Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.12.1897, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.12.1897, Blaðsíða 2
50 Þjóðviljinn unot. VII, 13. ínleifssyni sýslumannsembættið í Húnavatns- sýslu, og sama dag er sýslumannsembættið í Skagafjarðarsýslu veitt yfirréttarmálfærslumanni Eggert Briem. Drukknanlr. 4. f. m. fórst bátur frá Skála- nesi á Austfjörðum, og drukknuðu þar 3 menn: Jímaa bóndi Ólafaacm á Skálanesi, Jón Ólafaaon, bróðir Jónasar, og Jóhann nokkur Halldórsaon úr Vestur-Skaptafellssýslu. Vinnumaður á Þingeyrum (hjá Hermanni búfr. Jónasarsyni) drukknaði i haust í Húnaósi. Maður varð úti á Kollafjarðarlieiði 3. þ. m., Sigmundur Ouðmundaacm að nafrii, bóndi á Fjarð- arhorni i Gufudalssveit; hann var á ferð yfir heiðina, á suðurleið, með öðrum manni, og sýkt- ist á leiðinni, svo að samferðamaður hans varð að skilja við hann, með því að blindbylur var. — Daginn eptir var hans svo leitað, og fannst með litlu lífsmarki, en dó, áður en til bæja kæmi. Sigmundur heitinn var greindarmaður, og sérstaklega annálaður fyrir eptirhermur sín- ar, því að svo ínátti heita, að hann hefði mál og takta hvers manns, er hann þekkti. Préfastur skipaður. Sira Bjarni Einaraaon á Mýrum i Álptaveri er nýlega skipaður pró- fastur í Vestur-Skaptafellssýslu prófastsdæmi. „H«lmskringla“, blað Islendinga i Winnipeg, sem hætti að koma út síðastl. vor, er nú lifnuð við aptur, og heitir nýi ritstjórinn Einar Ólafa- aon. — Hér á landi kostar blaðið, sem fyr, 1 dollar. íaafirði 20. dec. '97. Tíðarfar. Stillviðri og frostvæg norðanveðr- átta síðustu dagana. Aflabrðgð þoianleg siðustu dagana, i ýmsum verstöðum 1—2 hundruð á bát daglega. Skipstrand. Eins og skýrt var frá í 11. nr. blaðsins lagði seglskipið „Ásta“, skipstjóri Petersen, af stað héðan 30. f. m. með fiskfarm frá verzlun Leonh. Tang’s, en er skipið var skammt á leið komið, kom upp svo mikill leki á skipinu, að sagt er, að skipstjóri hleypti því i land i Hænuvik i vestanverðum Patreksfirði. - Er ekki ótrúlegt, að skip þetta hafi laskazt að mun, þegar það í vaatanrokunum i f. m. fór hér hvað eptir annað á grunn, og var að berj- ast um fjöruna, liálffermt af kolum, enda furðaði marga, að skipið skyldi ehki skoðað af dóm- kvöddum mönnuni, eptir þá útreið, sem það fékk hér á Pollinum. Eptir jólin kemur næsta blað út, og verður þá tvöfalt, og verða ýmsar fréttir að biða þess tlma. Jörd til ábúðar. Jörðin Borg í Skötufirði fæst til ábúð- ar í næ«tk. fardögum. Jörðin er slægna- jörð góð og vel húsuð, og liggur í einna fiskisælasta firðinum við Djúp. — Semja má við Jón Einarsson á Garðstöðum. Stranduppboð. Þriðjudaginn þ. 4. jan. 1898 verður opinbert uppboð haldið að Hænuvík, vestan vert við Patreksfjörð, og þar selt skipið „Ásta“ frá Kaupmannahöfn, eign H. P. Duusverzlunar, er strandað hefur þ. 3. þ. m. — Eínnig verður selt með skipinu allt því tilheyrandi, rár og reiði, segl, keðjur, atkeri, o. s. frv. — Enn fremur verður væntanlega selt á uppboð- inu það af farmi skipsins, sem bjargað varð, um eða yfir 500 skippund af