Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1895, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1895, Side 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 3kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. DJOÐVILJINN UNGI. —Irz: Fjóbði áeöanudb. =[ ■■'■ ■■'■■=— --f—^oe|= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|^<eg-!- Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé ti.l útgef- anda fyrir 30. dag júní- múnaðar. M 30. ÍSAFIRÐI, 28. SEPT. 81íúlamálið á alþingi. nr. Eins og kunnugt er, liafði þess verið krafizt, bæði af Þingvallafundinum og á ýmsum kjördæmafundum, er haldnir voru á síðastl. vori, að alþingi reyndi að koma fram ábyrgð á hendur stjórninni, út af allri frammistöðu hennar í þessu máli; en enda þótt rannsóknarnefndin, — eins og skýrt var frá í síðasta nr. blaðs vors —, væri þeirrar skoðunar, að stjórnin hefði í máli þessu haft greinileg hausavixl á ákvæðum stjórnarskrár og eptirlaunalaga, og að Magnús landshöfðingi Stephensen liefði einnig að öðru leyti misbeitt em- bættisvaldi sínu í ýmsum atriðum, þá varð þá niðurstaðan hjá nefndinni sú, að árangurslaust myndi, að kæra hann til konungs, eða heimta réttarrannsókn um aðgjörðir hans, þar sem ábyrgð landshöfð- ingja væri svo ílla tryggð í stjórnlögum vorum*. En enda þótt rannsóknarnefndin aðal- lega af þessari ástæðu ekki vildi leggja það til, að Magnús landshöfðingi Stephen- sen yrði kærður fyrir konungi, út af að- gjörðum sínum, þá má og fullyrða, að liitt réð ekki síður, hve stjórn-fylgið var magnað í neðri deild, og þingmenn ýms- if jafnan deigir og kjarklitlir, þar sem stjórnin á hlut að máli**. Það kom og í ljos, þegar nefndar- álitið birtist, að margir þingmenn urðu í meira lagi smeikir, þótt ekki væri lengra farið, og óskuðu þess víst heitt i sínu hjarta, að þessi kaleikurinn, — að eiga að greiða atkvæði —, maetti líða frá sér. *) í 3. gr. stjórnarskrkrlnnar 5. jan. 1874 9r um ábyrgd landshöfðingja ákveðið: „Finni ‘dþingi ástæðu til að bera sig upp undan því, hvernig landshöfðingi beitir valdi þvi, sem hon- uln er a hendur falið, ákvarðar konungur, or alþingi fer þegs ^ ] hverju einstöku tilfelli, hvort og hvernig ábyrgð skuli komið fram á liendur honum“. ' Ritstj. ’*) Dað er þetta kjarkleysi gagnvart stjórn- inm, og landshöfðingjanum sér í lagi. — menn trúa því nauniast, eins og það er, sem ekki þekkja til! —, sem opt og einatt hlýtur að skapa þinginu virðingarleysi hjá stjórninni og vantraust hjá þjóðinni. Ritstj. Stefndu þeir Guðlaugur sýsluraaður og Tryggvi riddari þegar „leglum“* öll- um til fundar í Grlasgow, til þess að ráða ráðum sínurn um það, hvernig hjálpa mætti Magnúsi landshöfðingja úr þessum óvina greipum. Og ráðið, sem beitt var, var að telja þeim „leglunum“ trú um, að það kynni að spilla fyrir „nýju stefnunni“(!), þings- ályktunartillögunni þeirra í stjórnarskrár- málinu(!!), ef þeir ekki hjálpuðu nú Magnúsi úr vanda, svo sem þeir frekast inættu gera, sjálfuin sér án stór-mikils vanza! Þessar fyrirætlanir „ný-miðlarau fóru auðvitað ekki sem leyndast, og með þvi að rannsóknarnefndin vissi það einnig, að tveir iir „frumvarpsmannau