Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.03.1899, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.03.1899, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst 60 arka) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr 50 aur.,og í Ameriku doll.: 1.50. Borgist, fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN UNGrl. -^=|zz=: AtTUNDI ÁRGANaUB. :=| --— --f—RITSTJÓEI: SKÚLI THORODDSEN. =|^-h—- I Vppsögn skri/teg, ógild nema komin sé til útgef- \ anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi I samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 25. ÍSAFIRÐI, li. MARZ 18 9 9. „Undirrót allra lasta“. Það keyrist ekki all-sjaldan, að lítill árangur só af öllu því mikla fé, sem varið sé til alþingis. Beinast liggur við að ætla, að þessar og aðrar líkar umkvartanir yfir alþingi séu sprottnar af því, að landsmönnum þyki þingmennirnir ekki gæta skyldu sinnar í fulltrúasessinum á alþingi. Þær raddir keyrast líka, sem beinlín- is ásaka þingið fyrir ódugnað og hirðu- leysi um velferð þjóðarinnar í ýmsum greinum. — Það væri auðvitað mjög leitt, efþess- ar umkvartanir og ákúrur væru á gild- um rökum byggðar. Þær sönnuðu beinlinis, að annaðkvort væri þjóðin ekki nógu birg af kæfum mönnum til þingmennsku, eða þá svo óheppnir í vali sínu á þessum mönnum, að mikill hluti þeirra er á þing væru kosnir, væri ókæfari til þess, en hinir, sem keima sitja. Væri þessu þannig varið ætti þjóðin ekki við aðra að sakast en sjálfa sig um ódugnað og vankyggindi þingsins, allar ákúrur og óánægja með gjörðir þess væri þá í raun og veru ljós vottur þess, að þjóðin væri ekki vaxin þeim vanda, að hafa yfirráð mála sinna, þótt ekki sé í fyllra mæli, en nú er. — En því munu nú flestir tregir til að játa, sem ekki er heldur láandi. — En eru þá umkvartanirnar um tóm- læti og enda hirðuleysi þingsins um kag þjóðarinnar á gildum rökum byggðar. Það er á margt að líta, áður en þeirri spurningu er svarað. Árangurinn af staríi alþingis er opt næsta lítill, eða minni en æskilegt væri, því neitar víst enginn; en hitt er annað mál, hvort þinginu verður jafnan gefin sök á því með róttu. Só litið á þann tíma, er þingið hefur til uraráða, á þann stuðning, sem það hefur af hinum málsaðilanum í löggjaf- arstarfinu, og svo á það, sem það afkast- ar í hvert skipti, þá verður trauðlega sagt, að þingmeDn liggi í leti og ó- mennsku um þingtímann. — Það væri opt fremur ástæða til að segja, að þeir ryddu ofmiklu af, þegar litið er á allan þann sæg af lögum, sem hvert þing afgreiðir. — Það er hverju orði sannara, að mörg af þessum lögum hafa fyr og síðar lítil nauðsynjamál verið fyrir þjóðina, og þeir hafa sjálfsagt nokkuð til síns máls, er lialda þvi fram, að þingið gerði meira þarfaverk með því, að láta færra frá sér fai’a, en vanda það betur. Siðan alþingi fékk löggjafarvald, hef- ur það samið mörg lög, sem sárfáir myndu hafa saknað, þótt aldrei hefði út komið, og sem liggja því sem dauð og gleymd á hyllunni. En það er ekki þetta, sem alþingi er vanalega fundið til foráttu, landsmenn vilja sjálfir hafa lög um alla skapaða hluti, sem maður segir, og þingmennirn- ir rækja þar trúlega vilja kjósenda sinna, og eru ekkert hræddir við hið fornkveðna: „Því fleiri lög i einu landi, þvi verra stjórnarfar“. — Nei, því er fundið það til, að það komi tiltölulega fáum nauðsynjamálum fram, og liggi i deilum og þjarki, sem engan árangur hafi. Nokkuð kann að vera hæft í þessu, en hér er ekki þinginu einu um að kenna. — Þótt alþingi sé talið að hafa lög- gjafarvald, þá er þetta vald meira í orði en á borði, það hefur reynslan sýnt. - Það er með löggjöfina, sem hvert annað starf, að hún gengur því að eins vel, að