Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.10.1895, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.10.1895, Qupperneq 3
Þjóðvjljinn ungi. 11 Y, 3. Ef ætti að skýra greinilega frá, livern- ig sagnafræðinni er farið, og hvernig hagur hennar er hér í Danmörku, yrði að rita langt, mál mn það, því aldrei hefir verið unnið meira í þeirt'i grein, en nú um síðustu 30 árin, og aldrei liefir hún komizt á liærra stig hér, en nú. En ef bera ætti þetta saman við sagnaritun í öðrum löndum, þá skal þess getið, að ekki er gott að bera saman fornöld og nútið, en 19. öldina alla, og enda frá endurlifnun vísindanna á 15. öld, má hafa til samanburðar. Það er fagurt að sjá, hve mikla stund Danir leggja á eigin sögu sína, og hve inikið þar hefir verið unnið á síðustu ár- um. Yfir tuttugu eldri og yngri sagn- fræðingar stunda hana á vísindalegan hátt. Eru margir þeirra mjög frægir menn, og liafa ritað ágæt vísindaleg rit, og eru enn að vinna að slíkum ritum. Það þarf eigi annað en að nefna pró- fessórana Holm, Steenstrup, Erslev, Troels Lund, rikisskjalavörð A. D. Jörgensen, skjalavörð 0. F. Bricha, bókavörð Frede- ricia, dr. Mollerup, Markus Rubin, Carl Brunn, N. Nergaard 0. fl. (Niðurl. næst.) -----ooogcoí'----- f 14. þ. m. andaðist í Reykjavik Jón Asmundarson Jolin- sen, fyrrum sýslumaður Sunnmýlinga, fieddur í Odda á Bangárvöllum 11. des. 1843; voru foreldrar hans Asmundur pró- íastur Jónsson og Guðrún Þorgrímsdóttir kona hans. — Hann tók stúdentspróf i Reykjavík 1863, og lögfræðispróf við háskólann 1870; var iiann síðan 2 ár settur sýslumaður, fýrst i Eyjafjarðar- og síðan i Hunavatns-sýslu, en fékk veitingu fyrir Suður-Mulasýslu 1872, og gegndi þvi embætti, unz hann fékk lausn i náð á síðastl. vori. — Lkkja hans er Þuríð- ur Hallgrímsdóttir (profasts Jónssonar á Hólmum). Heiðursgjaíir úr styrktarsjóði konungs hafa i ár verið veittar bændunum Magnusi Sigurðs- syni á Grund í Eyjafirði, og Guðm. Júnssyni á Miðengi í Grimsnesi, 140 kr. hvorum. — Styrk- urinn er veittur íyrir framúrskarandi dugnáð í búnaði. Sjáfisinorð. Maður nokkur frá Eyrarbakka, Eirikur Jónsson að nafni, fyriríór sér fyrir skömmu, drekkti sér í svo nefndri Hólmsá; en úr sitt, peningabuddu, og nokkuð af íverufatn- aði, hafði liann skilið eptir snýrtilega á árbakk- anum. Skipstrand. 1 norðan-áhlaupinu 3. j). m. strandaði kaupskipiö „Axel“ í Olafsvik, fermt að nokkru ísl. varningi. Menn björguðust á kaðli i land. — Skipið var eign stórkaupmanns Salomons Davidsen í Khöfn. Gufubáturinn „Elín“ var seldur á strand- uppboði 15. þ. m. fyrir 301 kr., og varð Jón skipstjóri Jónsson i Melsbúsum hæztbjóðandi. hrukknun. Aðfaranóttina 23. sept. síðastl. drukknaði maður i Djúpadalsá í Eyjafirði; bann bét Jónas Jónsson, faðir síra Jónasar Jónasson- ar, prests i Grundarþingum í Eyjafirði. I)r. Ehlei s hefi r í grein einni í 26. nr. „Austra“ svarað ýmsurn aðköst- um, er hann féklt í islenzkum blöðurn í fyrra vetur; aukalækninum í Dýrafirði, hr. Sigurði Magnúsí-yni, svarar hann þar á þessa leið: „Loks skal jeg nefna greinina frá Dýrafjarðar lækninum. Þessi heiðraði kollega leyfir sér að segja, að hann hefði þótzt eiga tal við „heiðvirðan mann og þekktan lækni“, en núsjái hann, að „hon- um hafi skjátla.zt“. Eg beindi til Sig- urðar læknis sömu spurningu, sem til annara embættisbræðra hans á landinu, hvort syphilis og ParáJysis generalis finnd- ist i hans umdæmi. Eg sagði honum, að áform mitt væri að auglýsa árangur þessarar eptirgrennslunar. Um þetta at- riði er enginn ágreiningur mögulegur; það var talað í votta viðurvist. En eg fyrirgef honum hans hvatvíslegu ummæli, þar eð eg hefi frétt, að þjóðviljinn þar í sveit liafi gjört honurn mikinn og slæm- an aðsúg“. Dr. Ehlers lýsir því og yfir, að hann með ummælum sinurn hafi að eins átt við Þingeyri, og kveðst ekki kasta neinni rýrð á Þingeyri fyrir það, þó að „syphilis“ hafi þrisvar komið þar fyrir, moð því að „syphilis11 beri að skoða sem livern anh- an sjúkdóm, þ. e. eins og sorglegt böl, en ekki blett eða skömrn. Bref frá D.júpiim. 