Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1898, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1898, Blaðsíða 6
66 Þjóbviljinn uxgi. VIII, 16.—17. ur, en lieilsutæpur um nokkur ár, og hlífði sér þó ekki við vinnu, sem skyldi. Hann var maður á bezta skeiði, um fer- tugt, eða tæplega það. Annar ungur bóndi, BenediJct JÞórðar- son á Háfafelli í Mið-Dölum, er og ný- lega látinn. Hálf-skringlleg’Hr heíir hann verið, lesturinn landshöfðingjans okkar á ráðherrahréfinu 81. maí síðastl., er hafði að færa „stjórnartilboðið“; sem Magnús skyldi þinginu birta. Dr. Valtýr Owðmundsson hefir ný skeð hjá ráðherranum fengið eptirrit af bréíi þessu, og birtir svo i „ís»fold“, að fengnu leyfi ráðherr- ans, orðrétta kafla ,úr bréfi þessu, eins og það hljóðar á Dönsku. Skyldi enginn trúa, að það væri sama bréfið, sem Magnús hirti þinginu, því að svo farast ráðherranum þar orðin ólíkt því, er Magnús skýrði f'rá, enda hefir hann fráleitt vænzt þess, að þessi skollalestur hans á ráðherrabréfinu kæmist upp(!), eða yrði jafn heyrum kunnur, sem nú er raun á orðin. Blað vort mun skýra ýtarlega frá þessu bráðlega; — en allt af þyngist í pokahorninu bjá vini vorum, landshöfðingjanum, og gjörist hann nú bjrsna djarfur, karlinn. Uitt og þetta. Kínverjar kvað þykjast geta sagt fyrir aldur ófæddra barna, ef þeir vita aldur konunnar, og í hvaða mánuði hún hefir orðið þunguð. Aðferðin er þessi: Við töluna 49 skal leggja tölu þess mánaðar, er konan varð þunguð í, og draga þar frá aldur konunnar. Frá upphæð þeirri, er þá er eptir, skal svo enn fremur draga tölurnar: 1—)—2—(—3—J—4—j—5—j—6—þ-7, og tákna þær tölur: himininn, jörðina, manninn, árstíðirnar, frumefnin, hljóðfærin og stjörnurnar. Sé nú talan, sem þá kem- ur út, oddatala, vrerður afkvæmið karl- kyns, en ella kvennkyns. Segjum t. d., að móðirin sé 25 ára, haíi orðið þunguð i 9. mánuði ársins, og sjáum svo, hvort afkvæmið verður piltur eða stúlka — Út- reikningurinn verður þá þessi: 49—(—9= 58-1-25=33; þar frá dragast svo tölurnar: 1—J—2—)—3—f—4—(—o—(—6—)—7=-28, og verða þá eptir 5, sem er oddatala, svo að afkvæm- ið verður piltur. Eitstjóri „Þjóðv. unga“ ábyrgist þó ekki, að ráðið sé óbrigðult. ísafirði 31. ilcs. ’98. Tíðarfar hefir 1 þ. m. verið afar-óstöðugt og stormasamt, svo að vart hafa menn getað hætt sér á sjó, nema stund í bili. — Himininn all- optast dimviðris-skýjum hulinn,og hríðar-byljir einatt annað slagið. ý Seint í f. m. andaðist að Kvíum í Grunna- víkurhreppi merkisbóndinri Samúd Þoi-kelsson, um sextugt. -— Hann var um mörg ár fyrir- vinna hjá ekkjunni Sigurborgu Jónsdóttur. ekkju Jalcobs heitins Jóhannessonar, er drukknaði fyrir 30 —40 árum. — Samúel lieitinn lætur eptir sig eitt barn, .Jakobínu að nat'ni. Hann var orðlagður dugnaðar- og atorku-maður, og er sveitungum hans o. fl. að honum eptirsjá. Þak rauf af fiskhúsi í Hnífsdal aðfaranótt- ina 22. þ. m. í ofsa-veðrinu, er þá var. — Skemmd- ir urðu og nokkrar á bátum, o. fl. Aflsibrös'ð voru mikið góð lijá öllum almenn- ingi í gær og i fyrradag, bæði hjá þeim fáu skipum. er reru hér úr kaupstaðnum, og eins í Hnífsdal og Bolungarvík; almennt um 8 kr. hlutir í Hnífsdal í fyrradag, eptir blautfisks- verði. — Það er því vonandi, að fljótt rétti úr hjá almenningi, ef stillviðri haldast nú um hríð, svo sem menn skyldu vænta, eptir alla storm- ana og ósköpin, sem gengið hata, siðaníhaust. Messulaus jðl héldu kaupstaðarbúar að þessu sinni, með því að prófasturinn prédikaði þá í sífellu ytir Bolvíkingunum, sem að líkindum hafa nú nægan sálarforða yfir þorrann og góuna. „Skugga-Sveinn“ hefir nú verið leikinn hér í kaupstaðnum nokkur kvöld, og í ráði er, að leiknir verði enn fremur „Andbýlingarnir“ ept- ir Hostrup, og ef til vill fieira. Christian (írani, sonur N. Chr. Gram’s sál- uga consuls, er nú skipaður, til þess að haí'a umsjá alla hér á landi með verzlunum þeim, er faðir hans seldi hlutafélaginu „N. Chr. Gram’s Aktieselskab" i Kaupmannahöfn í fyrra. Aukaútsvörum hefir niðurjöfnunarnefnd Isa- fjarðarkaupstaðar jafnað niður í f. m., og setj- um vér hér útsvör þeirra gjaldanda, er greiða eiga 8 kr., eða hærra útsvar: , A. Ásgeirssonar vei-zlun 346. — Á. Ásgeirs- sons