salt- fiski. — Uppboðið byrjar kl. 9 f. h., og verður að eins haldið í bærilegu veðri. Hindri veður að halda uppboðið hinn til- tekna dag, verður það haldið næsta virkan og veðurfæran dag þar á eptir. Söluskilmálar verða til sýnis á skrif- st*fu sýslunnar næstu dagana fyrir upp- boðið, og verða birtir á uppboðsstaðnum, áður en uppboðið byrjar. Skrifstofu Barðastrandarsýslu 11. des. 1897. Páll Einarsson. Takið eptir! Eins og jeg hef áður auglýst, þá hef jeg nú fjölbreytt efni, vel vönduð til skósmíða. En, eins og gefur að skilja, þá eru vel vönduð efni hinna beztu teg- unda jafnan dýrari, en hin, í innkaupum. Hjá mér vinna einhverjir hinirbeztu skósmiðir hór, og vona eg því, að verk- ið sé i alla staði vel af hendi l#yst. Eg bið menn að gjöra svo vel og aðgæta þetta, og varast að leggja of mjög trúnað á miður sannar sögur, sem nokkrir heiðvirðir náungar kunna að dreifa út af einskærum mannkærleika auðvitað!! þess má líka ’geta, að jeg hef enga dagprísa, eptir því, hverjir í hlut eiga. Þó er reynslan ólýgnust. ísafirði 11. desemb. 1897. Skúli Einarsson. Enn þá nokkuö nýtt, til sæl- gætis á jólunum, VÍNÞRÚGUR. Þessi sjaldgæfi suðræni ágæti ávöxtur, sem allir eru sólgnir í, eptir að þeir einu sinni liafa smakkað hann, fæst nú í verzl- un M. S. Árnasonar á ísafirði, og kostar eina krónu puúdið. Björn Þórðarson. Alls konar meublur, hurði r og gluggar, fást uú hjá mór, með mun lægra verði, en hér hefir þekkzt. Einnig tek jeg að mór að gjöra yfirslög yfir hús, og útvega alls konar timbur, mjög ódýrt, ef nægar pantanir fást. Ísafirðí 10. des. '97. IVI- B. Guðmundsson, snikkari. f iljólanna og sparibrúkunar fæst nú hjá mór hinn vandaðasti og ijöl- breyttasti skófatnaður, sem hór er kostur á. Nýmóðins snið, vandaðasta efni, er eg hefi nú fengið með „Thyrau og „Hjalmar“ í haust. Komið að skoða! Einnig korksólaskór, sem eru mörgum kunnir og viðurkenndir einkar hlýir og hentugir. — Svo og ýmislegt fleira, er heyrir skófatnaði til. KOMIÐ AÐ KAUPA! ísaf. 22. nóv. 1897. Skúli Einarsson. Barnablaðið „ÆSKAN“ Þetta skemmtilega og vel ritaða blað er gefið út í Reykjavík, og ritað af fjór- um valinkunnum mönnum, og er það ætlað börnum til fróðleiks, skemmtunar oir siðferðis betrunar. Það ætti að vera keypt á hverju einasta heimili, sem börn eru á. Innihald blaðsins er ætíð það, sem að einhverju leyti hlýtur að hrifa hinar blíðari og viðkvæmari tilfinningar barnsins, og þar af leiðandi gróðursetja í barnshjartað trú á guð, göfuglyndi, ráðvendni og mannkærleika. Blaðið kem- ur út tvisvar í mánuði, og er annað hvort blað með mynd, og kostar 1 krónu og 20 aura. Isfirðingar og aðrir þar í grend geta pantað blaðið í sölubúð M. S. Árna- sonar hjá undirrituðum. Björn Þórðarson. 800 af söltuðum smokk, vel þrifn- um, fást lijá Pótri Valentínussyni i Bolungarvík. Hiiö til söln. íveruhús úr timbri, standandi í Arn- ardal i Eyrarhreppi; 9 al. langt og 8 al. breitt, með áfastri skúr, 8 al. langri og 6 al. breiðri, fæst til kaups. Semja má um kaupin við Guðmund

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.