Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.11.1895, Síða 2
26
Þjóðviuinn ungi.
ur: Hermann Jónasson og Sœm. Eyj-
blfsson. Rvík 1895. 200 bls. 8vo.
í búnaðarritinu eru að þessu sinni
ýmsar fróðlegar ritgjörðir, og verður hér
getið nokkurra þeirra.
I. Fremst í búnaðarritinu er œfi-ágrip
Björns prófasts Halldbrssonar í Sauðlauks-
(lal, skráð af cand. Sæm. Eyjblfssyni.
Björn prófastur Halldbrsson, prestur i
Sauðlauksdal 1752—’82, og siðan að Set-
bergi, var einn af fremstu búskörung-
um og fræðimönnum 18. aldarinnar; var
hann óþreytandi. í því, að reyna ýmsar
búnaðarbætur á ábýluin sínum, og var
að því leyti langt á undan sínum tíina;
sérstaklega lagði hann mikla stund á
ræktun ýmis konar mat-jurta, og var t.
d. sá fyrsti, er gróðursetti jarðepli hér
á landi (1759); en auk þess reyndi liann
og trjá-plóntun, kornyrkju, vatnsveiting-
ar o. fh, og var búnaðar-háttum hans, og
heimilisbrag öllum, víða við brugðið um
hans daga. — Gerði Björn prófastur sér
og mikið far um, að hvetja landa sína
til umbóta i búnaðinum, og ritaði inargt
í þá átt; munu og helztu búnaðarrit hans:
„Atli“, „Grasnytjarnar“ og „Arnbjörg“
liafa haft talsverð áhrif, ekki sízt fyrir
þær sakir, að menn víssu, að hann talaði
i ritum sínum af reynzlu, enda var hann
að því leyti ólíkur sumum búnaðar-
skrumurum vorra tima, sem ekkert verk
liggur eptir.
Síra Björn var kvæntur Rannveigu
tílafsdbttur, systur Eggerts Ólafssonar
vísi-lögmanns og þeirra bræðra; var hún
kvennskörungur mikill, og inanni sínum
samlient i framkvæmdunum. — Síra Björn
andaðist að Setbergi 24. ág. 1794, 70 ára
að aldri, og hafði hann verið blindur
nokkur síðustu ár æfinnar.
II. Um ábyryd á húsum og nautf'é í
hinn islenzka þjbðvéldi eptir Boga Tli.
Mekteb.
Um þetta efni höfðu forfeður vorir
ákvæði í Grágás (226. og 227. kap. i
Staðarhólsbók), og fer hr. Bogi Th. Mel-
steð meðal annars um nautpenings-ábyrgð-
ina svo felldum orðum:
„Reglurnar um skaðabætur fyrir naut-
peningstjón voru þær, er nú segir: Ef
fallsótt kom í nautgripi manns, svo að
féll fjórðungur nautfjár þess, er liann
liafði, eða meiri liluti, þá áttu lirepps-
menn að bæta horium skaða. Skyldi sá,
er fyrir skaðanum varð, kveðja til nábúa
sina 5, á hinum næsta hálfum mánuði,
er fallsótt lætur af, að virða skaða sinn.
Hann átti að segja til skaða síns, og
sýna hold og húðir þeirra gripa, er hann
hafði misst, og síðan vinna eið fyrir þeim,
að sá er skaði hans, sem þeir hafa virt,
eða meiri. Síðan átti hann að segja til
á samkomu hreppsmanna, hve skaði hans
hefir virzt, og áttu þá bændur að bæta
honum skaðann. En bæturnar voru tak-
markaðar á tvennan hátt. Ejust og fremst
fékk enginn skaðann bættan nema hálf-
an, og var með því séð fyrir því, að
enginn skýldi freistast til þess, að vinna
neitt, sem gæti vahlið því, að liann missti
nautgripi sína, né vanrækja að hirða þá;
eigandans varð skaðinn inestur, þó hann
væri eigi nema hálfur, ef óhapp vildi
til. Hitt takmarkið miðaði að því, að
koma í veg fyrir, að bæturnar legðust
of þungt á hreppsbúa. Eé bænrla var
virt til hundraða, og var skaðabótunum
jafnað niður á hundruðin; skyldi jafn
mikið bætt af hundraði hverju. Þannig
áttu þeir, er auðugastir voru, að gjalda
mestar skaðabætur. En eigi voru menn
skyldir að bæta frarnar en svo, að 6 áln-
ir væru goldnar af Jiundraði hverju 6
álna aura, eða l"/0 (af tólfræðu hundraði)
á ári. Ef fleiri menn biðu skaða á einum
missirum, þá skyhli jafnt öllurn bæta til
þess, er 6 álnir væru goldnar af hundr-
aði hverju. Ef þá vanst eigi til þess,
að hálfur skaði yrði bættur hverjum
þeirra, þá áttu bændur að telja svo til,
að þeim mun minna hofði hver þeirra
af bótum, sem þeir hafa minna skaða
beðið; með öðrum orðum, bótunum var
skipt á meðal þeirra. manna, sem skaða
höfðu beðið, að réttu hlutfalli eptir því,
live mikill skaði livers eins var. Ef
lireppsmenn urðu fyrir litlu tjoniánant-
fé sínu, þá greiddu þeir að eins það í
skaðabætur, sem skaðanum nam,þóttþað
væri miklu minna, en 6 álnir af hundr-
aði hverju 6 álna aura. Eigi var heldur
neinum bættur skaði, þott hann missti
nautgrip, ef það nam eigi fjórðung af
nautfjáreign lians“.
