Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.07.1895, Blaðsíða 2
126
Þjciðvtljinn ungt.
IV, 32.
en ella myndi, og var fundinum slitið
rétt fyrir miðnætti, eptir að hann hafði
staðið nær viðstöðulaust í nálægt 12 kl.
stundir.
Alyktanir fundarins voru í ýmsum
málum hinar röksamlegustu, og er ósk-
andi, að þjóðin eigi marga fundi slíka,
og veiti þeim meira fylgi, en í þetta
skipti, þannig, að ekkert kjördæmi sker-
ist úr leik.
Hinn 28. júni 1895 var haldinn fund-
ur á Þingvöllum við Oxará, samkvæmt
fundarboði útgefnu í blöðunum af þing-
inönnum Þingeyinga og Isfirðinga. Mættu
á þessum fundi 19 kjörnir fulltrúar fyrir
11 kjördæmi landsins. Fyrir 2 kjönlæmi,
Mýrasýslu og Snæfellsnessýslu, voru hinir
kjörnu fulltrúar ekki mættir.
Yar fyrst sungið kvæði eptir Þorstein
Erlingsson, síðan setti BenediJct alþm.
Sveinsson fundinn með ræðu; þá var sung-
ið kvæði eptir Einar Benedildsson.
Fundarstjóri var kosinn síra Benedild
Kristjánsson, fulltrúi Reykjavíkur, og vara-
fundarstjóri Indriði Einarsson, fulltrúi
Norður-Múlasýslu; skrifarar voru kosnir
síra Sig. Jensson og sira Magnús Helgason.
Fundurinn samþykkti með meiri hluta
atkvæða, að fulltrúi kvennfélagsins fröken
Ólafía Jóhannsdóttir skyldi hafa ailan
sama rétt á fundinum, sem hinir aðrir
fulltrúar.
Fundurinn samþykkti með meiri hluta
atkvæða, að gefa öllum þeim, er við-
staddir voru, málfrelsi á fundinum með
þeim takmörkunum, er fundarstjóri álít-
ur nauðsynlegar.
Þá var gengið til dagskrár, og var
þá tekið til urnræðu:
I. Stjórnarshrármálið. I því máli var
samþykkt í einu hljóði svo hljóðandi á-
lyktun frá fulltrúum Isfirðinga: „Fund-
urinn skorar á alþingi að samþykkja
óbreytt stjórnarskrárfrumvarp það, sem
samþykkt var á aukaþinginu 1894“.
Því næst var borin fram svo hljóð-
andi viðaukatillaga frá hinum sömu:
„Veiti stjórnin þingi og þjóð sömu svör,
eins og hingað til í þessu máli, telur
fundurinn æskilegt, að sambandi Islands
og Danmerkur verði slitið á löglegan
hátt“. — Eptir nokkrar umræður var hætt
við að bera tillöguria undir atkvæði.
II. Samgöngumál. I þessu máli var
samþykkt 5 manna nefnd, og voru kosn-
ir í nefndina:
Stefán Stefánsson . . . með 13 atkv.
Indriði Einarsson ... — 10 —
Sigurður Jensson ... — 9 —
Friðbjörn Steinsson. . — 9 —
Matth. Ólafsson .... — 8
III. Kvennfrelsismál. Borin var upp
svo látandi tillaga frá Indriða Einarssyni:
„Funduririn skorar á alþingi, að það með
lögum, sem fyrst að unnt er, veiti kon-
um algjört sömu réttindi sem körlum“.
— Var tillaga þessi samþykkt með 15
samhljóða atkvæðum.
IV. Afnám hœztan'ttar. Borin upp
svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn skor-
ar á alþingið að saniþykkja enn að nýju
frumvarp alþingis 1893 urn afnám dóms-
valds hæztaréttar í íslenzkum málum“.—
Var tillaga þessi samjrykkt í einu hþ’óði.
V. Eptirlannamúlið. Björn Bjarnarson
bar upp svo hljóðandi tillögur: „Fund-
urinn skorar á alþirigi:
1. að semja lög um algjört afnám eptir-
launa, eða að minnsta kosti að færa
þau niður, ekki minna en um helrn-
ing, og
2. að samþykkja engin lög eða ákvæði,
er gjöri ráð fyrir föstum eptirlaunum
eða uppeldisstyrk“.
