Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1898, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1898, Qupperneq 2
46 Þjóðviljinn ungi. YIII, 12. trviuðain klerki hiunar kristilegu kirkju, vakir það auðvitað, að boðun kristindóins- ins meðal þjóðar vorrar sé svo brennandi lífsspursmál, að til slíks só aldrei of miklu kostað. Slíka trú geturn vór vel skilið, og virt hana mikils, þar sem vér vitum, að hún er af sannfæringu sprottin, svo sem vér höfum sízt ástæðu til að efa, að því er þenna mikilsvirta höfund snertir. En hitt hljótum vór að telja vott trúarofstækis, að vilja beita valdi ríkis- ins, til þess að neyða fé út úr mönnum til styrktar þeirri trúboðun, sem þeir eru móthverfir, og vantrúaðir á. Slíkt ættu prestar kirkjunnar sannar- lega að telja sér og kristilegri kirkju í alla staði ösamboðið; og sízt myndi höf- undur trúar þeirrar, kærleiks- og jafnrótt- is-postulinn Kristur, hafa viljað láta þjóna sína fara slíku fram. -----ooogooo------ A málfræðingafundinuin, er haldinn var í Krist.ianm síðastl. sumar, mætti rneðal annara málfræðingur einn frá t'innlandi, (»’ þýtt hefir ýms af kvæðum Henrilcs Ibsen’s á Iatínu(!), og hefir sá pilturinn auðsjáanlega haft lítið að gera. Djöflaeyjan, þar sem 4. Dreyfus hefir alið aldur sinn í fangelsi, er ein í tölu smáeyja þriggja, er liggja við norðausturströnd Suður- Ameríku, rétt á móti bænum Cayenne i þeim hluta landsins Guyana, er Frakkar eiga, og hafa eyjar þessar um mörg ár verið notaðar, til þess að senda þangað glæpamenn. Djöflaeyjan er allsendis gróðurlaus klettur, er gnæfir hátt upp úr hafinu, og hýr Dreyfus þar í kofa einum afar-hrörlegum, sem frakkneska stjórnin hefir látið setja háar girðingar kringum, til þess að vera viss um, að Dreyfus geti á engan hátt flúið. — I fyrstu voru þrír menn settir, til þess að gæta hans, en síðar var gæzlumönnunum fjölgað um helming, og loks var enn bætt þremur við, eptir að æsingarnar hófust á Frakklandi, út af máli hans. Sagt er, að gæzlumönnunum sé harðlega bannað, að strangri hegningu viðlagðri, að mæla við hann orð, eða fá honum nokkuð að starfa, og bréf má hann að eins skrifa ættingjum sín- um einu sinni í mánuði, og þá eingöngu um líðan sína; eins og líka öll bréf, er til hans koma, eru vandlega skoðuð, áður þau séu af'- hent honum. Dreyfus kvað stöku sinnum líta eitthvað í bók; en vanalegast situr hann alian daginn ffá morgni til kvölds reykjandi í einu horni í kof- anum, og starir, eins og utan við sig, út í blá- inn, enda kvað honum þessi árin vera orðið rojög aptur f'arið, og orðinn snjóhvítur af hærum. Járnbraut er um þessar mundir verið að leggja upp á fjallið ,,Jungfrau‘' (Jómfrúin) í Svissaralandi, og er f'j'alJ það 13200 feta hátt. — Brautin verður eigi fullgjör, fyr en árið 1904, og á þá að reisa stjörnuturn á f'jallstoppinum. Sykuri'ramleiðslan. TJm 8 milj. smálesta af ýmis konar sykri teija menn, að árlega sé fram- leitt, og er tæpur helmingur, eða sem svarar 3‘/., milj., búið til úr sykurreyr, en liitt er úr rólum o. fl. — Af sykri þeim, er gjörður er úr sykurreyrnum, kemur megnið f'rá Java og Vest- ur-Indium, en hitt er að mestu búið til á Þýzka- landi og Austurríki, og nokkuð einnig í Frakk- landi, Rússlandi, Belgíu og Hollandi. Sykureyðslan. Svo teJst til, að í Englandi sé sykureyðslan 86 r/L á mann árlega, í Sviss- aralandi 44 1-L, i Danmörku 41 í'!.. : Hollandi 31 IL, Frakklandi 30 /L. í Svíþjóð og Noregi 25 /L, í Austurríki 19 /L, á Eússlandi 10 /L, i Ítalíu 7 'ÍL, á Tyrklandi 7 //., i Grikklandi 6 /L, og í Serbíu 4 /’L. — Hér á landi var sykureyðslan árið 1896 ná- lega 28 /L á mann. Dýr farmur. Á síðastl. vori flutti gufuskip- ið „Normann" gulJfarm frá Caplandinu til Ev- rópu, er talinn var 3 milj. 757 þús. króna virði. Járnbraut er nú í ráði að lögð verði frá Miðjarðarhafinu til persnerska flóans, og má þá komast 5 dögum fljótar frá Evrópu til Indlands, en ef farinn er vanalega leiðin, gegnum Kues- skurðinn. Bökafregn. BÚNAÐARRIT. Útgefandi: Hermann Jónasson. Tólfta ár. R.vík 1898. 