Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1898, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1898, Síða 2
G2 Þ.jóðviljixx ungi. VIII, 16,—17. Hvað er það annað, en ráðdeildarleysi, að óhlýðnasl þeim lögum og fýrirskip- unum, sem beinlínis miða, til að vernda atvinnuvegi landsmanna, eða verja því fé, sem lagt er fram til almennings heilla, svo ílla, að það ekki geti kornið að tii- ætluðum notum. Gott árferði, hagstæð verzlun og vit- urleg löggjöf, duga ekki til hagsældar þjóðinni, bresti hana ráðdeild, til að færa sór þessi gæði róttilega í nyt. Nú kvarta landbændur mest um það, að góðan markað vanti fyrir lifandi sauð- fó. Þessi kvörtun er sjáifsagt á rökum byggð. En hvað gagnar góður markaður fýrir afurðir landsins, þegar landsmenn eyða jafnan því meira, sem þeir fá fyrir vörur sínarV Nú er kvartað um peningaleyai í landsbankanum; meðan hann hafði pen- inga, var kvartað um, hve dýr hann væri á lánum sínurn við bændur. Nú vilja menn stof'na lánsfélag eða lánstofnun, sem geti veitt bændum lengri og væg- ari lán, en bankinn. En af’ hverju er bankinn uppausinn? Sjálfsagt nokkuð af þvi, að fé hans stendur fast í útlánum hjá bændum, og þeir geta ekki staðið í skilum. Þeir hafa ausið peningum úr bank- anum, til að borga með gamlar skuldir, en ekki til arðvænlegra fyrirtækja. Með- frain þess vegna geta þeir nú ekki stað- ið í skilum. Lánsstofnunin er nýtt ráð til hjálpar landbúnaðinum, ráð, sem í sjálfu sér er gott, en sem má misbriika, alveg eins og bankann. Eða hvernig mun fara, ef stofnun þessi, komist hún á, verður, eins og bankinn, notuð til eyðslufjárborgana? Fasteignir bænda verða innan skamms veðsettar henni, hópuin saman, ekki stað- ið i skilum með vexti og afborganir, og stofnunin eptir nokkur ár peningalaus. Landsmenn kvart.a um peningaleysi, lánsstofnun in um vanskil. Sama sagan og nú af bankanum og bændurn. Þetta er að vísu spádómur, sem færi betur, að ekki rættist: en margt hefir ó- líklegra skeð hér á landi. — Það má kenna guði og náttúrunni, löggjöfinni og landstjórninni uin það, hve landsmönnum vegnar ílla. En það er ekki alveg rétt, eins og reynt hefir verið að sýna hér að frarnan. Það er að miklu leyti aS kennu ráð- deildarleysi einstaklinyanna sjálfra. ísland er talið eitt af hinurn hrjóstr- ugustu og gæðasnauðustu löndurn í Norð- urálfunni. En Islendingar eru ein með mestu eyðsluþjóðum í álfunni. Yér eyðum tiltölulega meiru i mun- aðar- og óhófs-vörukaup, sern vér getum að miklu leyti vel verið án, en hinar auðugustu þjóðir álfu vorrar. En þótt land vnrt só ekki auðugra en það er að landkostum, framleiðir það svo mikið, að íbúar þess gcta lifað sóma- samlegu og þægilegu lífi, ef sparsemi og hagsýni væri raeð. En frainleiðslan hrekkur ekki til, móti eyðslunni, vér gjörum óþarflega háar kröf- ur til lífsins, svo háar, að vér, með öllu voru striti og stríði fyrir tilverunni, megnum ekki að fullnægja þeim. Atvinnuvegirnir duga oss ekki til lífsins viðurhalds, eins og vér viljum hafa það. íslendingar gætu sjálfsagt lifað eins góðu og þægilegu lifi, með því að bjarg- ast meira við landsins eigin gæði, og tak- marka meira, en nú er gjört, kaup á út- lendum óhófs- og munaðar-vörum, og öðrum óþarfa varningi. Þetta er öllum innanhandar, ekki sízt landbændunum, er landbýlið gefur svo mikið og gott við- urværi, ef vel og viturlega er að farið. Hifí vissasta ráð, Ul að kæta efnahag- ■inn, er að takmarka þarfirnar, meir en nú er gjört, sníða sér stakk eptir vexti í hagtœring efna sinna, <>g hagnyta sér dyggilega hvert það tœkifæri, sem hy'Sst, aðalatvinnuvegum Jandsins til efUngar, livort sem það stafar frá árferðinu, verzluninni eða löggjöfinni. — Það þarf ekki að sækja þetta ráð til stjórnarinnar, þingsins eða kaupmann- anna, hver bóndi á íslandi getur haft það heima hjá sér; fylgi hann því ræki- lega, vinnur hann þjóð sinni og ættjörð hið inesta gagn, og þá mun reyndin engu síður hér eptir, en liingað til, sanna hið fornkveðna: „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi“. Bók um Ssland. A Pilgrimage to the Saga-steads of Ieeland (pilagrímsfór til sögustöðvanna á Islandi) heitir ný bók, sem enski mál- arinn !L fí. Löllingwood og landi vor, dr. Jbn Stefánsson í Lundúnum, eru farn- ir að gefa út. — Ferðuðust þeir hr. Cóllingwood, og dr. J’on Stefánsson, víða hér um land í fýrra sumar, og teiknaði hr. Collingwood þá myndir af helztu og merkustu stöðum hér á landi, einkum með tilliti til fornsagna vorra. Mynd- ir sínar sýndi hann síðan í fyrra vetur í Lundúnum, og vöktu þær þar all-mikla eptirtekt, og var getið með miklu lofi í fiestum helztu blöðum þar. —- Bók sú, er að ofan er nefnd, verður lýsirig þess- ara staða, og ýmsar sagnfræðislegar bend- ingar um það, livað gjörzt hafi á hverj- um stað á söguöld vorri. Bókin, sem kemur út i neptum, fiytur 13 litrnyndir og 138 koparstungumyndir, og verður því ágætur ieiðarvísir fyrir útlendinga, er lesa fornsögur vorar, og ekki sízt fýrir útlenda ferðamenn, er hingað koma. Landi vor, dr. Jt'm Stefánsson, sem var frumkvöðull þess, að hr. Cóllingwood réðist i fyrirtæki þetta, á því iniklar þakkir skyldar, því að bók þessi blýtur óefað að auka drjúgum ferðamannastraum- inn til íslands; og þar sem bókin er rit- uð af jafn færum manni, sem dr. Jbn Stefánsson er, þá er þar í fólgin trygging fyrir þvi, að bókin gefur útlendingum sannar og glöggar bendingar um hvað eina, er hún gerir að umtalsefni; en þvi eiguin. vór íslendingar þvi miður sjaldn- ast að venjast í bókum þeim, er útlend- ir ferðalangar rita um land vort og þjóð. íslendingar, sem ensku skilja, myndu hafa skemmtun mikla af bók þessari, ekki sízt vegna hinna ágætu mynda; en því miður er hætt við, að verð bókar- innar, 18 kr. 90 aur., verði þvi til fyrir- stöðu, að hún geti fengið þá útbreiðslu hér á landi, sem vert væri. -1 -*s- K-pfJ. ok> fífSJ&szp*- Hæztaréttardómur í máli réttvísinnar(?) gegn Halldbri prófasti Bjarnarsyni á Presthólum var kveðinn upp 10. nóv. síðastl., og sjknudómur landsyfirréttarins frá 2. ágúst f. á. stað- fesbur, nema hvað hæztiróttur gekk enn lengra, nam burtu 10 kr. sekt, er lands- yfirréttur hafði dæmt prófast í fyrir ó- sæinilegan rithátt um amtmanninn nyrðra, með þvi að hæztiréttur leit svo á, að málsrannsbknarskipun amtmannsins liefði verið svo tilefnislaus, að höfðingi þessi hefði ekki átt betra skilið af hálfu kærða. Dómur hæztaréttar er svo látandi: „Samkvæmt ástæðum þeim, er til- greindar eru í hinum áfrýjaða landsyfir- réttardómi, sem ekkert verulegt er að atliuga við, ber að staðfesta hann, þó þannig, að sektin fyrir ósæmilegan rit- hátt af' kærða hálfu má niður falla eptir atvikum, og einkanlega með tilliti til þess, að liafin hef'ur verið gegn honum sakamálsrannsókn, án nægilegs tilefnis, og henni haldið áf'ram meira, en 2'f ár. Þvi dæmist rétt að vera: Dómur landsjdirróttar standi óraskaður, þó svo, að sekt sú, er Hálldbr prófastur Bjarnarson hef'ur verið í dæmdur, fell- ur niður. — I rnálfærslulaun við liæzta- rétt greiðist hæztaréttarmálfærsiumönn- unum Lunn og Asmussen 60 kr. hvor- um, og lúkist af almannafó“. Eins og áður hefur verið frá skýrt í blaði þessu, var mál þetta risið út af' rekadrumbum nokkurum, eign bændanna Guðmundar í Nýjabæ og Þórarins á Efri- hóium, er skildir höfðu verið eptir á landareign Presthóla-prestsseturs, og hús- karlar prests höfðu, í fjarveru hans, og án hans vitundar, tekið til byggingar, með þvi að þeir töldu þá eign prófasts, og hafði prófastur boðið fram borguri fýrir spiturnar, þegar er honum varð kunnugt um misgripin. — Benedikt sýslu- maður Sveinsson, sem aldrei hefur verið heppinn i dórnarastörfum um dagana, dæmdi þó prófast 14. des. 1896 í 5 daga vatns og brauðs hegningu, auk máls- kostnaðar og iðgjalda greiðslu, og 5 kr. sektar fyrir ósæmilegan rithátt, og var þá próf'asti vikið frá embætti um stund- arsakir af kirkjustjórninni, og befur svo staðið síðan. En nú er kirkjustjórninni skylt, að setja hann aptur tafarlaust inn í embættið, og hefði reyndar þegar átt að gerast. að landsyfirréttardómnum upp kveðnum. Fordæmd stjórnmálastefna. Útsa lan k ritlingi hr. Bogti Th. Mdstcds, um aukningu landshöfðmgjavaldsins, hefir gengið svo nfar-báglega, og ritlingurinn sætt svo al- mennri fyrirlitningu, að sára-litið hefir Bogi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.