ynnu í félagi. En búnaðarfélögunum ríður á, að vinna ekki eingöngu vegna fjárstyrksins, því að margt er það í búnaðinum, sem borgar sig að bæta, þótt ekki fáist opin- ber styrkur til þess. Jeg enda þá línur þessar með þeirri einlægu ósk, að búnaðarféiag Reykjar- fjarðarhrepps vinni framvegis að því, með hyggindum, staðfestu og dugnaði, að gjöra jarðir hreppsins sein beztar og blómlegastar, meðlimum sínum og niðj- um þeirra til gagns og sóma. Höllustöðum, á kindilmessu 1895. 2000 konur er sagt að stundi iækningar í Bandaríkjunum, og eru þar af 130 honiöopath- ar. 70 af konum þessum kafa fasta atvinnu sem spítalalæknar, og 610 leggja sig einkum eptir að iækna kvenn-sjúkdóma, 40 eru augna- læknar o. s. frv. — í Kanada er 1 Iæknaskóli, sem eingöngu kennir konum læknisfræði; í Banda- ríkjunum eru aptur á móti 10 slíkir skólar, og er einn þeirra fyrir komöopatha. Telefónar hafa verið lagðir úr kirkju einni í Birmingkam á Englandi í hvert hús í sókn- inni, svo að sóknarbörnin þurfi ekki að ómaka sig að heiman, þótt þau vilji hlýða messu. Einkennilegt gripnsiii'n á prestur einn í Birmingham. Hann hefir safnað í eitt öllum „annarlegum“ munum, er hann hefir fundið í „guðskistu“ kirkjunnar. Meiri hluti safnsins eru hnappar; þó er þar töluvert af peningum með götum á, gömlum peningum, sem fyrir löngu eru gengnir úr gildi, fölskum peningum, spilapeningum o. s. frv. En þar er líka trúlof- unarhringur úr gulli, gullkeðja, silfur-hjarta, og — hlaðin vítis-vél. Gullstykki hefir nýlega fundizt- í Nýja-Hol- landi, sem vóg 1800 uncur, og var yfir 111,000 kr. virði. ----o<N>ggOOo-- Kollalmðafundur. -—o---- Fundur var haldinn að Kollabúðum í Þorskafirði 6. júní þ. á., og sóttu þann fund kjörnir fulltrúar úr fiestum eða öll- um hreppum Strandasýslu, úr 2 eða 3 mestu hreppunum í Barðastrandarsýslu og úr einum hreppi í Dalasýslu (Saur- bæjarhreppi), og niargfc manna annað, bæði karlar og konur, úr nærsveitunum við fundarstaðinn, svo að alls mun þar hafa verið saroan komið nokkuð á annað hundrað manna. Forseti fundarins var kosinn alþm. Stf/urðttr Jenssun í Flatey, og fundar- skrifari síra Arnór Arnason á felli, og liöfðu allir fundarmenn málfrelsi og til- lögurótt, en atkvæðisrett höfðu liinir kjörnu fulltrúar einir. Fundurinn vildi eindregið haldafram stjórnarskipunarmalinu í sömu stefnu, eins og að undan förnu, halda fram háskola- málina, og leggja árlega nokkuð fó úr landssjóði i háskólasjóð; gjafsbknir embætt- ismanna vildi fundurinn afnema, og lœklca eptirlaun embættismanna, svo sem farið var fram á á alþingi 1893; frv. um bú- setu fastakaupmanna vildi fundurinn láta samþykkja að nýju, hœkka vinfangatoll, og heimila mönnum að banna innftutn- ing áfengis með héraða samþykktum; fjár- ráð giptra kvenna vildi fundurinn auka, en var að öðru leyti yfir höfuð ekki hlynntur jafnréttiskröfum kvenna. — Sam- göngur á sjó vildi fundurinn bæta á þann hátt, að landssjóður leggði frain fó, til þess að kaupa 5—6 gufubáta, er gengu á stærstu fjörðum og flóum landsins. Nokkur fleiri mál, þýðingarminni, hafði Og fundurinn til meðferðar; en með því að fregnir þær, er oss hafa borizt af fundinum, eru ekki svo ýtarlegar, setn skyldi, sjáum vór oss eigi fært, að skýra frekar frá gjörðum hans að sinni. Allt lærist nánirúsum datt oss í hug, þegar vér sáum það af synjunar-ástæðum stjórnarinn- ar, sbr. Stj.tíð. 1894 B bls. 196, að hr. Magnús landshöfðingi Stephensen er nú líka farinn að bera alríkis-eininguna dönsku svo heitt fyrir brjósti, að hann ræður frá að staðfesta lög um afnám dómsvalds hæztaróttar í ísl. málum, með- al annars af þeirri ástæðu, að alríkis-einingin sé þá í voða. En sltyldi nú annars eklti vera óhætt, að trúa ráöherranum, dönskum manninum, fyrir þessari alríkis-einingar varðveizlunni einum, svo að Magnús gæti sparað sér rétt þær mótbárurn- ar gegn laganýmælum alþingis? Trúlegt að visu; en — hitt sýnir þó óneit- anlega miklu meiri framfarir vorra innlendu stjórnmálamanna, að vera svona langt komnir i lærdóminum! ----tast--- Gísli Magniisson á Hliðarenda. (Eptir Þoevald Thoboddsen.) (Framhald.) Gísli Magnússon ritar Worm frá Grliickstad 8. október 1642, segist vera kominn þangað frá íslandi og ætli þaðan til Hollands, svo til Eng- lands og Frakklands til þess að stunda þar læknisfræði og heimspeki; segir hann, að Þorlákur biskup Skúlason hafi hvatt sig til þess, því allir lærðir menn á Is- landi stundi nú guðfræði, og sæki um brauð, en engir séu þar í landi, er lagt hafi stund á stjórnfræði, nó praktisk vís- indi. — Eptir tveggja mánaða ferð frá íslandi var Gísli kominn til Amsterdam 6. nóv. 1642, dvaldi þar um stund, og fór svo til Leiden, ogvar þar til vorsins, og stundaði lieimspeki og náttúrufræði. í Leiden segist hann hafa gistingu góða,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.