Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.06.1898, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.06.1898, Síða 3
VI r, 37. Þjóbviljinh ungi. 147 skipstjóri Sörcmen, með timburfarm frá Mandal, og eru viðarprisar hans öllu skárri, en bjá Törre- sen, sem var hér í f. m. Aílabrögrð mikið góð fyrir innan fiskiveiða- samþykkta-Hnuna úr Arnarneshamri í Snæfjalla- hryggju, þar sem skelfiski er beitt, en lítið um róðra í Út-Djúpinu, sakir beituskorts. — Síldin, sem þeir Guðm. Hjaltason í Tröð og Einar Jóns- son á Kleifum fengu í vörpur, var mjög smá, og hefur ekki aflnzt neitt verulega á hana. Ward, enski fiskikaupmaðurinn, kom til Bol- ungarvíkur á seglskipi lfi. þ. m., oghefirkeypt þar talsvert af hálf-verkuðum smáfiski á 30 kr. skpd., og kvað annað seglskip, honum tilheyr- andi, vera væntanlegt hingað bráðlega í sömu erindagjí'irðum. Averkar, — stakur prakkaraskapur. 14. þ. m. var það kært fyrir sýslumanni H. Hafstein, að aðfaranóttina 12. þ. m., er factor Sophus Holrn á Flateyri var staddur einn í verzlunarbúð sinni, hafi verzlunarmaður Halldór Halldórsson frá Þórustöðuni í Önundarfirði komið þar inn, ráðið á hann, veitt honum áverka, jarðvarpað honum, troðið hann fótum, netbrotið hann, og leikið hann að öðru leyti mjög illa, svo að ííolm féll i ómegin. — En meðan factorinn lá íyfirliðinu tjáist Hálldór hafa bundið hann, og skilið svo við hann bundinn, í yfirliði, og lagandi i blóði. -— Fór sýslumaður Hafsteih vestur, í Önundar- fjörð 15. þ. m. með gufubátnum „Asgeiri litla“, óg fóru þeir þá einnig vestur verzlunareigand- inn Á. G. Asyeirsson, ogf verzlunarmaður Sophus J. Nielsen, sem gegnir Verzlunarstjórastörfunum þar vestra, meðan Soph. Holm liggur. Ekki kvað Halldór hafa fengizt til að með- ganga neitt, þykist hvergi hafa nærri komið, og var hann þvi fluttur hingað með „Ásgeiri litla“ aðfaranóttina 16. þ. m., og þegar settur i varðhald i fangahúsinu hér, ef ske kynni, að minni hans yrði ögn gleggra. Strandbáturinn „Skálholt" kom hingað að sunnan 17. þ. m., og með honum ýmsir farþegj- ar: Skúli Sívertseti, fyrrum óðalsbóndi í Hrapps- ey, læknisfrú Þórunn Scheving frá Stykkishólmi, ungfrú Guðrún Jafetsdóttir frá Bíldudal o. fl. „Skálholt" fór héðan aptur norður um land að- faranóttina 19. þ. m., og fór þá með bátnum mesti fjöldi vermanna, sem róið, hafa hér við Djúp, enn fremur sira Arnór Am&son á Felli, frú Astríður Peterscn frá Svalbarði o. fl. — Ná- lega fullfermi kvað báturinn hafa flutt héðan af fiskæti. Mlnn! Halldórs Halldórssonar frá Þórustöð- um, sem getið er hér að framan, skýrðist furð- anlega dag frá degi, meðan hann var i fanga- húsinu, svo að fengizt kvað hafa játning hans fyrir glæpnum, og var honum því sleppt úr varðhaldi að morgni 18. þ. m. XJndirritaður hefor nú ýmislegt til sölu með góðu verði, er skófatnaði tilheyrir, svo sem: Skóhorn. Skóhnepparar. Skó- og stígvéla-reimar, brúnar og svartar. Blank- svertu í dósum, hér óþekkta, sérlega góða og mýkjandi fýrir leðrið. Blanksvertu í bréfum. Sjálfblankandi á glösum. Skó- hnappa, fleiri tegundir. Yatnsstigvélaá- burðinn góða. Járn, til að hlifa sólum, mjög nauðsynleg undir „trampskóu, sem gengið er á daglega. Ennfremur selst nýtt skótau, og að- gjörðir, til síðasta næsta mánaðar með B—10°/0 afslætti, eptir þvi sem mikið er kejrpt í einu. Bls.3s.ert lánað. Gtamalt, brúkað, lakkerað skótau, gjört sem nýtt að útliti. Hvað