Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1895, Blaðsíða 2
146
Tmóðviwinn' ungi.
IV, 37.
þeir 8 frumvarps- eða sjálfsfcjórnar-menn,
sem atkvæði greiddu gegn tillögunni, eða
bónarveginum til stjórnarinnar, voru: Eir.
Gíslason, Guðj. Guðl., Jón Jónsson (þm.
Eyf.), Sigliv. Árnason, Sig. Gunnarsson,
Sk. Thoroddsen, Þ. Guðmundsson og
Þórður Thoroddsen; en 4 úr þeirra flokki
(síra Ein. Jónss., Kl. Jónsson, P. Jónss.
og síra Þórhallur) greiddu tillögunni at-
kvæði sín, eptir að þeir höfðu fengið
skotið inn í hana tilvísuninni til stjórn-
arskrárfrumvarpsins, og fengið um bætfc
hana nokkuð að öðru leyti.
Af hálfu „ný-miðlara“ var hr. Guð-
laiiffur sýslumaður Guðmimdsson, dýrðling-
ur „Isafoldaru, auðvitað aðal-fcalandinn,
er allir liinir litu til, eins og til hvers
annars dýrðlings, með óblandinni aðdáun
og undrun, enda útliúðaði liann nú stjóm-
arskrárfrumvarpinu, — þessu sama frum-
varpi, sem hann og þeir félagar hans
hafa áður flestir greitt atkvæði á þingi —,
sem mest liann mátti, kallaði það „stroinp-
húfufrumvarpu, gjörði gis að áskorunum
Þingvallafundarins og þingmálafundanna
í héruðum, sagði, að þjóðin lægi undir
sannfæringarfargi í stjórnarskrármálinu
o. fl. o. fl., sem einum „háeðla og vel-
bornumu embættismanni liæfir að segja
á þessum tímum, og stjórninni er þókn-
anlegt að heyra.
En ofan á allan þenna hita varð hann
svo að lokum að kæla í sér blóðið, og
vinna það tillögunni til lífs, að aðhyllast
þá breytingartillögu frá síra Einari o. fl.,
að vísa stjórninni á stjórnarskrárfrum-
varpið, lýsa því yfir, að hann „liéldi fastu
við „stromphúfufrumvarpiðu, er hann
Svo nefndi!
Af hálfu sjálfstjórnar-flokksins var um-
inælum Guðlaugs sýslumanns um stjórn-
arskrárfrumvarpið, og fúkyrðum hans um
Þingvallafundinn og þingmálafundina,
auðvitað rækilega mótinælt, svo sem þing-
tíðindin munu sýna á sínum tíma; en að
öðru leyti munuin vér í næstu blöðum
ræða tillögu-„humbugiðu ýtarlega, og
jafn framt sýna fram á, hve háskalegur
þjóðinni er hringlandinn og festuleysið
i landsins mestu velferðar-rnálum.
III. Ávarpið, — „ný-'niðlarar“ raska jiinvfriði.
Þegar útséð var um það, að stjórnar-
skrárfrumvarjjið yrði oigi útrætt í efri
deild, fengu „frumvarpsinennu því til
leiðar komið, að neðri deild skipaði 5
manna nefnd (Sig. Gunn., Guðj. Guðl.,
P. Jónss., Jón í Múla og síra Þórh. Bj),
til þess að semja ávarp til konungs, og
var sii ætlunin í fyrstu, að í ávarpi þessu
væri konungi einarðlega og kurteislega
tjáðarástæðurþær, er knýja oss til stjórnar-
skrárbaráttunnar, rakinn lagasynjana-ferill
stjórnarinnar, og ýinsar hennar vanrækslu-
og ásefcnings-syndir (t. d. Fensmarksmál,
Skúlamál o. fl.); en með þvi að „ný-miðl-
aramiru, — nær helmingur deildarinn-
ar - , voru mjög hræddir við ávarpið,
og létu sem það kynni að spilla fyrir
árangrinum af tillögu þeirra í stjórnar-
skrármálinu, ef nokkuð væri á stjórnina
andað, þar sem hún, — eins og Guðlaug-
ur sýslumaður tók fram —, kynni þá að
firrtast og hlaupa á sig(!!), er hún svaraði
ávarpinu, þá var ekki annað gjörlegt, en
að sem ja ávarpið svo þýðlega og linlega,
sem frekast mátti verða.
