Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1898, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1898, Síða 2
VIII, 13. Þjóðvilji.vn ungi. 50 fullkomna játningu á broti sínu, sem að framan segir, í réttarhöldum 10., 13. og 27. ágúst; en eptir að hann var sloppinn úr varðhaldi, ritaði hann amtmanni bréf, og apturkallaði játningu sína, er hann kenndi íllurn aðbúnaði í fangelsinu, veikl- un á sál og líkama, heimilisástæðum sín- um, og voninni og lönguninni að sleppa úr varðhaldi, og telur hann þar, að mis- fellur þær, er á reikningum sínum séu, hafi stafað af vangá og fljótfærni, en ekki af ásetta ráði; og þessu sama hefir hann síðan fram haldið við ný próf, er haldin voru í Skaptafellssýslu; en apturköllun þessa þykir landsyfirrétti eigi ástæða að taka til greina, þar sem hún komi í bága við annað, sem í málinu só fram komið. I hóraði hafði ákærði verið dæmdur í 8 mánaða einfalt fangelsi, en lands- yfirróttur hefir hert hegninguna í betr- unarhús, sem að ofan segir. Að líkindum verður máli þessu skot- ið til hæztaréttar. Bæjarmál. Á bæjarstjórnarfundinum, sem lialdinn var hér bænum 25. nóv., voru þessi helztu málin er tiJ umræðu komu: I. Um lögskipaða ddsvoðaábyrgð á húsum. Nefnd sú, er falið hafði verið sótaramálið til meðferðar, hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að lagaheimild brysti til þess, að ákveða fast sótaragjald, er tekið yrði lögtaki. ef gjaldtregða væri sýnd, og taldi því nauðsynlegt, að fá lög um brunamál kaujistaðarins yfir höfuð, og að jafn- framt yrði á komið lögskipaðri eldsvoðaábyrgð á kaupstaðarhúsum. — Bæjarstjói'nin samþykkti því, að beina þeirri áskorun til Btjórnarinnar, að fá lögleitt fyrir kaupstaðinn samskonar fyrir- komulag, hvað eldsvoðaábyrgð húsa snertir, eins og á sér stað í Reykjavík — sbr. lög 13. des. 1895 —, svo framarlega sem stjórnin eigi leggði fyrir næsta alþingi lög um innlent brunabóta- félag. II. VerzlunaHóðir á Isafirði. Með því að nokkur vafi þykir geta á þvi leikið, hver tak- mörk séu verzlunarlóðarinnar í kaupstaðnum, samþykkti bæjarstjórnin að beina þeirri áskor- un til löggjafarvaldsins, að verzlunarhús megi reisa hvar sem vill í kaupstaðnum fyrir neðan nýja veginn úr Króknum í Buginn. III. Lögsagnarumdœmi lcaupstaðarins. Eptir tillögu bæjarfulltrúa Arna Sveinssonar var bæj- arfógeta falið að leita álits hreppsnefndar Eyr- arhrepps um það, að jörðin Seljaland, er kaup- staðurinn keypti fyrir nokkrum árum, verði löggð undir sveitarfélag og lögsagnarumdæmi ísafjarðarkaupstaðar. IV. Skipakví. I fyrra vetur skipaði bæjar- stjórnin nefnd manna, til þess að íhuga, hvar haganlegast myndi að byggja skipakví, og taldi nefndin haganlegast, að byggja hana hér i sund- unum, i framhaldi af svo nefndri Skólagötu. — Jafn framt gerði og einn nefndarmanna, Arni kaupmaður Svámson, áætlun um kostnaðinn við byggingu skipakvíarinnar, er hann taldi, að verða myndi 40908 kr. 11 a. — Um mál þetta urðu all-miklar umræður á fundinuin; vildu sumir jal’n vel eigi horfa í, að leggja allt að helmingi kostnaðar á bæjarsjóð (Á. Sv. og bæj- erfógeti), en öðrum þótti það viðsjárvert (próf. £>. J. og SK. Th.), og málið ekki svo undirbúið, sem þyrfti; væri og hyggilegra að bíða, og sjá, hver niðurstaðan yrði, að því er skipakví á Faxaflóa snerti, þvi að yrði þar sú raunin á, að landssjóður kostaði hana að öllu leyti, ættu . Vestfirðingar lieimtingu á sama. Að lokum v..: samþykkt með meiri hluta atkvæða, að