Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.08.1897, Side 2
122
ÞJÓÐVILJINN UN'OI.
VI, 31—32.
kvæmlega öllum sömu kröfunum, enda
gerir dr. Valtýr sér í „launungarbréfinu“
þær vonir, að „landshöfðingi muni styðja
málið drengilega“.
Getsakir „Dagskrár" eru því svo fjarri
öllum líkum, sem framast má vera.
En politik „Dagskrár“ er allt um það
auðskilin.
Landshöfðingi, — sem „Dagskrá11 hef-
ir úthúðað, svo að hann hefir til neyðzt,
að verja æru sína með laganna tilstyrk, —
er nú útmálaður, sem ofsóttur píslarvott-
ur, rógborinn vegna þjóðlyndrar framkomu
sinnar (!)
Er það ekki hryllilegt að hugsa til
þess, ef rógberunum kynni nú að takast,
að svipta þenna ástsæla (!!) höfðingja embætti
sínu, þessu embætti, sem hann hefir jafn
vel eigi hikað við, að leggja í hættu, til
þess að berjast fyrir „hinum helgustu rétt-
indum þjóðarinnar", berjast „með þjóð-
inni“, þ. e. með Einari Ben., sem er eitt
og hið sama?
En hvers má ekki vænta, þegar allir
láta stjórnast, annað tveggja af óvild, eða
af embætta von?
Með þannig löguðum getsökum, hyggst
„Dagskrá“ bezt geta safnað öllum sam-
bandshernum saman.
Dað er síðasta óyndisúrræðið.
-------m*------
Dagskrár-söiiminiii.
1 ísafold 4. þ. m. lýsti ég því yfir, að
ef Dagskrá hefði seðil í höndum með þeim
orðum, sem mér voru eignuð í því blaði
1. þ. m., þá væri hann falsaður, því „seðil
með þeim orðum hefði ég aldrei skrifað".
Að þetta var rétt, hefir Dagskrá nú sjálf
sannað í blöðum þeim, sem út komu af
henni 4. og 5. þ. m., þar sem hún skýrir
frá því, að hún hafi aldrei haft neinn
slíkan seðil í höndum, heldur beinlínis
búið þær setningar til, sem hún þykist
tilfæra orðrétt eptir mér, eptir skot-spóna-
fregn frá tveim mönnum, sem aptur hafa
þetta eptir öðrum. Dessa ósvífni vildi ég
fá sannaða, til þess að menn gætu af því
séð, hve samvizkusamt blaðið er í með-
ferð þeirra mála, er það ræðir i dálkuin
sínum. Og'úr því að blaðið hefir svo á-
þreifanloga sannað, að það ekki svífist að
gera sig sekt í annari eins óhæfu, og hér
er komið fram, þá er mér fuilnægt, því
að af því má ráða, hversu aðrar staðhæf-
ingar þess muni áreiðanlegar.
En þar sem Dagskrá staðhæfir nú, að
ég hafi neitað því, að ég hafi skrifað nokkr-
um þingmanni nokkuð svipað því, sem
haft er eptir mér, þá eru það tilhæfulaus
ósannindi. Eg hefi sagt hverjum, sem
hafa vildi, að ég hafi sent einum þing-
manni, þingmanni Strandamanna, seðil með
prentaða bréfinu minu 8. apríl 1896, þar
sem þess var getið, að landshöfðingi M.
Stephensen mundi ekki verða ráðgjafi, þó
hið nýja fyrirkomulag kæmist á, og heldur
ekki líklegt, að hans álits mundi leitað
um það. hver það skyldi verða. Detta
átti ég hægt með að segja, þar sem M. St.
hafði sagt það við mig sjálfan 1895 — og
mér var kunnugt um, að hann hafði látið
hið sama í ljósi við aðra menn líka — að
ekki kæmi til nokkurra mála, að hann
tæki á móti ráðgjafastöðunni, þó svo færi,
að hún stæði sér til boða Dar sem ég
taldi það „ekki líklegt“, að álits hans
mundi heldur verða leitað um það, hver
skyldi skipa ráðgjafasætið, þá var slíkt
auðvitað hverjum þcim manni, sem þekkti
þær almennu reglur, sem fylgt er í því
efni. Dað inun hvergi siður, þegar verið
er að skipa æðri cmbættismenn, að þeir,
sem undir hann eiga að verða gefnir, séu
spurðir til ráða um það, hver skuli settur
yfir þá. Mér var því óhætt að segja, að
ekki mundi líklegt, að brugðið yrði út af
þeirri reglu við skipun ráðgjafans.