En þrátt fyrir þetfca, þá var þó óttinn
og kviðinn fyrir því, að stjórnin kynni
að styggjast(!), svo rikur í brjóstum margra
þeirra „Glasgow-mannannau, að þeir ætl-
uðu að aptra því, að ávarpið yrði sam-
þykkt, með því, að ganga svo margir af
þingfundinum 24. ág., að deildin gæti
enga lögmæta ályktun gjört; var það
hálf-skopleg sjón, þegar þeir voru að
smá-tínast út tir þingsalnum, sumir með
riddaralegu fasi og liurðaskellum, en aðrir
rétt eins og stelandi. — En neyðarlegast
var það þó aí öllu, að þeir urðu aldrei
nema 7 talsins, er af fundinum hlupu*
og vantaði þá því einn mann til þess,
að geta gjört fundinn ólögmætan, enda
báru þessir sjömenningar sig aumlega á
eptir, og stóðusfc ílla bros og gaman-yrði
hinna.
Yar ávarpið síðan samþykkt á þing-
fundinum 24. ág., eptir að vikið hafði
verið við í því ýmsum orðum, sem Tryggvi
riddari var hræddur um, að helzt kynnu
að vekja þykkju stjórnarinnar.
Og þannig endaði þá meðferð þessa
stjórnarþings á stjórnarskrármáli landsins.
Frá útlöndum á „Þjóðv. ungiu
þeirra tíðinda ógetið, að frjálslyndi flokk-
urinn á Englandi beið meiri ósigur við
þingkosningarnar í síðastl. júlimánuði, en
nokkrurn hafði til hugar komið, með því
*) Þessir 7 voru: Guðl. Guðm., Jón Jensson,
dr. Yaltýr, síra Jens, Þoriákur í Fifuhvammi
og þeir mágar: síra Jón í Stafafolli og Björn
Sigfússon.
að Tory-menn hafa nú 153 atkvæða afl
í neðri málstofunni um fram mótstöðu-
menn sína; ýmsir af helztu þingskörung-
um frjálslynda-flokksins t. d. John Morhy,
ráðherra írlands-mála, náðu ekki kosn-
ingu, og á sjálfstjórnar-mál lra núbýsna
langt í land.
I síðastl. júlímán. var Stambulow myrfc-
ur, stunginn til bana með rýtingum á
opinberri götu í höfuðborg Bolgaralands;
hafði liann um mörg ár verið atkvæða
mestur maður þar i landi, veitt ráðaneyt-
inu forstöðu með dugnaði miklurn, og
áður liaft þar landstjóravöld á hendi um
hríð; ætla margir, að morð hans sé af
rússneskum toga spunnið, því að hann
liafði óbeit á allri afskiptasemi Rússa á
Balkanhálfeyjunni, og vildi efla sjálfstæði
Bolgara í öllum greinum.
Konungur vor var sagður hættulega
veikur í nýrna-sjúkdóini, er síðast frétt-
ist frá Kaupmanriahöfn.
-----ooo^ooc----
Lögberg Yors lands*.
LÖGBERG vors lands,
Hér sern að hófst þig við græði,
Heill sé þér Ingólfs á svæði,
Lögberg vors lands!
Eimmtíu ár
Enduðu alþings vors nýja;
Uppbyrjuð skulum nti vígja
Firnmtíu ár.
Umliðna tíð!
Hvorki skal hælzt um né sakazt,
Hvað þú gafst bezt eða lakast,
Umliðna tíð!
Framtíð í mót
Horfum og lieillvonir fóngum,
Hörðnum og ótrauðir gönguin
Framtíð í mót.
Islenzka blóð,
Brenn þú oss ávallt í æðum,
Eldinn ei inisstu frá hæðuin,
íslenzka blóð!
Aldrei eitt fet
Víkjuin frá vel kjörnum bletti,
Yíkjuin frá sannleik og rétti,
Aldrei eitt fet.
*) Kvæði þetta var sungið á 50 ára aímseli
alþingis, or ýmsir alþingismenn o. tl. héldu i:
alþingishússgarðinum í ltoykja,.k 26, í. m.