Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.07.1896, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.07.1896, Síða 3
Þjóðvil.jinn ungi. 123 V, 31. skipta, og svo hitt, að hafa betur um samninga búið, en í þetta skiptið mun verið hafa. Bóðruni er nú almenningur hættur hér við Djúpið, enda sagt fremur tatt um flsk i Djúpinu, nema reitingur nokkur af ísu og fisk-smælki. Kvef-vesold liefir gengið hér vestra, og hafa nokkur smábörn k fyrsta ári iátizt úr henni. Héraðsfundur fyrir Norður-ísafjarðarsýslu- prófastsdærni var haldinn hér í kaupstaðnum 4. þ. m., og sóttu hann nú, — aldrei þessu vant —, allir prestar prófastsdæmisins, nema L (síra St.efán i Vatnsfirði). — Safnaðar-fulltrúar mættu og úr meiri hluta prestakallanna. Að öðru leyti var fundur þessi fremur ó- merkilegur, enda ekkert til þess gert at hálfu prófasts eða presta, að gjöra liann hátíðlegan, hvorki messa sungin né fyrirlestrar fluttir, svo sem þó er farið að tíðkast i sumum öðrum pró- fastsdæmum landsins. Samþykkt var að mæla með makaskiptum a kirkjujörðinni Höfða móti t/2 Nesi í Grunna- víkurhreppi, en neitað að mæla með sölu á kirkju- jörðinni Læk í Aðalvík, vegna ónógs undirbún- ings. — Færslu kirkjunnar á Stað í Aðalvík að Hesteyri tjáði fundurinn sig mótmæltan, enda þótti og vanta vottorð prests og sóknarnefndar um það, að gott og nægilegt kirkjugarðsstæði væri á Hesteyri, er jarðar-eigendur vildu leggja fram ókeypis. Skýrslur um barnapróf komu að eins úr 3 prestaköllum. ■— Kirkjureikningar voru fram lagðir og yfir litnir. Hr. Pétur Ólafsson, verzlunarmaður í Flatey á Breiðafirði, sem staddur var hér i kaupstaðn- um fi. þ. m., fullyrti, að Björn kaupmaður Sig- urðsson kæmi ekkert liingað norður til verzlunar i sumar. — Vöruverðlag í Flatey og Skarðsstöð sagði hann, sem hér segir: Rúgur 13 kr., rúg- mél 14 kr., bankabygg 18 kr.. baunir 19 kr., hrísgrjón 21—24 kr., kaffi 95 a., 1 kr., 1 kr. 05—1 kr. 10a., eptir gæðum, kandís á30—32 a., melis 28 a. — Líklegt taldi hann, að matvara myndi iækka á Breiðafirði i kauptíðinni um 1 kr. tunnan. — Á Bíldudal er rúgur á 12 kr., og rúgmél á 13 kr. _________ l’ilskipa-alli hér vestra er í ár yfirleitt meiri, og fiskur vænni, en i fyrra. Hvalveiðarnar, sem gengu freniur tregt fi am eptir vorinu, hafa lánazt prýðis-vel um undan farinn mánaðar tíma, og hat’ði H. Ellefsen, sem bezt hefir aflað. fengið yfir 150 hvali um síðustu mánaðamót. Lang-róið er nú nokkuð farið að verða hjá hvalveiðamönnunum, með því að hvalir sjást varla hér við Vesturlandið, svo að hvalveiðabát- arnir hafa orðið að sækja megnið af afla sínum norður á Siglutjörð, og jafn vel alla leið norður að Grímsey. Uppboösauglýsing. Laugardagana 29. ágústm. og 5. og 12. septemberm. verður, eptir kröfu fyrv. sýslumanns Sk. Thoroddsen, samkvæmt samningi eptir tilsk. 18. febr. 1847, 10. