Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Blaðsíða 5
VIII, 5.-6. Þjóðvilji.v.y uvgi. 21 — það er tíðum mátinn — margur þjakast austri af, á þegar gefur bátinn. Mörgum Alf þó gatan greið, glysi blandin, sýniet, fyrr en bálf er farin leið ferst í sjó og týnist. í>ó að Alfi’ um þrautastig þróttur minnki linum. Bróðir! sjálfan sjáðu’ um þig, sveigðu’ ei dóm að hinurn. Beginblinda ber oss hór, beint að ílaumi kífsins; álfakindur erum vér í yðustraumi lífsins. S. Or. Borgfirðingur. % Mannskaðinn í Súgandafirði. 28. febr. 1898. í ‘24. nr. VII. árg. blaðs þessa voru nafn- greindir Súgfirðingar þeir, er drukknuðu í mann- skaðaáhlaupinu 28. febr. síðastl., en þeirra að öðru leyti eigi getið, sem skyldi, vegna ókunn- ugleika vors, og viljum vér því að þessu sinni geta manna þessara nokkuð ýtarlegar, þar sem það eigi befir gjört verið í öðrum blöðum. Formaðurinn Sturla Jónsson var 26 ára að aldri. — Hann var sonur Jóns heitins Ólafs- sonar á Stað og Guðrúnar Sturludóttur. — Eptir lát föður síns 1892, gjörðist bann fyrirvinna lijá móður sinni, en tók jörðina í fyrra vor, ásamt heitmey sinni, Jóhönnu Guðmundsdóttur. — Hann var maður bráðþroska, alvarlegur og stilltur, velviljaður, dugnaðar- og ráðdeildar- maður, og þótti í hvívetna koma fram til góðs. — Hann var mikill maður vexti, og styrkur vel. — Hann var aðal-stoð móður sinnar, bjó við all-góð efni, og lét eptir sig unnustuna, og eitt barn, er hann átti. Gruðm. Jónsson, lausamaður, var stilltur mað- ur, viðkvæmur í lund, og dagfarsgóður, 30 ára að aldri. Guðni Egilsson, 39 ára gamall, var sonur Egils heitins Guðmundssonar á Laugabóli í Ögursókn, og lét eptir sig ekkju, 5 börn, og aldraða móður. — Guðni heitinn var framúr- skarandi dugnaðarmaður, þrekmikill tii sálar og iíkama, hreinn og djarfur, vinsamlegur og við- mótsgóður. —- Efnahagur hans var þröngur, en hæfileika hafði Guðni sálugi til þess, að teijast meðal fremstu sveitunga sinna. Magnús Jcmsson, 57 ára að aldri, lætur eptir sig ekkju, og 3 börn vaxin. — Hann var mann- skapsmaður mikill, vingjarnlegur og góðsamur. Marías Þórðarson-, bónda Jónssonar í Vatna- dal. var 29 ára að aldri. — Hann var fjörmaður og dugnaðarmaður, og hinn efnilegasti, og fór efnahagur hans batnandi. — Hann lét eptir sig ekkju og tvö börn. Jón GtiðmuncLsson, 35 ára gamall, var ráð- deildar- og dugnaðai'-maður, nettmenni og prúð- menni, stilltur og sérlega dagfarsgóður, og mátti heita hugljúfi allra. Hann lét eptir sig ekkju og tvö börn. Að mönnum þessum öllum var hinn mesti skaði, einkum að þeim Sturla, Guðna og Jóni, er alla mátti telja merkismenn í sinni stétt, og voru meðal helztu manna i Súgandafirði. Réttritunin nýja. Þess var getið í „Nýju öldinni“ ný skeð, að ritstjóri „Þjóðv. ungau hefði ritað undir réttrit- unarreglurnar nýju, sem blaðamannafé- lagið i ítoykjavík hefir samþykkt, og margir af helztu rithöfundum landsins hafa þegar fallizt á. — En þetta er mis- skilningur lijá ritstjóra „Nýju aldarinnaru, þar sem ritstjóri „Þjóðv. ungau hefir enn enga fullnaðarályktun um það tekið, held- ur haldið til þessa sinni fyrri réttritun. Yér finnum ástæðu til að taka þetta fram, til þess að ekki sé álitið, að vér höfum skrifað undir réttritunarreglurnar, en fylgjum þeim þó eigi alls kostar. Vera má, að vér breytum til um rétt- ritun blaðsins síðar, þó að vér í svipinn eigum bágt með að fella oss við einstök atriði nýjungarinnar, svo sem þá einkum, að tvöfalda eigi samhljóðanda, þó að upp- runi orðs segi svo til. I bráð látum vér oss nægja, að gera mál þetta að engu kappsmáli, en lofum þeim, er eitthvað láta prenta í prentsmiðju blaðsins, að ráða, hvora rétt- ritunina þeir kjósa. -----ec=*oa-.--- Bæjarbruni. 