Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.11.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.11.1895, Blaðsíða 2
14 Þjóbvtljinn ungi. Jiau hér um bil 4 þús. fet ú lengd, og mikln 3-ýmri, en jarðgöng þau, sem nú eru undirfljót- ið, og grafin voru önnur 1841, en hin 1869. Kaþólsk trú hefir drjúgum eflzt á síðari ár- um í þeim löndum álfu vorrar, þar sem möt- mælenda-trúin er þó talin trú fjöldans, og er ekki trútt um, að ýmsum helztu skörungum mótmælenda-kirkjunnar f öðrum löndum standi nokkur stuggur af. Nú hafa einnig íslendingar fengið kaþólskan prest í Reykjavík, og má því ætla, að kaþóisk trú muni út breiðast nokkuð hér 4 landi, áður langt um liður. _______ í Englandi, Þýzkalandi og Rússlandi eru það iög, að engan má jarðsyngja, fyr en 3 sól- arhringum eptir andlátið; en Frakkar heimta að eins, að liðnar séu 24 kl.stundir. Ný log eru fyrir skömmu komin út 4 Rúss- landi þess efnis, að ríkið tekur að sér ailan til- búning og sölu áf'engra drykkja, og eiga lög þessi að koma til framkvæmdar i 8 fylkjum frá 1. júlí næstk., í öðrum 7 fylkjum frá 1. júlí’97, og 1. jan. 1898 i öllum öðrum héruðum landsins. Prestaskólinn. Hann hefir nú fengið sér spán-nýja reglugjörð í sumar, staðfesta af konung- inum 13. ág. þ. á., eptir þegnlegum til- lögum stjórnarráðsins, eins og lög gera ráð fyrir. En „ekki eru allar breytingar til bóta“, og svo er um reglugjörð þessa, að hún er naumast breyting til batnaðar. Aðal-nýjungin í reglugjörð þessari er sem só sú, að kennslu-tíminn, sem eptir reglugjörðinni frá 30. júlí 1850, sbr. kon- ungs úrskurð 19. febr. 1872, hefir verið 2 ár, á nú eptirleiðis að vera 3 ar, og er jafn framt námið og prófið gjört nem- endunum nokkru örðugra, en áður. • Breyting þessi er að sjálfsögðu gjör eptir tillögum kennaranna, og annara stjórnanda skólans, svo að ekki eru allar syndir „danskinuma að kenna, og furðar oss það sérstaklega um forstöðumann skólans, lector Þárhall Bjarnarson, —jafn „praktiskan11 mann, og lausan við „hum- bugu, sem vér álitum hann vera —, að hann skuli hafa verið breytingu þessari meðmæltur. Hver hefir æskt þessara breytinga? Ekki söfnuðimir, því að frá þeim hef- ir oss vitanlega engin umkvörtun um það komið, að prestarnir væru ekki nógu vel að sér í því, sem þeir eiga að kenna. Ekki prestar landsins, sem yfirleitt munu þykjast hafa eytt nógum tíma í skólalærdóminn, og hafa haft nógu — að gleyma, að afloknu námi. Það er því líkast til vilji kennaranna einna, og annara stjórnanda skólans, sem þessu hefir valdið. Og það er nú líka vitaskuld, að guð- fræðin, með öllum sínum kreddum, marg- víslegu útskýringum og kynja-kenning- um, er orðin svo langt mál, að það má fá sér ineira en nóg til að kenna, ekki að eins i 3 ár, keldur miklu fleiri. En þar sem þjóðin er fátæk, prests- embættin mjög mörg, og yfirleitt ílla launuð, þá verður að taka tillit til þessa, °g því er það þungur skattur á þjóðina, að taka að óþörfu, þótt aldrei só nerna eitt ár, af starfs-æfi þeirra manna, sem prestar vilja verða. Það er líka sannast að segja um guð- fræðisnámið, eins og um annað embættis- nám hér og í Danmörku, að innan um ýmislegt gagnlegt og gott, þá er bland- að því moldviðri af margvíslegum hé- góma, sem enga þýðingu hefir fyrir lífið, og hver maður álítur sér enda gagnleg- ast að gleyma. eptir að hann er genginn frá „examensu-borðinu. Og ætli helzta afieiðingin af lengingu prestaskóla námstímans verði nú ekki einmitt sú, að að eins nokkru meira verði troðið inn í námssveinana af þeim