Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1895, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1895, Page 3
'ÞjÓðvjljinn ungi. 143 IV, 36. að þessi emLættisafsetning var fyrirliug- uð sökutn framkomu Sk. Th. gagnvart stjórninni; stjórnin gat þó sannarlega ekki biiist við því, að Sk. Tli. rnyndi skipta urn skap, þótt liún flytti hann vestan að, og austur í Rangárvallasýslu; það væri hreint og beirit barnalegt af stjórninni. Þetta tilboð hefði og auk alls þessa verið lítt aðgengilegt fyrir Sk. Th., þvi úr þvi að það var framkorna hans gagn- vart stjórninni, en ekki embættisfærsla lians, sem bakað hafði honum alla þessa ónáð hjá yfirboðuruin hans, þá gat liann búist við, að fá enda á fyrsta árinu í Rangárvallasýslu sömu sendingu frá stjórninni, og hann hafði fengið vestur. Þá væri riú kostnaðarhlið þessa máls, og væri það sannarlega hart fýrir þjóð- ina, að verða að bera birðina af því, að stjórninni, þessari hálf-útlendu stjórn, ekki hefði líkað við þennan embættis- mann, ekki af þvi, að hann væri ekki full-duglegur embættismaður, heldur fyrir það, að hann sagði skýrt og skorinort meiningu sína um almenn landsmál, og afskipti æðstu valdamanna vorra af þeim. Kostnaðurinn, sem af þessu leiddi fyrir landsjóð, gæti orðið í háum tölum. Ept- irlaun Sk. Th. myndu verða, samkvæmt eptirlaunalögunum, um 1500 kr. á ári, og lifi hann í 30 ár enn, sem vel er liklegt, þar sem hann er kornungur mað- ur, þá yrði eptirlauna upphæðin, sein landsjóður væri búinn að greiða honum eptir 30 ár, um 45000 kr., og með rent- um og rentu-rentum gæti þessi eptirlauna- upphæð orðið allt að 100,000 kr. Þessar þúsundir væri teknar úr vasa þjóðarinn- ar, að henni sárnauðugri, ekki til að full- nægja neinum skynsamlegum þörfum eða kröfum, heldnr að eins til að svalaóvild stjórnarinnar á einstökum embættismanni. Þetta væri talandi vottui- um, hve vort politiska óstand væri óþolandi, 0g ólik- Þgt, að það gæti ekki vakið marga til alvarlegra lmgleiðinga uin stjórnarfar vort. Að svo mæltu skal jeg leyfa mér að afhenda hinum háttvirta forseta svolát- andi rökstudda dagskrá: nUin leið og deildin lýsir óánægju sinni yfir þejri.j aðferð stjórnarinnar að svipta Skúla Thoroddsen embætti, þratt fyrir sýknudóm hæztaréttar, og þeim kostnaði, sem hún með því liefir bakað landsjóði, tekur deildin fyrir næsta inál a dagskránniu. Dagskráin samþykkt með 6 atkv. móti 5 (hinuin konungkjörnu). Þess þóttust menn verða varir, að Mcirjnús landshöfðingi Stephensen var venju fremur rauður í andliti, og eins og utan við sig, þó að hann reyndi að herkja af sér eptir föngum, enda var það óneitan- lega fremur leiðinleg játning, sem liann varð að gjöra frammi fyrir þingdeildinni °g þjóðinni í þessu máli, að verða að játa, að lausn Skúla Thoroddsen frá em- bættinu væri politisk ofsókn frá stjórn- arinnar hálfu, og öll sakamáls-eltingin frá uppliafi auðvitað að eins liöfð að yfir- skyni, ef ske kynni, að stjórninni á þann hátt tækist að dylja þann tilgang sinn, sem nú er augljós orðinn. -----ooogjcoo--- Samgöngumálið á þingi. —rsn— Samgöngunefndin, sem skipuð var i neðri deild (dr. Yaltýr, Jens P., Sk. Th., Kl. Jónss. og Jón Þór.) liefir borið fram frv. um kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs, og eru aðal-ákvæði þess þau, að á kostnað landsjóðs skuli kaupa eimskip, er sé að minnsta kosti 600 smálestir (tons) netto að stærð, og hafi