Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Side 2
18
Þjóðviljinn ungi.
all-mikla eptirtekt, því að keisarinn lýsti
því þar vfir, að liann myndi láta leggja
fyrir næsta ríkisþing lagafrumvarp, er
leggði typtnnarhússhegningarvinnu við
því, að hindra verkamenn frá vinnu, eða
enda við því, að hvetja til verkfalla.
Mælist þessi tillaga, sem von er, hið
versta fyrir hjá verkmannalýðnum, þar
sem verkföllin hafa til þessa reynzt lang-
áhrifamesta vopnið, sem verkamenn geta
beitt, til þess að bæta verkakjör sín; er
það og mjög hæpið, að slíkt frumvarp
nái fram að ganga á ríkisþinginu, enda
þótt apturhaldsflokkarnir munióefað styðja
þær tilraunir stjómarinnar sem rækilegast.
Ekki þótti það síður tíðindum sæta,
er Nicolaj ítússakeisari sendi siðast í á-
gústmánuði ávarp til allra þjóðhöfðingja,
er sendiherra hafa í Pétursborg, og skor-
aði á þá, að leggjast á eitt með sér, aö
afnema lcostnað til hers og morðtola, sem
nú fœri árlega vaxandi, svo að þjóðfélögin
fengju eigi til lengdar undir risið, og sem
fyrirsjáanlegt vœri, að hlyti að leiða til
eyðileggingar. — Leggur þvi Nicolaj keis-
ari það til, að allar menntaðar þjóðir
sendi fulltrúa á eins konar friðarþing,
fyrir eða um áramótin næstu, þar sem
rætt sé um það, hver ráð muni tiltæki-
legust, til þess að tryggja ævarandi frið
í heiminum.
Þessari tillögu keisarans mun af flest-
um hafa verið vel tekið í orði, svo að
telja má óefað, að friðarþing þetta komist
á laggirnar; en um hitt er vart nema
ein skoðun, að slíkt fundarhald verði alls-
endis árangurslaust, þar sem mörg eru
ágreiningsmálin, og sumir, svo sem
Erakkar, þykjast eiga sín i að hefna, og
vilja því síður en ekki leggja vopnin
niður að svo stöddu. — Að öðru leyti
mun blað þetta síðar minnast á þatta mál,
og undirtektir stórveldanna undir það.
Ýmisleg tíðindi. Bakara.sveinar í
Kaupmannahöfn hafa ný skeð hætt vinnu,
og er orsök verltfalls þess sú, að sveinarn-
ir vilja fá vikulaunin hækkuð úr 24 kr.
í 30 kr., og daglegan vinnutíma styttan
úr 10 kl.tímum í 8. — Fyrir eptirvinnu
vilja þeir fá 1 kr., um kl.tímann, og hafa
14 daga fría að sumrinu, en fá þó kaup
þann tímann, svo sem væru þeir að
vinnu. — Kröfur þessar þykja bökurum
allsendis óaðgengilegar, og segja, að brauð
hlyti að hækka að iniklum mun í verði,
ef þeim yrði sinnt. — Pest geysar enn
á Indlandi, og dóu þar 2 þúsundir manna
á viku, er síðast fréttist. — I Koreu
gjörðist það ný skeð, að konungurinn og
krónprinzinn urðu báðir snögglega veikir
eptir kvöldverð, og er talið, að maturinn
hafi verið eitraður. 11 hirðmennvoru
því hnepptir í varðhald. — Ákafir livirf-
ilbylir gengu yfir eyjarnar í Vestur-Indi-
um 10. sept. síðastl., svo að sjór gekk
víða á land, skolaði burtu kirkjum, íbúð-
arhúsum o. fl., og urðu mikil tjón af; á
eyjunni St. Vincent týndust t. d. 300
inanna, og 20 þúsundir stóðu eptir hús-
viltar, á eyjunni Barbados týndust 100,
og 2 þúsundir urðu húsviltar. — Um
miðjan sept. gjörðu snikkarar og verka-
menn í París, er störfuðu að húsabygg-
ingum, til undirbúnings heimssýningunni
1900, verkfaU, og kröfðust launahækkunar,
og var það mál enn ójafnað, er síðast
fréttist. -•■7. sept. hrundi brú ein, á St.
Laurencefljótinu í Canafla, og fórust 13
menn, en 12 meiddust.
+
Lovísa Vilhelmína, Danmerkur-
drottning, andaðist í Kaupmannahöfn 29.
sept. síðastl., háöldruð, fædd 7. sept. 1817.
— Hún hafði i surnar öðru hvoru verið
veik og lasburða, en þó optast á ferli,
svo að fáir munu hafa vænzt þess, að
dauða hennar bæri svo bráðan að. —
1842 gekk hún að eiga Kristján, prinz
af Grlúcksburg, er ríki tók í Danmörku
1863, og hafa þau hjón lifað i ástúðleg-
asta hjónabandi, og orðið rnjög kynsæl,
sem kunnugt er. — Lovísa drottning
var í hvívetna merkasta kona, er meðal
annars lét sér mjög annt um að koma á
fót ýmsum líknarstofnunum fyrir mun-
aðarlausa og bágstadda i Danmörku, og
veitti mörgum slíkum stofnunum árleg-
an styrk.
