Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Side 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Side 8
24 Þjóðvxljinn ttngi. Yin, 5.-6. Otto Mönsteds margarine ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffengasta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til. Uiðjið því ætíð um Otto Mönsteds ma.rga.rine fæst hj á kaupmönnunum, annað J. S. M., þriðja Jóhann Bjarnason. — FÍDnandi skili, gegn fundarlaunum, til Magnúsar Jónssonar á Breiðabóli. Julíus Nielsen Holbergsgade 17 Kjobenhavn K., umboðsmaður hlutafélagsins _J. Marten- sens Eftf.“ í Trangisvogi á Eæreyjum, tekst á hendur umboðsmennsku fyrir íslenzka kaupmenn, er kynnu að óska að hafa umboðsmann, til þess að annast kaup og sölu á vörum í Kaupmannahöfn. Til söln. Þiljubáturinn „Þormóður“, 9 ára gam- all, byggður úr furu, 1274 a^- langur í kjöl, 57* al. breiður, 2 al. 14 þumlunga djúpur, sterkur og byttuþóttur er til sölu að Höfða í Dýrafirði; fram i honum er gott skýli, sem verður læst; þar í eru 2 rúm, og góð kamína. Bátnum fylgir fokka ogklýfur, vel brúkanlegt, og stormklýfur og stórsegl, alveg nýtt, sem aldrei hefir verið brúkað. Þar með nýtt bommuefni, akker gott, 30 faðma langur járnstrengur og 25 faðma langur forhlaupari, pumpa, 6 járnlóð til hákarlaveiða. Enn frem ur fylgir bátnum timbur, sem keypt var í Noregi á n»st- liðnu vori fyrir 30 kr., sem ætlað var í þilfar yfir allan bátinn. Það eru borð 177 þuml. á þykkt, og nokkrir plánkar í bita; meiri lausáviður er og með bátn - um, og fastur fiskikassi í miðri lestinni. Báturinn er mjög vel þrifinn, og enginn galli á honum, svo menn viti; hann er grænmálaður fyrir ofan sjómál. Afþýðuskóli Reykjavíkur byrjar 1. nóv., og endar síðasta april. Þeir, sem vilja sækja skólann af Isa- firði, ættu að koma með „SkálholtÞ, eða „Yestu“. Fæði, húsnæði og annað, sem menn þarfnast, verður útvegað fyrir mjög lágt verð. Jörð til sölu. Það auglýsist hér með, að hálf, eða öll, jörðin Hokinsdalur í Arnarfirði fæst til kaups. — Jörðin er öll 24 hndr. að dýrleika, og er leigð fyrir 80 pd. smjörs og 40 kr. landskuld. — Jörðin er heyskap* arjörð mikil, og hefur mótak gott. — Hús á jörðinni eru í mjög góðu standi. — Onnur hálflendan getur fengizt til á- búðar í næstk. fardögum, en hin i fardög- um 1900, að minnsta kosti só jörðin öll keypt. Þeir, sem kynnu að vilja sinna boði þessu, snúi sór sem fyrst, annaðhvort til Þorleifs bónda Jónssonar í Hokinsdal, eða til ritstjóra blaðs þessa. w Ný skósmíðaverkstofa á fyrverandi veitingahúsi Teits Jönssonar. Hér með tilkynni jeg undirritaður al- menningi, að jeg hef nú nægar birgðir af alls konar verkefni, sem lýtur að skó- smíði, svo að hór eptir smiða jeg alls konar skófatnað eptir máli; einnig gjöri jeg við gamalt skótau, og afgreiði allt fljótt og vel Þess skal sérstaklega getið, að mitt mark og mið er, að hafa vandað verk og gott efni, en selja allt þó með mjög vægu verði. ísafirði 15. okt. 1898. Magnús Guðmundsson. Fundinn gullhringur. Fundizt hefir hór í bænum guilhring- ur með steini. — Hringurinn fannst á bryggju L. A. Snorrasonar 1. þ. m. — Sá, sem getur helgað sór hring þenna, má vitja hans á