Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Side 4
20 Þjóðviljinn ungi. VIII, 3.—4. gróin. Einokunarverzlunin er sjálfsagt versta landplágan, sem yfir ísland hefir gengið, og þó var hún ein af þessum landsföðurlegu ráðstöf- unum hius einvalda konungs. er átti að vera landi og lýð til blessunar. Verzlunin er nú í orði kveðnu alfrjáls, síðan 1854, en það vantar í raun og veru mikið á, að vér verzlum, sem frjálsir og óháðir menn. Verzlunin er enn að mörgu leyti í öfugu og óhagkvæmu horfi, mikið af verzlunararðinum rennur enn út úr landinu, peninga vantar næstum alveg sem kaupeyri, og vörum verður því að skipta fyrir vörur, að sið viiiiþjóða á lægsta stigi. Þetta eru miklir ann- markar, sem hljóta að hafa ill áhrif á efnahag landsmanna. Verðlag á ýmsum nauðsynjavör- um, mun að visu ekki vera yfirleitt mikið hærra hór á landi, en viða annarstaðar, en það eru verzlunarlánin, og þar af leiðandi verzlunar- skuldir, sem eru mesta meinið í verzlun vorri, og sem því hafa skaðleg áhrif á efnahag og sjálfstæði einstaklinganna, og þar af leiðandi þjóðarinnar í heild sinni. Sökum verzlunar- skuldanna verður margur maðurinn sem ófrjáls aumingi, er verður að vinna baki hrotnu alla sína æfi, án þess að hafa málungi matar. Hingað til hefir það þótt hendi næst, að kenna kaupmönnunum um þetta verzlunar- ólag, þeir hæði soldu svo dýrt, og otuðu að mönnum Jánum i góðu árunum, er menn svo aldrei gætu borgað. Til þess að losa sig við kaupmannaverzlunina, hafa menn hin síðari ár, svo að segja um allt land, gengið í kaupfélög; hafa lög þeirra allra hyrjað með þeirri hátíðlegu yfirlýsingu, að sá væri tilgangur þeirra, að koma á skuldlausri verzlun; sumir hai'a jafn vel verið töluvert digurmæltir yfir því, að þetta mætti veJ takast, og talið verzlunar- eða kaupmanna- stéttina enda óþarfagrip í þjóðfélaginu(l). Slík- ar kenningar hafa víst óviða lieyrzt, nema á islandi; en livað hefir svo reynslan sýnt með þesssi kaupfélög? Jú, þau hafa opt fengið tölu- vert hetra verð á útlendum varningi, og tölu- vert roeira fyrir vörur sínar, en i verzlununum, svo að ætla mætti, að efnahagurinn hefði þar af leiðandi batnað. En það mun örðugt að sýna I eingtökum héruðum, þar sem kaupmenn hafia takmarkað meira, en áður, lán til kaupfélags- manna, munu verzlunarskuldirnar að visu hafa minnkað dálítið; en hvernig standa svo kaup- félögin sig nú yfirleitt ? Þau eru allflest meira og minna skuldug við umhoðsmenn sína erlend- i*, og sum jafn vel í stórskuldum. Ef kaupfé- lögin hefðu verið rétta ráðið, til að koma láns- verzluninni fyrir kattarnef’, þá hefði þegar átt að vera farið að hóla á þeim gleðiríka árangri af starfi þeirra, þótt ekki séu þau ýkja gömul orðin: en í stað þess virðast ail-miklar Jíkur til þess, að verzlun þeirra muni lenda í sama skuldabaslinu, eins og kaupmannaverzlunin. Það sjást að minnsta kosti lítil merki til þess, að kaupfélögin hafi hætt efnahag landsmanna enn sem komið er, eða gjört menn sjálfstæðari í elnalegu tilliti, og þó verður því ekki neitað, að þau hafa fœrt landsmönnum töluverðan ágóða í samanburði við verzlun kaupmanna; en þess ágóða sjást nauðalítil merki. Verzlun kaupfé- laganna hefir og að mestu leyti siglt í kjölfar hinnar gömlu íslenzku verzlunar. það hefir verið sama vöruskiptaverzlunin, eingöngu hyggð á lánstrausti félagsmanna hjá umboðsmönnum félaganna 1 útlöndum. í stað