Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.10.1895, Blaðsíða 2
10
Þjóðviljinn ungi.
79. nr. „ísaf'oldar“ sé innblásin þaðan,
eða eigi svona fyrir fram að undirbria
hugi manna, gjöra þá móttækilegri fyrir
„bráðabirgðafjárlaga-farganið11 danska, ef
svo heppilega skyldi til takast, að draum-
f)rar ritstjórans rættust.
En þessi skoðun manna er að likind-
um sönnu fjarri, því að enda þótt Magnús
landshöfðingi Stephensen sýnist óneitan-
lega að hafa verið töluvert blindaður í
máli þessu frá fyrstu, þá er þó tæplega
trúlegt, að hann tefli svo djarft, að fara
að ráða til fjárlaga synjunar, enda er nú
ráðherranum, — fyrir aðgjörðir þingsins—,
orðin öll frammistaða hans í málinu ó-
líku kunnari, en áður.
Slíkar tillögur hlytu líka að gjöra
landshöfðingjann svo óþokkaðan hjá öll-
um landslýð, að ólíklegt er, að hann vilji
safna slíkum glóðum sér að höfði, enda
myndi þjóðin þá, að sóma sínum óskert-
um, eigi geta varizt þess, að kjpra slíkar
atfarir, og beiðast náðarsamlega endis
þessa aldar-langa Stephensena-ríkis, sem
landinu og ríkinu hefir lítil hamingja
staðið af frá fyrstu, en löngum verið
sjálfri ættinni hollast, að því er virðist.
En, sem sagt, þá erum vér fyrir vort
leyti fyllilega sannfærðir um það, að til
slikra tillaga af Iandshöfðingja hálfu kem-
ur alls eigi; hann er of skynsamur mað-
ur til þess Magnús, þótt einráður þyki
nokkuð á stundum.
Og því síður er ráðherranum ætlandi,
að fara að synja fjárlögunum staðfesting-
ar, út af öðru eins smáræði, sem ráðherr-
anum þar á ofan auðvitað er ekkert kapps-
mál; slíkt gjörræði myndi, eins og dr.
Váltyr tók fram, vekja eptirtekt, og mæl-
ast ílla fyrir, um allan hinn menntaða
heim, meira að segja gjöra dönsku stjórn-
ina að athlægi i augum annara þjóða.
Það er og kunnugt, að heimild stjórn-
arinnar, til að gefa út bráðabirgðalög á
inilli þinga, er engan veginn ótakmörk-
uð, svo að stjórnin geti gripið til þess,
hvenær sem henni sýnist, heldur er sú
heimild samkvæmt 11. gr. stjórnarskrár
vorrar bundin þröngum og ákveðnum
takmörkum, þeim takmörkum sem sé, að
„brýna nauðsyn beri til“, svo sem ef
landi og þjóð kynni að bera einhvem
þann voða að höndum á milli þinga, sem
þyrfti skjótari aðgjörða, en svo, að bíða
mætti afskipta alþingis.
En þar sem stjórnin nú hefir í hönd-
um fjárlög, samþykkt af alþingi, þá er
það ljóst, að um enga slíka nauðsyn get-
ur verið að ræða, nema stjórnin fari að
skapa sér hana sjálf með synjun fjárlag-
anna.
En bráðabirgðafjárlög, sem sköpuð
væru af þann’g til orðinni nauðsyn, væru
ótvírætt brot á 11. gr. stjórnarskrár vorr-
ar, og hlyti því slíkt tiltæki að varða
ráðherranum ábyrgðar, ef að væri gengið,
enda ótrúlegt, að alþingi leitaði eigi dóms-
úrskurðar, þegar stjórnin færi sjálf að
skammta sér fé landsmanna.
En, sem sagt, þí stendur allt þetta
bráðabirgðafjárlaga-íjas íslenzka aptur-
lialds-flokksins fyrir vorum sjónum sem
hégóminn einber, sem draum-órar, er
ekki rætast.
Það var virðingar-skortur við þingið,
að reyna nokkurn tíma, að leiða bráða-
birgðafjárlaga-aSnann þar inn, og það er
ekki siður virðingar-skortur við ráðherra-
stjórnina dönsku, að lialda áfram að ala
slikar gjörræðis-vonir, eptir að fjárlög
voru samþykkt af þinginu.
En söm er gjörð þeirra Bjarnar, og
lians nóta, sem spanað liafa stjórnina til
stórræðanna, þótt eigi fái þeir fjörráðun-
um fram gengt, og tillögur þeirra skrifar
þjóðin sjálfsagt bak við eyrað.
