Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.07.1895, Blaðsíða 3
T’.toð viljinn ungi.
127
IY, 82.
skorar á alþingi að hlutast til um, að
sett sé milliþinganefnd, til að endurskoða
fátækralöggj öfina.
XIV. Vínsölubannsmálið. Svo hljóð-
andi tillaga samþykkt með 12 atkv. gegn
7: „Eundurinn skorar á alþingi að halda
fram frv. síðasta þings um héraðasam-
þykktir um vinsölubann.
XV. Gjafsóhnamálið. Svo hljóðandi
tillaga var samþykkt með 16 samhljóða
atkvæðum: „Fundurinn skorar á alþingi
að afnema með lögum allar gjafsóknir,
nema fyrir öreiga menn og stofnaniru.
Viðauka tillaga: „og embættismenn,
þegar þeim er skipað að höfða mál“
felld með 16 atkv. gegn 1.
XVI. Nefndin i atvinnumálinu lagði
fram tillögur sínar svo hljóðandi:
„Fundurinn skorar á alþingi:
a, að veita búnaðarfélögum landsins ríf-
legri styrk, en að undan fórnu,
b, að styrkja sjávar-útveginn tiltölulega
við landbúnaðinn, einkum ineð því,
að veita með sem aðgengilegustum
kjörum lán úr viðlagasjóði til þil-
skipakaupa,
c, að veita enn úr viðlagasjóði sýslufé-
lögum eða einstökum mönnum lán
með sem aðgengilegustum kjörum, til
að koma á fót tóvinnuvélumu.
Voru þessar tillögur samþykktar.
d, „að hætta að samþykkja lög um þjóð-
jarðasölu, en gjöra leiguliðum lands-
sjóðs svo góð kjör (t. d. að selja jarð-
irnar til erfðafestu), að þeir eigi hafi
ástæðu til að æskja kaups á ábýlum
sínum“.
Þessi tillaga var felld með 9 atkv. gegn 8.
XVII. Nefndin í Shída-málinu bar
fram svo hljóðandi tillögu:
„Uin leið og fundurinn lýsir megn-
ustu óánægju yfir öllum aðgjörðum
landstjórnarinnar i málarekstrinum gegn
Shúla sýslumanni Thoroddsen, skorar
hann á alþingi að hlutast til um rann-
sókn á öllum aðgjörðum landstjórnar-
innar i því ináli, og ef unnt er koma
fram ábyrgð á hendur henni fyrir kostn-
að þann, er hún hefir bakað landinu
með því. — Jafnfraint skorar fundur-
inn á alþingi að sjá um, að Skúli Thor-
oddsen fái skaða þann bættan, er hann
hefir beðið af málarekstri þessumu.
Tillagan var samþykkt með 17 sam-
hljóða atkvæðum.
XVIII. Fundurinn skorar á þing-
menn, að þeir hlutist til um, að byggt
verði skýli á Þingvöllum, svo fljótt sem
unnt er, með því, að þeir leiti samskota
hver í sínu kjördæmi.
XIX. Að endingu lýsti fundurinn
mikilli óánægju yfir því, að nokkur kjör-
dæmi landsins vanræktu að senda fulltúa
á fund þennan.
Fundi slitið.
B. Kristjánsson, Magnús Helgason.
- ■■■ —oOC•§§■000-
248,000 Indianar eru í Bandaríkjunum i
Ameriku, samkvæmt síöustu hagfræðisskýrslum.
Af þeim hafa hér um bil 100,000 tekið upp lifn-
aðarhattu siðaðra manna, enda kosta ríkin 105
skóla fyrir Indiana.