bakarí 35. — Árni Árnason verzl.maöur 10. — Albert Brynjólfsson skipstjóri 18. — Ág. Benediktsson factor 22. — Árni Gíslason for- maður 18. — Árni Jónsson factor 70. —Albert Jónsson smiður 8. — Andreasen seglmakari 10. -— Arni Sveinsson kaupmaður 55. — Amalie Tborsteinsen ekkjufrú 10. Björn Árnason gullsmiður 8. — Benóní Benó- nísson skósmiður 10. — Björn Guðmundsson kaupmaður 20. — Benj. Jóhannesson lausa- maður 8. Bjarni Kristjánsson skipstjóri 38. — Björn Pálsson myndasmiður 17. — Bjarni Vig- fússon smiður 10. — Björn Þórðarson verzl- unarmaður 20. — Benzien bakari 20. — Eðvarð Ásmundarson úrsmiður 8. — Einar Bjarnason snikkari 25. — Eyj. ’Bjarnason bók- hindari 15. — Einar Snorrason verzl.maður 18. LTil. Árnason skipstjóri 18. — Finnbogi Bær- ingsson lausamaður 10. — Finnur Thordarsen bakari 45. — Guðm. Guðmundsson skipasmiður 10. — Guðm. Guðmundsson (frá Sæbóli) 18. — Guðm. Br. Guðmundsson kaupmaður 25. — Grímur Jónsson cand. 17. — Guðm. Jónsson cand. 9. Guðm. Jóhannesson lausamaður 10. — Guðm. Kristjánsson lausamaður 10. — Guðm. Pálsson beykir 10. — Guðm. Þórólfsson lausamaður 9. — H. Hafstein bæjarfógeti 75. — Halldór Ág. Halldórsson sjómaður 8. — Helgi Sveinsson verzl.maður 8. — Helgi Sigurgeirsson gull- smiður 8. — Jón Brynjúlf'sson skipstjóri 10. — Jóh. Frí- 62 hvar morðingjar Haegels héldu sig, og bað um mannaúa til að taka þá fasta. Hann smalaði þegar saman 6 mönnuin, og fór sjálfur fyrir þeim inn í ofangreint veitingahús. Hafði Húsar staðið þar trúlega á verði; en etið hafði liann upp allan morgunverðinn, áthýtin nsú arna. Eptir tilvísan minni gekk lögreglustjórinn að borði því, er þeir félagar sátu við, og greip þá stóri sláninn jafnharðan hatt sinn, stökk fram fyrir borðið, og komst alla leið út á götu. En með því að eg hafði hlaupið aðra skemmri leið, stóð eg þar fyrir honum, með reiddu sverði. Róð hann þá þegar á mig, og sá eg glampa á stóran hníf i hendi hans. Jeg vissi, hvað við lá, ef mér skeikaði, og laust hann þvi með sverðinu á hægri höndina, svo að hnifur- inn féll niður, og mátti ráða það af blóðbununni, að líf- æðin var sundur skorin. Engu að síður réð hann þó á mig, og freistaði ad veita mér höfuðhögg með vinstri hendinni; en eg brá þá fyrir hann fæti, svo hann lá kylli-fiatur. Lögregluþjónarnir komu nú og að, og leið þó góð' stund, áður þeir fengju handsamað hann og bundið. Herlæknir einn, sem viðstaddur var, batt um sár það, er eg hafði sært hann á handleggnum. En er þetta var nú allt um garð gengið, kom mór til hugar, að spyrja lögreglustjóra, hvað gert hefði verið við hinn kumpáninn, félaga þess, er vór nú höfðum handsamað. Lögreglustjóri vaknaði þá, sem af svefni, þvi hann 67 þeirra, 16 vetra gamlan, síðan fjósamanninn, mjaltakon- una, og undirtyllur hennar. Son sinn sendi hann þegar til hringjarans, sem var alvanur blóðtökumaður, og var þvi nokkurs konar sveita- læknir; en fjósamaðurinn reið í loptinu til sýslumanns- ins, er bjó þar skammt frá. L ... sýslumaður var góðkunningi hr. Tönne Uxa- höfuðs, og þar á ofan skólabróðir bróðursonar hans, er 01 a f u r F i 1 i p p u s hót. L... var stór maður vexti, og gervilegur, hafði lokið lögfræðisnámi, og var nú orðinn valdsmaður þar í hóraðinu. Hringjarinn, sem var nýkominn, stóð við rúm hins myrta, er dómarinn kom þar. „Er hann dáinn?“ spurði dómarinn. „Já, og það líklega fyrir löngu“, svaraði hringjarinn. Dómarinn sneri sér nú að húskarlinum, og innti lann eptir, hvort nokkur annai, en liann, hefði komið inn í herbergið. „Nei, langt frá“, svaraði vinnumaðurinn, „því þeg- ar eg kom inn, tií að vekja húsbóndann, og sa, að hann var myrtur, þá vakti jeg að visu kvennfólkið, en lolcaði þó dyrunum á rneðan, unz hringjarinn kom“. „Það er rétt“, sagði L... „gætið þess, að enginn komi hér inn; en gjarna megið þór hafa hurðina opna, og standa í dyrunum. —- Sbrifarinn minn, og liringjar- inn, geta aðstoðað við rannsóknina. En eins og þið sjá- ið, er hurðin inn í stofuna i hálfa gátt. — Látum oss fara þangað inn, og bókið þér þetta skrifari góður“. En er dómárinn kom inn í stofuna, veitti hann þvi eptirtokt, og benti vottunum á það, að neðstu rúð-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.