Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1899, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1899, Síða 3
VIII, 18.—19. Þjóðviljinn ungi. 71 gengu á skóla þessa, einkum þá er litið er til þess, að því betur mætti þá gjöra þá að sér í því, sem kennt væri, þótt færra væri. Meiri vanbrúkun á námstíma búnað- arskólasveinanna getur varla hugsast, en að fá þeim kennslubækur á útlendu tungumáli, sem þeir skilja ekki eitt orð í, og taka frá búfræðisnáminu tima, til að kenna þeim eitthvert hraíl í þessu máli, sem hvorki er heilt nó hálft. Slíkt stórhneixli ætti þegar að vera liorfiú úr reglugjörðum og kennslutímum búnaðarskólanna. — Það lægi að ætlun vorri miklu nær að gjöra bráða gangskör að því, að náms- tíminn á búnaðarskólunum væri betur notaður, en nú er, heldur en að fara að lengja hann, og gjöra þar með mörg- um fátækling litt mögulegt að ganga á þessa skóla. Það er ekki svo inikið í aðra hönd, eptir að komið er af skólum þessum, að ungum mönnum geti þótt tilvinnandi, að eyða þremur árum af bezta kafla æfinn- ar til þessa náms, og það því síður, ef þessi tími er ekki vel notaður. (Framh.) ----*>-=©ess3s>-w- Útlendir fréttamolar. Verkfall — Mannfall. Verkfóllin eru orðin svo tíð á vorum dögum, að það er sjaldnar, að ekki só einhvers stað- ar verkfall í einhverri atvinnugrein. - En það er, sem betur fer, sjaldnar, að verkföllin leiði til bardaga og manndrápa. — Svo varð þó í Illínois í Bandaríkjun- um í siðastl. októbermánuði. — Ymsir námamenn höfðu hætt vinnu, af því að þeir voru óánægðir með launakjör sín, og var því sent eptir ýmsum svertingjum, tii þess að taka starfa hinna; en það vildu hinir hvítu verkamenn eigi láta við gang- ast, og réðu því á svertingjana, og voru 1500 að tölu. — Skarst þá lögregluliðið í leikinn, en verkamenn létu þá skotin dynja, og sló í bardaga. Fóllu þar 10, en um 30 særðust, og segja þó sumar fregnir, að mannfall kafi orðið mun meira. — Að lokum tókst þó lögreglumönnum að stilla til friðar Cuba hefir nú fengið fullt frelsi, og er orðin lýðveldi. — Forseti lýðveldis- ins var kosinn í liaust, og hlaut upp- reisnarforinginn Gomez þá kosningu, enda liefir hann í mörg ár barizt drengi- lega fyrir frelsi ættjarðar sinnar. S t ó r þ j ó f na ð u r sjálfsmorð. Eáðsmaðurinn við stjórnarprentsmiðjuna i Berlín kvað hafa orðið uppvís að því, að liafa stolið um 400 þús. ríkismarka úr sjálfs sins hendi. — Hann hét Griinentlial, og réð sjálfum sér bana, áður liann yrði höndum tekinn. Anarkistar útlægir. Stjórn- malafiokkur sá, er „anarkistaru eru nefnd- ir, á um þessar mundir óvíða friðland, nema á Bretlandi. — í Frakklandi voru 50 anarkistar gjörðir landrækir í haust. Ekki linnir pestinni á Indlandi enn, því að í kóraðinu Bómhay taldist svo til, er siðast fróttist, að 6 þús. dæju á viku. -- Alls kvað hafa látizt úr pestinni i héraðinu Bombay um i40 þús. manna, síðan hún hófst, og 60 þris. af þeirri tölu í höfuðborginni Bombay. Eitt eða tvö tilfelli af pest þessari þóttust, menn verða varir við í Vínarborg, og sló þá þegar óhug miklum að Evrópu- búum, því að fáa fýsir, sem von er, að fá þenna svartadauða til álfunnar. — Sem betur fer mun og óhætt að fullyrða, að læknum og yfirvöldum hafi tekizt svo að varna útbreiðslu sýkinnar í Yin, að hræðsl- an sé nú yfirstaðin. Landrækir Danir. Prússastjórn hefir í haust vísað ýmsum dönskum þegn- um burt úr Slésvík, án þess tilgreindar séu sérstakar orsakir, að því er hvern einstakan snertir. Vanalega kemur yfir- valdsskipunin, eins og skrugga úr heið- ríkju, og hlutaðeigendum skipað, að hafa komið sér norður yfir iandamærin innan 24 tíma. Danir una þessu illa, sem von er, og hefir máli þessu hreift verið á rikisþingi Dana; en stjórn þeirra þorir ekkert að segja, þegar Prússinn er annars