22. október 1895. Þetta sumar, sem nú er að liverfa oss, liefir verið eitt hið bezta, er menn muna liér við Djúp. Grasvöxtur góður, nýting ágæt, og heyskapur hjá almenningi því í bezta lagi. Nú er Djúpið orðið fullt af síld, og veiðist hún hvervetna, þar sem til re3mt er, fiski-afli er all-góður, °g útlitið því liið bezta. Hér við Inn- Djúpi ð munu því flestir með betra inóti undir veturinn búnir. Þeir hreppar þekkj- ast ur, sem enn eru ekki komnir undir blautfisksVerzlunarfarganið; er almenn- ingur þar stórurn birgari undir veturinn en i blautfisksplássunum. Töluverðan beinan óhag munu rnargir þeirra, sem létu hluti sína blauta í fyrra vetur, hafa haft af þeirri verzlun; eptir því sem sagt er að utan, eru hlutir þeirra stórum minni, en hinna, er söltuðu; t. d. hefi jeg heyrt, að á einu skipi hafi þeir hásetarnir, sem í fyrra vetur létu blautt, haft 35 "/0 krón- um minni hlut, en þeir, sem söltuðu. Þegar svo þar við bætist, að blautfisks- menn hafa flestir upp jetið allan sinn afla, þegar hinir fara að taka út á sinn, þá er ekki að undra, þótt birgðirnar séu litlar undir veturinn hjá mörgum af görmum þessum. — En til hvers er að vera að tala um slíkt? það má segja um Isfirðinga í blautfiskssölurnálinu, að sjá- andi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra þeir ekki, né skilja. Skepnudauðinn i Alptafirði helzt sí- fellt, og lítur helzt út fyrir, að þorri bænda verði þar sauðlaus, ef þessu fer fram; horfir slíkt til stórra vandræða. Engum blandast hugur um orsakirnar til þessa faraldurs; ef fénaður kemst i hval- þjósurnar. hrynur hann jafnskjótt niður. Sjaldan kvað önnur eins ósköp hafa legið á fjörunum þar umhverfis fjörðinn, eins og nú i haust; hreppsvegurinn er víða teppt- ur af þjósum, svo ófært er mönnum og hestum,*' og svo er þessi þokkalegi daunn og dampar, sem fjarðarbúar verða að anda að sér árið um i kring, af óþverra þess- um. Suma furðar á því, að héraðslækn- irinn skuli ekkert á sér bæra, til að ráða bót á þessum dæmalausa óþrifnaði, sem þegar minnst varir getur orðið eins ban- vænn fyrir mennina, eins og liann er þegar orðinn fyrir skepnurnar. Það má geta nærri, hvað heilnæmt það er, að anda að sér loptinu, sem myndast af þe-ssum ósköpum af rotnuðu hvalþvesti og inn- ýflum úr hundruðum hvala. En það er vonandi, að lög síðasta alþingis um hval- leyfar verði nú staðfest, og þá er líklegt, að hreppsnefndirnar láti ekki standa á sér, að frarafylgja þeim. En tjón það. sem Alptafjörður hefir beðið af því, að hvalleyfalcgin frá þinginu í fyrra voru ekki staðfest, er stórkostlegt. Barnaskólinn í Súðavikurhreppi var settur 15. þ. m. með 16 börnum; má hann heita vel sóttur, og myndi þó betur sótt- ur, ef ekki væru eins bágar ástæður margra í þeim hreppi, sökurn skepnu- fellisins. Kennari er hinn sami og að undan förnu. Kennslueyrir er 12 krónur fyrir barnið allt skólaárið, eða 7 má.nuði. Barriaskólasjóður Súðavíknrhrepps er nú orðinn svo stór, að 5—6 fátækustu börn- in, er á skólanum eru, get-a fengið fría kennslu; er sjóður þessi næsta þarfur, og eitt af mörgum ljósum dæmum þess, hve miklu samtök og félagsskapur í fjárfram- lögum getur áorkað, þótt liver einstakl- ingur sé lítils um megrmgur. Sjóður þessi er stofnaður af frjálsum samskotum Súðavíkurhreppsbúa um nokkur ár, og var orðinn nær því 2000 kr., er liann var látinn á söfnunarsjóðinn fyrir tveim árum tæpum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.