Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1898, Side 8
68
Þjóðviljinn unöi.
VIII, 16.—17.
IvGPtisssment
Det kgl. octr. Brandassurance
Kompagni i Kjöbenliayn.
Det bekjendtgjnres herved, at Kom-
pagniets Agentur for Syslerne Snæfells-
nes, Dalasyssel, Bardastrand og Isafjord
er overdraget til Herr islandsk Kjobmand
Leonh. Tang, istedetfor Herr Consul 'N.
Chr. Gram, som er afgaaet ved Doden.
Directionen for ovennævnte Compagni.
Halkier Scharling. C. F. Tiemroth.
I Henhold til Ovenstaaende har jeg
overtaget Agenturet for ovennævnte Sel-
skab, og Assurance tegnes i Snæfellsnes,
Dala, Barðastrand og Isaíjords Syssel, ved
Henvendelse til mine Faktore, paa Isa-
fjord Herr Faktor Jón Laxdal, og Stykkis-
hl. Armann Bjarnason.
Enhver hos afdode Gram tegnet
Assurance fomyes uden nærmere Med-
delelse.
Kjobenliavn d. 14. November 1898.
Leonh. Tang.
Fineiste sU.au<Iixi.avisbL
Export Kaffe Surrogat,
I \ Hjortli Co.
Kjobonhavn, K.
Óskilakind.
A síðast liðnu hausti var mér undir-
rituðum dregið svart hrútlamb með mínu
marki, sem er: stúfrifað hægra og ijöður
aptan vinstra.
Lamb þetta var ekki mín eign, og
getur réttur eigandi vitjað andvirði þess
til mín, að frádregnum öllum kostnaði.
Tannanesi í Önundarf. 19. des. 1898.
Jens Jónsson.
dörð til ábúðar.
Strandsel í Ögurhreppi, 12 hndr. f.
m., fæst til ábúðar í næstu fardögum.
Jörð þessi liggur vel til sjóar, og er hæg
til allra afnota. Beitutekja fyrir landi
hennar, sem leiguliði getur notið góðs af.
Nákvæmari upplýsingar hjá undir-
skrifuðum eiganda jarðarinnar.
Ögri 27. nóv. 1898.
Þuríður Ólafsdóttir.
Jhlíus Nielsen
Holbergsgade 17
Kjobenhavn K.,
umboðsmaður hlutafólagsins „J. Marten-
sens í Trangisvogi á Pæreyjum,
tekst á hendur umboðsmennsku fyrir
íslenzka kaupmenn, er kynnu að óska
að hafa umboðsmann, til þess að annast
kaup og sölu á vörum í Kaupmannahöfn.
VottorO.
I rúm 8 ár hefur konan mín þjáðst
mjög af hrjóstveiki, magaveiki og slæmri
meltingu, og hafði hún þess vegna reynt
ýmisleg meðöl, en árangurslaust. Jeg
tók því að reyna hinn heimsfræga Kína-
lífs-elexír hr. Valdemars Petersens í Frid-
rikshöfn, og keypti jeg því nokkrar flösk-
ur hjá J. R. B. Lefoli á Eyrarbakka.
Og þegar hún hafði brúkað tvær flöskur,
tók henni að batna, meltingin skánaði,
og taugarnar styrktust. Jeg get þvi af
eigin reynzlu mælt með bitter þessum,
og er viss um, ef hún heldur áfram að
brúka þetta ágæta meðal, nær hún með
tímanum fullri heilsu.
Kollabæ i Fijótshlið, 26. jan. 1897.
Loptur Loptsson.
Við undirritaðir, sem höfum þekkt
konu L. Loptssonar i mörg ár, og séð
hana þjást af ofan nefhdum veikindum,
getum upp á æru og samvizku vitnað,
að það er fullkomlega sannleikanum sam-
kvæmt, sem sagt er í ofan rituðu vottorði
hinum heimsfræga Kína-lífs-elexír til
meðmæla
Bárður Sigurðsson, Þorgeir Guðnason,
fyrverandi'bóndi bóndi
á Kollabæ. á Stöðlakoti.