efni, vand- virkni og útsjón snertir, ábyrgist jeg, að ekki sé lakara, en hjá öðrum. ísafirði 18. júní 1898. Benóný Benónýsson. Lltilsháttar kraptaverk. Frá Lauen er skrifað til Silkeborgar bagblaðsins: Hinn gamli búhöldur And- rés Rasmussen i Lauen, sem i þijú ár hefir verið alveg heyrnarlaus, hefir nú fengið heyrn sína aptur á merkilegan hátt. Kona hans, sem hafði heyrt, að Yoltakrossinn gæti hjálpað gegn slæmri heyrn, keypti einn, og eptir að maður- inn hafði haft hann í 24 tim'a, fór hann að heyra einstöku hljóð. Eptir að þrír dagar eru liðnir, getur hann nú heyrt allt, sem talað er í kringum hann, bara það sé nokkurn veginn hátt. Andrés Ras- mussen er náttúrlega framúrskarandi glaður yfir að hafa fengið aptur heyrn- ina, og gleði konu hans og barna er ekki minni, þar sem þau i þrjú ár hafa ekki getað skipzt á orðum við hann. 44 Rafael hljóp nú ofan stigann, og um leið og hann gekk fram hjá Pacifícu, lagði hann nú hendurnar um háls henni, enn innilegar, en hann var vanur. „Yertu hughraust, Pacifícau, hvíslaði hann að henni, sleppti henni því næst, og hljóp svo heim til móður sinnar. „Skyldi það vera satt, að Lucca hefði í raun og veru getað búið eitthvað óvanalegt tilu, hugsaði Pacifíca rétt í svip, en sló þó þeirri hugsuninni óðara frá sér aptur, með því að óhugsandi væri, að 10 ára gamall drengur gæti dæmt um listaverk, þótt hann aldrei nema væri sonúr hans Sanzio’s málara, og myndi hann því að eins hafa sagt þetta af velvild til sín. Nú var komið að ákveðnum degi, og sýnisgripun- um var kvöldinu áður raðað upp í búðinni hans Bene- detto’s móistara, þvi að þar ætlaði hertoginn að velja úr; og til þess að sýna óhlutdrægni sína, hafði leirkerameist- arinn sjálfur látið i ljósi, að hann ætlaði ekki að líta á gripina, fyr en sama daginn, sem hertoganum sjálfum þóknaðist allra-mildilegast að skoða þá. Ungu piltarnir reikuðu til og frá, og smástriddu hver öðrum; en Pacifika hafði lokað sig inni í herbergi sinu, til þess að láta ekki á geðshræring sinni bera. Lucca reikaði einn sér, og gaf sig ekki í hópinn. Gíovanní Sanzío hafði kvöldið fyrir komið heim 41 kennda litskrauti, sem er afar einkennilogt fyrir „majo- liku-leirsmíðið frá Úrbíno. Hve innilega þakklátur var hann nú eigi foður sinum fyrir það, að hafa látið h&nn temja sér að teikna alls konar myndir, síðan hann var á fjórða árinu? Og Benedetto var hann einnig þakklátur fyrir það, að hann haiði kennt honum að mála á „terracottau, og að leiða fram þenna einkennilega málmljóma, sem var aðal-kost- ur leirvörunnar úr þessu hertogádæmi. Lucca hafði heitstrengt þess, að hnýsast eigi i verk hans, og efndi hann þá heitstrenging sína. — En eigi gat honum dulizt það, hve mjög drengurinn hafði allan hugann á verkinu, því að ánægjan og áhuginn lýsti sér svo berlega á svip hanS. Traust hans til Rafaels vaknaði til fulls, og andlit barnsins tók talsverðum umskiptum, yfirlitið varð óhraust- legra, stóru, mórauðu augun sýndust enn alvarlegri, en áður, og andlitið fékk á sig hátiðlegan blæ. „Signor Giovanni mun atyrða okkur, ef hann kemst á snoðir um þettau, hugsaði Lucca með sjálfúm sér; en nú varð ekki framar neitt úr þessu bætt, enda var hann farinn að skoða Sanzio litla, sem yfirmann sinn. Sumarið leið, og farið var að hausta, og allt af sat þó Rafael við vinnu sína. Loks var að eins vika- til stefiiu, og allir vissu, að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.