149 bls. 8n. Eins og blað þetta heíir optsinnis bent á, er búnaðarritið eitt hið þarfasta rit, sem út er gefið hér á landi, og gegnir því stórri furðu, hve nauða litla útbreiðslu það hefir enn í mörgum sveitum lands- ins. — Yíst er um það, að hver búandi maður, sem les það með athygli, getur þó fundið þar margar þarflegar bending- ar, sem geta orðið honum til mikils gagns í búskapnum, er því fremur er þörf á að reisa, sem hann því miður víða er á fallanda fæti. I búnaðarritinu eru að þessu sinni þessar ritgjörðir: I. Um húsábyggingar, eptir Sigurð bónda Guðmtmdsson, einkar skipulega og vel samin ritgerð, sem búnaðarfólag Suðuramtsins hefir sæmt verðlaunum. — Höfundurinn skiptir ritgjörð sinni í 3 kafla, og er fyrsti kaflinn um íbúðarhús, annar um geymsluhús: skemmu, hjall, búr, eldbús, smiðju og áburðarhús, og þriðji kaflinn um fénaðarliús og Idöður: fjós, hesthús og fjárhús. — I ritgerðinni eru ýmsar áætlanir um byggingarkostnað í- búðar- og úti-húsa, sem geta verið til góðrar leiðbeiningar, þó að kostnaðurinn sé auðvitað jafnan mjög mismunandi, eptir þvi hvernig tilhagar á hverjum stað. II. TJm búnaðarkennslu og búnaðar- skóla erlendis eptir Sigurð Þórólfsson búfr. III Um hunda, eptir Jón lækni Jónsson. — Höfundurinn er á móti hunda- tollinum yfir höfuð, og sórstaklega telur hann skiptinguna í þarfa og óþarfa hunda óheppilega, og koma ranglátlega niður, og virðist mikið hæft i því. — Hann telur það og miður heppilegt, að fela sýslunefndum eptirlit með hundalækn- ingunum, þar sem rnál þetta horfi eins við i öiium h ’n im landsins, og leggur því til, að sett seu lög fyrir land allt, er ha.fi ’ essi ákvæði in:i. í:3 halda: 1. Aliir hundar berí hálsband, nákvæm- lega merkt, svo að ávallt só hægt að vita, hver sé hinn rétti eigandi hund- anna. 2. Hundarnir séu hafðir í húsum á vetr- um (sérstökum kota, með slu ' 'ói um- hverfis, svo að þeir geti veiu bæði úti og inni.) 3. Allir hundar sóu hreinsaðir, minnst tvisvar á ári, með ormdrepandi lyfj- um. 4. Að eigendur hundanna greiði árlegt gjald af hundunum svo ríflegt, að það nægi, til að standast þann kostnað, er af merkingu liundanna, hreinsun þeirra, og eptirliti þar að lútandi, stafi, og enn fremur hæfilegt gjald til kynbóta tilrauna. III. Húsdýrasjukdómar eptir Magnús Ænarsson dýralækni, framhald ritgjörðar þeirrar, er var í búnaðarritinu í fyrra. IV. Um áburðarauka og sumarhýs- ing sauðfjár eptir B. E. Höfundurinn ræður til, að í stað nátthaga, eða Ijárbæla, sem sumstaðar er farið að nota á sumrum, só fó hýst á sumrurn, þvi að með því móti fáist meiri áburður, enda sé þá hægra að drýgja áburðinn með því, að bera við og við undir ærnar. — Telur hann það reynzlu sína, að innilegan hái ekki ánum að neinu leyti, heldur hafi honum reynzt þær mjólka betur. - Af áburði kveðst hann og á þenna hátt hafa fengið að jafnaði eitt kerruhlass eptir ána, eða sem svari 2—272 köplurn fluttum í kláfum. •— Væri vel vert, að bændur reyndu þetta ráð höfundarins, því að nægur á- burður er aðal-skilyrði túnræktarinnar. V. Kálfar aldir á lieyvatni, eptir F. J. — Höfundurinn telur, að úr því kálfar séu orðnir vikugamlir megi blanda mjólk- ina handa þeim með dálitlu af heyvatni (lög af heyi, sem sjóðandi vatni er hellt á), og auka svo heyvatnið smám saman þannig, að mánaðargamall kálfur fái helming af’ nýinjólk og helming af hey- vatni, tveggja mánaða að eins r/a ný- mjólkur, og þriggja mánaða heyvatn ó- blandað. — Þó telur höf., að kálfar geti veikzt af þessu samsulli hans, og verði þá að auka aptur nýmjólkina. Segir höf., að heyvatnskálfar stækki fullt eins mikið, eins og kálfar þeir, er eingöngu séu aldir á nýmjólk, en séu þó ekki eins þéttholda, enda er það trúlegast, að þessi heyvatnsgjöf sé og hafi verið neyðarúr- ræði höf., sem ekki beri að grípa til, nema þar sem búsvelta er, svo að ekki verður haldið lífinu í kálfunum á annan hátt. VI. Bœjarþökin á Færeyjum eptir D. Thomsen. Höfundur leiðir með fáum orð- um athygli að því, livort ekki myndi heppilegt, að taka upp hér á landi, í stað torfþakanna, svipuð þök, eins og Færeyingar brúka. — Segir hann, að þeir risti þaktorf sitt eigi úr flóum og mýrurn, eins og hór tíðkast, heldur velji þeir þótta grasrót úr ræktuðu landi, og hafi trjábörk (nætur) undir torfinu. — Telur hann, að slík þök endist vanalega í 50—70 ár. Margir heyrast um þessar niundir kvarta um bágindin, og hve örðugt þeim veiti að draga fram lífið. og því er ver og miður, að þetta er enginn bar’ómur. Hvervetna fara þarfir manna vaxandi, menn gera la-öfur til betri bíbýla, margbreyttara og dýrara mataræðis, og kostnaðarsamari klæða, en áður, svo að óhætt mun að fullyrða, að þeir,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.