Að nokkur ályktun verði dregin út af
þessu, um óvild frá minni hálfu til lands-
höfðingja, neita ég með öllu. Til þessa
var heldur engin ástæða, Okkur hefur !
aldrei borið neitt á milli, fyrri enn nú á
þingi, og þegar þetta var skrifað, var
stefna okkar í stjórnarskrármálinu alveg
hin sama, enda tók ég það fram í bréfi
mínu, að hann mundi „styðjamálið drengi-
lega“; og að ég þá hafði ástæðu til að
hafa þá skoðnn, má sjá af bréfi hans til
stjórnarinnar 20. des. 1895, þó raunin hafi
orðið önnur síðan. Af orðum mínum verð-
ur ekki einu sinni dregin sú ályktun, að
ég hafi haft nokkuð á móti því, að M. St.
yrði ráðgjafi, heldur einungis það, að ég
hafi áiitið, að þeim þingmanni, scm ég
skrifaði þetta, mundi ekki standa það á
sama.
Ef ég ætti að svara upp á allar þær
fjarstæður og ósannindi, sem sögð hafa
verið um inig í Dagskrá, mundi ég hvorki
fá mikinn tíma til þingstarfa, né rúm fyrir
svör mín. Eg mun því varla framar anza
henni neinu, þótt hún haldi áfram gaspri
sínu, úr því ég einu sinni er búinn að
sýna og sanna, hve vönduðum meðulum
hún beitir til þess, að reyna að sverta
sína pólitisku mótstöðumeun. Detta eina
dæmi er nóg til að sýna, hve áreiðanlegt
annað muni vera.
6. ágúst 1897.
Valtyr Guðmundsson.
-----O—<^5>-o--
„Fíflinu skal á foræðið vísa“. Út af
fyrirspurn frá þingmanni Reykvíkinga 30.
f. m. þess efnis, hvort nokkur von væri,
að stjórnin mundi samþykkja stjórnar-
skrárfrumvarpið, ef ákvæðinu um rikis-
ráðið í 1. gr. frumvarpsins væri haldið,
svaraði landshöfðingi, að þess væri að vísu
engin von, en hvatti þó þingið að halda
þessu ákvæði í frv.(!)
Sýnir þetta, sem fleira, hve einkar annt
landshöfðingi nú lætur sér um það, að
ekki náist samkomulag í málinu, svo að
haldizt geti ástandið, sem er, þar sem hann
jafnvel eigi kynokar sér við, að eggja
þingið, að ganga þvert ofan í það, sem
hann hefir sjálfur haldið fram í bréfi sínu
til ráðaneytisins 20. des. ’95, að til þess
að losa sérmálin úr ríkisráðinu sé stjórn-
arskrárbreyting óþörf.
Hvað landshöfðingja gengur til þess,
að vilja halda þanuig dauðahaldi í stjórn-
arástandið, sem er (þar á meðal í ábyrgð-
arlausa landshöfðingjadæmið), látum vér
auðvitað ósagt.
En mikið leggur hann óneitanlega 1
sölurnar, að ganga bæði i berhögg við
sjálfan sig og húsbónda sinn, ráðherrann.
-----O-Eg—O----
Sarnur yíÖ sig
er síra Dorkcll Bjarnason, þegar ræða er
um kvennfrelsismálin.
Árið 1893, þegar frumvarpið um „kjör-
gengi kvenna í sveita- og safnaðamálum"
var til umræðu í efri deild, gjörði síra
Doi'k. þá grein fyrir atkvæði sínu á móti
málinu, að það væri að eins af hlífð og
velvild við kvennfólkið að hann ekki gæfi
frumvarpinu atkvæði sitt, með því að skyid-
ur þær, er kjörgenginu fylgdu, væru þeirn
þyngri byrði, en þær gætu risið undir.
(Skaði, að brjóstgæðin skyldu ekki ná svo
langt, að hann færi að berjast fyrir að