Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.12.1897, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.12.1897, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (miunst 48 arka) 3 kr.; erlemlis 4 kr., og í Ameríku doll.: 1,20. Borgistfyrirjúní- mánaðarlok. r 'I— SjÖUNDI ÁE8AN UUE, RITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. M 13. ÍSAFIKÐI, 20. DES. Uppsögn skrifleg, ó- gild nem,a komin sé til útgefanda fyrir 30. dtig júnímánaðar. 18 9 7. Horfur. i. Ef rnarka skyldi glarnur blaða þeirra., sem gjörzt liafa formælendur þess flokks, er í sumar gerðist til þess að ónýta stjórn- bótatilraunir síðasta þings, þá mætti telja útsóð um það í bráðina, að viðunanlegar lyktir fengjust á stjórnarbótamálinu. Að vísu er hér atlmgandi, að þeir lifa opt lengst, sem með orðum eru vegn- ir, og þótt persónulegar árásir, ósæmi- legar getsakir, sleggjudómar og stóryrði, geti vilt einstöku fáráðlingum sjónir í svipinn, þá spillir slík aðferð, er frá líð- ur, mest fyrir sjálfri sér. Öðrum vopmUn hefir að kalla hingað til ekki verið beitt gegn stjórnbótatil- raunum meiri hlutans i efri deild, og minni hlutans i neðri deild, á siðasta þingi. Eari nú svo, að okki verði umtalsmál, að fá lögleiddar þær breytingar á stjórri- arskránni, er stjórnin tjáði sig fúsa að fallast á i sumar, annaðhvort af þvi, að hún kippir að sér hendinni, er þessi til- boð hennar voru að vettugi virt, eða þá af því, að þeir menn ráða mestu á næsta þingi, sem í sumar tókst að eyðileggja þetta mál, þá er vert að athuga, hvernig horfurnar eru á næsta þingi. Þeir voru 18, 5 í efri deild og 13 i neðri, er ekki vildu lofa kjósendum að láta uppi álit sifct með nýjum kosningum á stjórnbótatilboðum stjórnarinnar. 13 þessara þingmanna, 3 i efri deild, en 10 í neðri, vildu að vísu ganga að þessum tilboðum, og greindi því ekki á um ann- að við samkomulagsmenn, en að þeir vildu tengja það ákvæði (ríkisráðsfleyg- inn) við breytingarnar, sem gjörði það að verkum, að allfc málið lilaut að ónýt- ast. Þegar þeim ekki tókst að keyra þann fleyg inn i frumvarpið í neðri deild, felldu þeir það. Væri nú öllum þessum 18 það mikið áhugamál, að fá sem ailra fyrst fram- gengt verulegum umbótum á stjórnarfari voru, og væri þessi 1S manna ílokkur vel og þéttskipaður utan um víst og á- kveðið programm í sjálfstjórnarmáli voru, þá mætti búast við, að hann á næsta þingi beitti sér með alvöru og samheldi lyrir þvi prógrammi sínu. — Horfurnar væru þá ekki að því leyti sem verstar, að þá mætti búast við, að þingið gerði annað við sjálfstjórnarmálið, en að rifast um það allan þingtimann, og drepa það svo i þinglok, eins og á síðasta þingi. En því er ekki að heilsa. Þótt þessir 18 menn gætu orðið sam- talca í því í sumar, að eyðileggja sam- komulag þingsins og stjórnarinnar, þá voru þessi samtök alls ekki sprottin af því, að þessir menn hefðu samlagað skoð- anir sínar í sjálfstjórnarmálinu, og stæðu því sem einn maður undir sjálfstjórnar- merki Islands. Meðal þessara 18 voru þingmonn, sem um langan aldur hafa verið liinir mestu andstæðingar i stjórnarbótamálinu, Bened. Sveinsson og Tryggvi G-unnarsson. Með- al þeirra voru þingmenn, sem jafnan hafa staðið