Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1899, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1899, Síða 2
70 Þjóðviljlvx ungi. En með alvöru að tala; fer þeim nú annars ekki senn að verða mál á hvíld- inni, að losa sig við embættisveginn og vandaon, háyíirvöldunum okkar? Hvað mörg „nefina, eða snoppungana, skyldi annars virðingin þeirra þola? Hún er haldbetri, en annars staðar, embættisvirðingin á Islandi. Það eru landshöfðingjans miklu verð- leikar, að hafa sýnt oss það svo opt á síðari árum. Nokkrar atlmgasemdir um alþýöumenntunarmáliö. Eptir alþm. Sig. Stefávsso.v. „Það er munur eða i minu ungdæmi“, segir gamla fólkið nú á dögum, þegar tilrætt er um barnauppfræðinguna, og yflr höfúð um menntun alþýðu. „Þá var ekki verið að hafa fyrir því, að kenna krökkunum annað, en kverið þeirra, og lítilsháttar að stauta, sem þó stundum var látið vera“. „Mikið má fólkið vera vel að sér með öllum þessum skólum og kennurum, sem nú eru næstum á hverri þúfu, sem maður segir“. Gamla fólkinu er ekki láandi, þótt það hugsi og tali eitthvað svipað þessu. Það er mikill munur á því, sem nú er gjört, til að mennta þjóðina, en fyrir 50—60 árum, og þótt ekki sé svo langt farið. Nú getur maður varla farið svo bæj- arleið, að ekki hitti maður skólagenginn mann eða konu, er útskrifast haf'a af gagnfræðaskóla, búnaðarskóla, kvenna- skóla eða barnaskóla, auk alls þess fjölda sem gengið hafa gegnum hina æðri skóla. Og þegar þess svo er gætt, að það kostar landið marga tugi þúsunda króna; að halda alla þessa skóla, þá er ekki að furða, þótt gamla fólkinu þyki það svo sem sjálfsagt, að hin unga og uppvax- andi kynslóð, sé miklu færari um, að ganga út í lifið, og verða uppbyggilegir, nýtir borgarar þjóðfélagsins, en fáfræð- ingarnir, sem ólust upp fyrir 50—60 árum. Það væri auðvitað rangt af gamla fólkinu, að öfundast yfir vaxandi menntun þjóðarinnar, hún er miklu fremur gleði- efni fyrir alla, sem unna landi sínu og þjóð. — „En svo eru hyggindi, sem í hag koma“, og eins má segja um hina auknu menntun vorra tima; hún er því að eins gleðiefni, að hún beri blessunarríka ávexti fyrir þjóðlífið. En það getur hún því að eins, að hún só við hæfi þjóðarinnar, og ekki ein- ungis í orði, heldur og á borði. Mennt- un og skólar geta verið orðin tóm, sem engan, eða lítinn krapt hafa í sór fólginn, til hagsældareflingar þjóðarinnar. Það væri að vísu of snem mt nú þegar að heimta ríkulega ávexti í velliðan þjóð- arinnar af hinni auknu menntun í land- inu. Til þess er of skammt liðið, siðan nokkuð til muna var farið að leggja rækt við það mál. — En til þess mætti ætlast, að allur þorri þeirra manna, er notið hafa sór- stakrar menntunar á skólum þeim, sem að framan eru nefndir, reyndist almennt efnilegri til frambúðar fyrir þjóðfólagið, en hinir, sem engrar sérstakrar mennt- unar hafa notið. . Reynslan ein fær skorið úr, hvort svo muni verða. ■— Sé litið á reglugjörðir allra þessara skóla, þá er það sannarlega ekki lítið, sem talið er, að þar eigi að kenna. Hitt er annað mál, hvernig það er kennt. Úr þvi sker reynslan líka, þegar út í lífið kemur. Þeirri reglu virðist vera trúlega fylgt í öllum skólum vorum, að kenna margt, en hinni síður, að kenna mikið. Og þó er það sú reglan, sem fyrst og fremst ber að fylgja í allri kennslu. Það er hægur vandi, hvort það er fyrir sveitarfólög, sýslufélög, eða ömt, að hrófa upp einhverjum skólanefnum af vanefnum sínum, og vanþekkingu, og hrópa síðan á hjálp landsjóðsins, til að fegra og fullkomna þessa vanskapninga, með riflegum fjárframlögurri. En það getur veitt örðugra, að gjöra slíkar stofh- anir svo úr garði, að þær geti orðið þjóð- inni til sannarlegra nota. Fullnægi skólarnir ekki ætlunarverki sínu, nema mjög af skornum skammti, þá eru þeir