flokki, — sira. Þörhallur Bjarnarson lector og KJemenz sýslumaður Jónsson — , myndu vilja hliðra sér hjá þvi, embættis-stöðunn- ar vegna, að ganga svó i berhögg við landshöfðingjann, yfirmann sinn, að greiða tillögu nefndarinnar atkvæði, þá varð það að ráði hjá meiri hluta rannsóknar- nefndarinnar, að enda málið með „rök- studdri dagskrá“, þ. e. megnri óánægju- yfirlýsingu til Magnúsar landsliöfðingja, og láta svo þar við sitja**. Það var heldur en ekki ferð á fólk- inu í Eeykjavik, að reyna að ná sér í einhvern stað eða sæti á áheyrendapall- inum í neðri deildar þingsalnum, þegar mál þetta yar tekið til umræðu á kvöld- fundinum 23. ág. Mönnum var auðsjáanlega forvitni á að fá að heyra, hverju Magnús hefði að svara öllum þeim þungu ákærum, er á hann voru bornar í álits-skjali nefndar- *) Tillögumenn voru, fyrir stuttleika sakir, kallaðir „leglar“ á þinginu. Ritstj. **) Einn nefndarmanna, Guðjón Guðlaugs- son frk Ljúfustöðum, vildi þó eigi ganga að þessari tilbreytni nefndarinnar, en kvað sæmra, að lofa „leglunum11 að gera það sjálfum sér og deildinni til vanvirðu, að fella hina upphaflegu tillögu rannsóknarnefndarinnar, ef þeim svo sýndist, þar sem jafn linlega væri í sakirnar 1 farið eptir atvikum. Ritstj. innar, svo sem þeirri, að hann hefði not- að réttvísina að yfirskini að eins, til þess að koma fram politiskri ofsókn, að hann hefði gefið ráðherranum villandi skýrslur um málið o. fl. o. fl. En þeir, sem höfðu gert sér þess kon- ar vonir, þeir fengu lítið þess kyns að hej^ra, því að það var eiginlega harla litið og ekki neitt, sem höfðinginn hafði að segja, enda hafði og nefndin hvivetna byggt á bréfunum sjálfs hans, svo að örðugt var um undanfæri. Framsögumaður nefndarinnar, síra Einar Jónsson, tók fyrstur til máls, og skýrði með fáum og hógværum orðum frá áliti nefndarinnar, en að því búnu tók Magnús til máls, og sýndist nú sum- um hann óupplitsdjarfur, og ekki með sjálfum sér; brá hann nefndinni um skort á samvizkusemi og óhlutdrægni(!!)*, vildi, að hún liefði rannsakað prófin og máls- skjölin, og ætlaðist auðvitað til, að hún hefði dæmt hæztaréttardóminn allsendis ómerkan(!); að öðru leyti kvaðst hann ekki þurfa að svara neinu áliti nefndar- innar, þar sem nefndin hefði verið skip- uð prestum o. s. frv., en ekki neinum lögfræðingi(!)** Framsögumaður kvað nefndinni hafa verið það óviðkomandi, að fara að rann- saka þau sakar-atriði, sem dómstólarnir hefðu kveðið upp fullnaðardóm um, og kvaðst ætla, að nefndin hefði þá fengið ekki síður orð í eyra, ef hún hefði farið að gjöra sínar athugasemdir við dóm hæztaréttar. Skúli Thoroddsen tók þá næstur til máls, og rakti nokkuð aðgjörðir lands- höfðingja í máli þessu, sýndi fram á, hversu hann hefði af flutt málið við ráð- herrann frá byrjun til enda, mótmælti því, að hann hefði haft í frammi poli- tiskar æsingar eða sýnt yfirboðurum sín- um nokkra lítilsvirðingu, og kvað lands- *) Alveg sömu aðdróttanirnar, sem lands- höfðingi gjörir oss í bréfinu til ráðherrans 30. marz þ. á.(!!) Ritstj. **) Heflr betri trú á lögfræðingunum, og má ske betra tak á þeim, karlinn! Ritstj.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.