Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.10.1895, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.10.1895, Blaðsíða 4
12 ÞjÓðviljinn ungt Alþingistíóijidin eru ný komin, og einstöku irienn búnir að skera u])]> rir þeirn. Annars mætir nú blaðalestur og ]>olitik afgangi hjá oss Djúpkörlum, þeg- ar „vel er um síld og fisk“. Það kunn- um vér samt ílla við, að oss sé brugðið urn apturkipp í stjórnarskrárniálinu, eins og Jón Jakobsson virðist vilja gefa í skjm í efri cleilrl i surnar, þótt vér ber- urn það traust til þingmanna vorra, að vér ekki bindum atkvæði þeirra við ein- stök orð eða setningar í sjálfstjórnarmáli voru. Annars hafa riienn hér almennt ekki mikla trú á verulegum árangri af tilbreytni þingsins í stjórnarskrármálinu, og greinilegur apturkippur er liún, hvern- ig sem á er litið, og því undarlegri, sem jrað eru sörnu þingmennirnir, er á undan fórnum þingum hafa orðalaust greitt at- kvæði með stjórnarskrárfrumvarpinu, er uú í sumar telja þessu sama frumvarpi allt til foráttu, og enn kynlegra, að þeir skuli svo í sömu andránni biðja stjórn- ina um stjórnarbót, byggða á þessu frum- varpi, eins og tillögumenn í neðri deild gerðu í sumar. Óbreyttum kjósendum er lítt skiljan- leg slik kringrás í hugsun og sannfær- ing hinna virðulegu þingrnanna. Það er ofur-hætt við, að stjórnin lofi Islending- um að snriast nokkur ár enn í kringum sjálfa sig í þessu máli, meðan annað eins hringl og staðfestuleysi á sér stað í þing- inu, eins og að undan förnu. Yfirleitt held jeg, að menn séu ánægð- ir með gerðir þingsins í samgöngumál- inu, þótt bregðast megi til beggja vona, hvort vér Vestfirðingar höfum manntak í oss, til að nota lánleyfi þingsins til gufubátskaupa; hefir frá þingsins hálfu aldrei boðizt betra færi, til að taka nú rögg á sig; en þar sem svo margar sýsl- ur eiga hlut að máli, er við búið, að allar geti ekki orðið á eitt sáttar, og þá veikjast kraptarnir strax til þess, að nokk- uð verulegt verði gort. Mest vandhæfn- in verður auðvitað á úthaldi og útgerð slíks gufubáts, er gangi fyrir allt amtið; þar er undir því komið, að fá góðan og duglegan mann, til að taka að sér alla umsjón og stjórn á bátnum. Þótt ísfirðingar beri ekki sérlega mik- ið traust til stjórnarinnar, þá dettur víst sárfáum í hug, að leggja nokkurn trúnað á bráðabirgðarfjárlaga-vaðandann í „ísa- fold“; þeir fáu, sem lesa, hrista bara höfuðin yfir þessum ærslum í aumingja karlinum honum Birni, er virðist nú telja það mesta lífsspursmálið fyrir landið, að Skúli kunningi hans fái ekki þessar 5000 kr., og því verði „kóngurinn“ að passa sig, að láta ekki þingið kúga sig, og taka nú ráðin af þessum óvita, löggjafar- þingi íslendinga, og smella á þá bráða- birgðarfjárlögum!! Er þá ekki bezt, að kóngur gefi út „resolation“ um, að alþingi skuli aftekið, Björn sæll? þá ryður það ekki fé í óvini „ísafoldar“, og kóngur er alveg sjálfráður, að gjöra vinum sínum s\ro mikið gott úr lanclsins kassa, sern honurn þóknast;liið „löghelgaða jafnrétti“ er þá líka horfið. Það þykir annars taka steininn úr með framkomu „ísafoldar“ í flestum lands- málum, siðan hún fékk þessa meðhjálp þarna vestan að. Yér megum vel vera að óska eptir nýjum lífsstraumum inn í þjóðlíf vort vestan úr Vinnipeg, ef þeir verða álika hollir, eins og fýla sú, er leggur úr dálkum „ísafoldar“ gegn öllu poli- tisku sjálfstæði