Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1898, Síða 1
Verð árgangsins (minnst
60 arka) 3 kr. öO aur.;
erlendis 4 kr 50 cmr.,og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN UNGrl.
- -1-: ÁTTUNDI ÁE8AN8US. =|rrr-==r-
--í—RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. -
M 12.
ÍSAFIBÐI, 24. NÓY.
| Uppsiign skrifleg, ógild
J nema komin sé til útgef-
j anda fyrir 30. dag júní-
J mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
horgi skuld sína fyrir
blaðið.
18 9 8.
Bífldirfska.
Fá munu þess dæmi, að nokkur poli-
tisk stefna hafi nokkuru sinni hlotið jafn
eindreginn fordæmingardóm, eins og
„miðlunin frá 1889“.
Svo gagngjört var þjóðin á móti
þeirri stefnu, að hún hikaði ekki við, að
hafna jafn vel nýtustu og þjóðkunnustu
þingmannaefnum, svo sem t. d. Einari
sál. Asmundarsyni í Nesi o. íl., af þvi að
þeir höfðu látið flekazt að „miðluninni“,
eða þóttu ekki nógu öruggir i fjand-
mannatlokk hennar.
Og ýmsir þingmanna þeirra, er ver-
ið höfðu „miðlaninni“ fylgjandi á alþingi
1889, og ná vildu þingkosningu að nýju,
áttu sér eigi annars úrkosti, en að af-
neita þessu afkvæmi sínu, „miðluninni“,
opinberlega, frammi fyrir kjósendum, og
látast vera gamla endurskoðunarfrum-
varpinu fylgjandi með lifi og sál.
Annar aðal-frumkvöðull „miðlunar-
innar“, hr. Páll Briem, dró sig í hlé frá
politíkinni, og settist í notalegt embætti,
en hinn höfundurinn, hr. Jön Ólafsson,
fluttist til Ameríku.
„Miðlunin“ var þvi dauð og grafin,
og feðurnir höfðu sjálfir sungið yfir henni
útfararsálminn.
Það má því heita stakasta fífldirfska,
að vér ekki segjum ósvífni, að fara nú að
vekja draug þenna upp aptur, og ætla
þjóðinni þann dæmafáa hringlandahátt,
að hún fari nú að jeta þann dóminn ofan
i sig aptur, er svo einróma var ujip kveð-
inn fyrir örfáum árum.
Það hefir því heldur ekki heyrzt, að
prédikanir hr. Jóns Ólafssonar í „Nyju
öldinni“ liafi til þessa borið nokkurn
árangur.
Almenningur, sem heyrt hefir, hve
eindreginn hann var með „Valtýsstefn-
unni“ í fyrra sumar, og hve hastarlega
hann snerist svo að „miðluninni“ í fyrra
haust, þegar honum bauðst atvinna, sem
ritstjóri „miðlunarmálgagns“, mun naum-
ast hafa tekið greinar hans alvarlega.
Þar við bætist og, að agnúarnir við
„miðlunarfrumvarpið frá ’89“ eru hverj-
um hugsandi manni svo auðsæir, að
engum getur blandazt liugur um það, að
þjóð vor væri engu betur farin, þótt það
stjórnarfyrirkomulag yrði lögleitt, er
frumvarp það fer fram á.
Eða hvaða gagn er þjþðinni að því,
að hafa hér landstjóra og inienda ráð-
herra, þegar danskur ráðherra, sem sæti
á í nkisráði Dana, getur svo ónýtt, eða
apturkallað, þau lög, sem innlenda stjórn-
in hefir staðfest.
Að vilja lögleiða liér slíkt fyrirkomu-
lag væri að eins að kasta út fé þjóðar-
innar til einkis, setja upp flokk dýrra
embættismanna, er valdlausir stæðu gagn-
vart útlenda valdinu.
Að halda slíku fram, þrátt fyrir það,
hve eindregið þjóðin hefir þegar einu
sinni hafnað því, getur því að eins ver-
ið í þvi skyni gjört, að reyna að vekja
sundrungu, og hindra þannig, að þjóðin
verði aðnjótandi stjórnarumbóta þeirra,
sem liún á kost á.
-i>«3^Sj£gýe<!n Vjfefsi-'r'-s-
Stutt athugasemd
viö
fríkirkjugrein síra Sig. Stefánssonar.
Alþingismaður síra Sigurður Stefáns-
son i Yigur hefir nú i 3 nr. blaðsins lýst
skoðun sinni á fríkirkjumálinu skýrt og
skorinort.
Hann er þar gallharður á móti, vill
halda fast við ríkiskirkjufyrirkomulagið,
og telur það þjóðinni og kristindóms-
lifinu fyrir beztu.
Og hann dregur ekki dulur á, hverjar
ástæður hans eru.