hégóm- anum, sem helzt mætti án vera? Úr því sker tíminn; en ótrúlegt þætti oss það eigi. Annars er það yfir höfuð fásinna, að vera að fyrir skipa ákveðinn námstíma við embættis-skólana, því að sumir læra það auðveldlega á einu ári, sem aðrir þurfa mörg árin til, og ætti því hver að fá að ganga undir prófið, þegar liann telur sig til þess færan. Vér orðlengjum svo ekki meira um nýgjörving þenna; aðrir mega lofa hann, sem þeim líkar; en það mun sannast, að ísland fær engu betri prestastótt eptir en áður; þeir komast nokkru skuldugri í hempuna, og búið er spil. ----oOO§§OOo----- Talning; holdsveikra. Öllum héraðslæknum og aukalæknum 4 Jandi voru hefir i sumar verið boðið, að byrja svo fljótt, sem auðið er, 4 full- kominni og nákvæmri talningu á öllum holds- veikum mönnum, sem í þeirra héruðum eru, og að hafa lokið þeim starfa fyrir 1. júli 4 því hcrrans ári — 1898! Agætt sýnisliorn íslenzks seinlætis! V, .4 Embættislán til prestakalla. Þau fara senn að verða færri prestaköllin hér á landi, þar sem embættistekjurnar ekki eru meira eða minna veðbundnar um 10—20 ára tíma, og þaðan af lengur, og færi betur, að haft væri jafnan hæfi- legt eptirlit með því, að lánum þeim væri alls- staðar vel varið, því all-þunga byrði leggja þau sum á tekju-rýr brauð, og lenda optast að meira eða minna leyti á öðrum, en þeim, sem þau tóku. A síðastl. vori hafa þessi prestakalla-lán verið Jeyfð. 28. maí er prestinum að Halldórsstöðum i Bárðardal leyft að taka 1200 kr. til 20 ára upp á Lundarbrekku prestakall, til þess að byggja i- buðar-hus á prests-setrinu. — S. d. er prestin- uin að Hofi í Vopnafirði leyft að veðbinda tekj- ur prestakallsins í 28 ár, fyrir allt að 2800 kr., til þess að byggja íbúðar-hús á prests-setrinu. — 5. júní er prestinum í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd leyft að veðbinda tekjur prestakallsins um 8 ár fyrir 400 kr. láni til nauðsynlegra að- gjörða á kirkjunni, þannig, að vextir og afborg- anir af láninu greiðíst af tekjum prestakallsins, að svo miklu leyti, sein tekjur kirkjunnar eigi hrökkva til þess. — 22. júnf er prestinum að Asum í Skaptártungum leyft að taka 1500 kr. lán til kirkjubyggingjar, er endurborgist 4 20 árum. ——-—ooojgooo------ „TAíJ.iiðasölc sýnist það ætti að vera hverju íslenzku blaðiu, — svo skrifar oss ný skeð einn af merkisprestum lands- ins —, „að hlakka yfir því, ef stjórnin treð- ur fjárveitingarvald alþingis undir fótumu. Þessar og þvílíkar hugsanir hefir „en- demis-greininu í 79. nr. „ísafoldaru vakið um land allt. ísafirði, 6. nóv. ’95. Tiðarfar hefir verið fremur óstöðugt þessa sfðustu vikuna, suðvestan rosar með rigningum og kafalds-hnðum um mánaða-mótin, en norðan- sveljandi þessa síðustu dagana. Hkiittskyldar atvinnu-tekjur verzlananna hér 1 kaupstaðnum hafa um almanaks-árið 1894, samkvæmt tekjuskatts-skránni, verið taldar eða áætlaðar, sem hér segir: i Verzlun A. Asgeirssonar . . • 9000 kr. ----Leonh. Tang’s . • • 7000 — ---- L. A. Snorrasonar . . 3000 — ---- S. H. Bjarnarsonar. . 2000 — ----Árna Sveinssonar . . 1200 — ---- Magn. Árnasonar . . 1200 — Aflabrögð hafa nú síðustu dagana, sem róið hefir verið, verið noltkvu tregari, en áður, hér við Djúpið. enda þótt síld hafi verið beitt, og stafar það að líkindum mest af ótíðinni. í Önundarfirði hefir í haust verið all-góður afli, enda befir þar og fengizt nokkuð af sfld í lagnet. Eins og að undan förnu tekur undir- rituð stúlkur frá nýári til aprilloka næstk.,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.