þjóðinni miklu fremur til niðurdreps, en uppbyggingar. Land vort er þegar orðið nokkuð byrgt af skólurn; það væri rangt að segja, að skólar þessir gerðu ekkert gagn; nyt- semi þeirra er sjálfsagt töluverð, en hún er miklu minni, en hún á að vera, og getur verið. En hvers vegna? munu menn spyrja. Aðallega af því, að hinni áðurnefndu reglu er fylgt, að kenna margt, en ekki mikið. Til þess að sannfærast um þetta, þarf ekki annað, en líta á námsgreinafjöldann, t. a. m. í gagnfræða- og búnaðar-skólum vorum, og kennslutímann, og svo hins- vegar á það, hvernig all-flestir nemend- urnir eru undirbúnir, er þeir fara á þessa skóla. — Námsgreinir þær, sem fyrirskipað er að kenna á skólum þessum, eru að vísu flestallar nauðsynlegar fyrir lífið, og verði þær ekki viðunanlega kenndar á hinum fyrirskipaða kennslutíma, þá virðist liggja næst að lengja námstímann. En við lengingu námstímans er það athugandi, að með þvi er aðgangurinn að skólum þessum torveldaður til muna. Sumir munu nú reyndar telja það lítinn skaða, þótt færri kæmu árlega af skólum þessum, ef þeir væru almennt betur að sér, en nú gjörist, svo til meira mætti ætlast af þeim, til nytsemdar þjóðinni. Að lengja námstímann er þó varlega VIII, 18.—19. gjörandi, ef bæta má kennsluna á ann- an hátt. Hér verður á það að lita, fyrir hverja þessir skólar eru, hvort sem þeir nefn- ast gagnfræðaskólar, búnaðarskólar, eða kvennaskólar. Þeir eru aðallega fyrir bænda- og bændakonu-efni á Islandi. Það virðist þvi sjálfsagt, að sníða kennsluna og kennslutímann sem mest eptir ástæðum og þörfum bændastóttar- innar, afla nemendunum einkum þeirrar þekkingar, sem hverjum bændamanni er nauðsynleg, til þess að geta talist, og verið fær í flest það, sem bændastaðan útheimtir. Þetta má gjöra miklu meir, en gjört hefir verið hingað til, með því að fylgja, sem auðið er, hinni gömlu, gullvægu reglu, að kenna mikið, en ekki margt, það er, kenna heldur færra, en vel, það sem kennt er. A þann hátt getur stutt- ur kennslutími orðið að tiltölulega mikl- um notum. Það er betra að vera vel að sér i fáum, nytsömum greinum, en að hafa fengist við margt, en vita í fáu neitt sór til gagns. A gagnfræðaskólanum eru nemendur nú settir við að læra þrjú tungumál, móðurmálið, dönsku og ensku. Á tveim vetrum eiga þessir menn, sem koma frá árinni og orfinu, allsendis óundirbúnir, og fjarri því að geta ritað móðurmál sitt stórlýtalaust, að læra svo öll þessi mál, að þeir geti ritað, lesið og talað þau lýtalítið. Annars hafa þeir kennslu þessarar lítil not. En reynslan sýnir, hvernig þetta tekst fyrir flestum. Margir þeirra rita ekkert þessara mála stórlýtalaust, auk heldur, að þeir geti talað ensku og dösku viðunanlega. Til þess er námstíminn allt of stuttur, og undirbúningurinn allt of liiill. Yæri nú ekki affarasælla að leggja svo mikla stund á nám annars þessa út- lenda tungumáls, auk móðurmálsins, að námsmennirnir, að loknu námi, gætu stórlýtalaust fleytt sér í þvi i ræðu og riti, en að verja of litlum tíma til þeirra allra, svo námið i þeim öllum verði meir á orði, en á borði. Fyrir bændastöðuna mætti telja hvern þann mann full vel málfræddan, er, auk móðurmálsins, gæti skrifað og talað ensku eða dönsku, nokkurn veginn rétt. Fæst- um bænda vorra mundi og standa það fyrir þrifum, þótt ekki hefðu þeir tekið próf i dýrafræði, eðlisfræði, mannfræði, grasafræði, steinafræði, efnafræðí, kryst- allafræði og jarðfræði, eptir þessa tvo vetrartíma, sem þeir dvelja á skólum þessum. Ekki svo að skilja, að vór viljum gjöra litið úr þvi gagni, sem náttúru- fræðisnámið hefir í för með sór, en vór hyggjum að einhverju mætti fækka af öllum þessum fræðagrúa, án mikils tjóns fyrir allan þorra þeirra manna, er

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.