Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1896, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1896, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn ungi. 55 Y, 14. Úr Gi-unnaTÍkurhrep]>i er oss ritað 21. þ. rn.: „Það ber varla við, að maður sjái nokkurn tíma í blaði yðar fréttir héðan að norðan, encla ber hér fátt til tíðinda, en þó ekki svo, að einhverjum kynni eigi að þykja gaman að því, að sjá héðan eitthvað, og því rita eg yður nú fáeinar lirrur, ef ske. kynni, að yður þætti eitthvað af þeim takandi í blaðið. — 10. þ. m, var hald- inn hér félagsfundur, til þess að í'æða um áframhald kaupfélagsskaparins, þar sern aldrei fyr hefir verið jafrr mikill fiskur til eptir lraustvertiðina, sern nú, því hann er nálega helrnirrgi rneiri, en nokkurn tíma áður, og það að heita má tómur fiskur (þorskur); en það er baga- legt, að næstum allur þessi mikli afii er svo rígbundinn, að rrienn geta nú ekki lagt töluvert í félagið, sem menn hefðu þó óefað gjört, ef öðru vísi hefði á staðið. Svo er mál nreð vexti, að faktor Ás- geirs-verzlunarinnar á Hesteyri færði sig rrú í lraust það upp á skaptið, að neyða menn til að skrifa undir skjal, senr inni hélt þá skilinála, að svara 5 skpd. afvel verkuðum fiski úr hverjum (i tn. af salti, annað hvort að sumri, eða þá sem því svaraði af blautum fiski nú á haustver- tiðirrni; þessir skilmálar náðu yfir allt það salt, sem lánað var á vertíðirrni; en fáir áttu inni, og þó að einhver lrefði átt það, hefði hann ekki fengið salt út á innieign sína, heldur eitthvað miður vandað glingur, og færi betur, að þetta bragð factorsins yrði til þess, að kenna mönnum, að sjá betur að sér í næsta skipti, og fá sér dálítinn hnéfa af salti hjá fé- laginu, svo að factornum lánist eigi að terra. likt, eða jaftr vel verra, skilnrála- bréf framarr í menn næsta haust. — Ekki eru heldur glæsilegar sögurnar, sem fara af blautfisks-verzluninni hjá þeim, sem létu blautt í Iraust, þykir útkoman háfa orðið lélegri hjá þeirn, þegar farið var að skipta. en þeir töldu sér lofað við móttökuna. eða þegar verið var a.ð fá loforð fyrir blautfiskinum. - Yfir höfuð má segja, að haldi Hesteyrar-verzlunin áfram, eirrs og byrjað er, þá eigum vér von á verzlun, sem áður var nefnd ein- olninar-eerehm, rétt í fullum stýl. — Þessi sjötta tunna af saltinu, sem er frarir yfir- 5 skpd. lijá factornurn, er ekki nerna fyrir rýrnun á saltinu, og í beitu, svo að rétt að gáö, er maður ekki frjáls að lofa neinu r félagið; þó urðu loforðin lík og í fyrra, og er það nei'ðarlegt af svo miklum fiski, sem nú er hér til. — En þetta gera þessir neyðar-skilmáhir! Og þó er ekki full-lesið ofan í kjölinn enn, þvr að allir þeir, sern skrifuðu und- ir, skuldbundu sig, til að rnæta fyrir gestarétti á Hesteyri, ef ekki er staðið í fullunr skilum, og til að borga allan þar af leiðandi kostnað; og lrann yrði nú ekki mikill, eða liitt þó heldur! Að aflinn varð svona góður hér i haust þakka menn beitunni, því að eng- inn skortur var hér á síld, og er hún hér enn, því núna fvrir helgina, í sjálf- um norðan-garðinum, fékk einn bátur 1(300 (um 4 tn.) á þrem dögum, sem neta varð vitjað. I gær var fundur haldinn i Furufirði á Ströndunr, til þess að ræða unr bæna- húss byggingu þar, og mættu á þeiin furrdi næstum allir