Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.01.1897, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.01.1897, Síða 2
34 Þjóðviljinn umji. VI, 9. GUiIJið í sjónum. Um þessar mundir. þegar fjöldinn er mjög þyrstur í gullið, munu það þykja tíðindi, að vatnið í sjónum befir talsvert gull að geyma, eptir því sem fram er komið við nýjustu rannsóknir prófessor Liversidge í Sidney. — Telst honum svo til, að í liverri cubík-mílu sævar muni vera að meðaltali um 130—260 smálestir gulls, svo' að telji maður rúmmál alls sævarins um 400,000,000 cubík-mílur, þá ætti sjávar-vatnið að hafa alls 52—104 þús. milj. smálestir gulls að geyma. En gallinn er, að enn vantar oss verkfærið, er síað geti gullið úr sjávar-vatninu; finndist það, og skipin gætu dregið það k eptir sér, yrðu siglingar ekki arðlitlar. ------eo§£o».--- HugYekja til bæjarbúa. Undarlegt er það um fjölila fólks liór í bænum, karla og konur, sem kosningar- rétt hafa, livernig þaö lætur leiða sig, sem 'óvita, við bsejarkosningar allar. Margt af fólki þessu, er þannig fer að ráði sínu, er óefað að ýmsu leyti vænt og vandað fólk, sem ekki vill vamm sitt vita, ekki vill vinna hundi mein, hvað þá heldur meðbræðrum sinum og systrum. En það mun líta svo á, sem bæjar- kosningarnar hafi litla þýðingu, svo að ekki sé það annað, en greiðvikni, að lána „kaupmanninum sinum“ atkvæði sín. En vildi fólk þetta íhuga, að það með þvi, að gera eina stétt manna*, — eða öllu fremur eina þröngsýna mammons- „klíku“, er mest hugsar um eigin hagn- að —einvalda í öllum bæjarmálum, er að gera ijölda meðborgara sinna rangt til, er að gera þá sama sem rcttlama i bæj- armálum öllum, þá er næsta ótrúlegt, að það færi þessu sama fram ár eptir ár, og vildi ekki lieldur fá niðurjöfnunarnefnd og bæjarstjórn skipaða sjálfstæðum mönn- um úr öllum stéttum. Vitanlegt er það, að margir eru skuld- ugir, eða hafa unglinga, eða sjálfa sig, í atvinnu hjá ráðandi „klíkunni“, og eru henni á ýmsan liátt meira og minna háöir. En gefur þetta þeim siðferðislegan rétt tll þess, að ganga þvert á móti sann- færingu sinni við kosningarnar, og gera sjálfum sór og öðrum rangt með atkvæði sinu? *) í niðurjöfnunarnefndinni eru nú 4 verzl- unarmenn og 1 iðnaðarmaður, og í hæiarstjórn- inni 4 verzlunarmenn, og tveir aðrir, sem hvor- ugur er liklegur til ágreinings við „klikuna", enda af henni studdir til kosninga. Ejarri fer því. Og hvaða virðingar samborgara sinna getur fólk þetta vænzt, er þannig mis- brúkar einn hinn helgasta rétt sinn, at- kvæðisréttinn ? Finnur það ekki sjálft, að það bakar sór virðingarleysi allra sjálfstæðra manna, bros og lítilsvirðingu þeirra, sem nota það, og í bezta falli rneðaumkun hinna? I öðrum löndum keppa iðnaðarmanna- og verkmanna-stéttirnar við kosningar, að koma að sjálfstæðustu og hæfustu mönnunum lir sínum fiokki. Meiri hluti kjósanda á Isafirði fylgir aptur á móti á síðari árum gagnstæðri reglu, að kjósa þá, sem líklegastir mundu, til þess að sinna minnst hagsmunum þeirra. af því að hagsmunir sjálfra þeirra og hagsmunir fjöldans fara ekki saman. ----OOO^OOO----- Spítalaþrefid Mjög tiðrætt hefir mönnum hér í bænum orðið þessa dagana um spítala- þrefið. — Úttektarmenn þeir, er kosnir voru af málsaðilunum, til þess að skoða húsið, snikkararnir Jón Ounnarsson og Þorlákr Magnússon, urðu eigi á eifct mál sáttir, og útnefndi þvi rétturinn sem oddamann consul S. H- Bjarnarson, og sagði hanu upp gjörð i málinu 5. þ. m. Hefir hr. Árni kaupmaður Sveinsson farið mjög halloka, með því að honum er gert að skyldu, að umbæta húsið í 11 greinum, sem gjörðin nákvæmar til tekur, og að greiða auk þess 400 kr. álag á ýmislegt smávegis, er vangjört þykir vera. — Greiða skal hann og