Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1895, Blaðsíða 3
IV, 37.
Í’JÓÐVILJINN ungi.
147
Framtíð er vor
Að eins ef ei verðum liálfir;
Ef að vér hjálpum oss sjálfir,
Framtíð er vor.
Loga þú skært,
Ættarlands ástin, með björtum
Eldi í sonanna hjörtum,
Loga þú skært!
Lögherg vors lands,
Statt þú í strauminum tíða
Stöðugt til farsældar lýða,
Lögberg vors lands!
Stgr. Th.
—---«00^000------
Landsins réttneíndi æsingamaðnr.
(Kafli úr þingræðu, er St. TIi. flutti á þing-
fundi neðri deildar 27. júlí þ. á.)
. . . „ Jeg lieyrði í gær* h. landshöfð-
ingja fara þeim orðum um mig, að jeg
hefði gjörzt forgöngumaður liinna römin-
ustu æsinga gegn stjórninni, og hann
bar mór á brýn, að jeg hefði spillt liinu
góða samlyndi, sem ætti að vera milli
þjóðar og stjórnar; en þetta er algjörlega
rangt liermt af honum, eins og svo margt
annað í minn garð, því að sannleikurinn
er sá, að það er einmitt hann, sem með
lítilsvirðingu sinni á gjörðum þingsins,
og ýmsum tillögum sinum til stjórnar-
innar i Khöfn, liefir skapað alla þá óá-
nægju, sem nú rikir meðal þjóðarinnar
gagnvart stjórninni, og sem hefir spillt,
Og spillir, allri
góðri samvinnu og sam-
lyndi millí þingS 0g stjórnar, svo að rt'it
skoðað er það þvi einmitt hann, en eJcJn
jeg, sem er landsins ríttncfndi æsinga-
maður.
En livers er líka annars að vænta af
lionum? Höfum vér ekki einmitt í gær
fengið forskriít lians fyrir þvl) hvernig
embættis-stéttin á að vera, og þar Ineg
jatn frarnt skýringu á allri framkoinu
hans sjálfs i þjóðmálum vorum? t>að er
eptir þeirri forskrift ekki gagn og Vel-
ferð ættjarðarinnar, heldur velþóknun
yfirboðaranna, eða að þvi er hann sjálf-
an snertir velþóknun danska ráðherrans
i Khöfn, sem á að vera leiðarstjarnan!
Og með þetta fyrir augum, verða til-
lögur lians til stjórnarinnar, viðvikjandi
frv. um biisetu fastakaupmanna o. fi.,
skiljanlegar.........u.
*) Hér er vikið að uimnælum landshöfðingja,
er hann svaraði fyrirspurn síra Sig. Steíánsson-
ar 26. júll þ. á. líitstj.
Giifubátsmál Vestfirðinga.
—ooo—
tJt af úrslitum þeim, er urðu á gufu-
bátsmáli Vestfirðinga á þinginu í sumar,
hafa nú all-flestir þingmenn í Vestfirð-
inga-fjórðungi sent svo látandi bréf til
sýslunefndanna hór vestra:
„Eins og liinni háttvirtu sýslunefnd
mun vera kunnugt, hefir alþingi það,
sem nú er ný afstaðið, veitt á fjár-
lögunum 10 þús. krónur á ári, til þess
að lialda uppi gufubátsferðum i Vest-
firðinga-fjórðungi, og jafnframt ákveð-
ið, að veita megi sýslunefndum þeim
í Vesturamtinu, er þess kynnu að óska,
allt að 60 þús. króna lán úr viðlaga-
sjóði til gufubátskaupa, með þeim kjör-
um, að lán þetta ávaxtist með 31/.. °/0
á ári, og endurborgist á 25 árurn.
Með því að vér undirritaðir þing-
menn álítum það mjög mikils varð-
andi fyrir fjórðung vorn, að sýslunefnd-
irnar bregði nú við fljótt og vel, svo
að gufubátur yrði útvegaður í vetur,
og gæti tekið til ferða á næstk. vori,
og þar sem vér viturii, að mikill á-
liugi er á þessu máli i sumum sýslum
hér vestan lands, þá teljuin vér nauð-
synlegt, að sýslunefndir í Vesturamt-
inu lialdi auka-sýslunefndarfundi í
haust, til þess að ræða málefni þetta,
taka ákvarðanir um lántökuna o. fl.,
sem málinu horfir til framkvæmda, og
skulurn vér i þessu efrii taka það fram,
að þar sem fjárframlagið úr landssjóði
er svo ríflegt, og ekki ástæða til að
ætla, að þingið veiti ekki jafn ríflegan
árlegan styrk framvegis, þá ættu sýslu-
nefndirnar að geta notað nokkurn hluta
liins árlega styrks til vaxta og afborg-
unar á láninu, og liafa þó nóg fé ept.ir
til útgerðarinnar, hvort sern sýslunefnd-
irnar önnuðust úthald bátsins i sam-
einingu, eða fengju einhvern einstak-
an niann til að taka það að sér.
