Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1898, Side 5
VIII, 16.- -17.
Þjóðviljinn ungi.
65
son á Yopnafirði, og póstafgreiðslan í Bæ í
Króksfirði veitt ekkjufrú Elísábeth Jónsdöttnr,
ekkju Olafs sáluga Sigvaldasonar læknis.
Upsaveiði var afar-mikil í Hafnarfirði um
mánaðamótin síðuatu. — Að öðru leyti segja
síðustu fréttir lítið um afla’brögð við Faxaflóa,
en allvel í Höfnum, og í Grinbavík, þegar sjó-
gæftir eru. — Hlutir í Miðnesi orðnir 500—800
fiskar.
Engin bráðapest hefir í vetur gert vart við
sig á Vesturlandi, að teljandi sé, og stafar það
að iíkindum af því, að snjóþyngsli lögðust fljótt
á í liaust, svo að menn urðu nauðugir viljugir
ad taka fé sitt á rftjöf, og féð losaðist þannig við
hina at'ar-háskalegu haust-útibeit. sem drepur
það hrönnum saman, og kallast svo bráði.
Aí' uilarvinnuyélunum í Ólafsdal var að eins
kembingarvélin komin upp, er síðast fréttist
þaðan. rétt fyrir jólin; spunavélin og vefstaður-
inn var aptur á móti ekki komið í gang.
Talsvert hafði kembingarvélinni borizt af
ull í fyrstu úr Saurbænum, og næstu sveitun-
um; en síðan að kalla ekkert, svo að fyrirsjá-
anlegt þykir, að vélarnar tái lítið að starfa í
þessum stað, enda er staðurinn ærið óhentugur,
svo sem samgöngum er háttað.
Það sé fjarri oss að árna fyrirtæki þessu
annars, en alls góðs. en eigi það ekki vonum
bráðar að fara á höfuðið, þyríti sem fyrst
að flytja þær það'an, sem þær nú eru settar.
Verzlunarfréttir. Frá Kaup-
mannahöfn er skrifað 14. nóv. síðastl.:
„Fisksalan er nú farin að ganga betur.
Fvrir vanalegan stóran fisk hafa fengizt
50—52 kr.; fyrir stóran, fallegan jagtafisk
óhnakkakýldan 60 kr., en hnakkakýldan
65 kr.; ísa selst á 31 kr., og smáfiskur
35—36 kr. sk//..
Kaffi er enn i lágu verði, og sykur
svipað og áður; kornvara ofur-lítið hærri
nú siðast, og spá sumir, að hún muni
hækka, þegar fram á líður, af því að
forði frá næstl. ári var ekki teljandiu.
íslenzku kaupfólögin sendu í
haust 28 þús. fjár til útlanda, og var sá
hópur allur seldur í Liverpool. — Askil-
ið hafði verið, að engin kind væri send,
er ekki hefði að minnsta kosti 105 pd.
þunga, er útskipun færi fram, en ýms
félaganna höfðu þó sent nokkuð af rírari
kindum. — Salan tókst nokkuru skár,
en í fýrra, svo að fengizt hafa að með-
altali 12 kr. fyrir kindina, nokkru meira
auðvitað fyrir tvæ- og þrevetra sauði, en
að þvi skapi aptur minna fyrir vetur-
gamalt fé.
Hrossa-útflutningur frá Islandi
varð i ár meiri, en nokkuru sinni fyr,
og er talið, að alls liafi verið flutt utan
23—24 þús. hross. — Salan hefir gengið
drærat, og eptirspurn verið lítil, en netto
hafa þó að meðaltali fengizt 53— 54 kr.
fyrir hross, og er það 4 kr. hærra, en meðal-
verðið var i fyrra, og stafar það af því,
að hross þau, er send voru í ár, voru
öll eldri en tvævetur.
n;i l:it.
Þessi mannalát eru ný frétt: 5. okt.
siðastl. andaðist á Ósi á Skógarströnd
Sigurd'ur Hjaltálín gullsmiður, 76 ára að
aldri, sonur Jóseps Jónssonar, prests
Hjaltalín á Breiðabólsstað á Skógarströnd.
20. s. m. andaðist húsfrú Helga Jóns-
dóttir á Nesi í Norðfirði eystra, kona Ólafs
trésmiðs Asgeirssonar, fædd 6. ágúst 1853.
— Hún hafði verið gipt eptirlifandi
manni sinum i 16 ár, og lætur eptir
sig 5 börn.
I sama mánuði lézt að Stóra-Fljóti í
Biskupstungum i Árnessýslu konan Sig-
ríður Skídadóttir, fyrrum alþm. á Berg-
hyl, og lifir hana bóndi hennar Hallur
Guðmundsson á Stóra-Fljóti, og 5 börn
í æsku.
Loks andaðist og í sama mánuði að
Kirkjubæ í Hróarstungu konan Járngerð-
ur Eiríksdóttir, móðir Einars prests Jóns-
sonar alþm., er þar býr. Hún var á ní-
ræðisaldrí.
