Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.01.1896, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst
40 arka) 3 kr.; í Ameriku
1 doll. Borgist fyrir júní-
má.naðarlok.
DJOÐVIIJINS ÖNGl.
----|r.v. FlMMTI ÁRÖANUUE. =; • --
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag juni-
mánaðar.
RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. —í—
ÍSAFIRÐI, 24. JAN.
I^ÍHÍ
___________________-I-
M13. II
„F]okkadrættir“.
Með þessari fyrirsögn er grein nokk-
ur í 82. nr. „Austrau 22. nóv. f. á., og
er grein sú eptir alþm. Austur-Skaptfell-
inga, síra Jón Jónsson í Stafafelli.
Alþm. byrjar þessa grein sína með
því, að þylja upp langan kaíla úr ritgjörð
dr. W. E. Clianning's um „sjálfsmennt-
un“, þar sem bent er á ýmsa ókost.i, er
of m'ikið og of einstrengingslegt fiokks-
fylgi geti af sér leitt, svo sem t.vídrægni,
ofsa, þrályndi, heiptrækni, ójafnað, of-
metnað o. fl. o. fl., og skýtur alþm. þvi
síðan undir dóm lesenda sinna, við hverja
þessi lýsing muni helzt geta átt liér á
landi, og lýtur svo allur siðari liluti
greinarinnar aðallega að því, að sýna
fram á, að það sé blaðið „b>jóðólfur“, og
sérstaklega Þingvallafundar boðendurnir,
sem þessa lýsingu eigi; en liitt eiga svo
lesendurnir að lesa á milli linanna, að
öðru máli sé að gegna um síra Jón og
„tillögumennina“, því að þar sé það
bróður-andinn, stillingin, aflátssemin, sát.t-
fýsin, jöfnuðurinn, og ótal aðrar dyggðir,
sem ríki og ráði.
En það er athugandi við þessa grein
síra Jons, að hún sýnir það bezt, sem
hún hefir að líkindum sizt átt að sýna;
hún sýnir það einmitt, hve óbilgjarn
og ofsa-fenginn flokksmaður síra Jón er
sjálfur.
Þeirn, sem halda vildu fram stjórnar-
skrár-frnmvarpinu síðastl. suinar, brígslar
hann um, að þeir vilji balda við „sann-
færingar-þvingun“, og slikri „sannfær-
ingar-þvingun“ segir liann, að Úingvalla-
fundurinn bafi „vitanlega verið stofnaður,
til að halda við, styrkja og staðfesta“.
En hvaðan kemur sira Jóni súvizka,
og hvað geíur honurn rétt, til þcss, að
gera oss, og öðrum boðendum Þingvalla-
fundarins, slíkar getsakir?
Ekkert nema blint flokks-fylgi og
flokks-ofstæki sjálfs hans.
Sem éinii af boðemlum Þingvalla-
fundarins verður ritstjóri blaðs þessa að
mótmæla því gagngjört, og lýsa það ein-
ber ösannindi, að Þingvallafundurinn hafi
verið boðaður i nokkrum slíkurn t.ilgangi.
Að vísu var það tekið fram í fund-
arboðinu, að það væri aðal-tilgangur og
verkefni fundarins, að ræða stjórnarskrár-
málið; en það voru engin bönd lögð á
kjósendur í héruðum, né beldur á Þing-
vallafundinn, og engar fyrirskipanir um
það gjörðar, að hvaða niðurstöðu fundur-
inn skyldi komast, sem ekki stóð held-
ur til.
í þessu efni gat því ekki verið um
neins konar „þvingun“ að ræða, og það
er óneitanlega furðu djarft af sira Jóni,
og „tillögumönnunum“ fleiri, að brígsla
þjóð sinni um það, að hún liggi undir
„sannfæringar-fargi“ i stjórnarskrármál-
inu, eða láti leiða sig sem skynlausa og
viljalausa skepnu.