Að því er vátrygging húsa snertir,
mælti Grágás svo fyrir, að þrjú hús i
livers manns híbýlum skyldu vera vá-
tryggð; eitt var stofa, annað eldhús, og
hið þriðja búr, eða skáli, ef menn kusu
það heldur; auk þess var og klæðnaður
i ábyrgð, og matur, er inni brann, en
V, 7.
eigi gersemar eða vörur, og var ábyrgð-
inni að mestu hagað, eins og nautpen-
ings-ábyrgðinni þannig, að að eins skyldi
bættur hálfur skaði, og hreppsbændur
aldrei þurfa meira að greiða, en 1 °/0 af
lausafjárhundraði.
Höfundurinn endar grein sína með
því, að hvetja landa sína til þess, að
lögskipa ábyrgð á húsum, en telur hrepp-
unum ekki of-ætlun, að koma á hjá sér
ábyrgð á kúm, ef mönnum svo sýnist.
JII. Hverjir ráku verdun milli Íslands
og annara landa á dögum hins íslenzka
þjóheldis? eptir Boga Th. Melsteð.
Höf. álitur, að verzlunin hafi að mestu
verið í höndum íslendinga sjálfra á land-
náms- og sögu-öldinni, en að þegar eptir
1030 taki verzlun útlendinga, einkum
Austmanna, smám saman meira og meira
að aukast, og gangi svo verzlunin á
Sturlunga-öldinni (1200—1264) að mestu
úr greipum landsmanna, og komist í
hendur Norðmanna. — Stöku íslending-
ar áttu þó skip, og fóru verzlunar-ferðir
til útlanda, allt fram á 16. öld; en þá
gekk verzlunin algerlega úr höndum
landsmanna, er hún var gerð að einokun.
Auk ritgjörða þeirra, er nú hafa tald-
ar verið, eru og í búnaðarritinu ýmsar
fleii'i greinar, svo sem um fjárhúsabygg-
ingar o. fl. eptir Benbní Jbnasson, uin
fbðurmjöl úr hválkjöti eptir Kristin Guð-
laugsson, um verkfæri eptir Sigurð Sigurðs-
son, um vinnu-áhöld eptir Vilhjálm Ingvars-
son, um svcefing slátursfjár eptir tílaf
Sigurðsson i Asi o. fi.
Ritstjóri enska blaðsins „Times“ (frb.: tæms)
befir að iaunum 54 þús. krónur á ári; 'hann
.skrifar aldrei neinn staf i blaðið, en hefir að
eins aðal-umsjón alla, og segir fyrir, hvaða stefnu
blaðið skuli fylgja í hverju máli. — Nsestir rit-
stjóranum ganga tveir menn, einnig mikið vel
launaðir, sem hafa þann starfa á höndum, að
Jesa útlendu blöðin, og krossa við það, sem at-
hugavert þykir, og á þarf að minnast i blaðinu,
en ekki skrifa þeir heldur neitt að jafnaði í
blaðið. — Það eru aðrir, som ritstjórnar-grein-
arnar skrifa, og hafa þeir að launum 20—30
þús. krónur hver á ári. — En auk ritstjórnar-
innar, þá eru og fiölda-margir aðrir blaðinu
venzlaðir á ýmsa vegu, og skrifa í það, hver
um sitt sérstaka efni.
Jarðliitinn. Það ætla rnenn, að sá tírni korni.
að takast megi að reka 12—15 þús. feta langar
pípur ofan í jörðina, og leiða svo sjóðandi vatn
úr iðrum jarðarinnar inn i hibýli manna, láta
það hreifa vélar, og létta starfsemi manna h
ýmsan annan liktt.