Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.07.1895, Síða 1
Vorð Arganfrsins (minnst
40 arka) 8 kr.; i Aineríku
1 doll. Borgist fyrir júní-
má.naðarlok.
DJÓÐVILJISS DNGI
—— —:|= Fjórði árö ang-ur. =|— . —
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef'-
anda fyrir 30. dag júní-
múnaðar.
M
: i: i.
RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =l^gg---------i-
IsAFIRÐI, 16. JULÍ.
Alþingi sett.
Mánudaginn 1. jólí þ. á. var alþingi
sett í Reykjavík, að af lokinni guðsþjón-
ustu í dómkirkjunni, þar sem síra Einar
Jónsson, þingmaður Norðmýlinga, sté í
stólinn. — Elzti þingmaðurinn, Sighvatur
Arnason, gekk því næst til forseta-sætis,
og kosningar þeirra Þórðar Thoroddsen
og Kl. Jónssonar, sem eigi mætti á al-
þingi í fyrra., voru samþykktar. — Að
því búnu var gengið til forseta kosning-
ar í sameinuðu þingi, og dreifðust at-
kvæðin svo við fyrstu kosninguna, að
enginn hlaut næg atkvæði (Ól. Briern 16,
Sk. Th. 8 og Ben. Sv. 7); var því kosið
að nýju, og lilaut þá hr. Olafur Briem
kosningu með 19 atkv.; voru það kon-
ungkjörnir þingmenn og lahdshöfðingja-
liðið svo nefnda í neðri deild (Tryggvi
og félagar hans), sem einkum réðu þeirn
úrslitum, og verður hr. Ól. Br. þó ekki
talinn til þess floliks. — Um varaforseta
kosninguna í sameinuðu þingi varð og
•'kki síður sundrung, atkvæða, svo að þrí-
kjósa varð; við fyrstu og aðra kosningu
skiptust atkvæðin milli Tr. G., Sk. Th.
og sira Sig. Gunn., og hlaut enginn næg-
an atkvæða-fjölda; en er konungkjörnir
og Tryggva-liðar sáu, að Tryggva varð
eigi kornið að, köstuðu þeir atkvæðurn
einum yfir á síra Sig. Gunnarsson, þótt
hann se Sizt af þeirra liði, rneð því að
þeir vildu fyrir hvern mun eigi, að Sk.
Th. næði kosningu, og fór þá svo, við
bundna kosningu milli síra Sig. Gunn.
°g Sk. Th., að síra Sigurður Ounnarsson
var kosinn vara-forseti með 17 atkv., en
8k- Th. Iilaut 15 atkv. — Skrífarar í
sameinuðu þingi voru kosnir: síra Sig-
urður Stefánsson og Guðiaugur sýslumað-
ur Guðmundsson.
Uá skildu deildirnar, og fóru fram
kosningar embættismanna í hvorri deild.
í efii deild var Árni landfógeti Thor-
steinsen aldurs-forseti, og greiddi því ekki
atkvæði við forseta-kosninguna, en ókora-
irm t.il þings var einn hinna þjóðkjörnu
þingmanna, svo að forsetann áttu að kjósa
5 þjóðkjörnir og 5 konungkjörnir þing-
menn; mun því Magnús landshöfðingi
hafa hugsað sér til hreifings, og eggjað
lið sitt, til þess að revna að koma því
til leiðar, að forsetinn yrði þjóðkjörinn,
svo að hinir konungkjörnu yrðu í meiri
hluta í deildinni, og gætu tekið af lion-
um skellina, fellt öll þau málefni, sem
stjórnin hefir ýmigust á o. s. frv.; vildu
menn í fyrstu ekki trúa þvi, að hinir
konungkjörnu myndu hlaupa erindi stjórn-
arinnar í þessu efni, og taka sér á herð-
ar allar þær bannsyngingar þjóðarinnar,
sem óhjákvæmilega koina þeim í koll,
sem eyðileggja löggjafar-st.arfið, að því
er öll markverðustu málin snertir; en það
sýndi sig við kosninguna, að liðið er vel
vanið, því að hinir konungkjörnu kusu
sem einn inaður síra Sig. Jensson, alþm.