framarlega í endurskoðuninni, meðal þeirra voru þingmenn, sem jafnan liafa verið hálfvolgir og liikandi i endur- skoðunarmálinu, og enda stundum í fjanda- flokki þess, og meðal þeirra voru loks þingmenn, er haft hafa það orð á sér, að þeir skildu mjög lítið i stjórnarskrármál- inu, og yrðu því að sigla i kjölfar sér greindari manna, sem bezt tök hefði á þeim i þann og þann svipinn. Hér kennir því sannarlega margra grasa, • og eins má segja um skoðanir þeirra á stjórnarskrármálinu á siðasta þingi. Sumir þeirra vilja helzt bera upp gamla frumvarpið óbreytt, og fá enn þá eitt, árangurslaust aukaþing. Það, sem aptraði þeim, var, að þeir höfðu ekkert fylgi til þess, hvorki hjá þjóð né þingi. Aðrir þeirra vildu ekki iieyra þetta frumvarp, svo ílla var þeim við það, og alla. endurskoðun, er á þvi væri byggð. Þá voru þeir, sem einungis vildu auka vald landshöfðingja, og láta þar við lenda. Og að síðustu má nefna þá, sem skipa vildu nefnd af Islendingum og Dönum(0, til að bræða saman stjórnarskrá lianda Islahdi. Af þessu sézt, að það er ekki glögg, afmörkuð og ákveðin grundvallarskoðun á sjálfstjórnarmáli íslands,. er í sumar sameinaði allt i einu þessa 18 andstæð- inga og einstæðinga gegn stjórnarbóta- tilboðum þeim, er lágu fyrir þinginu. — I einu eiga skoðanir þeirra þó sam- merkt. Hverri þeirra, sem þingið hefði fylgt i meðferð stjórnarskrármálsins, þá gat ekki verið von um nokkurn árangur í bráðina. Þær mættust allar i því, að láta allt sitja við sama um óákveðinn tíma. Þar skildi þá við hina, sem strax vildu fá þær umbætur á stjórnarskránni, sem fengizt gátu, þótt allt ferrgist ekki í eihu. ‘ ' Hvaða vonir getur þjóðin nú byggt á þessum þingmönnum á næsta þingi, ef þeir ráða lögum og lofum i stjórnar- skrármálinu, og hvernig lízt yður á blik- una i sjálfstjórnarmáli yðar, íslendingar? Að öllum líkindum verður saga stjórn- arskrármálsins í stuttu máli þessi: Einn flokkurinn vill halda áfram end- urskoðuninni. Annar vill leggja árar í bát. Endurskoðunarmennirnir vilja sumir taka upp gamla frumvarpið óbreytt, sum- ir vilja breyta þvi, aðrir koma með nýtt frumvarp, enn aðrir senda þingsályktan, og einhverjir láta sér ef til vill nægja með ávarp. Svo verður rifist fram og aptur, og málið að lokum annaðhvort drepið eða óútrætt. Sama sagan og 1897. Fé lands- ins eytt til ónýtis, tími þingsins van- brúkaður, og allt situr við sama öfuga og óþolandi stjórnarfarið. Þeim, sem enga stjórnarbót vilja, er vissulega skemmt með þessum leik þing eptir þing, en i augum þeirra, sem al- varlega þrá stjórnarbót, er slíkur leikur sannkallaður sorgarleikur. Sigurour Stefánsson. ----ooojjjjooo- - (bliufídl, — eldur uppl. Slöan í öndverðum f. m. hefir öðru livoru orðið vart öskufalls í Skaptafells-, Rangárvalla- og Arnessýslum, svo að snjór lietir orðið móleitur, og fó orðið kol- ugt um munn og liöfuð. — Öskufall þetta staf- ar auðvitað af eldgosi, en ekki vita menn enn gjörla, hvar eldur muni uppi, nema hvað helzt er gizkað á, að það muni Dyngjufjöllum, eða einhvers staðar í Vatnajökli. Embættaveitingar. 26. okt. siðastl. heíir konungur veitt yfirréttarmálfærslumanm Gísla

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.