skrifstofu „Þjóðv. unga“, en borga verður hann fundarlaun og auglýsingu þessa. PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVIL.TANS UNGA 20 kaupstaðarins, til að ná í lækni; en þar eð hann vissi, að hr. læknirinn dvaldi hér enn, sendi hann mig hingað, til þess að biðja læknirinn að koma strax. — Þeir beittu fyrir vagninn, þegar jeg fór, og þarna fer hann lika". „Haltu á reykjarpípunum okkar inn til mín, og segðu, að þú eigir að fá glas af víniu, sagði vinur minn við þjóninn, og bætti síðan við: „Við ökum þangað nú þegar, eða er ekki svo læknir minn?“ Jeg man ekki, hverju eg svaraði, en tæpri minútu síðar vorum við á leiðinni til ... hólms, i fljúgandi ferð. Og eptir tæpar 20 minútur stóð eg hjá rúmi bar- ónsfrúarinnar. Hún lá enn í óviti, og sætti eg því færi, til þess að rannsaka sárið, og binda um það. Og þegar jeg hafði lokið við það, sendi jeg í lyfja- búð bæjarins eptir öllu, sem á þurfti að halda, reyndi sömuleiðis öll hugsanleg meðul, til þess að fá vesalings frúna, til að rakna við; en allt kom fyrir ekki. Klaki á hvirfilinn, og hæfilegar umbúðir, var allt og sumt, sem hægt var að reyna í fyrstu. Og þegar baróninn spurði mig um álit mitt á meiðsl- inu, svaraði eg, að allt væri undir því komið, hvort heilinn hefði skaddazt, eða frúin að eins fengið heila- hristingu, því að höfuðskelin væri óbrotin, að því er séð yrði, og yrðum við að vona, að guð væri svo náðugur, að lofa okkur að halda þessari inndælu veru. Baróninn reyndi að harka af sér sorgina allt. hvað hann gat, og svaraði mér engu, eD tók að eins þegjandi í hönd mér. Stundu síðar kom dr. E......., einn af læknunum sem eg hafði kynnzt í miðdegisverðinum forðum. — 21 Hann var héraðslæknir í bænum, og sömuleiðis hús- læknir barónsins. Við læknarnir bárum nú saman bækurnar, og vorum fyllilega sammála. — Hér var um heilahristing að ræða, og þvi var hinn mikli starfsbróðir vor læknanna, nátt- úran, sá eini, sem hjálp gat veitt. A allar lundir reyndum við að vekja sjúklinginn til lifsins, en allt að árangurslausu. Dag og nótt vakti maður hennar, vinur minn, og jeg, hjá rúmi hennaru. Að svo mæltu þagnaði læknir H .. . stundarkorn, og tók þá hitt fólkið að ræða söguna á meðan. „Aumingja barónessanu, sagði barónessa E .... ,.En mjer finnst jeg kenna meira í brjósti um manninn liennar, vesaiings manninn, sem unni henni svo heitt, — og svo blessað barniðu, sagði greifafrú P . . . „Haldið áfram, læknir minn, jeg vona, að yður hafi tekizt lækningatilraunirnar, því mór finnst jeg vera á nálum af umhyggju fyrir þessu góða fólkiu, sagði P ... írroifi í hrærðum róm. „Já, þá get jeg nú frætt yður á því, að vinur minn, er eg var að heimsækja, var prestur í sveit þeirri, er herragarðurinn ... hólmur lá í, og situr hann nú þarnau. Um leið og iæknirinn sagði þetta, benti hann á M ... prófast, er hneigði sig, svo sem til samþykkis, og hólt læknirinn síðan sögu sinni áfram, sem hór segir: „Enda þótt eg, sem læknir likamlegra meina, reyndi af ýtrusi u kröptum ao hughreysta hinn sorgmædda eigin- mann, tókst mér það þó miklu siður, en vini minum, M ... prófasti.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.