Barðstrendinga, sem forseta, en þjóðkjörn-
ir þingmenn kusu Arna landfógeta Tlior-
steinsen; hlaut því hvorugur meira en
helming atkvæða, svo að hlutkesti réð,
að Arni Thorstcinsen varð forseti efri
deildar, og er sagt, að landshöfðingja hafi
heldur brugðið, er svona tókst til; en
— „ýmist vildi’ honum öfugt ganga ept-
ir það“. — Vara-forseti efri deildar var
kosinn L. E. Sveinbjörnsson, en skrifárar
deildarinnar Jón A. Hjaitalin og Jón
Jakobsson.
I neðri deild var Brnedilt Sveinsson
kosinn forseti með 19 atkvæðum, en
Tryggva Gunnarssyni tókst að ná vara-
forseta kosningu með 11 atkv., enda voru
tveir af þinginönnum deildarinnar fjar-
verandi sjúkdóms vegna. — Skrifarar
deildarinnar voru liosnir: síra Einar Jóns-
son og Kiemens sýslumaður Jónsson.
Lengra er þá þingstörfunum enn ekki
komið, þegar þetta er skrifað, og er van-
séð, hvernig þau fara úr hendi, því að
stjornin virðist eiga sér all-mikinn flokk
1 neðri deildinni, og fylgja þeim flokkn-
um stðku þingmenn i blindni og liugs-
unarleysi,- og stafar það allt. af því, live
hörmulega kosningarnar rnistókust í fyrra
í súraum kjördæmum sunnanlands.
------------------
Enn nm „Skúla-málið“.
—o—
Þess liefir áður verið getið í blaði
þessu, að hæztaréttarmálfærslumaður 0.
M. lue, sá er mál Skúla varði fyrir hæzta-
rétti, taldi hann eiga sanngirnis- og rétt-
lætis-kröfu til þess, að honum yrði end-
urgoldinn sá tekju-halli, er stjórnin hefði
bakað honum við allsendis ástæðulausa
„suspension“, og var ráðherra Islands
því skrifað þessu viðvíkjandi.
En svo sanngjarnt og eðlilegt sení
þetta virtist vera, þá liefir þó aðferð
stjórnarinnar verið í sama stýl, eins og
fyr, með því að ráðkerrann liefir með bréfi,
dags. 30. maí þ. á., falið Magnúsi lands-
höfðingja að tilkynna Skiila, að hann
„finni ekki ástæðu“, til að taka þessa
fjár-kröfu til geina.
Það eru því alls c. 9300 kr. útgjöld,
sem ráðherrann vill leggja á Sk. Tli.,
eptir þessum úrslitum, líklega í hegning-
ar skyni fyrir það, hve herfilega stjórn-
inni mistókst í „eltinga-leiknumu, og
mun Sk. Th. auðvitað ekki vilja una við
það, heldur leita til þingsins, sem fyrir
þjóðarinnar hönd nýtur þeirrar ánægju,
að borga stjórnarinnar brotnu brúsa.
Má og ætla, að raðlierranum hafi, af
ýmsurn alþekktum ástæðum, þótt það
fremur óþægilegt, að leita aukafjárveit-
ingar hjá alþingi í þessu skyni, enda
þótt honum hafi fráleitt blandazt hugur
um sanngirni og réttmæti kröfunnar.
í blaðinu „Austri“ stóð ný skeð grein-
ar-stúfur í þá átt, að Skúli Thoroddsen
myndi vonandi láta „náð ganga fyrir
rétt“, og eigi krefjast skaðabóta af lands-
sjóði, þótt stjórnin hefði bakað honum
margra þúsund króna tekju-halla við á-
stæðulausa „suspension“.
Má og vera, að ritstjóri blaðs þessa
hefði landssjóðs vegna gjarna viljað þola
þennan órétt, ef eigi hefði verið bætt
nýrri ofsókn á ofsóknir ofan.
En þegar landstjórnin, sem lögunum
á að lilýða ekki síður en aðrir borgarar
landsins, bætir gráu ofan á svart, og virð-