Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.10.1895, Qupperneq 1
Verð á,rgangsins (minnst
40 arka) 3 kr.; i Ameríku
1 doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
DJÓÐVILJISt
— |= Fimmti Aeöanude.
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
--—f—RITSTJÓB.I: SKÚLI THORODDSEN. =|s<(-g-—
M 3.
ÍSAFIRÐI, 29. OKT.
1895.
Bráðabirgðafjárlaga-fjasið.
Það mun vera í fyrsta skipti í sum-
ar, síðan alþingi fékk fjármál landsins í
hendur, að hér á landi hefir orðið all-
tíðrætt um bráðabirgðafjárlög, sem sumir
vilja spá, að danska stjórnin smelli nú
á Islendinga.
En tilefnið til þessa umtals, — hin
lítilfjörlega og sjálfsagða launa-endur-
greiðsla til ritstjóra blaðs þessa —, er í
sjálfu sér svo barnalegt og smávægilegt,
að furðu gegnir, að nokkur hugsandi
maður skuli í alvöru hafa getað látið sér
detta annað eins í hug, eins og það, að
stjórnin muni fara að synja fjárlögunum
staðfestingar, út af öðru eins smáræði.
Yér höfum nú að vísu enga sérlega
ástæðu til þess, að fara að halda lilífi-
skildi fyrir stjórnina dönsku, en þegar
farið er að væna liana jafn inikils gjör-
ræðis, renmir oss þó sein gömlum em-
bættismanni blóðið til skyldunnar, og
getum þvi eigi látið slíkum getsökum
óniótmælt með öllu.
Að vísu lét Mar/nús landshöfðingi
Stephensen það á sér heyra í báðum deild-
um þingsinS) ag hann væri hræddur uin,
að ráðherranum myndi verða svo mein-
illa \ið þann löðrung, sem fjárveiting
þessi væri fyrir stjórnina, að stjórnin
myndi ekki geta léð alþingi aðstoð sína
til þess, að snoppunga sig sjálfa.
En á þessari yfirlýsingu Magnúsar er
auðvitað lítið að byggja, því að bæði
Jýsti landshöfðinginn því yfir, að yfir-
lýsing þessi væri að eins runnin frá lians
eigin brjósti, án alls umboðs fráraðherr-
anuin, og svo er það nú orðið iýðum
Ijóst, að rádhcrrann hefir í raun og veru
átt minnstan þáttinn í öllu þessu máli,
sem fjárveitingin er risin af, þar sem
aðal-sök lians er sú, að hann iiefir verið
iielzt til gjarn, að fara eptir miður góð-
gjarnlegum tillögiun, og lielzt til óáreið-
anlegum sögusögnuin, æðsta ráðsinanns
síns hér á landi.
En þess utan vita þeir það, sem nokk-
uð þekkja framkomu Magnásar landshöfð-
ingja Stephensen á þingi, að maðurinn er
kappsamur i meira lagi, og sést litt fyrir,
er hann vill fá sínu fram gengt, og þess
vegna munu þingmenn líka yfirleitt frem-
ur hafa skilið þessar ítrekuðu yfirlýsing-
ar hans sem óheppilega tilraun til þess,
að reyna að hafa áhrif á atkvæði þings-
ins, en sem alvarlega meinta aðvörun.
Það vantaði heldur ekki, að ýmsir
neðri deildar þingmenn hefðu fulla ein-
urð á því, að víta þessa miður kurteisu,
og einkar óhyggilegu framkomu Magnús-
ar að maklegleikum, og var dr. Valtyr
Guðmnndsson þá einna skorinorðastur í
lians garð.