þess, að hver einstakur rnaður fer til kaupmannsins, og biður hann um lán uppá væntanlega vöruborgun, þá hiðja kaupfélagsmenn í félagi einhvern kaup- mann erlendis um lán, er þeir lofa að horga með vörum, eptir lengri eða skemmri tíma. Bregðist svo þessi horgun af einhverjum ástæð- um, þá er sama skuldahaslið, eins og við kaup- manninn, og hankalán, sparisjóðalán, og öllmögu- leg lán tekinn til að horga með það, sem aður er upp etið. — Eins og áður er á vikið, hefir ekki verið sparað, að kenna kaupmanninum um skulda- hasiið; en hverjum á þá að kenna um kaupfé- lagsskuldirnar, því ekki er kaupmönnunum þar til að dreifa. Það er nú annars örðugt að sjá, hvaða hagnaður kaupmönnum getur verið í því, að eiga fé sitt útistandandi svo tugum þúsund króna skiptir, og það sumt á mjög óvissum stöðum. Hitt er miklu skiljanlegra, að þeir neyðist til að lána út vörur sínar, til þess þó að geta haft nokkra verzlunarumsetning, sem eptir því sem tilhagar hér, er lítt möguleg, án lánanna. Af því að peninga vantar því nær alveg, sem kaupeyri, og landsmenn hafa ekki þessar vörur, sem þeir horga með, til, nema á vissum tímum ársins, þá verða kaupmenn, og kaupfélög, hæði að taka sjálf til láns, og lána síðan út. I þessu fyrirkomul&gi liggja aðallega ræturnar til lánsverzlunarinnar. Því skal ekki neitað, að þetta verzlunarfyr- irkomulag eigi töluverðan þátt í skuldabasli og bágindum manna, en allsendis rangt væri að kenna því að öllu leyti, hve djúpt landsmenn eru sokknir niður í hyldýpi kaupstaðarskuld- anna. Það er vitaskuld miklu þægilegra að slá allri skuldinni upp á öfugt verzlunarfyrirkomu- lag. eða þá kaupmennina, heldur en að verða að játa, að mikið af þessu þjóðarböli. og þar af leiðandi eymdarskap og örhyrgð, sé heinlínis eigin fyrirhyggjuleysi og óskapsamlegri hag- tæring efna sinna að kenna. En þetta verður þó margur maðurinn að játa, vilji hann satt segja. Það er hvorki landið, landstjórnin, eða verzl- unin, sem beinlínis veldur því, að svo margir hafa aldrei alminnilega ofan í sig, þrátt fyrir allt stritið og stríðið fyrir tilverunni. Það er heinast því að kenna að allur þorrinn eyðir meiru, en hann aflar, og brestur forsjá og skyn- semi l hagfœring efna sinna. Menn kunna svo lítt þá list, að sníða sér stakk eptir vexti. Þegar litið er á það, hvað landið fram leiðir ár- lega með vinnu þessara fáu hræða, sem á því húa, þá má furðu gegna, að allur þorri manna skuli ekki, sem maður segir, hafa gnótt í húi, og það skuldlaust með öllu. Innleggið í verzl- unarreikningi landsins er árlega, nú hin siðustu ár, frá 6—7 miJjónir króna, og það virðist þó óneitanlega góður skildingur, til að taka út á fyrjr 73—74 þúsundir manna. En þegar svo aptur er litið á úttektina, hvað það er sem vér tökum út á þessar miljónir, þá þarf engan að furða, þótt húsældin sé ekki meiri, en hún er. Arið 1896 eyddum vér t. d. nær því hálfri miljón króna í áfenga drykki: tóbak keyptum vér fyrir nær því 4 hundruð þfisund krónur. og kaffi, og alls konar sykur, fyrir liðuga 1 'lt miljón króna; það er með öðrum orðum, vér brúkuðum liðugan þriðjung af öllu innlegginu, til að kaupa fyrir áfenga drykki, tóhak, kaffi og sykur. Engum mun koma til hugar, að halda því fram, að vér gætum ekki lifað jafn þægilegu lifi fyrir það, þótt vér ekki drykkjum upp á ári hálfa miljón króna; það myndi enginn meira að segja telja oss að neinu