Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1895, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1895, Blaðsíða 1
Vorð árgfsngsins (minnst 40 arka) 3 kr.; í Ameriku 1 doll. Borgist íyrir júní- rnánaðailok. M :tr DJOÐVILJIífN 0NGI. Fjórbi Abganuur. — j -- -e—RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|s<*g- ÍSAFIBÐI, 11. SEPT. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé tii útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. lí-ití>ö. Stjórparskrármálið á þingi. I. Efri dcild svæflr frumvarpið. Það fór, eins og vér gátum til í sið- asta nr. blaðs vors, að stjórnarskrárfrum- varpið myndi ekki eiga upp á liáborðið í efri deild alþingis, eins og hún nú er skipuð; en aðferðin, sem var við liöfð, kom þó all-mörgum mjög á óvænt. Það vissu menn að vísu, að konung- kjörna liðið, og bandamenn þeirra, myndu í lengstu lög hlífa sér við því, að beita þeirri hreinskilninni, að fella frumvarpið, og lá það þá næst að ætla, að þeir myndu grafa eða svæfa málið í nefnd, eins og gjört var af þessum ílokki á þingunum 1887 og ’91. En nýir siðir fylgja nýjum herrum, og hjá „ný-miðlurunumu, hefjendum hinn- ar „nýju stefnu“(!), bónarkvabbs-stefnunn- ar í stjórnarskrárbaráttu vorri, þurfti nú auðvitað allt að vera nýtt, og því var um að gera, að finna upp eitthvað, sem ekki liafði við gengizt áður. °g svo var þá valinn sá vegur, sem aldrei hefir áður verið notaður við nokk- urt lagafrumvarp hér á landi, og sein anga stoð á í þingsögu né þingsköpum alþingis, að deildin vatt þvi frain af sér með rökstuddri dagskrá, að eiga nokkuð við frumvarpið. Þessi rökstudda dagskrá var svo lát- andi: „Með því að deildin liefir á fundi 22. jiilí samþykkt tillögu til þingsá- lyktunar um stjórnarskrármálið, og þar með lýst, því yfir, að hún áliti þann veg heppilegri að sinni, en frumvarps- leiðina, sér hún sér eigi f'ært að sinna frv. til stjórnarskipunarlaga um hin sérstaklegu málefni Islands, sem neðri deild alþingis liefir samþykkt með mjög litlum atkvæðamun, og tekur þvi fyrir næsta mál á dagskrá“, og þings-afglöp þessi samþykkti svo deild- in 9. ág. með 7 atkvæðum (hinna kon- ungkjörnu, Jóns Jakobssonar og Þorleifs Jónssonar) gegn 4 (Sig. Stef., Sig. Jenss., Gutt. Vigf. og J. Jónss.). Það var hr. Jbn Jakolsson, þingmað- ur Skagfirðinga, sem, eptir samráði við hina konungkjörnu, bar fram þessa rök- studdu dagskrá, og mælti fyrir henni, og virðist því svo, sem það séu orðin álög á Skagfirðingum, að hlaupa undir bagga ineð stjórninni, og hepta framgang sjálf- stjórnarmáls vors á þingi, með því að það var einnig þingmaður úr þeirra kjör- dæini, sem aumkunarlegast kom fram í því máli á kjörtímabilinu 1886—’92, svo sem kunnugt er orðið. Eins og vænta mátti lofar „Isafoldu mjög þessa frammistöðu hr. Jbns Jakobs- sonar, og getum vér sáran vorkennt lion- um það, enda var ræða hans i þessu máli fremur ófimleg og óhyggileg að ýmsu leyti, því að það er sannarlega ekki heppilegasti eða vísasti vegurinn til þess, að fá stjórnina til sarnvinnu, að vera að hampa því framan í hana, að öll stjórnarskrárbarátta Islendinga að und- an förnu hafi verið vanhugsuð, að þing- inenn hafi að undan förnu fylgt málinu gegn sannfæringu sinni(!), að mikill hlnti þjóðarinnar sé sár-óánægður með stjórn- arskrárfrumvarp það, sem þingið liafi sam- þykkt (hvar og hvenær hefir það komið í Ijós ?), svo að það rísi aldrei upp apt- ur o. s. frv. Nei, slík stóryrði, sem rniða til þess, að staðfesta út í æsar allar kenningarog kreddur landshöfðingja-liðsins nm þjóðar- viljann á Islandi í þessu ináli, þau eru ekki til þess löguð, að hriiula sjálfstjórn- armáli íslaruls eiJt einasta fet áfram, hehl- ur miltlu fremur til liins, að gefa stjórn- inni undir fótinn, að halda áfram að þverskallast við öllum vorum kröfum. En „ísafold“, sem í þessu, eins og i öðru, hleypur erindi stjórnarinnar, er það auðvitað kærast, að sern , flestir af þeim, sem áður hafa greitt frumvarpinu atkvæði, snúi við blaðinu, því að sundr- ungin er bezta vatnið á stjórnarinnar mylnu. II. lMngsályktunin i ncöri dciid. Nú var þá það augnablikið komið, sem „ný-tniðlarar11 neðri deildar höfðu j lengi þráð, og einatt ýtt undir, að stjórn- arskrárfrurnvarpið var svæft í efri deild, og urðu þá „ G lasgo w-sa rn korn urn a r* hálfu tiðari, en fyr. Sendu „ný-miðlarar“ forseta neðri deildar þá áskorun þess efnis, að taka þingsályktunartillöguna þegar á dagskrá, og vrar hún siðan rædd í deildinni 14. og 15. ág., og samþykkt að lokum síðari daginn nteð 14 atkvæðurn gegn 8, þann- ig orðuð: „Um leið og neðri deild alþingis l.ýsir því yfir, að hún heldur fast við sjálfstjórnarkröfur Islands, eins og þær hafa komið fram á nndan fÖrnum þing- um, og sem frv. það til stjórnarskipun- arlaga byggist á, er deildin hefir sam- þykkt á þessu þingi, ályktar hún að skora á stjórnina að taka þær til greina, og sérstaklega hlutast til um: 1. að löggjafar- og landstjórnar-málefni, er lieyra undir hin sérstöku mál Is- lands, verði eptirleiðis eigi lögð und- ir atkvæði hins danska ríkisráðs, eða borin upp í því, 2. að lagt verði fyrir næsta alþingi frv. til stjórnarskipunarlaga, er meðal annars geri þá breytingu á fyrir- komulagi hinnar æðstu stjórnar Is- lands sérstöku inála, að neðri deild alþingis geti ávallt, er ástæða þykir til, og fyrir sérhverja stjórnarathöfn, er til þess gefur tilefni, komið fram ábyrgð beina leið á hendur hér bú- settum, innlendum manni, er mæti á alþingi, 3. að stofnaður verði sérstakur dómstóll hér á landi, skipaður innlendum mönnum (landsdómur), er dæmi í málum þeim, er neðri deild alþingis, eða konungur, lætur liöfða gegn hin- um æðsta stjórnanda hér á landi“, *) Tillö^umenn neðri deildar héldu þegar frá þingbyrjun, og allt til þingloka, „klíkufundi“ i húsum Tryggva riddara í Glasgow, með því að riddarinn, Guðlaugur sýslumaður, og aðrir fylgismenn landshöfðingja, gjörðu sér allt far um, að nota ágreininginn í stjórnarskrármálinu, til þess að mynda fastan stjórnar-flokk á þinginu. Ritstj.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.