Strandamenn, og 6 af yt.ri sveitinni, og var samþykkt, að reyna að fá tilbúið hús frá Noregi að sumri. — Um 200 kr. var skotið saman á fundinunr, til viðbótar þeim 500 kr., sem viðlagasjóður sparisjóðsins á Isafirði gaf til bænahúss byggingarinnar í fyrra, og eru þó nokkrir eptir hér íhreppnum; svo er og i ráði, að senda bónarbréf út uni landið, að ínenn gefi eittlivað dálitið t'.l þessa þarfa fvrirtækis, sem óneitan- lega er Strandamönnum bráðnauðsynlegt vegna örðugleikanna11. ----------------- Um Útskála-lbrauðið, sem nú er laust, s.óttu þessir: sira Þorkell Bjai-nason á Reynivöllum, próf. Janus Jónsson i Holti, próf. Bjarni Þór- arinsson á Prestsbakka, síra Þorst. Benediktsson í Bjarnanesi, sha Eyjólfur Jónsson í Arnesi, síra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði, sira Júlíus 44 ríkur og mikils háttar maður, svo að þær geti tekið þátt i öllum skemmtunum og unaðsemdum.................“ ..\ il.jið þér nú ekki liætta þessurn upplestri, og so8ja mér, hvers vegna þér vilduð fá mig hingað heim til yðar?“ greip málaflutningsnraðurinn fram í, óþolin- móður mjög. „Þegar jeg i óag lieyrði sagt frá ræðu yðar“, svar- aði snriðurinn, og leit á Kiinzel með æðis-trylldu augna- ráði, — „þá fór jeg að hugsa unr það, að þér mynduð einmitt vera sa inaðnr, sem mest gagn gæti unnið þessu áhugamáli voru, og að þér, með mælsku yðar og skarp- skygni, gætuð stutt viðleitni vora ...... Þér megið ekki grípa fram í, eða andmæla mér, því að þetta snert- ir einnig yðar ejgin farsaeld. Et' þér gangið i baridalag með oss, þá ninnuð þér komast t.il hárra valda og iiietorðau. Kiinzel var nú orðinn sannfærður uin þa.ð, bæði af orðum og augnaráði smiðsins, að liami vaeri vitskeitur orðinn. Hann stóð þvi upp, og ætlaði iit, en Reimann tór í veginn fyrir liann, og varnaði jionuin út.giingu. „bvar yðar!...........Jeg vil lieyra syar yðar!“ öskraði hann í bræði. Kiinzel vissi, að smiðurinn var mesta heljarnrenni. að afli, og sá því, að ekki var til neins, að reyna að komast út, fyr en smiðurinn leyfði það. Það var Jrvi 41 um mig, að jeg sé vanþakklátur. Jeg er ekki eins fá- tækur, eins og þér lialdið; jeg hefi peninga.........“ „Eigið þór sjálfur yðar peninga, ef þér hafið feirgið þá á heiðarlegan hátt“, svaraði Kúnzel. „Jeg hefi enga þorf fyrir þá“. „Nú-jæja, við skuluur þá ekki tala meira um það. En jeg þarf að biðja yður einnar bónar.............Þér verðið þegar að koma með mér heim til mín!“ „Núna — í kvökj?“ spurði málafiutningsmaðurinn forviða. „.Já, það er öldungis nauðsynlegt. Jeg liefi áríð* andi málefhi að skýra yður frá“. Knnzel varð æði forvitinn. Hvaða áríðandi mál- efni gat það verið, sem Reimann þurfti að skýra lion- uiii fra? Eptir litla umhugsun tók málaflutningsmaðurinn liatt sinn, og fylgdist ineð smiðnum, sem þegar var kominu fram i forstofuna. Þeir gengu nokkra stund hvor við annars hlið, og mæltu eigi orð; err allt i einu nam smiðurinn staðar, og sagði, að Kúnzel skyldi lralda áfram, en sneri sjálfur við, og skundaði, senr mest hann mátfi, áleiðis að keim- ili málaflutningsmannsins. Kúnzel hélt áfram í hægðum sínunr, og var gram- ur í geði yfir því, að hafa farið að beiðni smiðsins. Honum virtist allt Iráttalag lians vera svo skrítið — —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.