Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1899, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1899, Qupperneq 3
VIII, 21. Þjóðviljinn tjngi. 83 svo sem sum Reykjavíkurblöðin hafa og bent á. — „Fríkirkjan“ heitir ni'tt blað, kirkjulegs efn- is, er síra Lárus Halldórsson, utanþjóðkirkj u- prestur í Reyðarfirði, byrjaði að gefa út nú um áramótin. — Blaðið er prentað í Reykjavík; og er 4 stœrð við blaðið ,,Yerði ijós“. — Það á að ^koma út einu sinni í mánuði hverjum, og kost- ar árgangurinn 1 kr. 50 a. — I fyrsta nr. þess er mynd af Lutlier. „Plögur“ heitir annað nýtt blað, búfræðis- legs ef'nis, er búfræðingur Sigurður Þórólfsson tók að gefa út í Reykjavik í þ. m. — Blaðið kemur út tvisvar á hverjum ársfjórðungi, og kostar árgangurinn 75 aura. Hrossapest, íllkynjuð, hefir stungið sér nið- ur í vetur í Arnessýslu, og böfðu um miðjan desembermánuð drepizt- úr henni 8 hestar. — Dýralæknir Magnús Einarsson var farinn aust- ur þangað, til að rannsaka sýkina. llpsaveiðin syðra. Frá 80. des. síðastl. til 5. þ. m. fengust um 1170 tn. af upsa á Reykja- vikurhöfn, og varð að því góð björg fyrir al- me.nning, sem enn á við sama afialeysið að búa, sem fyr, að því er snertir þorskveiðar á opnum bátum. — Tunnan af upsanum var seld á 1 kr.—1 kr. 50 a. „Eir“ heitir hið nýja rit Reykjavíkurlækn- anna, sem fræða á almenning um heilbrigðis- málefni. — Ber það nafn læknagyðjunnar nor- rænu, og verður óefað þarft rit. Elclci fróttist enn neitt um það, hvort Halldór prófastur Bjarnarson á Presthólum hefur verið settur inu aptur i embætti sitt, og sýnist það málefni því vefjast eitthvað fyrir háj'firvöldunum syðra; en þar sem síra Halldór hefur aldrei, að kunnugt sé, fengizt neitt við politík, þá er trúlegast, að ekki þyki neinn slægur í, að rægja hann við stjórn- ina, svo að hann verði sviptur embætti, þrátt fyrir dómsúrslitin, og ofanigjöfina til þeirra, er fyrir málinu gengust, og á- frýjan þess til hæztaréttar. En vitaskuld er það, að rógberar geta á stundum gripið til margs, að eins ef þeim þóknast að þjóna sinni óknytta- lundu. ----------------- Mannalát þessi eru ný frótt: Brandur Sumarliðason á Runkhúsum við Reykhóla, bróðir Sumarliða gullsmiðs Sumarliðasonar, er fyr bjó i Æðey, dó í þ. m. — Látinn er og Bjarni Einarsson, gamall bóndi, á Skarðshömrum í Norður- árdal. — I Eeykjavík andaðist í þ. m. utanbúðarmaður Þórður Þórðarson frá Vigfúsarkoti, bróðir Þorgríms læknis í Austur-Skaptafellssýslu, og gamall maður Sigurður Bjarnason að nafni, fæddur 1810. — Að Arnarholti í Mýrasýslu var og ný látin Lára Pálsdóttir, dóttir síra Páls heit- ins Sigurðssonar í G-aulverjabæ. --©j------- Stalia. Síra Jakob Guðmundsson á Sauðafelli alþm. (ý 1889) varpaði eitt sinn fram stöku þessari um Hannes stutta, Dala-leirskáldið alkunna: „Víst af skorti skynsemdar skrítnar orti bögurnar fylltust gorti gættirnar á gáfnaporti Hannesar11. Síra Jákob var tækifærisskáld afar-liðugt, og væri því einkar þarft, að einhver vel kunnugur safnaði samau kveðlingum hans, svo að þeir varðveittust frá glötun. -----ts&t----- ísafirði 31. jan. 1899. Tíðarfar. Þýðviðri og hlákur hafa haldizt hér vestra, síðan síðasta nr. blaðsins kom út. Aflalaust var hvívetna við Djúp vikuna, sem leið, nema lítilfjörleg reita á yztu Bolungarvík- urmiðum tvo síðustu dagana. -— En dagana þar fyrir var svo örgrannt um afla, að 26. þ. m. fengu 8 skip, er reru úr Víkinni: eitt 2 á skip, annað 1 á skip, og þriðja — enga bröndu. Verð ií blautum flski hetír í vetur liér á Isafirði verið almennast, fyrir ósaltaðan fisk: málfiskur á 5 aura pd., smáfiskur á 4 a., og ísa á 3 a., en í verstöðunum: 