5. sept. síðastl. brann bærinn að Hamri á Þelamörk í Eyjaíjarðarsýslu, og missti bóndinn, Einar Jónsson, fátsekar fjölskyldumað- ur, þar aleigu sína. — Er svo sagt, að fólkið vaknaði um nóttina við hundgá, og Stóðu þá bæjargöngin í Ijósum loga; og með því að glugg- ar voru svo litlir, að eigi mátti út um þá kom- ast, ui'ðu hjónin að brjótast gegnum eldinn fneð börnin. Vilji einhver rétta þessum fátæka fjölskyldu- manni hjálparhönd, er ritstjóri blaðs þessa fús á að veita því viðtöku, og koma til hlutaðeiganda. Fiskaili er sagður reitingslegur á Eyjafirði, að eins nokkurt isuslangur, enda síldarlaust lengstum; unz vel varð sildarvart við Hrísey seiut í sept. Gránut'élagið sýpur enn seyðið af óhagkvœmri undan genginni tjárstjórn og var því ályktað á aðalfundi félagsins á Oddeyri 14. sept. siðasth, að borga að eins 3°/0 vexti af hlutabréfum í nœstu þrjú ár. 1 tíð hr. Tryggva uráu félagsmenn stundum að láta sér lynda enn minna, að oss minnir. Slíkt virðist óarðsamt verslunarfyrirtœki. 24 eptir að vér höfðum heilsazt, og kastazt á nokkrum orð- um, tylltum við okkur niður í legubekk. Baróninn studdi hönd undir kinn, og litlu síðar mátti heyra það á andardrætti hans, að runnið hafði i brjóst honum. Allt í einu þreif dr. E ... í handlegginn á mér, og henti mér á stiga, sem lá frá herberginu, ofan á skrif- stofu barónsins, og stóðu dyrnar milli þess herbergis og bókaherbergisins opnar. Og þegar jeg leit þangað, fór um mig kaldur hrollur, og blóðið sté mér til höfuðsins, því jeg sá greinilega, að Lovísa, barónsfrúin sáluga, kom gangandi upp stigann, og gekk inn í bókaherbergið, sem vér sátum í. Hún gekk rakleiðis að þilinu, sera alsett var bóka- hyllum, og nam staðar rétt hjá vini mínum M..., sem sat með krosslagðar hendur, og starði á hana, eins og við hinir. Og þegar barónsfrúin var þangað komin, þreifhún hók eina úr einni bókahyllunni, og opnaðist þar hlemm- ur á bak við, og tók frúin þar út böggul úr leynihólfi einu, og sýndist böggullinn blóðrauður, er ljósbjarmanum úr ofninum sló á hann. Böggul þenna lagði frúin á borðið, fyrir framan baróninn, og leið svo burtu jafn tigulega, sem hún hafði komið. Og þá fyrst, er hún var liorfin, létti af oss þessum töfrum, eða hvað jeg á að kalla það, sem yfir oss höfðu hvílt, á meðan hún var inni. Yér litum liver á annan, en stóðum siðan upp, og gengum hljóðlega upp stigann. Svefnherbergishurðin var aflæst. 17 því ástandi, er hún, samkvæmt uppskriptinni, fyrir finnst að vera í o. s. frv. — —“ Orðin „frumborins, elzta erfingjau gátu ekki síður átt við konu, en karl; en á hinn bóginn virtist orðið h a n n benda á, að erfingi aðalseignarinnar skyldi jafnan vera karlmaður. En kynlegast var þó, að sira B . .. sálugi, er látizt hafði um áttrætt, hafði í lifanda lifi vottað, að hann hefði á yngri árum sínum séð og lesið frumritið á búgarðinum, og hefði í því staðið „frumborins, elzta karlkyns erfingjau Ekki var það og síður undarlegt, að þegar Axel barón fór að grafast eptir, hvað orðið væri af frumritinu, þá fékk hann alls staðar, bæði í Stokkhólmi, hjá stjórnarráðinu, og í riddarahúsinu, sama svarið, að skrá ein yfir aðalseignir, sem enn væri til, sýndi það ljóslega, að skjal þetta hefði verið til, en að nú væri það hvergi að finna. Aptur á móti mundu núlifandi menn, að sira B ... gamli hafði sagt þeim, að skjalið væri geymt í rauðri skinntösku, eða veski. „En afsakið, kæru áheyrenduru, sagði núlæknirinn ennfremur, um leið og hann fékk sér góða hressingu úr toddy-glasinu sinu, „hve afar-margorður jeg hefi verið um þetta skjal; en það er sagan, sem útheimtir þaðu. „Það er eðlilegtu, sagði P ... greifi. „Skál, hr. doctor! Sagan fer að verða skemmtileg, og því er það ■ósk okkar allra, að þér segið hana áframu. „ Já, fyrir alla muni, áfram með söguna, læknir góð- .ur!“ tók nú kvennfólkið undir. „Jæja þáu, anzaði læknirinn, og hélt nú svo áfram:

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.