Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1895, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1895, Qupperneq 4
20 Þjóðviljinn ungi Kína-lifs-elixir. Jeg undirrituð hefi í mörg ár þjáðst af veiklun í taugakerfinu, og hefir bæði sálin og líkaminn liðið við það. — Eptir margar, en árangurslausar, lækninga-til- raunir, reyndi jeg fyrir 2 árum síðan „Kína-lífs-elixíru frá hr. Valdemar Peter- sen í Frederikshavn, og eptir að jeg hafði brúkað úr 4 ílöskum, var jeg þegar orð- in mikið hressari; en þá hafði jeg ekki efni á því, að kaupa inér meira. Nú er sjúkdómurinn aptur farinn að ágerast, og er það vottur þess, að batinn, sem jeg fékk, var hinum ágæta bitter að þakka. Litlu-Háeyri, 16. janúar 1895. GuiJrún Símonardóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnurn á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að ' standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Peter- sen Frederikshavn, Danmark. XJHLCa.ÍT-T'Í't^Ötl.r hefir miklar birgðir af þessum vöru-tegundum: Yfirfrakkar, fatnaður og fata-efni (margar tegundir) — Grummi-flippar — Manchettur — Hálsklútar — Vasaklútar — Millumskyrtur — Millumskyrtu-efni -— Kjóla-efni, margar tegundir — Svuntu- efni, margar tegundir — Tvististau, lér- ept og sirz, margar tegundir —- Sjöl — Herðaklútar -— Borðdúkar — Serviettur — Handklæðadúkar — Speglar — Hand- sápa, 8 tegundir —:: Stangasápa — Ani- línlitir, margar tegundir-Spil — Jóla- kerti — Tvinni — Tölur — Hnappar, alla vega — Kantabönd — Málbönd — Skæri, af rnörgum tegundum — Styttu- bönd — Mittisbörul — Hanzkar — Fata- burstar - Hveiti — Sagogrjón — Semoulegrjón — Sveskjur — Rosinur (rnargar tegundir) — Chocolade (tvær tegundir) —Kaffi- brauð, fínt.. (5 tegundir) — Kringlur — Tvíbökur — Brjóstsykur (8 tegundir) — Púðursykur (2 tegundir) — Citronolia — Gérpúlver — Möndlur, sætar og beiskar — Hrísrnjöl — Kaffi — Kandís, rauður og hvítur — Exportkaffi — Melis — Brennivín — Cognac — Portvín — V, 5. Sherry — AVhisky —- Svensk-Banco — Rauðvin — Kirsiberjasaft •— Hindberjasaft - Vindlar — Reyktóbak (rnargar teg- unrlir) —- Vaxdúkur, þægilegm- á borð og kommóður — Gardínu-efni (margar tegundir) — — Margar fleiri vörur eru til, sem hér yrði of langt' upp að telja. Allar þessar vörur seljast með lágu verði gegn borgun út í hönd. KorniiJ og shoðið! ICet" Enn fremur sel jeg í vetur mjög ódýran, en vel vandaðan, skófatnað! Vaðstígvél, hnéliá, á 20 kr. Karlraannsskó úr fínu leðri á 9—10 kr. Karlmannsskó úr vatnsleðri á 8 kr. Kvenriskó á 7—8 kr. ZZZ Búðin er opin frá kl. 6 f. m. til kl. 8 e. m. ísafirði 6. nóv. 1895. M. S. Aimason. Nýir kaupendur að V. árg. „Þjóðv. ungau fá í kaupbæti sögusafn „Þjóðv. ungau I.—Ií., eða alls 148 blað- síður af skemmtilegum sögum. PRENTSMIÐJA PJÓÐVILJANS UNGA. 6 Láttu Grikklendinginn þinn tappa ofur-lítið af þessu fatiu, bætti hann svo við, og benti einmitt á fat það, er líkið va-r geymt í. Og með því að jeg þóttist sannfærður um, að hann myndi verða fljótur að spýta þvi víni iit iir sér aptur, er hann hefði bragðað það, þá lét jeg ekki dragast, að verða við þeirri ósk hans, heldur boraði gat á fatið, tappaði af því í glas, og rétti horfum. Hann saup á víninu, og hélt því upp við birtuna — saup á því aptur, og smjattaði með vörunum—, svo sneri liann sér að húsbónda inínum, og mælti: „Það sér á, að þú ert Gyðingur, hundurinn þinn! Ætlaðir þú að ginna mig til að kaupa af þér ódrekkandi skólp, og hafðir þó í fórum þinum vin, sem vel væri drekkandi með hinum útvöldu í Paradís?“ Gyðingurinn kallaði mig til vitnis um, hvort ekki væri sams konar vín í öllum fötunuin, og fullyrtí jeg, að svo væri. „Bragðaðu á þvíu, svaraði hershöfðinginn, „og bragð- aðu svo á hinu, sem þú ráðlagðir mér að kaupa“. Húsbóndi minn gerði það, og varð auðsjáanlega forviða. „Satt er það, að það er töluvert sterkaraí£, mælti liann; „en hvernig á því getur staðið, veit jeg ekki. Bragðaðu á því, Charis“. Jeg bar glasið að vörunum, en jeg hefði ekki getað bragðað á því, þótt mér hefðu verið boðin til þess öll 7 riki veraldarinnar. Saint sem áður féllst jeg á það með húsbónda mínum (og það gat jeg nú reyndar með góðri samvizku), að það væri miklu meiri slægur í því, lield- ur en i víninu úr hinum fötunum. Hershöfðinginn var svo ánægður með vínið, að hann bragðaði á tveim eða þrem föturn öðrum úr efri röðinni í þeirri von, að finna þar fleiri föt með sams konar vini, og það liefir að öllum líkindum verið áform hans, að kaupa sér miklar birgðir af því, ef það hefði verið til; en er hann fann ekki fleiri föt, er hefðu þenn- an sama keim, skipaði hann þrælurn sínum, að velta fatinu, sem negralíkið var í, upp í burðarstól, og lét þá síðan flytja það heim til sín. * Þegar hershöfðinginn var farinn, lét húsbóndi minn í ljósi við mig undrun sína yfir því, hvað vínið hefði verið einstaklega gott, og fullyrti, að hann hefði aldrei bragðað annað eins vín. Hann sagði, að sér þætti verst, að hershöfðinginn skyldi hafa tekið fatið með sér, þvi að nú væri sér fyrirmunað, að grafast fyrir orsakirnar til þessara yfirnáttúrlegu gæða vínsins. Jeg var ekki síður forviða yfir því, að þeim skyldi þykja þetta vín betra, en annað, þvi að mér hafði aldrei komið annað til hugar, en að sjálfsagt væri, að hella því niður; en einu sinni, löngu síðar, sagði jeg Englendingi nokkrum, er var hór á ferð, frá þossu, og liann sagði,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.