Hvaða rétt, hefir síra Jón til þess, að
gera löndum sínum þær getsakir? Og
sýna slík brígsl ekki ljósast ofsa og of-
stæki þeirra inanna, er varpa þeim fram?
Og þó að síra Jón játi það uin sjálf-
an sig, að liarm hafi fylgt stjórnarskrár-
frumvarpinu sannfæringarlaustf!) árunum
saman, þá hefir bann engan rétt til þess
að ætla, að allir aðrir séu, eða hafi verið,
sömu blessaðir sauðirnir.
En hitt, sýnist sönnu nær, að hafi
nokkur lagt liöpt eða þvingun á þjóðina
í þessu máli, þá séu það þeir, sem þráít
fgrir -gfirhjstan rilja Þingvallafundarins,
og meiri hluta kjördæma landsins, bafa
gongið aðra götu, en þjóðin vildi vera
láta.
Og þessi „þvingun“ sira Jóns, og
þeirra félaga lians, verður enn þá íliug-
unarverðari, þegar gætt er binnar miður
hreinlyndislegu ,,pukurs“-a.ðferðar, sem
höfð var, til þess að koma henni fram,
sbr. 5. og 7. nr. „Þjóðv. unga“ þ. á.
Annars ætti síra Jón sannarlega sízt-
ur manna að verða til þess, að bregða
öðrum um ofsa og ofstæki, eptir frammi-
st.öðu sjálfs bans á þinginu siðastl. sumar.
Eða livað sýnir meira ofstæki, en það,
að rjúka af þingfundi, og ætla að gjöra
bann ólögmætan?
En þar var þó stillingar-maðurinn á
Stafafelli einna fremstur i flokki, þegar
ávarpið til konungs var rætt i neðri
deild í sumar.
Og bver var það, sem aldrei var við-
látinn í þessi skiptin, sein vér „frurn-
varpsmenn“ vildum fá ýmsa þeirra „til-
lögumannanna“ til bróðurlegs viðtals?
Aptur sira Jón, sein ekki vildi einu
sinni virða „frumvárþsmenn“ viðtals.
En á „Glasgow“-fundunum riddarans,
og á samkomunum „Isafoldar“-Bjarnar
var hann víst bétur viðlátinn, eða ekki
heyrðist annað.
Sira Jón endar grein sína í „Austra“
með þeirri yfirlýsihgu, að hann sé ekki
einn þeirra, sem „vilja e.nga stjórnarbót
hafa“, og þessu viljum vér gjarna trúa.
En á slíkri yfirlýsingu er nú reyndar
lítið að græða, þvi að lik hafa verið um-
mæli all-flestra þeirra, sein snúizt hafa
gegn sjálfstjórnarmáli voru, síðan stjórn-
bóta kröfur Islendinga hófust frá fyrstu,
og allt fram á þenna dag.
Það eru nefnilega tveir vegir til, er
eyðileggja skal eittlivert mál, annar sá,
að fella það hreinlega, vilja ekkert við
það eiga; en binn er sá, að látast í raun
og veru vera málinu éinstaklega hlynnt-
ur, en gera þó jafn framt allt sitt til
þess, að sundra kröptunum, sem fyrir
því berjast, rneð breytinga-girni, látast
einatt vilja haga því einhvern veginn
öðru vísi, en aðrir vilja; og þessi síðari
vegurinn er í raun og veru hverju máli
enn þá hættulegri, en liinn fyrri, alveg
eins og óhreinlyndir menn eru rniklu
viðsjálli og verri viðureignar, en þeir,
sem breingjörðari oru.
Það er nú að visu fjarri oss, að gera
síra Jóni þær getsakir, að breytinga-girni
bans sé sprottin af þess konar hvötum;
þvert á móti þykjumst vór þess full-
visir, eða viljurn að minnsta kosti vona,
að i hóp „tillögumanna“ sóu þeir j'uisir,
sem i raun Og veru vilja stjórnarskrár-
inálinu vel, þó að aðferð þeirra sé í
vorum augum ærið óheppileg; og að því
l er slíka menn snertir, þá er ekki ólík-