Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1898, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1898, Side 3
VII, 30. ÞjÓðviljin.v un»i. 119 stanrla vel að vlgi gagnvart ráðherranum, að draga til sin valdið úr hönduin hans. Þvílík blessuð einfeldni. „8unnanfari“ er nú aptur kominn á kreik sem mánaðarrit, undir ritstjórn þeirra Jóns Ólafssonar og Þorsteins Gíslasonar. I hepti þvi, sem nv komið er út fyrir janúar til marz, er löng og fróðieg grein eptir Jón Ólafsson, um Ameríku og hagi landa þar, virðist grein þessi sennilega og lilutdrægnislaust rituð, sem teljast má nýlunda um slíkar skýrslur. Sami höfundur heflr og ritað þar álit sitt á hinum nýju orðabókum þeirra Jónasar prests og Geirs kennara; þykir lionum sitt háttar lítið að hvorri þeirra, en telur þær þó góðan feng fyrir hók- menntir vorar. Heldur mikið far virðist hann gjöra sór um að frádæma Jónasi presti allt nýtilegt í dönsku orðabókinni, sem hann er þó talinn aðalhöfundur að, og hefir hann þó ekki sóð handrit Jónasar. 1 hefti þessu eru og kvæði og ritdómar eptir Guðmund Friðjónsson, mynd- ir af Benedikt Sveinssyni, Yaltý Guðmundssyni, og söngkennurunum Pétri Guðjónssyni og Stein- grími Johnson og nokkrar smá-greinar. Boga-uppgji)fin. Yér léðum nýlega greind- um alþýðumanni hinn nýja ritling Boga um stjórnarskrármálið. Þegar hann skilaði honum, spurðum vér hann, hvernig honum litist á heimastjórnina hans Boga. „Guð varðveiti ís- land frá slikri heimastjórn'1, sagði maðurinn. Hann gat ekki betur heðið, og svona leizt hon- um á stjórnspeki islenzku stúdentanna í Höfn. — í Reykjavík kveður „Þjóðólfur“ ritlinginn nefndan: „Hriðja uppgjöf íslendinga, nemahvað11. ----<00^00»----- Guðmundur Friðjónsson og Valdemar Briem. Fremur einkennilegt er álit Guðmund- ar þessa í Sunnanf. á Biblíuljóðum síra Valdemars, og öðrum kveðskap hans. Bibliuljóðunum líkir hann við rauðavið- arspítu, sem só fögur á að líta og ilmandi, Og smiðurinn velti vöngum yfir af ánægii, áður en hann flettir henni, en þegar liann hefir flett, „kemur^ óvæntur skolli úr leggnum. Mergurinn yr fúinnEins og Biblíuljóðin bera með áór, og höfundur þeirra líka telur fram í foj-rnála þeirra, eru þau ekki annað en Uiblíusögur í ljóðum, eða söguljóð út af ýmsum sögu- köflum heilagrar ritningar. Só mergur- inn fúinn í þessum söguljóðum, hlýtur hann líka að vera fúinn í sögunni sjálfri, svo þessi dómur verður því dómur um ritninguna. Hver, sem trúarskoðun Guðm. er, virðist dómur þessi ekki alls kostar ljós; forsendurnar hefði því þurft að vera meiri og groinilegri en þessi rauðaviðar- drumbur þótt flettur sé. Þótt Gruðm. telji frásögur biblíunnar óhistoriskar (ósannar), þá verður þar fyrir ekki sagt, að mergurinn í þeim sé fúinn, nema Guðm. neiti þeim ekki einungis um historiskt gildi, heldur og um allt skáld- skaparlegt, fagurfræðislegt og siðfræðislegt gildi, en undir þá skoðun skrifa víst harla fáir, liver svo sem trúarskoðun þeirra er. Af þeirri skoðun leggur ekki ilmandi rauðaviðarlyktina, heldur hina megnustu fúalykt eins og af maðksmogn- um og vatnsósa geitar-drumb, sem enginn smiður vill líta við, auk heldur nota til neins. — Guðrn. þykist ekki geta séð það af Biblíuljóðunum eða yfir höfuð skáldskap síra Valdemars, að hann „sé verulega trúaðuru maður. Hann finnur ekki í Biblíuljóðunum „andvörp og lofsöngva sundurkramins hjarta, eins og t. d. Hali- gríms sálugau. En hvernig getur hann búizt við því, þar sem Bibliuijóðin eru söguljóð, en ekki trúarljóð, eins og hann líka játar. Hann finnur heldur ekki í Passíusálmunum, að því lfeyti sem þeir eru söguljóð út af píslarsögu Krists þessi „andvörp og lofsöngvau, en annansaman- burð þola Biblíuljóðin og Passíusálmarn- ir ekki. Vér höfum lesið öll Biblíuljóðin, og þótt oss finnist hið óbundna mál heilagr- ar ritningar á æðimörgum stöðum ekki verða fegurra eða áhrifameira í hinum sléttfáguðu ljóðum, þá höfum vór hvergi orðið varir við neina vantrú eða hálf- velgju, það er öðru nær. Þvert á móti höfúm vór víða í heimfærzlum höfund- arins þózt sjá ljósan vott um trúaðan