leyti illa farna, þótt ekki sæist hrennivín í reikningnum okkar. En látum nú svo vera, að vér hrúkuðum t. a. m. ‘L af þessari upphæð, til að gjöra oss glað- an dag. hve mikið af þarflegum hlutum, er gerðu lífið miklu þægilegra, mætti ekki fá fyrir hina tvo þriðju partana? Fyrir þá upphæð mætti slétta 2000 dagsláttur af þýfðu túnunum á ári, og margfalda þannig á fáum árum töðufenginn og nautpeningsræktina. Enginn kenndi í hrjósti um oss fyrir tóhaksleysi, þótt vér eyddum lielmingi minna í tóbak og vindla; en fyrir hinn helminginn gætum vér vel keypt oss góðan strandgufuhát, til að fara kringum hólmann okkar, og á fáum árum brúað allar stórár lands- ins. Það er kemur til kaffi og sykureyðslunnar, þá má að visu telja kaffið nauðsynjavöru fyrir þann hluta landsmanna, er mestmegnis lifir af sjónum. En að engu ieyti væru sjávarhænd- urnir og tómthúsmennirnir ver farnir, þótt þeir keyptu nokkru minna af kaffi og sykri, og spöruðu þannig efni sín, en keyptu aptur nokkru meira kjöt og faitmeti af landbóndanum, í stað þess að lifa mestmegnis af þurrum rúghrauðum og svörtu kaífi. Þessi hóflausu munaðarvöru- kaup eru ein helzta sökin til húsveltunnar og hágindanna hjá oss; þau gjöra fæstum lífið að neinu leyti þægilegra, en sökkva fjölda manna niður í hyldýpi skulda og eymdar. Hvað gott sem landið er, hve vitur og framtakssöm sem landstjórnin er, og live hagstæð sem verzlunin er, þá stoðar þetta allt næsta lítið, ef einstak- lingarnir eyða jafnan meiru, en þeir afla; lifið verður þá þetta sífellda hasl og hvíldarlausa strit ósjálfstæðra garma, sem ekkert geta hugs- að, og í rauninni ekkert mega hugsa um ann- að, en magann og þarfir hans. — En af slíkum einstaklingum myndast seint sjálfstæð og táp- mikil þjóð. Blessuð hreinsun. Svo er nii komið, sem fyrirsjáanlegt var, að hr. Einar Benediktsson hefir eigi séð sór fært að halda lengur áfram blaði sínu „Dagskrá“, — er stofnað var af fyrirhyggjuleysi í íyrstu, og haldið fram af flónsku og gortarahætti —, heldurlát- ið blaðið upp í skuld til cand. Sig. Jíd. Jöhannessonar o. fl., að því er blaðið „Island“ hefir ómótmælt skýrt frá. Með strákslegri áreitni við einstaka menn, og afar-háværu glamri, reyndi þessi eptirhermu-politikus pabba síns, að vekja á sér eptirtekt, og afla blaði sínu útbreiðslu; en það varð honum dýrari ánægja, en hann fengi staðizt til lengdar, og fór því sem fór. Þjóðin sýndi, að hún kunni rótt að meta þannig lagaða blaðamennsku, og lofaði því Einari, að eiga ogborgabull- ið úr sór sjálfum, hvað þá heldur að nokliur tæki nokkurn tíma nokkurt mark á fleipri hans og fruntahætti. Er þvi vonandi, að aðrir láti sór dæmi Einars að varnaði verða. Og sjálfur ætti hann að lofa guð, og góða menn, fyrir lausn sína frá blaða- mennskustarfinu, sem hann aldrei var maður fyrir. Álf ur. Þegar dagar, þrýtur ró, þá er byrjuð förin, allir draga’ á æfisjó örlaganna knörinn. Skuld sem bráðast fer á fjöl, fröm í skapi v.erstu, höndum báðum hjálmunvöl hrífur og ræður mestu. Spök og kyr þó gæfan greið gullnum lofi kjörum, misjafn byr og margbreytt leið mætir í þeim förum. Hætt til villu einatt er, óspart freisting laðar, en fýsni og spilling borð á ber bikar fullan mjaðar. Illfært mundi af andköfum, öld er seint að hyggur; þrávalt undir ágjöfum æfiknörinn liggur. Þannig mjakast þvert um haf

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.