4 a. fyrir stóran og smáan fisk, og 2 aur. fyrir ísu. —- 28. þ. m. hækkaði þó blautfisksverðið í Bolungarvíkinni, svo að þar er nú almennt verð : 5 aur. fyrir pd að þorski. stórum og smáum, en 3 aur. fyrir pd. af ísunni. (llimufélag var stofnað liér i kaupstaðnum 29. þ. m., og er óskandi, að það verði langlífara, en sams konar félög, sem hér hafa áður stofn- uð verið, því að glímurnar eru þjóðleg íþrótt, sem ekki má leggjast niður. ý Látin er hér í kaupstaðnum 26. þ. m., eptir langvarandi tæringarsjúkdóm, húsfreyjan Anna Stefánsdóttir, kona Guðjóns Jens Jónssonar verzlunarmanns, væn kona, og vel gefin. — Auk ekkjumannsins lifir hana eitt barn þeirra hjóna, ungur sveinn, Arni að nafni. (xoodtemplarstúku er nú áformað að stofna í Bolungarvík, og hafa þegar eigi all-fáir menn þar í Víkinni heitið að ganga i hana. Dansskóli er nú haldinn hér 4 ísafirði, og var ekki hægt að finna upp á neinu þarfara. 84 Loks komst hann þó undir manna liöndur, og var dæmdur til dauða. Parísarbúar eru forvitnir og geðríkir að eðlisfari, og vakti Lacenair mjög athygli þeirra. Hann þótti eðlisfræðisleg gáta, og það af fágætustu tegund. Halærðir visindamenn, nafnfrægir læknar, lögfræð- ingar og rithöíundar, vitjnðu hans í fangelsinu. Menn rifust um, að ná í ritsmíðar hans, sórstaklega kvæðin. Blöðin kepptust um, að prenta ljóðmælin lians, og sönnuðu mönnum það þannig, hvílikt listaskáld þessi voða- maður væri. I fangelsinu sagði Lacenair þeim, er lians vitjuðu, með allra mestu rósemi frá hryðjuverkum sínum. „Jeg ætlaði mór lika einu sinni að stúta honum Scribe", sagði hann meðal annars einu sinni, „því jeg hataði þennan ríka og lánsama sjónleikahöfund — kataði hann af því, hve eg öfundaði hann. — Það var áform rnitt, að drepa liann fyrst, og ræna svo fó hans; en þeg- ar hann tók mér svo alúðlega, hrósaði kvæði minu, og gaf mér þar á ofan höfðinglega gjöf, þá var, sem mann- legar tilíinningar hreifðu sér allt i einu i brjósti mór, svo að jeg lét hann lífi halda. — En hefði hann ekki viljað líta á handrit mitt, eða gefið mér t. d. að eins 5 franka, þá hefði eg vafalaust stytt honum stundir“. En þegar Scribe frótti þetta,. mælti hann: Guði sé lof, að jeg morguninn þann var af hendingu í mjög góðu skapi, og því gerður að gjöfumlí. Lacenair var hálshöggvinn 27. júni 1836. ——-— 81 gefa sér góðan skilding, ekki síður en sjónleikurinn „Robert le diable“ (Róbert djöfull), er veitt hafði gull- straumum miklum í fjárhirzlur hans. En er Scribe sat nú þarna hugsandi, kom inn einn af þjónustusveinum hans, og sagði, að úti biði maður einn ungur, sem vildi fyrir hvern mun fá að tala við liann. „Ojæa, það er sjálfsagt einhver armur Braga-bróðir, sem lótta vill ögn í buddunni minni“, hugsaði Scribe; en með því að hann var nú i bezta skapi, af því að hann hafði lokið við þetta vandasama leikrit sitt, sagði hann þó þjóninum, að láta manninn koma inn. Skömmu siðar kom og inn maður einn, hálf-fertug- ur á að gizka, fölleit.ur fremur, og skuggalegur ásýndum. Komumaður bar pappíra nokkra, saman undna, í vinstri hendi. „Hver er maðurinn?a spurði Scribe. „Nafn mitt er Lacenair“, svaraði hinn. „Og erindið?“ „Jeg er skáld! “ „Skáld! Atti eg ekki á þvi von? Þór eruð lík- 'lega að færa efniságrip í nýjan gamanleik, eða þá söng- leikakvæði, eða. eitthvað þvi um líkt? En þvi miður hcfi jeg nú yfrið nóg af samverkamönnum, ogþykirmér þvi mjög leitt, að — —“ Jeg kem með nokkur kvæði, sem eg gjarna vildi sýna yður“. „Söngva!“ „Já“. „En, góði maður! A sliku rusli er nú á timum ekkert að græða! Yður langar liklega til þess, að sjá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.