------------------
Norðurför Jat-kson’s, sem getið var um í 1.
nr. IV. árg. blaðs vors, liefir mistekizt, sem við
var búið, og komu þeir félagar af „Vindwarii“
í f. m. til Vardö í Noregi, eptir að hafa þolað
all-miklar raunir, höfðu verið vistalausir síðasta
mánuðinn, og því ekki liaft annað sér til matar,
en ísbirni og fugla, sem þeir veiddu.
Fiskis.ýidngu mikla ætla Þjóðverjar að halda
i Berlín á komandi sumri.
Frakkneska blaðið „Figaro“ hefir heitið 500
franka verðlaunum handa þeim, er bezt geti
samið sögu Frakka frá fyrstu til síðustu tíma;
en verðlaunin eru því skilyrði bundin, að öll
sagan má eklti vera lengri, en — 1000 orð.
í Ameríku hafa menn ný skeð fundið iáð
til þess, að gera við eldtraustan, en aðferðinni
er enn haldið leyndri fyrii- almenningi; varþessi
nýi eldtrausti viður nýlega reyndur i viðurvist
nokkurra herforingja i Bandaríkjunum, viðurinn
látinn vera i 5 mínútur í 1000 gr. hita, og sak-
aði eigi. — Er nú í orði, að Bandamenn láti
smíða sér herskip úr þessum nýja eldti-austa
við.
Stór deinant. í Braziliu hefir nýlega fund-
izt demant, sem vegur 3100 karat, og er hann
V, 3.
þvi nálega 2 þús. karötum þyngri, en stærsti
demantinn, sem áður hetír fundizt.
1N olikui* orð út íif" i*itpf
sfra Jóli. L. L. Jóhannssonar,
um Kaupmannahafnar-háskóla.
Kptir
Boga Th. Mélsteð.
(Framh.) Síra J. J. segir, að ef menn taki
einstakar vísindagreinar, hverja fyrir sig
til skoðunar, þá muni „brátt koma í ljós,
að Hafnarskóli sé einn af liinum ómerki-
legriu. . . . „I sagnafræðum eru háskól-
arnir á Ítalíu og í Belgíu fullt svo góðiru.
Jeg er nú eigi kunnugur því, hvern-
ig sagnafræðin er lcennd við háskólana
á Italíu og í Belgíu, en sagnfræðingar
þeir, sem nú vekja mesta eptirtekt á sér
í Evrópu, eru hvorki Italir, eða Belgir,
og eru þessi orð síra J. J. alveg töluð
út í bláinn. En að því er snertir sagna-
fræðina hér við háskólann, þá eru 3
„prófessoraru i henni, og er einn þeirra
sérstaklega kennari í Danmerkur-sögu,
en þó leggja hinir líka mestu stund á
sögu ættjarðar sinnar. Edvard Holm
heitir hinn elzti þeirra; þá er Johannes
Steenstrup, sormr etatsráðs Jap. Steen-
strups, vinar Jónasar Hallgrímssonar; en
Kristjan Erslev er þeirra yngstur. Allir
eru þeir víðf'rægir menn, hafa ritað mikil
og ágæt sögu-rit, og eru svo framúrskar-
andi vísindamenn í sinni grein, að hver
háskóli er vel sæmdur af slíkum inönnum.
Þeir skipta kennslunni í sagnfræði á milli
sm, og er kennsla þeirra svo, að því fer
Ijarri, að kennslan í sagnfræði hér við
háskólann hafi vorið áður betri, því hún
hefir sjaldan, eða aldrei, verið eins góð,
og nú. Einn kennaranna (Kr. Erslev),
sem voitir kennslu í heimildarrita-rann-
sóknum, hefir þegar myndað hér „skólau
af ungum sagnfræðinguni, og sá hópur
vex ár frá ári. Elztu lærisveinar hans
eru þogar farnir að korna fram á víg-
völlinn, og hafa rit þeirra bæði verið
höfundum þeirra og sagnafræðinni til
gagns og sóma.
Auk þessara 3 kennara í sagnafræði
er 4. kennarinn, prófessor Jul. Lange, í
sögu fagurra lista. Um hann ritaði Georg
Brandes í vetur, að hann ætti eigi neinn
sinn jafningja, og er það satt. I sögu
höggmynda-listarinnar og málara-listar-
innar er liann einn af hinum ágætustu
vísindarnönnum, sem nú eru uppi.