Fyrri liðurinn sanrþykktur nreð 12 atkv. á
móti 5 og síðari liður með 10 atkv. gegn 5.
VI. Urn húsetu fastakaupmanna. Bor-
in upp svo hljóðandi tillaga: „Fundur-
inn skorar á alþingi að sarnþykkja sams
konar frumvarp og á þinginu 1894 um
búsetu fastakaupmanna“. — Tillagan var
samþykkt með 17 atkv. móti 1.
VII. Um hluttöku safnaða í veitingu
brauða. Með 17. atkv. móti 1 var sam-
þykkt að skora á alþingi að sainþykkja
frumvarp í þá átt, að söfrjuðurnir fái að
kjósa um alla umsækendur.
VIII. Háskólamáiið. Svo látandi til-
laga borin upp: „Fundurinn skorar á
alþingi að sarnþykkja enn á ný frv. um
stofnun háskóla hér á landi í 3 deihlum,
guðfræðis-, læknisfræðis- og lögfræðis-
deild“. —- Þessi tillaga var samkykkt
með 16 atkv. gegn 2. — Viðaukatillaga
svo hljóðandi: „Og kenni auk þess ísl.
málfræði, sögu og bókmenntir“, samþykkt
með 16 atkv. gegn 2.
I sambandi við þetta mál var borið
upp, og samþykkt með 17 samhljóða atkv.:
„Fundurinn lýsir rnegnri óánægju yfir
synjunum stjórnarinnar á lögum alþingis,
og öllutn tillögum landshöfðingja, er
hvetja til þeirra.
IX. Slcúlamálið. Til að íhuga þetta
mal var kosin 3 manna nefnd, og voru
þessir í nefndinni:
Friðbjörn Steinssón,
Magnús Helgason,
Matthías Ólafsson.
X. Skólamálið. Samþykkt var í einu
hljóði að skora á alþingi að koma á real-
kennslu við Reykjavíkur lærðaskóla þann-
ig, að námstíminn í skólanum só alls 7
ár, og inntöku-skilyrðin hin sömu, og
eru við Möðruvallaskólann; 3 neðstu bekk-
irnir séu real-bekkir, og á Norðurlandi
3 ara real-skóli, er samsvari algjörlega
real-bekkjum Reykjavíkurskóla þannig,
að piltar útskrifaðir af norðlenzka real-
skólanum geti gengið próflaust inn í 4.
bekk Reykjavíkurskóla. Hvorttveggja
skólinn sé sameiginlegur fyrir karla og
konur.
XI. Atvinnumál. Til að koma með
tillögur í þessu máli var kosin 5 manna
nefnd:
Sigurður Sigurðsson,
Halldór Jónsson,
Stefán Stefánsson,
Eggert Pálsson,
Björn Bjarriarson.
XII. Nefndin í samgöngumálinu lagði
fram svo látandi tillögur:
„Fundurinn skorar á alþingi:
a, að koma á tíðum gufuskipaferðum
inilli Englands eða Skotlands og aðal-
kauptúna landsins,
b, að landssjóður veiti ríflegan styrk til
gufubátsferða á stærstu fjörðum og
flóum landsins, er standi í sein nán-
ustu sambandi við ferðirnar frá út-
löndum,
c, að stuðla að því, svo sem með þings-
ályktunum og loforðum um ijárfram-
lag, að vér getum kornizt sem allra
fyrst í fréttaþráðarsamband við utlönd,
d, að varið só nokkru fé, til þess að láta
rannsaka og gjöra áætlun unr, hvað
járnbrautir frá Reykjavík austur í
Rangárvallasýslu, og norður á Akur-
eyri, muni kosta“.
Fyrstu 3 tillögurnar voru samþykktar í
einu hljóði. 4. tillögu var skipt í tvennt,
og var íýrri liður hennar, um að gjöra
áætlun um, hvað járnbraut muni kosta
frá Reykjavík austur i Rangárvallasýslu,
sarnþykkt rneð 12 atkv. Orðin „og norð-
ur á Akureyri“ felld með 12 atkv. mót 5.
XIII. Sveitarstjórnarmál. Svo hljóð-
andi tillaga var sainþykkt: „Fundurinn