höfund. Þotta er reynzla vor, og vór vonum að hin sama sé og verði reynzla hinna mörgu er lesa og lesa munu þessi yfirleitt fögru ljóð fyr og síðar. Sama er að sogja um annan skáldskap síra Valdemars, sórstaklega sálma hans; þeir eru inargir hverjir liin hjartnæmustu trú- arljóð sannkristins manns. Vér skuluin hér að eins nefna sama sálminn, og Guðrn. telur úr þessi orð: „Guðs hjarta heyr- ist sláu; að því er oss finnst þarf ekki skarpa heyrn til að heyra í þeim sálmi hjartaslátt sanntrúaðs manns, og svo er um marga aðra. Það þarf því að ætlun vorri sérstaka glöggskyggni til að sjá það af skáldskap síra Valdemars, að hann só „ekki verulega trúaður maður“. Oss flaug í hug, er vór lásum þessi ummáeli Guðm. um hið mikla sálma- skáld: „Mæla börn sem viljau. — S. St. ísafirði 20. apríl ’9S. Tíðarl'á>r. Hinn 17. þ. m. hleypti hór á austnorðangarði með niikilli snjðkomu, en stóð að éins þann dag, síðarwhefir verið hið mosta blíðviðri og optast töluverð leysing. Hafís rak inn 4 Bolungarvíkurmið skömmu eptir púskana, en hvarf aptur von hráðar, en haft er eptir hvalveiðamönnum að hann só all- skammt undan landi. Skipljón. I norðanveðrinu þ. 17. strönduðu tvær eyfirzkar fiskiskútur í Smiðjuvík á Strönd- um. Höfðu þær lent í hafis og hrotnuðu í spón, en skipverjar hjörguðust nauðuglega til lands k hafísjökum,, fregnir annars enn ógreinilegar þar að norðan. Um sama leyti rakst eitt af fiskiskipum As- geirsverzlunar, „Lilja“, á hafísjaka, og laskaðist svo, að það sökk eptir litinn tíma, annað fiski- skip er var þar í nánd bjargaði skipshöfninni. Aflabrögð. Sumarið gekk í garð með einu hiiiu hráðasta fiskihlaupi inn í Djúpið. Um síðustu vetrarhelgina, var fiskur þegar genginn inn á innstu Bolungarvíkurmið, en á miðviku- daginn fyrir sumar var hlaupið komið inn í Djúp, var hlaðafli i Hnífsdal og Höfnum, og 22. og 23. þ. m. var mokafli í Alptafirði og Seyðisfirði. Fiskihlaup þet.ta er norðanganga og miðálsganga, sem sjómenn telja drjúgustu göng- urnar. 1 Bolungarvík var og um sömu mundir bezti afli. Þessa dagana er góður afli hvervetna í Djúpinu. Inn-Djúpsmenn streyma nú óðum úr Bol- ungarvík heim í veiðistöðurnar við Inn-Djúpið’, hafa margir þeirra lítið aflað í Víkinni, sökum hinna miklu þrengsla og þar af leiðandi veið- arfæratjóns. „Skálholt“, hið nýja strandskip, kom að sunn- an á ákveðnum degi, kvað skip þetta vera að öllu leyti hið snotrasta. Skipakoma. Seglskipið „Harald". skip- stjóri Thomsen, kom kingað til Tangs verzluu- ar 25. þ. m., fermt alls konar vörum. Hvalvelðarnar hór vestra ganga nú með lang- lakasta móti; Langeyringar, sem hyrjuðu snemma í marz, hafa að eins fengið 3 hvali, og ekki alls fyrir löngu hafði Ellefsen að eins veitt 3, Herlofsen heíir fengið 1, og Stixrud 1, on þeir eru og ný byrjaðir að veiða. Bull einn hefir fengið 5 hvali á stuttum tima, Sparisjóðnrinn er nú fluttur i hið nýja liús, er hyggt var fyrir hann í fyrra sumar, og er nú opiun tvisvar í viku, á miðvikudögum ög laugardögum. Hvisið er hið snotrasta. „Ásgcir litli“ hyrjar ferðir sínar að öllu for- fallalausu hinn 13. næsta mán. Ferðunum er líkt hagað og í fyrra, en þó víst öllu haganlegri, auk þess oru þær þremur fleiri, eða 33, (i fyrra 30). Hann byrjar með Djúpferð. Fargjald og flutningsgjald er hið sama og að undanförnu. Magnús kaupmaður Árnason hór á staðnum hefir keypt verzlunina á Reykjarfirði af Jakob gamla Thoi-arensen fyrir 14 þús. krónur. Sagt er að Magnús muni aptur liafa solt hana hálfa syni Jaltobs, hr. Ólafi Thorarensen á Ármúla, og muni hann jafn framt verða verzlunarstjóri við verzlun þessa. Íslenzk umboðsverzlun selur alls konar íslenzkar verzlunarvörur á mörkuSum erlendis og kaupir inn út- lendar vörur og sendir um allt land. Umboðssala á vörum fyrir enskar, þýzk- ar, sænskar og danskar verksmiðjur og verzlunarhús. Selur einungis kaup- mönnum. Jakob Gunnlögsson, Cort Adelersgade 4, Kjehenliavn K. Sliæði úr vel verkuðu og góðu selskinni, fást keypt hjá: Armanni Jónssyni, (í húsi Jóns Brynjólfssonar.)

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.