3Xína-lifs-elixix*inn fæst hjá
flestum kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera vissir um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur
beðnir að líta vel eptir þvi, að
standi á flöskunum í grænu lakki, og
eins eptir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas i
hendi, og firma nafnið Valdemar Peter-
sen Frederikshavn, Danmark.
PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVII.JAXS UNGA
64
Morðingjamir höfðu á sér alla peningana, sem þeir
höfðu stolið, og enn fremur úr, hringi, skjöl, og fleiri
þess konar smámuni, er Haegel hafði átt.
Um kveldið meðgekk yngri fanturinn, að félagi
hans hefði myrt liðsforingjann, og þegar eldri sláninn
heyrði það, sagði hann, að hinn hefði gert það.
Endirinn varð sá, að báðir dingluðu þeir á gálgan-
um að fám dögum liðnum. — —
Að svo mæltu þagnaði ofurstinn um hríð; en bætti
svo við:
„Nú, Húsar, heíi jeg þá nokkuru gleymt?
Nei, hr. ofursti, nema ef vera skyldi boðinu til
ríka stórkaupmannsins, föður fallegu — —u
„Húsar! þú færð tveggja daga fangelsi, ef þú ekki
segir strax frá því, hvers vegna bónorð þitt til hennar
(xeirþrúðar fógru fór út um þúfur“.
Húsar spratt upp, og mælti: „Hr. ofursti! Hr.
ofursti! Jeg fer þá strax í fangelsið“; og að svo mæltu
skundaði hann burtu.
„Æ, segðu frá því afiu, sagði „litli hershöfðinginn“,
og tóku margir hinna einnig undir þá ósk.
„Neiu, sagði ofurstinn hlægjandi, „það fylgir ekki,
sögunni um klausturgluggann“.
Silfurslí öriö.
Árið 1830 bjó á búgarðinum Hökerum í Asa-
65
héraði á Vestur-G-autlandi i Svíþjóð skógarvörður einn,
er Tönne Uxahöfuð er nefndur.
Maður þessi hafði á sér almenningsorð fyrir vönd-
un og reglusemi.
I embættissýslan sinni var hann hinn skyldurækn-
asti, og áttu því leyniskytturnar, er héldu sig i skógum
konungs, ekki upp á háborðið hjá honum.
Marga Ieyniskyttuna, er hann hafði staðið að verki,
hafði hann handsamað, og jafnan selt þá yfirvöldunum
í hendur, svo að þeim yrði hæfilega refsað.
Tönne Uxahöfuð batt ekki jafnan þvengi sina, sem
aðrir menn, að því er nágrannar lians sögðu, en var þó
vel látinn af öllum þeim, er reglusemi unnu.
Lítið fékkst hann sjálfur við búskapinn, og lót hiis-
karl sinn hafa fyrir því, að hirða um jörðina; en það
sögðu menn, að hann matreiddi þó optast fyrir sig sjálf-
ur, svo að það væri ekki nema með höppum og glöpp-
um, að kona vinnumannsins eldaði fyrir hann, eða tæki
til hjá honum í aðal-byggingunni, þar sem hann bjó
einn síns liðs.
Náunginn sagði líka, að hann væri mjög fóglöggur
maður, sem ekki ætti svo fáar kringlóttar á kistubotn-
inum.
Góðgjörðasamur var hann samt sagður, og þóttist
enginn vita þess dæmi, að hann hefði nokkuru sinni lát-
ið nokkurn fátæklinginn synjandi frá sér fara.
Já, sagan sagði jafn vel, að þegar heimilisfólk hans
hafði einu sinni staðið fátækan húsmann, frá búgarði
Jens Persons, að þjófnaði, þá hefði hr. Tönne sjálfur
fylgt honum heim til sín, og komizt svo við, er hann
sá þar barnahópinn og fátæktina, að hann lét að vörmu