Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1896, Qupperneq 2
58
Þjóbviljinn unöi.
V, 15
henni hinum öðrum forgöngumönnum
málefnisins i yðar héraði, og fá þá til
að gjöra samband við oss, sem byggt
væri á framan greindum grundvelli.
Yér sjáum það nú samt, að mjög
torvellt muni vera, að koma þannig
löguðu sambandi á með bréfaskiptum
millum alira hlutaðeigenda, og ókleyft
að koma á sameiginlegum fundi fyrir
fulltrúa allra landsfjórðunganna; höfum
vér því tekið það ráð, að biðja herra
D. Thomsen að bera þetta mál undir
hlutaðeigendur á ferðum sinum um-
hverfis landið, og sernja við þá að svo
miklu leyti, sem slíkt getur orðið.
Jafn framt höfum vér beðið hann að
fá upplýsingar um, livort hentug gufu-
skip myndu fást til ferða þessara fyrir
það fé, sem landsfjórðungarnir hafa til
umráða i því skyni.
Yér höfum enn fremur farið þess
á leit við herra Thomsen, að hann, ef
hann sér, að hin framan greinda uppá-
stunga vor ekki geti fengiö framgang,
reyni að sameina ferðir þessar við gufu-
skipaferðir þær, sem hann á að annast
fyrir landið, þannig að hann fyrir styrk-
inn til landsfjórðunganna útvegi einu
skipi fleira til strandferðanna, en hann
annars hefði séð sér fært fyrir það fé,
sém honum er veitt til umráða til
landsskipaferðanna.
Vér óskum, að þér gjörið svo vel,
að láta okkur vita undirtektir yðar, og
annara hlutaðeigenda, um þessar uppá-
stungur vorar, eptir að þér hafið íhug-
að þær.
Akureyri, 14. desember 1895.
Kl. Jónssov, Eggert Laxdal,
Halldór GnnnVögsson, G. Emarsson“.
*
* *
Yér höfum talið það við eiga, að
birta framan ritað bréf i blaði voru, svo
að þeirn lesendum þess, er láta sig nauð-
synjamál þetta nokkru skipta, gefist kost-
ur á, að hugleiða tillögu hinnar háttvirtu
nefndar, er Eyfirðingar hafa kosið, til að
undir búa inál þetta. Oss dylst að vísu
ekki, að eptir þessu bréfi að dæma, lúuni
þessu gufubátsmáli lítils framgangs auðið
í JSTorðlendinga fjórðungi, eins og hér
vestra. Undirtektir sýslunefnda Vestur-
amtsins hafa, eins og áður er skýrt frá
í blaði voru, ljóslega sýnt, að almenn-
ingi, eða að minnsta kosti sveitarstjórn-
arvöldunum, er næsta lítil alvara með
þessar samgöngubætur. Það er jafnan
hægðarleikur, að hrópa á landsjóð til hjálp-
ar, ef eitthvað skal gera, er fé þarf til,
en hjá oss virðist ekki eins hægt um
vik, að fá einstaka menn, eða einstök
héruð, til að leggja mikið af mörkum,
þótt til stór-úauðsynlegra fyrirtækja sé.
Það verður ekki annað sagt um afskipti
þingsins af gufubátamálinu i sumar, en
að þau hafi verið mjög örfaruli fyrir
héruðin, að gera nú að sinu leyti eitt-
hvað verulegt, þessu máli til framkvæmda,
og láta ekki lpngur lenda við orðin tóm;
en því miður virðist árangurinn munu
verða næsta lítill. Hvað afskipti Norð-
lendinga af málinu snertir, hefir vist
ekkert við því hreift verið, nema af Ey-
firðingum, og að þvi leyti virðast Norð-
lendingar láta sig það enn minnu skipta,
en Vestfirðingar. Tillaga hinna heiðruðu
nefndarmanna um að eins tvo gufubáta
fyrir allt landið hefir við mörg góð rök
að styðjast; en hvað gagnar það, ef hér-
aða-stjórnirnar vilja ekkert láta af hendi
rakna af fjárupphæð þeirri, sem þeirn er
áskilin; það er og auk þess óvíst, að
landsjóðsstyrkurinn myndi nægja, til að
standast kostnaðinn af útgerð slíkra báta,
þótt héruðin legðu til það, sem þeim er
áskilið.