11. nóv. síðastl. andaðist Þorkell bóndi
Ingjaldsson á Álfsnesi í Mosfellssveit,
gildur bóndi, 54 ára að aldri.
2. des. síðastl. andaðist í Reykjavik
ungfrú Guðrún Waage, dóttir Eggerts
stúdents Waage, rúmlega hálf-fertug. —
Hún var mjög hneigð fyrir söng og
hljóðfæraslátt, og fékk eitt sinn styrk
nokkurn úr landssjóði, til þess að framast
erlendis í þeirri list; en vegna megns
keilsuleysis síðari æfiárin, gat hún miður
stundað þá list sina, en ella hefði vænta
mátt. — Hún var greind stúlka, og vel
menntuð.
I sama mánuði andaðist merkur bóndi
í Suður-Dölum Sumarliði Jónsson, Sæ-
mundssonar, uppeldissonur Jóns bónda,
er lengi bjó að Breiðabólsstað i Sökkólfs-
dal. — Gaf Jón bóndi Sumarliða, upp-
eldissyni sínum, þá jörð, og fieiri eignir,
og bjó Sumarliði þar síðan góðu og gildu
búi til dauðadags. — Sumarliði heitinn
var starfsmaður mikill, og drengur góð-
68
unni í stofuglugganum hafði verið þrýst inn að utan-
verðu ineð ferhyrndum grápappirslappa, er makaður hafði
verið í tjöru; og síðan hafði morðinginn krækt upp glugg-
anum, og komizt þannig inn.í herbergið.
Glugganum var þrýst aptur, en ekki krókað.
Tætlur af tjörupappírnum, og nokkur rúðubrot lágu
á gólfinu, og óhrein fótspor mátti rekja alla leið frá
glugganum að svefnherbergisdyrunuin.
Dómarinn opnaði gluggann; og þar eð snjóað hafði
um nóttina, mátti sjá spor í snjónum, og gátu vottarnir
rakið þau hringinn í kringum liúsið, og alla leið út á
þjóðveginn.
En lengra var ekki hægt að rekja sporin, með þvi
að fleiri menn höfðu þegar um veginn farið.
Þeir sneru þvi aptur heim i húsið.
Dómarinn sendi nú þegar til hreppstjórans, og bauð
honum, að fara við annan mann um nágrennið, og
grennslast eptir, hvort vart iiefði orðið við nokkurn um-
renning, eður aðra tortryggilega menn.
Heimafólkið á búgarðinum var siðan yfirheyrt, og
vissi enginn neitt um neitt, því allir höfðu steinsofið í
rúmum sinum, og hvorki séð eða heyrt nokkuð um nóttina.
Húskarlinn, er áður var nefndur, var eini maður-
inn, er mofðsins hafði orðið var um morguninn.
En þar sem kunnugt var, að húskarl þessi hafði
þjónað hinum framliðna í mörg ár með trú og dyggð,
þá var bæði L... sýslumaður, og aðrir, sannfærðir um,
að hann væri á engan hátt við morðið riðinn.
Engu að síður var hann þó yfirheyrður all-ýtarlega,
og leiddi sú yfirheyrsla að eins til þess, að sannfæra
menn enn betur um sakleysi hans.
61
mig svo tilfínnanlega í handlegginn, að mér lá við að
skrækja upp.
Það hefði jeg og vafalaust gert, ef inér hefði eigi
í sömu svipan orðið litið framan i hann.
Það stóðu i honum augun, og hann starblíndi á
einn stað i stóra veitingasalnum.
Jeg hrökk við, sem lostinn af eldingu.
Þarna voru alveg sömu andlitin, sem eg sá um
nóttina: stóri maðurinn, með Ijósa skeggið, og ungi,
dimmleiti maðurinn.
Það var enginn efi á, að þetta voru sömu andlitin,
og sömu mennirnir; þar var enginn munurinn á, nema
hvað eldri maðurinn var nú skár til fara.
„Þú þekkir þá víst?“ hvíslaði jeg að Húsar.
„Já, hr. lautenant, upp á háru, svaraði Húsar.
Við gengum nú, sem ekkert hefði i skorizt, að
borði einu i veitingasalnum, rétt hjá þeim, og pöntuðum
okkur morgunverð.
Milli okkar og þeirra var þó súla ein, svo sem al-
titt er i veitingahúsum á Þýzkalandi.
En jeg skal hreinlega kannast við það, að við leit-
uðumst við á allar lundir, að heyra, hvað þeir töluðu.
Allt i einu hvislar Húsar að mér! „Nei, líttu á!u
I sama vetfangi bar stóri maðurinn glasið upp að
munninum, og með þvi að frakkaermin var víð, mátti
greinilega sjá, að skyrtuermin var blóðug.
Jeg sagði nú við Húsar, að liann mætti ekki missa
sjónir á kumpánum þessum, heldur fylgja þeim eptir,
hvort sem þeir færu; en sjálfur gekk jeg rakleiðis til
lögreglustjóra borgarinnar.
Sagði eg honnm, að eg hefði komizt á snoðír um,