þeir sem að henni vinna séu samhuga og samhentir. Góð samvinna er skilyrði fyrir góð- um árangri hvers þess starfa, sem fleiri en einn eiga að vinna að. Samverkamaður þingsins í löggjöfinni er stjórnin, eða það, sem hjá oss er nefnt ráðherra Islands í Kaupmannaköfn. Samvinnan við þennan samverkamann hefur verið allt annað en ákjósanleg, og það einmitt í mörgum hinum þýðingar- mestu þjóðmálum vorum. Og þinginu verður ekki með réttu gefin sök á þeim samvinnuskorti. Þessi samverkamaður hefur engin tök haft á því, að kynna sér til nokkurrar hlýtar þau störf, er honum ber að vinna að með alþingi, hann getur ekki unnið saman með þvi að einu einasta máli, því milli hans og alþingis er 300 míina djúp staðfest, er hann ekki fær yfir komizt, og hann brestur alla þekking á högum og þörfum þeirrar þjóðar, sem hann á að vinna fyrir með alþingi. Hér vanta því þegar aðal-skilyrðin fyrir góðri samvinnu. En þó er ótalið það, sem einna þyngst er á metunum. Alþingi hefur ekkert að segja gagnvart þessum manni. Hann getur sagt við það í hverju máli: „Þetta er vilji minn, þetta býð jeg, aðrar röksemdir þarf eg ekki að til- greina ykkur“. Vilji og skipanir þessa manns hafa í mörgum þýðingarmestu löggjafarmálum vorum farið í algerðan bága við vilja alþingis og þjóðarinnar á íslandi. Við þann ófögnuð kefur alþingi ís- lendinga átt að búa i siðast liðin 25 ár, að vera i verki með þeim manni, sem skorti flest á við það, til að geta leyst verkið vel af hendi, en gat einn ráðið því, hvort þvi varð nokkuð að verki eða ekki. Á þannig lagaðri samvinnu hefur velferð Íslands verið byggð, í samfleytt 25 ár. Samvinnan hefur að vonum orðið næsta lítil, alþingi hefur ekki í öll þessi ár litið þennan samverkamann sinn aug- um, auk heldur unnið með lionum að einu einasta löggjafarmáli; hann hefur liugsað og ályktað suður í Danmörku, það „norður við heimskaut í svalköldum sævi“, vitandi all-optast. sárlítið um vilja og skoðanir þessarar ósýnilegu veru. Raunin hefur líka orðið sú, að þessi rnaður hefur mjög opt rifið það niður, sem alþingi hefur byggt upp, og sem bæði þingi og þjóð þótti miklu skipta, að liann leiddi með þeim til farsællegra lykta. — Með þessum afarkostum hefúr alþingi átt að vinna hið mikla og vandasama verk, að byggja hið íslenzka þjóðfélag upp frá rústum margra alda eymdar og áþjánar. En hvaða byggingu skyldi miða mik- ið áfram með slíku fyrirkomulagi? — En þannig hefur stjórnarfyrirkomulag vort verið í framkvæmdinni síðast liðin 25 ár. — Er það nvi alls kostar rótt, að liggja þinginu á hálsi fyrir það, þótt árangur- inn af störfum þess só minni, en skyldi? Árangurinn er í raun og veru töluvert meiri, en við mætti búast, undir svo afieit- um samvinnuskilyrðum, og einmitt það elur þávon í brjóstum vorum, að vér mynd- um kunna að hagnýta oss meira sjálfsfor- ræði oss til sannra þjóðþrifa, en vér enn höfum fengið. Það er í raun og veru vankugsað, að vera að úthúða þinginu fýrir ódugnað, og stjórninni fyrir gjörræði og harðræði. Það verður vart búizt við þeim mikið öðru vísi en þau eru, undir þessu stjórn- arfyrirkomulagi. Það er fyrirkomulagið, hið rammöf- uga og óhagkvæma stjórnarfyrirkomulag, er vór lifum undir, sem aldrei verður nógsamlega sýnt fram á, hve það sé ó- þolandi og óhafandi. Það er þetta stjórn- arfyrirkomulag, sem hverjum góðum Is- le ndingi hlýtur að vera hið mesta áhuga- mál að fá bætur á. Af þessu öfuga fyrirkomulagi spretta mörg vor mestu þjóðmein. Afþvíspretta ill deilurnar, sundrungin, stefnuleysið og flokkadrættirnir á alþingi í stjórnbóta- málinu, af þvi sprettur gjörræði stjórnar- innar og skeytingarleysi um hag landsins,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.