Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1898, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1898, Blaðsíða 1
Vcrð árgangsins (minnst 4S arka) 3 kr.; erlendis 4 kr., og í Ameríku doll.: 1,20. Borgistfyrirjúní- mánaðarlok. M 2 0. --== . 1= SjÖUNDI ÁRGANGUR. =1" ■ - —— RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =5=|kk:®!-i ÍSAI'IBDI, 11- ÍTSBR. Uppsögn skrijleg, ó- gild ncma komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar. i 1 S 9 8 . IÍT t X Ö X2. ci, I útlendum blöðuni, er liingað birust með gufuskipinu „Laura“ 7. þ. m., er þessara tiðinda helzt að geta: Danmörk. Á þingi Dana hefir allt gengið óvanalega friðsamlega í vetur, svo að telja má víst, að samkomulag ná- ist um fjárlögin, enda vægir stjórnin mjög til við vinstri þingflokkana i ýmsu, er að útgjöldum til hers og flota lýtur. — Lög hefir þingið samþykkt um trygg- ing verkmanna, er að hættulegum störf- um vinna i verksmiðjum o. fi., og má það telja al'-góða réttarbót, þótt helzt til skammt nái. „Socialistar“ úr ýmsum héruðum Danmerkur iittu ný skeð með sér all- fjöltnennan íúnd í Kaupmannahöfn, til þess að koma á traustara sambandi, og greiðari samvinnu, sín á milli, og gekk þar allt með friði og spekt, enda vænta þeir góðs árangurs af. Ymsir Danir vilja nú ákaft selja Bandarikjamönnum eyjar þær þrjár: St. Thornas, St Croix og St. Jan, er þeir eiga þar vestra, moð þvi að þeir þykjast að eins hafa útgjöld af þeirn hjálendum sín- urn, onda hefir það fyr komið til mála, að Danir afsöluðu sér eyjum þessurn., og mundu eyjarskeggjar eigi una því ílla, þar sem stjórnkænska Dana þj'kir þar sjálfri sér lík. Sameinaða gufuskipafélagið hefir nú ný slceð ákveðið, að færa stofnfé sitt úr 10 miljónum upp í 15 milj. króna, og fer uppgangur félags þess æ vaxandi. — Á embættaskipuninni í hæztarétti er sú breyting orðin, að Buch, sem lengi hefir verið formaður réttarins, hefir nú, fyrir ahlurs sakir, þegið lausn frá embætti, enda liefir hann tvo um áttrætt, og' heitir sá P. Koch, sern í hans sæti er skipaður. Úr Austurríki er ráðiierraskipti að f rótta, Badení farinn frá stjórn, út af róst- um þeirn, or á þinginu urðu rnilli þýzka og slafneska flokksins, og heitir sá Gautch Pranlcenthurn, og er barón að nafnbót, sem við völdunr hefir tekið. — Keyrðu rósturnar á þinginu svo fram úr öllu hófi, að ræðumenn fengu eigi að tala, og eng- um máluin varð fram komið, og lét stjórnin loks lögreglulið ryðja þingsalinn; en nú gengur þar allt friðsamlegar, síðan ráðherraskiptin urðu, svo að tekizt hefir að fá sambandssáttmálann milli Austur- ríkis og Ungverjalands lengdan um eitt ár. I Svisslandi eru forsetakosningar ný- lega um garð gengnar, og heitir nýi for- setinn Ruffy, og er úr flokki framsókn- armanna. Á Frakklandi hefir ekki um annað orðið tíðræddara, en um mál Dreyfuss kapteins, er margir telja saldausan hafa dæmdan verið um landráð, þar sem Esterliazy herforingi só sá, sem í raun og veru só sekur. — Gjörðust blöðin svo hávær um þetta, að stjórnin sá sér þann kost einan, að láta höfða mál gegn Ester- hazy fyrir herrétti, og fóru þær rannsókn- ir fram moð launung mikilli, og lyktaði svo, að Esterhazy var sýknaður. En fjöldi manna vefengir þann dóm, og heimta í ákafa, að mál Dreyfus’ sé tekið til nýrrar rarmsóknar, og hefir jafn vel skáldsagna- höfundurinn Emile Zola gjörzt svo harð- orður um stjórnina, og ýmsa, er við mál þessi hafa riðnir verið, að sagt er, að höfðað verði mál gegn honum af réttvís- innar hálfu. Látinn er að segja skáldsagnahöfund- inn Alphonse Daudet, sem mörgum hér á landi mun kunnur* Kríteyjarmálinu þokar enn lítt áfram, og kvað þessi frjósama eyja nú komin i mestu órækt og bágindi, vegna lang- vinnrar styrjaldar, svo að sumstaðar sverf- ur hungur hart að rnönnum, en fjöldi manna flýr úr landi. Tyrkir hafa hvað eptir annað heitið stórveldunurn, að koma þar á frjálslogri stjórnarskipun, og gera ýmsar umbætur; en allt fer það i líti- deyfu, sem Tyrkja er vani, enda veit soldán full-vel, livo litt hann þarf stór- veldin að óttast, þar sem heita má, að þau komi sér aldrei saman um neinar framkvæmdir. Það er eitt í skilyrðum, er stórveldin hafa sett Tyrkjum, og soldán gengið að, að eyjarskeggjar skuli fá kristinn mann að landstjóra, er stórvoldin skipa, og hafa Rússar í því skyni bent á Franz Jósep; prinz af Battenberg, en hin stórveldin eigi samþykkt þá kosningu enn, og geng- ur þvi enn allt i þessu sama þófinu. Á Cuba vilja enn engar lyktir verða á ófriðinum, með þvi að eyjarskeggjar vilja eigi þýðast sjálfstjórnarmynd þá, er Spán- verjar hafa á boðstólum, enda segja svo síð- ustu fréttir, að uppreisnarmönnum vegni enn betur í ófriðinum, og að Bandamenn i Norður-Ámeríku muni nú þá og þegar skerast í leikinn, og losa eyjuna með öllu undan yfirráðum Spánverja. Kínaveldi stendur nú mjög á fallanda fæti, siðan Kínverjar fóru ófarirnar fyrir Japansmönnum, og eru helzt horfur á, að stórveldin í Evrópu muni ætla sér að skipta þvi riki á milli sín, og munu þá Japanar auðvitað einnig vilja iá sinn hluta af reitunum. — Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu hafa Kín- verjar leyft Rússum að leggja Siberíu- járnbrauta gegnum Mandsjúríið, norður- hluta Kínaríkis, og byggja þar kastala á víð og dreif fram með brautinni; og þó að hér sé eigi um reglulegt afsal að ræða, dettur þó vist eiígum i hug, að Rússar sleppi þvi landi, eða að Kínverjar ráði þar nokkru, þó að þeir heiti enn að liafa yfirráð þessa rnikla landflæmis að nafn- inu, enda hafa þeir nú og ný skeð fengið „léðau ágæta höfn hjá Kínverjum, er Port Arthur heitir, og ætla að hafa þar endastöð siberisku járnbrautarinnar. I annan stað eru og þjóðverjar famir að skara eld að sínni köku þar eystra, og hafa tekið þar hafnarborg eina., er Ktao Chau nefnist, ásamt héraði nokkru þar umhverfis; höfðu þar í vetur verið drepnir tveir þýzkir trúboðar, og sendi þá Vilhjáhnur keisari Hinrilc bróður sinn austur þangað með lierskipaflota, og tók liann þá hafnarborg þá,, er að ofan er nefnd, án þess Kinverjar þyrðu að veita nokkra mótspjmnu. Þá er og sagt, að Englendingar séu

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.