Hann játar, að hér á landi sé, eins
og nú stendur, litið af sönnum og lifandi
kristindómi.
Hann segir, að landsmenn hætti óðum
að hafa guðsorð (þ. e. kenningar kristin-
dómsins) um hönd, bæði í kirkjum og
heimahúsum, afræki náðarmeðul kirkjunn-
ar, og hafi þá í hávegum, er i ræðu og
riti sýni kristindóminum beran fjandskap.
Hann ber því kvíðboga fyrir, að af-
leiðingin af skilnaði ríkis og kirkju verði
sú, að þeir verði næsta fáir, semnokkuð
vilji til kirkju og kennilýðs leggja; en án
fjárframlaga geti fríkirkjan eigi þrifizt.
Svo langt gengur hann, að hann gerir
jafn vel ráð fyrir, að að eins ]/4 lands-
manna myndi vilja i frikirkjufélagi vera,
en að */4 rnyndu eigi þjTkjast þurfa kirkju
né klerka, og að minnsta kosti heldur
kjósa, að standa utan alls slíks kirkju-
félagsskapar, en að leggja fram fé til
þeirra hluta.
Það er nú að vísu vafalaust, að þeim
mönnum hefir mikið ijölgað hér á landi
á seinni árum, sem ekki leggja trúnað á
kenningar kristilegrar kirkju.
Menn eru æ fleiri og fleiri að komast
á þá skoðun, að kristindómurinn muni
eiga sammerkt við önnur trúarbrögð
heimsins að því leyti, að öll séu þau
manna tilbúningur, eða fálm hinnarleit-
andi mannssálar, sem þyrstir eptir sann-
leikanum, þráir að skilja tilgang lífsins,
og tilverunnar, sýnilegrar og ósýnilegrar,
sem- umhverfis oss er.
Og séu menn á þeirri skoðun, finnst
þeim það að sjálfsögðu skipta svo afar-
litlu, hvTaða trúarbrögðin, hver um sig
aðhyllist.
Menn treysta þvi, að alheimsstjórnin,
sem gætt hefir mennina rannsakandi anda,
og lagt jafnframt efasemdirnar í manns-
brjóstið, líti ekki á trúna, heldur á breytn-
ina.
Dr. Grhnur sálugi Thomsen, sem fáir
munu telja vilja trúleysÍDgja, lýsir snilld-
arlega skoðun þeirri i kvæði sínu „Stjörnu-
Oddadraumur nýrri“, er liann segir:
„Hvort Buddhas þessi, heiðnum hinn
hallaðist kreddum að
þriðji kenndist við kóraninn
kemur i sama stað;
hið sanna ef hann að eins vill,
eins er hann velkominn;
mörg kristins villa manns var ill,
en minni vorkunnin“.
En þó að vér þykjumst vita, að sá
fiokkur manna, er þannig lítur á trúar-
málin, sé orðinn all-fjöimennur hér á
landi, þá ætlum vér, að síra Sigurður
Stefánsson taki þó í grein sinni helzt til
djúpt i árinni.
Vér göngum út frá því, sem vísu, að
öllum þeim prestafjölda, sem þjóðinni er
lögskylt að halda, hafi ekki orðið svo
hörmulega lítið ágengt, að allúr slíkur
fjöldi sé þegar undan kristindómsins
merkjum genginn.
En sé nú svo, að tala kristinna manna
hér á landi sé orðin svo fámenn, — eða
þó að eins sé um tölu þeirra að ræða,
sem elikert vilja í sölurnar leggja fyrir
þá trú sina, sem, eptir kristninnar kenn-
ingum, á að greiða þeim götuna til
himnarikis, og forða þeim frá helvitis
pisluiu —, þá virðist sannarlega tími til
þess kominn, að farið sé að íhuga það
alvarlega, hvort það sé rétt og sanngjarnt,
að gera þjóðinni í heild sinni að skyldu,
að kosta árlega ógrynni fjár, til að halda
uppi prédikun þeirrar trúar, sem svo fáir
leggja trúnað á, eða vilja nokkru til kosta.
Meðan landslýður var allur, eða því
sem næst, trúaður á kenningar kristin-
dómsins, og guðlegan uppruna þeirra, þá
var eðliiegt, þó að greitt væri úr sam-
eiginlegum sjóði þjóðarinnar gjald til
prests og kirkju, og almenningi lögð ýrns
skyldugjöld á herðar.
En þegar svo er komið, að mikill
fjöldi þjóðarinnar hefir misst trúna á
keDningar kirkjunnar, eða álítur sig ekki
þurfa á kirkju og kennilýð að halda, til
þess að sjá sál sinni borgið gegnum hinn
ókunna eilífðarsjó, þá verður það beinlínis
ranglátt, að neyða út úr mönnum fó til
slíkra liluta.
Fyrir síra Sigurði Stefánssyni, sem