Svertingjum fer ótrúfega mikið fram í allri
menntun og menningu. Fyrir fjórðungi aldar
var svertingja-barn, som kunni að lesa, álitið
sem eittvert náttúru-afbrigði. En samkvæmt
nýjustu hagfræðisskýrslum Bandaríkjanna eru
þar nú 25,580 skólar, sem 2,250,000 svertingja-
börn liafa lært i að lesa og skrifa. í svertingja-
skólunum voru veturinn 1893—94 um 238,000
börn, og flestir kennararnir, eða full 20,000, voru
svartir. Þar eru einnig 150 æðri menntastofn-
anir fyrir svertingja, og 7 háskólar, og eru bæði
kennararnir og skólastjórarnir svartir að lit.
Einn af Jiáskólastjórum þessum hefir sjálfúr eitt
sinn i æsku sinni verið i þrældóms-ánauð, og
52
bann svo hafði náð fundi hennar nokkrum sinnum, þá
féll Jiún fyrir fýsnum elskhuga síns, sem kvaðst vera
bæði herrainaður og miljóna-eigandi. Dóttirin skýrði
foreldrum sinum frá afleiðingunuin af istöðuleysi sínu,
og urðu þau mjög hugsjúk yfir því. Loks var svo tekið
að semja við mann þennan. Hann lét mikið yfir auð-
æfum sinum, kvaðst fús á að kvongast stúlkunni, og sýnir
Loupian kaupsamninga og afsalsbréf að fjölda-mörgum
fasteignum. Þá fer að lifna aptur yfir jmga Loupian’s
og vandamanna hans, brúðkaupsdagurinn er ákveðinn,
°g brúðguminn, sem vihli hafa brúðkaupið hið veglegasta,
segir svo fyrir, að vistir og vin skuli á borð borið um
kvöldið lianda hundrað og fimmtíu gestuin, í veitinga-
húsinu le Cadran-Bleu.
Hestirnir mæta allir á ákveðnum tíma, en brúðgum-
inn kemur ekki. Að litilli stundu liðinni kemur bréf,
sem skýrir fra þyþ að herramaðurinn hafi verið kallaður
iyrii konung. Hann biður menn því að afsaka, að hann
geti ekki mætt, 0g biður þá að setjast að borðum, án
þess að vera að bíða eptir sér, og segist vera væntan-
legur til konu sinnar kl. tíu um kvöldið.
Það er þvi Sezt að borðum, þó að brúðgumann
vanti. Bruðurin er fálát mjög og döpur í bragði; og
hamingju-oskir gestanna, 0g gullhamrar í tilefni af því,
live maður hennar væri í ágætri stöðu, megnuðu ekki
49
Fjórum mánuðum síðar seldi gimsteinasalinn hring-
inn aptur tyrkneskum verzlunarmanni, er gaf eitt liundr-
að og tvö þúsund franka fyrir hann. Allut varð svo
gramur yfir þessum mikla verðmun, að hann í bræði
sinni myrti giinsteinasalann. Svo flúði hann með fjöl-
skyldu sina til Grikklands, i þeirri von, að hann myndi
finna þar hæli. En hann var ávallt einstakur óláns
inaður eptir þetta.
*
* *
Síðari hluta þessa sama sumars kom stúlka ein til
Loupians kaffisala, og beiddist þess, að hún raætti finna
hann að máli. Hún skýrir honum frá því í trúnaði, að
fátæklingur einn, sem misst hefði aleigu sina við stjórn-
byltinguna 1814, hefði gert sér og ættmönnum sínum
ákaflega mikinn greiða, en að hann væri svo óeigingjarn,
að hann vildi enga borgun þiggja fyrir það; að eins hefði
liann látið i ljósi, að hann óskaði að komast að sem
límonaðe-skenkjari í kaffisöluhúsi, þar sem hann hefði
gott atlæti, og farið yrði að öðru leyti sæmilega með
hann. Hún sagði, að maður þessi væri á að gizka fimm-
tugur að aldri, og til þess að herða enn meira að Loupian,
að taka hann í þjónustu sina, lofaði stúlkan að sjá um,
að borgaðir yrðu, án hans vitundar, hundrað frankar með
honum á hverjum mánuði.
Loupian gekk að þessu, og litlu síðar kemur til