Stjórnarskrármálið.
Það er orðið hljótt um það mál nú
upp á síðkastið, ekki nefnt á nafn í blöð-
unum, og litt gert að umtalsefni hjá al-
menningi.
Það er eins og svefnværð só á ölluin,
komið logn ofan á storminn.
í yfirlýsingu þeirri, er landshöfðingi
flutti þinginu í fyrra, var þó svo látið í
veðri vaka, sem ráðherranum væri það
„áhugamáP, að fá þeirri stjórnarbreyt-
ingu á komið, sem þá var i ráði.
En svo er að ráða, sem sá áhugi hafi
annað tveggja ekki verið mjög einlægur,
eður hann só þá þegar farinn talsvert
að dofna.
Að minnsta kosti munu þess fá dæmi,
að nokkur stjórn hafi nokkum tíma í
nokkuru landi sýnt annan eins fádæma
lognhúfuhátt á „áhugamálum“ sinum, eins
og ráðherra Islands hefir sýnt, síðan í
fyrra, að því er stjórnarskrármálinu við-
víkur.
Það er nú liðið meira en ár, síðan alþingi
lauk í fyrra, og allan þann tíma hefur ráð-
herra Islands verið í strangasta bindindi,
ekki látið eitt einasta orðið til sín heyraum
stjórnarskrármálið, ekki einu sinni svarað,
þótt á hann væri yrt af efri deild alþingis.
Slík þagmælska um „áhugamálin“ er
eigi öllum gefin, og má heita annálsverð.
Eptir yfirlýsingu stjórnarinnar á síð-
asta þingi munu flestir þeir, er töldu
yfirlýsingu þessa alvarJega meinta, hafa
talið það sjálfsagt, að til þingrofs og nýrra
kosninga kæmi, annaðtveggja á síðastL
vori, eða þá á yfirstandandi hausti.
Á þann hátt gat ráðherrann bezt sýnt
það, að honum væri alvara.
Og með því mótinu einu gat hann
VIII, 5.-6.
einnig vænzt þess, að fá „áhugamálinu“
sínu fram komið á næsta þingi.
Því enda þótt það sé að vísu eigi
óhugsandi — eptir hringlanda ýmsra is-
lenzkra þingmanna að dæma — að frum-
varpið fáist fram á næsta þingi, þótt
þingmenn séu sömu, þá er það þó óneit-
anlega nokkuð djarft, að byggja á slíku,
eða að eiga „áhugamál“ sín undir annari
eins hendingu.
Það er því sýnt, að annaðtveggja
leggur stjórnin nokkuð annan skilning
í orðið „áhuga“, en almennt gerist, eða
þá, að ráðherrann hefur sóð sig um hönd,
eins og mannanna börnum er títt.
Hvort beldur er, sózt líklega naumast
úr þessu, íýr en í júní næstk.
Má ske heyrum vér þá sömu söguna
um „áhugann“ aptur.
En sleifaralag og áhugaleysi hyggjum
vór þó að réttast só úr þessu að fara að
skýra aðgjörðarleysi stjórnarinnar.
Sannleikurinn er, að ekhert íslenzkt
mál er, eða getur verið dönskum dóms-
málaráðherra áhugamál.
Hann hefur svo ótal mörgum öðrum
’«löðum að fletta.
——®00§§©0»-----
Aldna eikin.
Jeg stóð úti’ í skógi hjá aldirmi eik,
sem orðin var skrautlaus, og visin ogbleik,
Og svipt var gjörlega sórhverri grein;
jeg sá, að hún skalf, þegar vindurinn
hvein.
En þó hennar misst væri blómskrúð og bar,
af björkunum öllum hún tignlegust var.
I anda jeg sá hennar ágæta skraut,
sem allt fyrir löngu var horfið á braut.
Því yppurstu litirnir fiölna æ fljótt,
og fjörleiki æskunnar hverfur svo skjótt;
en glögglega má þó á sérhverju sjá
þann svipinn, er eitt sinni hvíldi því á.
-----------------oooggoœ----
Húðar-klár inn.
Yeslingur, ill var þín æfi,
og opt hafa högg dunið á þór;
en þrautin er búin, því þrællinn
þeytt hefur svipunni frá sór.
Hér liggurðu lúinn og dapur,
í lungunum heyri’ eg að sýður;
í leggina bæklaða, bólgna,
og blóðugu kaunin þig svíður.
Þig sviður í svipuförin,
því samvizkulaust varstu barinn;
og út-taugaður nú ertu,
og allstaðar sár og rnarinn.
Hann húsbóndi þinn var þór liarður,
— hjartalaus níðingur var ’ann —
á meðferð á mállausum þjóni
hið minnsta skyn ekki bar ’ann.
Hann lét þig opt veikan vinna,
já, vinDa jafnt nætur, sem daga;
í hitanum lét hann þig hlaupa,
og hungraðan kerruna draga.