Af framan greindum ástæðum leyf-
urn vér oss hér með að skora á liina
háttvirtu sýslunefnd, að senda mann,
með ótakrnörkuðu valdi, þessu máli við-
vikjandi, á fund á Isafirði 20. nóv.
næstk.
Samhljóða bréf liöfum vér í dag
sent öllurn sýslunefndum í Vestur-
amtinu, nema sýslunefndinni í Mýra-
sýslu, með því að sú sýsla getur ekki,
afstöðu sinnar vegna, tekið þátt i þess-
urn fyrirhugaða gufubáti.
p. t. Stykkishólmi, 28. ág. 1895.
('uðjön Guðlaugsson, Eiríkur Gtsluson,
þm. Strandamanna. þm. Snæfellinga.
Sig. Stefúnsson, SIcúli Thoroddsen,
þingmenn ísfirðinga,
Sigurður Jensson,
þrn. Barðstrendinga.
Það er vonandi, að Vestfirðingar
bregðist nri drengilega og vel við áskor-
un þessari, því að livergi á landinu er
meiri þörf á góðum samgöngum á sjó,
heldur en einrriitt í þessum fjórðungi
landsins, þar sem allar samgöngur á landí
mega heita nær ókleyfar mikinn hluta
ársins, og samgönguleysið er hér, sem
annarstaðar, hinn versti fjandi allra sannra
þjóð-framfara og nytsamlegs félags-
skapar.
En nú býðst Vestfirðingum ágætt
færi, til að kippa þessu nauðsynjarnáli í
heillavænlegt horf, og ættu þeir því eigi
að láta það ónotað; það et- ekki sagt, að
þeim standi það strax til boða í annað
skiptið, só því nú hafnað.
Burt því með sundrunguna, vogunar-
leysið og sinásálarháttinn.
. Ef vér tökumst í hendur, þá er mörg-
um sýslufélögum þetta hið léttasta verk.
----OOC^COO-----
Auknar lanílpÓ!Sitfex*ðii*.
Samkvæint tillögum nefndar þeirrar, er
neðri deild alþingis skipaði í sumar, til
þess að gjöra tillögur um auknar land-
póstferðir o. fl. þar að lútandi, skoraði
alþingi á stjórnina að sjá uin:
1. að teknar verði upp 15 aðal-póstferðir
milli Reykjavíkur og ísafjarðar og
Reykjavikur og Seyðisfjarðar norðan
lands, svo að 15 ársferðir verði á öll-
urn aðal-póstleiðum landsins, og sett
verði sem haganlegast samband milli
allra aðal-póstferðanna, og sömuleiðis
milli póstferðanna á landi og póstferð-
anna á sjó, eptir þvi, sem því verður
við komið,
2. að þegar svo ber við, að póstskip, sem
á að koma til Reykjavíkur að vetrin-
urn, áður en póstferð hefst þaðan á
landi, kernur eigi fyr en póstar eru
farnir, þá sé sent á ept.ir honum með
bréf þau, er koma frá útlöndum, eptir
því, sem likindi þykja til, að komið
geti að liði.
Jafn framt ákvað og alþingi, að setja
skyldi á stofn ýmsa nýja bréfliirðinga-
staði, og að fjölga skyldi aukapóstferð-
um; en vegna rúmleysis í blaði voru,
getum vér þess eins, er Yesturland varðar:
1. að aukapóstur gangi á sumrum frá
Búðurn fyrir sunnan Snæfellsjökul til
Ölafsvíkur,
2. að 3 aukapóstferðum sé bætt við frá
Stykkishólmi til Flateyjarað vetrinum,
3. að aukapósturinn milli Bæjar í Króks-
firði og St.aðar í Hrútafirði verði lát-
inn ganga frá Kleifuin i Gilsfirði að
Stað,
4. að ný bréfhirðing verði stofrmð að
Vattarnesi i Múlasveit í Barðastrand-
arsýslu,