lresta að gjöra ályktun um málið, unz heyrt væri álit borgarafundar uin málið. V. Vitabygging á Arnarnesi. Bæjarstjórnin ályktaði að beina þeirri áskorun til landstjórn- arinnar, að taka upp á fjárlagafrumvarp það, er lagt verður fyrir alþingi á komanda sumri, hæfilega fjárveitingu til vitabyggingar á Arnar- nesi, og vænti bæjarstjórnin máli þessu því fremur góðs byrs hjá stjórn og þingi, þar sem vitagjaldið úr Isafjarðarsýslu og kaupstað nem- ur nú árlega nálega 3 þúsundum króna, svo að sæfarendur virðast eiga fyllstu sanngirnis- kröfu til þess, að nokkuð sé gert fyrir sigling- arnar; enda myndi og viti þessi eigi að eins verða til gagns siglingnm inn Djúpið, heldur og ágætur leiðarvísir öllum sæfarendum, er leið eiga fram hjá Djúpinu. sbr. 7—8. nr. „Þjóðv. unga“ þ. á. oooggcoo----- Bátstapar. í „Þjóðólfi11 í þ. m. er þess get- ið, að 3—4 bátstapar hafi orðið á Eyjafirði í ó- veðrinu mikla 14. nóv., og hafi þar farizt 12 menn. — Fregnir um skipskaða þessa eru þó enn mjög óljósar. Afli hefir í haust verið allgóður í Höfnum á Miðnesi, svo að þar höfðu um miðjan nóv. fengizt 600—700 til hlutar. — Dágóður afli var og kominn i Garðsjó, er ytri veiðistöðvarnar í Faxafióa sækja til. Ahlaupið, er hófst hér vestra 14 nóv., hefir gengið um land allt, og er enn lítt til spurt um manntjón og skaða, er það kann að hafa valdið. — Á Eyrarbakka hafði brim gengið svo langt á land upp, að elztu menn muna slíks engin dæmi; braut brimið þar sjógarð, og gerði nokkur spell fleiri. — 1 Reykjavík fauk sam- komuhús, er oddfélagar í R.vik. áttu, heyhlaða við Lauganesspítalann skekktist á grunni, og sömu forlögum sætti nýtt hús, er kaupmaður V. Breiðfjörð hafði í smíðum. — Þiljubátur einn, er Tr. bankastjóri Gunnarsson átti, brotnaði í spón, og fleiri urðu minni skemmdir í höfuð- staðnum. Jörðin Breiðholt, skammt frá Reykjavík, eign Reykjavíkur-dómkirkju, hefir ný skeð, að fengnu konungsleyfi, verið seld Englendingi einum, Payne að nafni, sama mannínum, er veiðirétt í Elliðaánum keypti af Thomsen kaup- manni fyrir 54 þús. — Kaupverð Breiðholts var 10,500 kr. Danskt fiskiveiðafélag. í „Dimmalætting“ 8. okt. síðastl. er skyrt frá því, að danska fiski- veiðafélagið í Friðrikshöfn ætli að taka 14 segl- skip frá Færeyjum í félag með sér, til þess að reka heilagfiskisveiðar við strendur íslands. — Er þá gert ráð fyrir, að félagið hafi á komanda sumri 20 seglskip, og eitt gufuskip, við fiski- veiðar hér við land, og auk þess 2gufuskip, er flytji fiskinn í is á markaðinn á Englandi, og er svo að ráða af „Dimmalætting“, sem Fær- eyingar vænti sór góðs hagnaðar af félags- skap þessum. -----©ooggooo------ Mann alát. Látinn er 30. okt. síðastl. sýslunefnd- armaður Eirikur Ketilsson á Járngerðar- stöðum í Grindavík í Gullbringusýslu, rúmra 36 ára að aldri, fæddur 7. ág. 1862. — Faðir hans er merkisbóndinn Ketill Ketilsson í Kotvogi. — Eiríkur sálugi var eitt ár í latínuskólanum, veturinn 1877—’78, en hætti síðan skólalærdómi, og reisti bú nokkruin árum síðar, og þótti dugnaðar- og atorku-maður. — Hann lætur eptir sig ekkju, Jóhönnu Einarsdóttur að nafni, og þrjú börn í æsku. — 1. nóv. þ. á. andaðist á Hala í Rang- árvallasýslu uppgjafa}irestur J'on Brynj- blfsson, 88 ára að aldri, fæddur 19. nóv. 1809. — Hann útskrifaðist úr Bessastaða- skóla 1831, en bjó síðan, sem bóndi, unz hann árið 1870, kominn á sjötugsaldur, vígðist sem aðstoðarprestur til Stefáns prests TJiordersen á