Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.07.1895, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.07.1895, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 3ki\; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júni- mánaðarlok. DJOÐVÍLJl 0 N GI. Fjórði árgangur. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útget'- anda fyrir 30. dag juní- mánaðar. RITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. =1 M 32. ÍSAFIRBI, 10. JULÍ. 1805- Þingvallafundurinn. —c/y:— Þrátt fyrir megnasta andróöur „ísa- foldaru og hennar fylgifiska, var Þing- vallafundurinn lialdinn 28. júni þ. á., og höfðu 2/;J allra kjördæma landsins sent fulltrúa til hans, og voru þessir mættir fulltrúar á fundinum: Úr ísafjarðarsýslu: Matthías Ölafsson, Iíalldór, Jónsson. Úr Strandasýslu: síra Arnór, Árnason. Úr Barðastrandarsýslu: sira Sig. Jensson alþm., sem mætti í stað hins kosna aðal-fulltrúa, síra Lárusar í Selárdal. Úr Dalasýslu: Jens bóndi Jónsson á Hóli. Úr Borgarfjarðarsýslu: Stefán bóndi Guðmundsson á Fitjum. Úr Beykjavik: síra Ben. Kristjánsson í Landakoti. Úr Gullbringu- og Kjósar-sýslu: Björn búfr. Hjarnarson og Vlagnús kaupm. Blöndal. Ur Arnessýslu: Sig. búfr. Sigurðsson í Langholti og síra Magnús Helgason á Torfastöðum. Úr Rangárvallasýslu: lómas Sigurðsson á Barkarstcðum, sira Lggert Pálsson á Breiðabólsstað. Úr Norður-Múlasýslu: Sig. bondi Kristjánsson á Sævarerula, Indnði revisor Einarsson. Úr Suður-Þingeyjarsýslu: Jakob borgari Halfdanarson aHúsavik, Friðrik Guðmundsson á Syðra-Lóni. Fyjafjarðarsýslu: Stefán kennari Stefánsson og Friðbj. bóksali Steinsson. Ln fulltrúar þeir, sem kosnir höfðu verið i Mýra- og Snæfellsnes-sýsluin, voru ekki mættir. Samþykkt var og á fundinum að veita fröken Olafiu Johannsdóttur, fulltrúa hins ísl. kvennfélags, öll hin sömu rettindi, sem hinir kjörnu fulltrúar hefðu. Auk fulltruanna mættu á fundinum um 200 manns, þar á meðal all-margt kvennfólk, og var veður liið ákjósanleg- asta fram yfir nón, og allt með hátíða- brag, tjöld nokkur og fánar, og söng- flokkur úr Reykjavík þeytti við og við lúðra til skemmtunar. Um hádegi hófst fundarhaldið með því, að sungið var svo látandi kvæði, er ort hafði Þorsteinn Erlingsson: „Ó, Þingvalla himin, þið heilögu vó, þú hljómsterki Öxarár-kliður? Hér koma nii synir að finna það fó sem feðurnir grófu hér niður. Yið heilsum þér enn þá með óþreyttar mundir ó elskaða jörð, hór er gullið vort undir. Og heyrðu það hraun, þó það verðum ei við sem vaxtanna fáum hér notið, þá ölum við sonu, sem gefa ekki grið unz gullið úr urðinni er brotið; og þá skal liún eldgamla Öxará minna á okkur, og það sem við reyndum að vinna. Og heyrðu það foss, þú átt ósungið enn um árdegis blossana rauðu, og kannske um friðari og frægari menn, og frjálsari heldr en þá dauðu. Hve margt á hún óskráð hin eilífa Saga um ófædda mæringa, sólheiða daga! Og gullpennann leiptrandi grípur hún þá er glampar á fjarlægum bárum, og rís upp úr djúpirm röðullinn sá, sem rann fyrir sex hundruð árum; og það veit liún Saga að um daginn þann dreymir hvern di’eng þann sem Island í mold- inni geymiru. Þá setti Ben. sýslumaður Sveinsson fundinn með ræðu; en að því búnu var sungið svo látandi kvæði eptir cand. júr. Einar Benediktsson: „Vér hlutum af feðrunum sigurfræg sverð og sagnir um frjálshuga drengi, og hörpuna gömlu vér eigum að erfð með osvikna, hljomdjúpa strengi. — En nú þarf að stilla livern streng sein hún á, og stálið vort góða úr ryðinu slá. Hér skortir ei máttinn. Þó mikið ei vinnst, til menningar, sælu og þarfa; af tanganum fremsta í afdalinn innst, frá æsku til grafar menn starfa. Því standa svo raenn eptir stríð og raun. með stritkrepptar hendur og enginlaun? Hvað er það sem bannar svo auganu’ að sjá, og eyranu sannleik að heyra? Hvort stafa ei óvættir okinu frá, sem andann í fangelsi keyra? Hvað stoðar að eiga sór styrk og þor ef stigið er öfugt í blindni hvert spor? Yér þurfum að opna vor augu, að sjá og eyru vor, sannleik að heyra og vinna um leið allt sem vinna má á vegi til annars •— og meira. Það tekst oss ef leyst verður lýðsins hönd, ef leyst verða af fólkinu andans hönd. — Vér þurfum að sættast, slá hendi í hönd og hatrinu í bróðerni gleyma, með frelsis vors óvin á erlendri strönd er óvit að kýtast hór heima. I sameining vorri er sigur til liálfs, í sundrungu glötun vors réttasta máls. En kaupi sér nokkur manns vinskap og vild því verði, að Island hann sviki, skal byggja’ lionum út, inn í fjandmanna úyigd, og föðurlandssvikarans ríki. Þar skipta ei flokkunum skoðanir manns, þeir skiptast um liagnað — og tjón þessa lands. Að því loknu hófst fundurinn, og eru gjörðir hans birtar hér á eptir. — Um- ræður urðu all-miklar um ýms málin, en einkum urðu þær heitar í „Skúla-málinuu svo nefnda, og fengu aðgjörðir lands- höfðingja og stjórnarinnar þar einkar harðan dóm; einkum talaði síra Magnús Helgason á Torfastöðum snildarlega í mál- inu, svo og Mattliías Olafsson í Haukadal, Björn búfr. Bjarnarson og ýmsir fleiri. Nokkru eptir nónið gerði helli-skúr, r svo að fundinum var þá hraðað meira,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.