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 16, 16. sept. 1893, liúseign Ó. F. Ásmundssonar kaupmanns á Isaíirði, virðingar nr. 12. b., með öllu múr, og nagl-föstu, lóð, fiskireitum, og öllu, er eigninni fylgir, boðin upp við 3 opin- ber uppboð, sem haldin verða kl. 9 f. h., 2 hin fyrstu á skrifstofu bæjarfógeta, en hið þriðja við húseignina sjálfa. Yerður hún á liinu síðasta uppboði seld til lúkn- ingar skuld til Eller & Co. i Manchester, sem húsið stendur að veði fyrir, næst á eptir 1560 kr. veðskuldum, svo og ó- greiddum vöxtum og kostnaði. Söluskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni nokkra daga fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn á ísafirði 6. júlí 1896. Ilannes Hafstein. Islenzk umboösyerzlun. Eins og að undan förnu tek jeg að mér að selja alls konar íslenzkar verzl- unarvörur, og kaupa inn útlendar vörur, og senda á þá staði, sem gufuskipin koma á. Glögg skilagrein send í hvert skipti, lítil ómakslaun. Utanáskrift: Jdkob Gunnlögsson, Nansensgade 46, A. Kjobenhavn, K. 84 og hvína enn ákafar, en áður, svo að liann þyrfti ekki að heyra andardrátt vinar sins, og gæti gleymt því, að hann lá þarna. — Hann tók hendinni um höfuð sér, og i'eyndi að fara að hugsa um eitthvað annað, — reyndi að hugsa um frarntiðina, og um bágar kringumstæður sín °S s'nna. En hvernig sem hann reyndi að dreifa hugsunum sínum, vék hugsun hans einatt aptur að því sama: „Sex þúsund krónur!“ Þessi þrjú orð stóðu honum einatt fyrir hugskot- sjónum. Liti hann inn i ofninn, sýndust honum þau stanua þar skrifuð með logandi letri; og lokaði hann augunum, þóttist hann sjá þau innan í augna-lokum sjálfs sin. Harm færði sig nr stað, en allt kora fyrir ekki. Meira að segja, honum fannst, sem veggirnir, og allt sein í kringum hann var, hefði fengið mál, og ávarpaði hann svo felldum orðum: „Moðir þin er veik, og dauðinn er henni vís, fái hún ekki nauðsynlega aðhjúkrun. —Framtíð systur þinn- ar er sorgum og þyrnum stráð, og sjálfur ertu orðirm að betlara, — þú, sem ekki þarft annað, en að rétta út hend- ina, til þess að fá sex þvisund krónur, eitt þiisund frá lögreglustjórninni, og fimm þúsundin frá gamla HarnischL Með slikri fjár-upphæð mætti margt gera; móðir 81 að þú verðir sælli í sambúð við Kurt Harnisch, en með mér, þá vil jeg ekki framar vera. þér til tálma. — Ekki eitt einasta ásökunar-orð lét jeg á mér heyra, enda þótt jeg vissi það vel, að það var peninganna vegna, að hún tók hann fram yfir mig. — Fyrir inér vakti það að eins, að gera hana gæfusama; og þó var eins og mér kæmi þá þegar til hugar, að þrælmennið myndi gera bana ó- farsæla“. „Já, gagnvart henni hefirðu breytt, eins og dreng- lyndur maður, Hinrik, þvi getur enginn neitað; en hún hefir ekki átt það skilið, að.......“. „Hægan, Friðrik! Ekki eitt styggðarorð um Önnu ! Hún hefir hlaupið á sig, eins og margar ungar stúlkur gjöra, og fyrir það tekur hún nú út launin. — En hefði honum farizt mannlega við hana, þá hefði jeg sjálfsagt gleymt missi inínum; en þegar jeg lieyrði, að hann hafði yfirgefið hana svo svívirðilega, þá réð jeg mér ekki fyrir greruju. — Hann hafði stolið frá mér því, sem var mér allt, en að eins til þess, að fótum troða það“. „Harnisch hefir allt af verið ótrúr þorpari, sem aldrei hefir forsmáð neitt meðal, til þess að koma sínu fram“, tautaði Friðrik, og leit í gaupnir sér. — Hann gat ekki slitið sig frá þessum ljótu hugsunum, sem freist- arinn hafði blásið honum í brjóst, og heyrði því naum- ast, hvað vinur hans var að segja sér til varnar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.