Kálfholti, og fékk hann veitingu fyrir því prestakalli 1877, og gegndi því embætti, unz hann árið 1886 fékk lausn frá prestskap, fyrir elli sakir. — Fluttist hann þá nokkuru síðar, ásamt konu sinni, Þbrunni Bjarnadóttur, er hann hafði gengið að eiga árið 1838, til alþingismanns Þbrcíar Guðmundssonar á Hala, og var þar til dauðadags. — Konu sína missti hann 1892. — Þau hjón voru barnlaus. I síðastl. sept. andaðist í Faney í Danmörku hóraðsfógeti M. L. Aagaard, fæddur 30. jan. 1839. — Hann var sýslu- maður á Vestmanneyjum 1872—’91, og þótti hæglætismaður. ---------------- ísafirði 3. dct. '98. Tíöarfar. Síðan síðasta nr. blaðsins kom út hefir viðrað all-bærilega, veðrátta verið frostlin, og engir ofsar, þó að smá-vindþotur hafi verið öðru hvoru. — 30. f. m. gerði þó all-harða norðan hrynu, er helzt enn. Drukknun. Að kvöldi 22. þ. ni. vildi það slys til á Strandseljavík, að báti hvolfdi þar á siglingu, og fórst einn hásetanna, en þremur varð bjargað. — Um atburð þenna er oss ritað innan úr Djúpi 27. þ. m.: „Það var að kvöldi 22. þ. m., að Halldór Benediktsson frá Kálfavik, formaður Magnúsar bónda Bárðarsonar, er þar býr, fór frá Melgraseyri, þar sem hann hafði verið um daginn að kúfiskstekju, áleiðis út í Ogur- nes. — Var á öðru skipi, samferða honum að kalla, Jón bóndi Einarsson á Garðstöðum. — A leiðinni gerði á þá dimmt jel, með stormi nokkr- um austnorðan, og vissu þeir eigi vel, hvar fór; en er Jón sá til lands, var hann kominn rétt út undir Ögurhólma, og felldi þá seglið: en í þeim svifunum heyrði hann hó eigi all-langt frá sér, sneri þegar við, og reri á hljóðið: og er skammt var komið, hitti hann bát Halldórs á hvolfi, með þremur skipverjum á kjöl, all-góðan kipp fyrir utan Strandsel. — Halldór hafði séð tii fdrða Jóns á undan, unz liann felldi. og taldi hann þá víst, að dregið hefði í sundur með þeim í siglingunni, en vildi ekki missa sjónir á honum, og frekaði siglinguna; en rétt í því sló kviðu all-harðri í seglið, og fyllti; komust tveir hásetarnir strax á kjöl, er bátnum hvolfdi, og annar þeirra gat náð í Halldór, og komið honum á kjölinn; hafði hann þá drukkið til muna af sjó, og var þegar þrekaður nokkuð; en einn hásetanna varð þegar laus við bátinn, og drukknaði hann. — Hann hét Sigurður Sigurðs- son, snikkara Jónssonar i Meðaldal í Dýrafirði, vinnumaður Magnúsar Bárðarsonar. — Slysið vildi til örskammt frá landi. — Sigurður þessi var sami maðurinn, sem veikur var í fyrra, og Sigmundur gamli í Vigur fór á sjóinn fyrir, er hann drukknaði. „í dag mér, á morgun þér“. Aflabrögð haldast enn fremur treg hér við Djúp; reitingur nokkur kvað þó vera á skelfisks- beitu, þar sem henni er beitt, og einnig dág óð reita hjá stöku manni í Út-Djúpinu, er frá- brugðna hafa beitu; en slikt nær ekki til al- mennings. ______ Gufuskipið „Á. Ásgeirsson“ kom hingað 26. f. m. sunnan úr Reykjavík, rneð nokkuðafkol- um, sem Danastjórn leggur hér upp handa her- skipi sinu. — Skipið hafði lagt af stað frá Bret- landi 1. nóv., hreppt storma all-mikla, en komið við á Eskilirði og í Reykjavik. — Skipið leggur aptur af stað hóðan til útlanda í dag. Hr- Hólmgeir Jensson, amtsdýralæknir, hefir fyrir nokkru bólusett fé á ýmsum bæjum í Inndjúpinu. í Ögurvikinni bólusetti liann lið- ugt hundrað, og drápust sex kindur; í Vatns- firði og Skálavik kvað hann og hafa bólusett töluvert á annað hundrað, og kvað þar einnig

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.