enn frem- ur 10 kr. dagsekt frá þeim degi, er gjörð- in er birt honum, að þeim degi þó eigi meðtöldum, unz liann skýrir frá því, að hann hafi bætt úr göllum þeim, er gjörð- in nefnir. — Hvað umbætur á múrverk- inu snertir, inega þær þó bíða til vors, en greiða skal hr. Á. Sv. þá einnig 10 kr. dagsekt, meðan á aðgerð þeirri stend- ur, og getur þetta altsaman orðið ærin upphæð. Gert er og ráð fyrir, að nýjar úttektir skuli fram fara að umbótunum loknum, og getur þvi þref þetta enn þá átt mjög langt í land, og bæjarbúa skortir ekki umtalsefni á meðan ----»©!---- Lang-adalsstr'ónd 13. des. ’96: „Bfáðapest stingur sér niður k stöku hæjum, og hefir mest að henni kveðið á Laugabóli, dautt þar 20—30, flest ungt fé, veturgamalt og k öðrum vetri. — Stórgripir fóru hér nokkrir í sumar, og eru menn ekki vissir um, úr hverju þeir hafa drepizt, fikast til úr miltisbruna; hestarnir t. d. bólgnuðu fyrst framan til við bóginn, og færðist bólgan upp fyrir herðablöðin, unz andrúmið tepptist; lifðu þeir eitt dægur. eptir að fyrst sk á þeirh. Alls voru hestarnir 6, er drápust með fi’kum hætti, og þar af 4 úrvals hestar, sem Halldór Jónsson á Rauðamýri átti. — Fjárskoð- un fór hér fram í miðjum f. m., og fannst hvergi votta fyrir kláða, en þó voru baðanir, og ofani- burður, við haf't, sem ástæður leyfðu. Dýrt er að baða fé að haustinu, er potturinn af carból- sýrunni kostar 2 ltr. — Verzlunar-aðsókn að Arngerðareyri er fremur lítil. en þó verður þeim Steingrímsfirðingunum að sækja þangað, meðan loknð er á Hölmavík, og helzt fyrir hátíðar, til að fá sór út í bollann. Afli er í haust sagður góður við Steingríms- fjörð. og hafa margir þar saltað íir 15—20 tn., en saltið er þar vegið, 200 pd. fyrir 4 kr.; mestur aflinn er smáfiskur. —Hákarls-afli hefir og verið þar á sumum bæjum, t. d. í Eyjum töluverður, og á Smáhömrum hafa fongizt 140 hákarlar, ekki lengra frá landi, en svo, að kalla mátti til þeirra, er við veiðina voru. — Bráðadauði hefir stungið sér niður á stöku bæ þar nyrðra, og hafa mest brögð að honum orðið í Tröllatungu og á Smáhömrum, dautt þar 30—40, og 1 Trölla- tungu um 20. — Barnaslcóli er í smiðum á Hey- dalsá, íyrir Tungusveitina, og stendur fyrir smíðinu Guðm. bóndi Bárðarson á Kollafjarðar- nesi. — Oddur læknir Jónsson situr á Smáhömr- um, og er töluverð aðsókn að honum, bæði úr Stranda- og Barðastrandar-sýslum, og enda úr ísafjarðarsýslu, og verður hann mörgum aðliði. — Úr Gufudal s- og Múla-sveit sækja nú víst flestir verzlun til Einars Ásgeirssonar í Firði; að minnsta kosti koma þaðan nú orðið engir að Arngerðareyri til verzlunar11. Sa uðaþjófna ður. Úr Dý rafirði er skrifað 27. des. 96.: „Dað var á sjálfa jólanóttina, að húsmaður Gisli Hjálmavssön á Næfranesi fór í fjárhús bóndans Erlindar Jóliannessonar á Næfranesi, tók þar kind eina, skar hana, og faldi fólann; af þessu vissu menn ekki: - - en um morguninn, á jóla- daginn, þegar Erlindur fór að gefa kindum sín- um. var húsið opið, og féð kotnið út, og vantaði þá eina kindina. — Þótti Erlindi grunsamt, og sá hann manns spor liggja að og frá húsinu; fór hann þá til Gísla, sem býr i nýbyggðu húsi rétt fyrir innan túnið, spyr, hvort hann hafi nokkuð séð, eða vitað, um kindina, en í það sinn1 kvaðst Gísli ekkert um það vita. — Einhvern grun mun Erlindur samt hafa fengið um það, að í húsi Gísla væri þá verið að fara með ferskt kjöt, — og fer samt heim til sín; en seinnaum daginn leitar hann í fjárbúsi Gisla, sem er þar á túninu, og finnur þá poka, grafinn niður { moð, og í bonum kindarvömb, innýfli og höfuðið af kindinni Erlindar. — Pokann tók hann heim til sín, og bar hann undir votta, kallaði síðan á

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.