Þótt farstjórinn takist á hen.dur, að
túlka mál þetta fyrir mönnurn þeim, er
hann hittir á ferðum sínum, þá erum
vér satt að segja mjög vondaufir urri
nokkurn vertilegan árangur af því starfi,
og ekkert getur farstjórinn gert til fram-
kvæmdar málinu, nema hann hafi skýr
og ákveðin loforð og yfirlýsingar sýslu-
ne.fndanna um hluttöku þeirra og fjár-
frarnlög til fyrirtækisins. Það eru iiér-
aða-stjórnirnar, sem hér verða að sýna
rögg af sér, ef eitthvað skal gjört; ann-
ars lendir allt í sama framkvæmdarleys-
inu, og orðamælginni einni, eins og
hingað til.
------------------
Bretar hafa, sem kunnugt er, herskipa-stól
mestan í heimi, en aptur á móti taldi Jandher
þeirra, árið sem leið, að eins 222,lél hermenn,
og var tæpur helmingur þess liðs á Bretlandi;
á Indlandi höfðu þeir 77,492 brezka hermenn,
5,066 á Egyptalandi, og 31,783 íýmsum nýlend-
um sinum.
Yöxtur trjánna. Náttúrufræðingurinn E. H.
Thompson í Tasmaníu þykist með rannsóknum
sínum hafa orðið þess vísari, að vöxtur trjánna
á sólarhringi hverjum sé, sem hér segir: Frá
kl. 6—9 f. h. er vöxturinn 8*/»*/„, frá kl. 9—12
(hkdegi) l'/a 0/„ } frá hádogi til kl. 6 e. h, engirin
vöxtur, frá kl. 6—9 e. h. 10/0, frá kl. 9—12
(miðnætti) 3*»°/o, og frá miðnætti til kl. 6 f.
h. 85 n/0.
„Polka“. Dans sá, er þessu nafni nefnist,
er ekki eldri, en frá árinu 1830, og var það
ung bóndadót.tir frá Bæheimi, Haniczka Selezka
að nafni, er fyrst bjó d^^^Muian til;enþrem-
ur árum síðar var hann^BHmalgimgur í Prag,
höfuðborginni í Bæheimi, barst þaðan að fáum
árum liflnum til Yfnar-borgar, og árifl 1840 var
byrjað afl dansa „polka“ í Paris.
1 iö strenduv Afriku kvafl vífla vera mesta
mergfl af fiski, en fiskiveiðar hafa til þessa ekki
verið stundaðar þar, svo a.fl neinu nemi; en nvi
fyrir skömnm bafa Norðmenn sent gufuskip til
Port Natal, og ætla að reka þaðan fiskveiðar,
og selja aflann nýjan, enda er þar sagflur bezti
markaður íyrir fisk.
Stáss-meyjarnar á Englandi eru ný skefl tekn-
ar upp á því, að bera „hennatinktur11 i hár sitt,
til þess að glóbjarti bára-liturinn baldi ser bet-
ur; var árið 1894 flutt „honnatinktur11 fyrír 370
þns. franka til Lundúnaborgar einnar; og árið,
sem leið, ,óx innflutningurinn svo mjög. aðfyrra
missiri ársins var flutt, ,hennatinktur‘ til Lundúna
fyrir 1V, milj. franka.
-ikís • E* —
XJi* Húnavatnssýslu er skrií-
að 2. f. m.: „Þó að vér Húnvetningar
þykjum ekki rniklir framsóknarmenn í
sjálfstjórnarmáli voru, þá er mer ohætt
að fullyrða, að ipörgum hér hefir sárnað,
hvernig „ísafold“ hefir ásamt. fulltrúa
stjórnarinnar á siðasta þingi gengið í
berhögg við fjárráð þingsins með þess-
uin alræmdu ögrunum og iiótunuin um
bráðabirgðafjárlög; slíkri framkomu blaðs
verður ekki betur svarað með öðru, en
því, að almenningur sýni ritstjóranum í
verkinu, að slíkan ósóma vilja Isiend-
ingar ekki liafa í húsum sínum, og það
þvi heldur sem þetta er ekki í fyrsta
skipti, sein „ísafold“ hleypur erindi lands-
iiöfðingjans á síðari ármn“.
Afrek þingmanna vorra.
Eg er þegar buinn að lesa það af
Þingtíðindunum, sem koinið er, og er
þar margt skntið að sjá. — Framkoma
Guðlaugs sýslumanns Gaðmundssonar er
þannig vaxin, að eg vil helzt ekkert um
hana segja, en óska, með sjálfum mér,
að slíkur maður hefði aldrei á þing kom-