farþegjarúm fyrir að minnsta kosti 60 manns i 1. farrými, og 40 i 2. far- rými. Allt sé skipið yfirbyggt, og liafi • að minnsta kosti 11. mílna hraða á sjött- ungi sólarhrings. Skipinu skal fylgja litill eimbátur, er nota megi til flutninga frá og að skipinu á höfnum. Til þess að kaupa slíkt skip má verja allt að 350,000 kr. — Eimskip þetta á að nota til millilandaferða og strandferða sam- kvæmt ferðaáætlun, er farstjóri með ráði landshöfðingja ákveður. — Kaup á skip- inu og útgerð þess, skal fulin á hendur farstjóra undir yfirurnsjón tveggja far- gæzlumanna, er alþingi kýs í sameinuðu þingi til tveggja ára i senn o. s. frv. Um mál þetta hafa orðið mjög lang- ar og snarpar umræður í neðri deild, og hefir hr. Trygejvi Gunnarsson bankastjóri einkum gjört sitt ýtrasta, til þess að hnekkja framgangi þess, enda virðist hann helzt vilja láta sameinaða gufu- skipafélagið danska liafa millilanda- og strand-ferðirnar á hendi, eins og að und- an förnu; en fæstir deildarmanna hafa um það efni verið á sama máli og hann, en um hitt hefir aðal-ágreiningurinn orð- ið, livort réttara væri, að landið keypti skipið, eða reyndi að eins að taka skip á leigu; spunnust um þetta miklar um- ræður, og lauk svo, að fellt var, að leigja skipið, og lögðu þá andvígismenn máls- ins allt kapp á það, að fá komið inn i frv. ákvæði i þá átt, að stjórninni skyldi í sjálfs vald sett, hvort hún vildi heldur leigja skip eða kaupa; en niðurstaðan varð þó sú að lokum, að þeir báru hærri hluta, er kaupa vilja skipið, og var mál- ið þannig lagað afgreitt til efri deildar á þingfundi 3. ág. með 14. atkv. gegn 6; en mjög tvísýnt þykir, hver niður- staðan verður í þeirri deild, líklega helzt sú miðlunar-stefnan, að „leiga eða kaupa“. Jafn framt hefir og samgöngunefndin lagt það til, að til gufubátsferða verði veittar alls 32 þús. krónur á ári, nefni- lega 10 þús. kr. til Vestfirðinga-fjórðungs, 10 þús. til Norðlendinga-fjórðungs, 6 þús. til Austfirðinga- og 6 þús. til Sunnlend- ina-fjórðungs, og vill hún jafn framt, að amtsráði Vesturamtsins verði veitt úr viðlagasjóði allt að 60 þús. króna lán, er endurborgist. og ávaxtist með 6 °/0 á ári i 28 ár, enda hafa óskir í þessa átt koin- ið frain i ýmsum héruðum vestra; og þar sern hinn árlegi fjárstyrkur, sem ætlaður er til gufubátsferðanna, er all-ríflegur, og ekki ástæða til að ætla, að hann verði minni eptirleiðis, þá geta Vestfirðingar notað landssjóðs-styrkinn til árlegrar vaxta- og afborgana-greiðslu, og haft þó 6,400 kr. afgangs til árlegrar útgerðar bátsins. ----OOO^OOO---- Fast hi'ltnishérað vill Jón Jónsson þm. N.-M. stofna á Seyðisfirði, í stað aukalæknishéraðsins, sem þar er nú. Borgaralegt hj(>nal>;iiul. I neðri deild hefir Kl. Jónsson. borið fram frv. um borgaralegt hjónaband, að það skuli leyfilegt, ekki að eins þegar annað livort lijóna-efna er utan þjóðkirkjunnar, lieldur og þeim, sem i þjóðkirkjunni eru. ^Vlnnin dómsvalds liæzta- réttar. Frv. þess efnis er borið upp í neðri deild af Sigliv. Arnasyni. Stofnun lagaskóla. Þeir Þorl. Jónsson og Jón Jakobsson bera upp frv. um stofnun lagaskóla í efri deild, og má telja víst, að það frv. verði sam- þykkt á þinginu, en ekki háskólafrv. að þessu sinni. Búseta íastakaupmanna. Frv. þess efnis, samhljóða frv. því, er synjað var konungs-staðfestingar i vetur, er þegar samþykkt i neðri deild þingsins.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.