Kvað dr. Valtýr sér þykja það kyn-
legt, að heyra slikar hótanir gagnvart
þinginu, því að þá færi nú skörin að
færast upp i bekkinn, þegar farið væri
að ógna með slíku gjörræði sem bráða-
birgðafjárlögum. — Skoraði hann á lands-
liöfðingja að nefna sér nokkurt dæmi
þess, að nokkiir stjórn hefði í nokkru
landi neitað að staðfesta fjárlög, sem sam-
þykkt hefðu verið af' þinginu; slík dæmi
væru engin til, því að jaf'n vel i Dan-
mörku hefði stjórnin aldrei leyf't sér að
gefa út bráðabirgðafjárlög, er fjárlög
hefðu náð samþykki þingsins, lieldur
liefði bráðabirgðafjárlaga-ástandið í Dan-
tnörku stafað af því, að þingdeildunum
liefði ekki sainið um fjárlögin, en þar
væri ekkert sarneinað þing, eiris og hjá
oss, og hefði því stjórnin orðið að gefa
út bráðabirgðafjárlög af því, að fjárlaga-
laust væri ekki hægt að stjórna.
Slík hugsun, sem komið hefði fram
í ræðu landshöfðingja, gæti hrergi komið
frain, nerna á íslandi!
Það væri og óliku saman að jafna,
því lítilræði, er liér væri um að ræða,
og því, sein valdið hef'ði bráðabirgða-
ástandiriu í Danmörku, þvi að þar hefði
verið um Vfsspursmál þjóifarinnar að ræða,
íneð því að það hefði verið sannfæring
stjórnarinnaf og hægrimanna, — hvort
sem lnin nú væri á rökum byggð, eður
eigi —, að heill og framtíð landsins væri
komin undir þvi, að veitt væri nægilegt
fé til víggirðinga og hervarna.
Dr. Valtýr lauk máli sínu á þessa
leið:
„Sem sagt, þá erþessi hótun svo ótrúleg,
að mér dettur ekki í hug, að leggja neinn trún-
að á hana, og jeg tek það upp aptur, að sá
hugsunarháttur, sem slíkt byggist - á, getur
ekki hugsast annars staðar, en hér áíslandi.
— Því fer svo fjarri, að slík hótun geri mig
hikandi í því, að greiða atkvæði með þessari
fjárveitingu, að hún myndi miklu fremur hata
stælt mig, til að gera það, ef jeg hefði áður
verið á bkðum áttum, svo að það geti komið
í ljós, hvers virði sú sjálfstjórn er, sem vér
nú höfum. — Það er ekkert á móti, að slíkt
sjáist, og verði fleirum kunnugt, en oss, þvi
að eptirtekt myndi því veitt víðar, en hér, ef
stjórnin dirfðist að beita oss slíku gjörræði,
að synja um staðfestingu á fjárlögum vorum,
og gefa 1 þess stað út bráðabirgðafjárlög, fyrir
einar 5 þús. krónur. — Að minnsta kosti
myndi jeg, meðan jeg hefi tungu og penna,
ekki láta mitt eptir liggja, að stuðla að þvi,
að gera það kunnugt svo langt út um hinn
menntaða lieim, sem mér væri frekast unnt“.
Ekki andmælti landshöfðingi ræðu þess-
ari að neinu leyti, og „hótunin11 um
bráðabirgðafjárlög hafði eigi liin tilætl-
uðu áhrif á atkvæði þingsins.
Meðan á þingi stóð, hamaðist ritstjóri
„Isafoldar“ gegn fjárveitingu þessari sem
mest liann mátti, sparaði hvorki ósann-
an söguburð um oss, né heldur háðglós-
ur og hnútur til þingmanna þeirra, sem
lienni voru sinnandi.
Sú frammistaða ritstjórans var í stuttu
máli mikið verðugt áframhald afafskipt-
um hans af ináli voru frá fyrstu.
Og það skildi þjóðin og þingið, og
bætti svo að eins allri þeirri langlokunni
aptan við annað sjmdaregistur ritstjórans.
En þrátt fyrir þetta virðist þó rit-
stjóri „lsafoldar“ enn þá lifa í voninni,
að stjórnin taki af skarið, hugsar sér, að
stjórnin hlaupi til að synja fjárlögunum
staðfestingar, að eins til þess, að svala
persónulegum óvildar- og haturs-hug hans
og lians nóta!
Og vegna sambands þess, sem sýni-
lega er á milli ritstjórans og landshöfð-
ingja skrifstofunnar, inunu sumir jafn
r vel lita_ svo á, sem „endemis-greinin“ í