Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.01.1897, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.01.1897, Page 1
Verð árgangsins (minnst í I I 40 arka) 3kr.; í Ameríku 1 1 j 1 doll. Borgist fyrir júní- | \~* mánaðarlok. \ .101*V IL.11N N UM 1— Sjötti ábganóce. —| | Uppsögn skrifleg ógild 1 nema komin sé til útgeí- 1 % anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. - RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|®<eg-— Ns 9. ÍSAPIR.ÐI, 11. JAN. Gleðilegt nýár! Um leið og „Þjóðv. ungi“ þakkar fyrir gamla árið, býður bann ölluin kaup- endum sínum, og öðrum góðum mönnum, er blað þetta sjá eða heyra, gleðilegt nýár. Það hefir verið vani ýmsrablaðamanna, eins og það er siður prestanna, að nota áramótin sem tilefni til ýmis konar hug- leiðinga, út af hinu umliðna, og að hvetja menn til þess, að byrja nýja árið með alls konar fögrum áformum, og er hvort tveggja þetta góður og gagnlegur siður. Fyrri parti prédikunar þessarar ætl- ar nú samt „Þjóðv. ungi“ i þetta skipti að sleppa, og vonar, að menn forláti sér það, þó að hann láti hið liðna hvíla; það breytist svo, hvort sem er, ekkert úr þessu. En að því er hitt atriðið snertir, að menn byrji nýja árið með nýjum og góð- um áformum, þá vill „Þjóðv. ungiu gjarna mega undir það taka, og óska þess öllum kaupendum sinum af heilum huga. Það er aumt og innihaldslaust líf, sem um ekkert hugsar, og ekkert hefir annað fyrir að berjast, heldur en að eins niunninn og magann. Auðvitað verður sú baráttan mörgum full erfið. En fæstir eru þó, sem betur fer, svo SJörsamlega búksorginni háðir, að þeir geti ekki jafn framt, fundið sér eitthvað gott og gagnlegt fyrir að berjast. Og hafi menn sett sér einhver slík áform, og berjist svo fyrir þeiin af ein- lægni og áhuga, hver eptir sínum kröpt- um, þá mun það reynast, að fátt er það, sein gert getur nýja árið gleðilegra, þrátt fyrir allt það strit og stríð, sem manni kann að mæta, og sem allra sízt forðast þá, sem eitthvað vilja. Að svo mæltu, lesari góður, enn á ný: Oleðilegt nýár! Ómyndug þjóð. Af synjun frímerkjalaganna, sem getið var um í síðasta nr. blaðs vors, virðist það auðsætt, að enda þótt Nellemann gamli haldi nú ekki lengur um stjórnar- völ Islands, þá sé þó andi hans enn sá ráðandi, að þvi er til Islands mála kemur. Hvar í heimi, utan Islands, mun sú þjóð, er löggjafarvald hefir á pappírnum, sem ekki fær að ráða frímerkjum sínum. Að synja slíkum lögum staðfestingar getur að eins verið til ertni gert. Það er gert, til að sýna Islendingum, að jaf'n vel ekki svo langt nái löggjafar- vald þeirra, að þeir megi ráða póstfri- merkjunum á bréfurn sínum. „Faðir minn refsaði yður með svip- um, en eg mun refsa yður með scorpí- ónum“, sagði Hólóam Salómonsson forðum við G-yðinga, og þessu svipuð virðast oss uinmæli Rump's ráðherra vera, er vér litum til lagasynjanar þessarar. Með öðrum orðum, hafi Islendingar, eptir lagasynjanir Nellemann's, verið í nokkrum vafa um það, hve mikils virði löggjafarvald þeirra væri, þá vill nýi ráðgjafinn nú taka af öll tvímæli. Þjóðinni sJidl skiljast það, að orð hennar hafa elckert að þýða. Danska stjórnin metur hana að eins, sem óþekkt og ómyndugt barn, sem allt af þurfi að hasta á og banna. Um samvinnu við þingið hirðir stjórn- in hvergi, því að gerði hún það, þá myndi hún þó að minnsta kosti sýna tilhliðr- unarsemi í því smáa, þótt þrá væri hún og kergin þar fyrir utan. En það er ekkert mál til, sem hún kærir sig um að vinna að. Hennar mark og mið er að eins það eina, að sýna, að þjóðin sé ómyndug. BotnYörpusamningurinn. Nýjasta Imoix 119. Eptir að „Þjóðv. ungiu hafði í 40. nr. i sínu f. á. bent á hegningarlagagreinir þær, er komið gætu til álita, út af botnvörpu- samnings-makki Magnúsctr landshöfðingja Stephensen við mr. Athinson, flotaforingjann enska, gjörðist það sögulegt í máli þessu, að amtmaður Júlías Havsteen, liklega ept- ir innblæstri landshöfðingja, lýsti því yfir i „Isafoldu, að botnvörpusamningur þessi „væri ekki til, og hefði aldrei ver- ið tilu(!!!) En i næsta nr. „Isafoldaru, 25. nóv. f. á., lýsir svo enski konsúllinn i Reykja- vík, hr. 1F. G. Spence Paterson, því yfir, að hotnvörpusamningurinn sé. vottfastur, og hafi hann sjálfur jafnan verið viðstaddur, er þeir landshöfðingi og mr. Atlánson sömdu um málið. Ollu tilfinnanlegra steypibað, en þetta, ætlum vér, að örfáir menn í jafn hárri stöðu, eins og þeir landshöfðingi og amtmaður eru, hafi sjaldan fengið. Og það gefur að skilja, að það muni hægra að ímynda sér, en að lýsa með orðurn, spaugsyrðunum, meðaumkuninni og gremjunni, sem gripið hefir ýmsa, út af þessum „vatnsgangiu æðstu valds- inanna landsins. En hvað um það; eitt sýnist þó vist, að fást myndu lögfullar sannanir fyrir þessum verknaði Magnúsar Stephensen, ef mál það væri tekið til opinberrar rann- sóknar, að tilhlutun þings eða stjórnar, og Magnúsi sendur „lalliu. ----oco^ooo------ Hæðsta hyg'giiig' i licimi verður nýi Eiffel- turninn, sem verið er að reisa i CliicHgo. — Hann verður 1200 fet k hæð, og kostar að sögn um 3 milj. króna. Höggormar k Indlandi urðu arið 1895 alls 22,086 mönnum að bana, en önnur óarga dýr bönuðu þk alls 3,104, og eru það nokkru hærri tölur, en næstu Ar ó undan, enda þótt stór-fé sé arlega varið, til þess að útrýma kvikindum þessum. 80 þús. krónur hefir bókaverzlun Aschehoug's í Kristíaníu borgað Friðþjófi Nansen, til þess að fá einka-útgúfuréttinn á Norðurlöndum að hinni nýju bók hans um heimskautaförina. Tekjur bæjarsjóðsins í Kaupmannahöfn voru arið 1895 alls 10,504,608 kr., en útgjöldin 10,374,172 kr.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.