þings og þjóðar, síðan í sumar, að „Lögbergs“-ritstjórinn „kom lieim til íslands aptur“. ísafirði, 29. okt. ’95. Tiðarfar. Staðviðri og bezta tíð hefir hald- izt liér vestra |>essa síðustu vikuna. Afliibröjrð haldast enn inikið géð hv/vetna hér við Djúpið, enda haía ýmsir aflað all-vel af síld í lagnet. Gnfuskipið ,,Á. Ásgeirsson“ kom hingað sunn- an úr Reykjavík 2t. þ. m., og fór héðan aptur 27. þ. m., ætlaði að skreppa til Akureyrar, og k nokkrar aðrar hafnir á Norðurlandi, k undan „Thyru“, en kemur svo hingað aptur að norð- an, líklega epti.t 10—12 daga, og tekurþánokk- uð af fiski, sem Ásgeirsverzlunin sendir með skipinu til útlanda. Sýsluneíndarfundur fyrir ísafjarðarsýslu verður haldinn í þinghúsinu á Isafirði þriðjudaginn 12. nóvbr. þ. á., eða næstu daga í færu veðri, til þess meðal annars, að ræða um gufu- bátskaup. Skrifstofu ísafjarðarsýslu, 26. okt. 1895. Sigurður Bi’ieiUj settur. UflP Enda þótt jeg verði fjarver- andi í vetur, fæst þó á Arngerðareyri, eins og að undanförnu, allt, sem að reið- skap lýtur, sélegt og varanlegt. JSjai’ni Ásgeirsson, söðlasmiður. I ^ifsábyrgðarf élagið „STAR.“. Umboðsmenn félagsins á Vestur- landi eru: á ísafirði Skúli Thoruddsen, - Bildudal kaupm. Pétur Thorsteinsson, - Dýrafirði síra Kristinn Daníétsson, í Stykkishólmi verzlm. Ingotfur Jónsson, og gefa þeir þeim, sem tryggja vilja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. V, 3. PíT' Nj'ir kaupendur að V. árg. „Þjóðv. unga“ fá í kaupbæti sögusafri „Þjóðv. unga“ I.—If., eða alls 148 blað- siður af skemmtilegum sögum, HNTýtt skósmiði er byrjað. Greið mót- taka, skilvis afhending eptir loforðum, rýmilegir borgunarskilmálar, innskrift tekin hjá flestum kaupmönnum hér á staðnum. Abyrgð tek jeg á öllu nýju skótaui, er jeg smíða. ísafirði 7/)0 ’95. — Skúli Einarsson. SOO Kroner tilsikres enhver Lungelidende, som efter Be- nyttelsen af det verdensberömte Maltose-Præ- parat ikke finder sikker Hjælp. Hoste, Hæshed, Asthma, Lunge- og Luftrör-Katarrh, Spytning o. s. v. ophörer allerede efter nogle Dages For- löb. Hundrede og atter Hundrede have be- nyttet Præparatet med gunstigt Resultat. Maltose er ikke et Middel, hvis Bestanddele holdes hemmeligt, det erlioldes formedelst Ind- virkning af Malt paa Mais. Attester fra de höieste Autoriteter staa til Tjeneste. Pris 3 Flasker med Kasse 5 Kr., 6 Flasker 9 Kr., 12 Flasker 15 Kr., 24 Flasker 28 Kr. Albert Zenkner, Opfinderen af Maltose-Præparatet, Berlin S. 0. 26. Kína-lifs-elixir Jeg undirrituð hefi í mörg ár þ.jáðst. af veiklun í taugaherfinu, og hefir bæði sálin og líkaminn liðið við það. — Eptir margar, en árangurslausar, lækninga-til- raunir, reyndi jeg fyrir 2 árum síðan „Kína-lífs-elixír“ frá hr. Valdemar Peter- sen í Frederikshavn, og eptir að jeg hafði brúkað úr 4 flöskum, var jeg þegar orð- in tnikið hressari; en þá hafði jeg ekki ofni á því, að kaupa mér meira. Nú er sjúkdómurinn aptur farinn að ágerast, og er það vottur þess, að batinn, sem jeg fékk, var hinum ágæta bitter að þakka. Litlu-Háeyri, 16. janúar 1895. Gufírún Símonardóttir. Itina-lífe-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að Výy‘ standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Peter- sen Frederikshavn, Danmark. PKENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNGA.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.