vegar, enda myndu Prússar sjálfsagt biðja Dani vel að lifa, og segja þeim mál þetta ó- viðkomandi, ef Danastjórn færi að bera sig upp. — Prússar ætla sjálfsagt að fara að gera gangskör að því, að útrýma danska þjóð- erninu i Norður-Slésvik, og þá liggur józki skaginn næstur þýzkunni! Stó rkostlegur gimsteinaþj ófn- aður. — Hertogafrúin af Sutherland varð fyrir skaðanum í síðastl. nóvember- mánuði. — Hún var á ferð, með ýmsu skyldfólki sinu, frá París til Amiens á Frakklandi, og hafði með sér handtösku með giinsteinum í, sem metnir eru 700 þús. franka virði. — En er hún stó út úr járnbrautarvagninum í Amiens var taslian, með öllum dýrgripunum í, horfin. Meðal dýrgripanna var hálsband eitt, er kostaði 120 þús. franka. Hertogafrúin hefir nú auglýst, að hún gefi þeim 100 þús. franka, er fært geti sór dýrgripi sína. Dr. Adoiph. Braun, sem um mörg ár hefir verið ritstjóri „sooialista“-biaðs- ius „Vorwiirts“, sem er aðal-inálgagn socialista á Prússlandi, var í nóv. gjör landrækur úr Prússlandi, með þvi að hann er upprunninn frá Austurríki. Svertingjum og hvítum mönnum í Bandarikjunum semur opt eigi sem bezt. — Ný skeð birti ritstjóri blaðsins „Wil- mington Record“ i Delaware, sem er svertingi, grein eina í blaði sínu, sem hvítum konum i bænum Wilmington þótti móðgandi fyrir sig. — Tóku sig þá til 6000 hvitir menn, og ruddust vopnaðir inn í hús ritstjórans, eyðilögðu þar prentáhöldin, brutu allt og brömluðu, og kveiktu síðan í húsinu. Ritstjóra vildi það til lífs, að hann var ekki lieima. En er svertingjar i borginni fengu njósnir um aðfarir þessar, söfnuðust þeir saman á götunum vopnaðir, og féllu i viðureign þeirri 8 svertingjar, og nokkrir urðu sárir af báðum fiokkum. — Hvítir menn liandtóku og fjóra svertingja, og hengdu þá umsvifalaust. — Það er frjáls- legt og fjörugt i Ameríku! ----cx>ogcoo---- Vinur Bachusar. Margan á Bachus garnli sór enn góð- an liðsmanninn á landi voru, svo sem vór sjáum daglega dæmin; en fáir hafa reynzt honum raunbetri, en landshöfð- ingin vor núna ný skeð „Sá er vinur, sem í raun reynist“, segir máltækið. Og hætt hefði Bachas gamli verið kominn hér á landi, ef lagafrumvarp það, um rótt kaupmanna til áfengissölu, er samþykkt var á síðasta alþingi, hefði orðið að lögum. Ekki svo að skilja, að vínsölulindun- um hefði þá strax verið lokað, þar sem kaupmenn þeir, er nú eru, áttu að halda vínsöluréttindum sínum óskertum. En með téðum lögum var þjóðinni þó opnaður vegur til þess, að geta i framtíðinni teppt nokkrar brennivínsupp- spretturnar, þar sem frumvarpið fór fram á, að ekki mætti veita kaupmönnum rétt til áfengissölu, nema meiri hluti kosning- arbærra manna í sveitartelaginu, og meiri hluti sveitarstjórnar, greiddi því atkvæði. Bachus var því i voða. En nú er sú liættan hamingjusam- lega yfir staðin, og það á Baclius vini sínum, og gömlum dýrkanda, hr. Magn- úsi landsböfðingja Stephensen að þakka. Hann hefir, svo sem St.tiðindin sýna, lagt það til við hr. Okunnug (ráðherrann'), að fá lögunum synjað staðfestingar, og „liefir hans hátign konunginum 23. sept- siðastl. allra mildilegast þóknast að falla á tillögu þessa“. Það má nú geta nærri, að landshöfð- ingi hafi, er hann réð til lagasynjunar þessarar, haft einhverjar mikilvægar ástæð- ur fram að færa, þar sem hér var um mjög þýðingarmikið málefni að ræða, og bindindismáiið, sem betur fer, | ó svo langt á veg komið, að það þykir ekki sæma, að mæla ofdrykkjunni opinber- lega bót. En hverjar voru þá ástæöurnar, sern j landshöföinginn bar fyrir sigV Þær voru tvær. Önnur sú, að drykkjuskapurinn só „ekki mjög almennur löstur hér á landi“, af því að bindindishreifingin eflist stöð- ugt meir og meir, og Goodtemplarreglan hafi mjög víða náð fótfestu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.