Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.03.1899, Blaðsíða 2
106
Þjóðviljinn ungi.
VIII, 27.
var á all-góðum batavegi, er síðast frótt-
ist. — — —
í Noregi er látinn í síðastl. febr. há-
skólakennari Sophus Lie, 56 ára, írægnr
stærðfræðingnr, er gjört hefur ýmsar upp-
götvanir í þeirri vísindagrein. —------
Á Grikklandi andaðist 25. febr. síðastl.
auðmaðurinn Syngros, er gefið hefur til
opinberra þarfa fé, sem mörgum milj.
skiptir, svo að gríska þjóðin harmar mjög
lát hans.---------
Abdul Hamíd, soldán Tyrkja, fékk
ný skeð i lúkurnar; hann erfði 1,200,000
tyrkneskra punda, eptir eina frændkonu
sína, og mátti þá segja, að þeim gafst,
sem þurfti.------—
Biaðamannafundur verður haldinn í
Eómaborg 4.—11. apríl, og sækja þangað
blaðamenn úr ýmsum löndum.
„I eigin hagsmuna skyni“.
„Já, það er óhætt að trúa því, piltar!“
Það er i eigin hagsmuna skyni, sem
þeir vilja ganga að þessu tilboði ráð-
herrans.
Haílgrímur biskup Sveinsson ætlar sór
ráðherrasessinn. — Dr. Valtýr er sama
sinnis. — Hinir ætla sér einhver há
embætti. — Þorsteinn Erlingsson kemst
aptur að landsjóðsjötunni; og sinn bitann
á nú hver að fáu.
Svona veglegar voru þær, getsakirn-
ar, sem blöðin „Dagskráu og „Stefniru,
„Austriu, og enda „Þjóðólfuru gamli,
báru á borð fyrir almenning eptir síðasta
þing.
Og munnlega var þetta svo allt saman
útskýrt og útlistað nákvæmar, og látið
ganga mann frá manni, þar sem enginn
mátti þó hafa neitt eptir neinum, þó að
sögurnar væru vafalaust sannar, eptir þvi
sem ólýginn sagði.
Með öðrum orðum, það átti að koma
þeirri hugsun inn hjá almenningi, að allir
þeir, sem vildu fá sérstakan ráðherra,
— er eigi hefði öðru að sinna, en Is-
landsmálum einum, skildi og talaði mál
vort, mætti á alþingi voru, og bæri á-
byrgð á stjórnarathöfnum sínum —, fylgdu
þessu að eins fram af eigingjömum hvöt-
um, væru varmenni og þorparar, sem
þjóðinni bæri að varast.
En hinir, sem á móti þessari stjórn-
arbót börðust, já — þeir voru auðvitað
af allt öðru sauðahúsi, ef ekki englar, þá
þó að minnsta kosti einlægir ættjarðar-
vinir, sem ekkert gat annað til mótspyrn-
unnar gengið, en umönnun íýrir þjóðar-
innar lielgustu réttindum og sönnustu
farsæld.
Þenna skilning átti þjóðin að fá, og
þá var henni það vitaskuld vandalítið,
að gera fullan greinarmun á blessuðum
sauðunum og bansettum höfrunum.
Og þá var lika stjórnartilboðið strax
kveðið niður.
En — margt fer öðru vísi, en ætlað er.
Stjórnmálastefnan, sem kennd er við
dr. Vultý, vinnur æ fleiri og fleiii áhang-
endur, svo að vafalaust þykir, að hún
muni sigri hrósa, á næstk. þingi.
G-etsakirnar hafa þvi verkað í allt
aðra átt, en ætlað var, og fer svo á stund-
um, þegar allt of lygilega er logið.
Fásinnan var, að getsökunum var beint
að svo raörgum, er almenningi voru að
allt öðru kunnir, en að ódrengskap þeim,
er að framan er á vikið.
Og engla-átrúnaðurinn, er hafður
skyldi á hinum, hann hefur heldur eigi
viljað fá sem fastastar rætur í áliti al-
mennings.
Og meinið var hór einnig, að dýrð-
lingarnir áttu að verða sva margir.
Það gengur ekki nú á tímum, að vilja
i einni svipan hefja heilan hóp manna
til dýrðlinga tignar.
Látum vera, að þeir hefðu t. d. viljað
dýrðlinga Magnús vorn Stephensen, dánu-
manninn þann.
En að ætla sér, að hefja suma aðra,
eins og t. d. fyrverandi ritstjóra „Dag-
skráru, Einar Benediktsson, til dýrðlinga
tignarinnar, kunni naumast góðri lukku
að stýra.
Það er hægra, að lauma einum hlutn-
um inn i landið, undir fölsku vörumerki,
en að taka skipsfarm í senn.
Og þvi vill nú einnig svo illa til, að
eini — aleini maðurinn, sem sýnt verður
fram á, að haft hafi persbnulegan hagnað
af politiskri framkomu sinni í stjbrnar-
skrármálinu, heitir einmitt -- Einar
Benediktsson.
Það er sami maðurinn, er þyngstar
og strákslegastar bar sakirnar á oss stjórn-
bótamennina, brígzlaði oss um eigin
hagsmun ahvatirnar o. fl.
Eins og lesendur „Þjóðv. ungau munu
minnast hafði Magnús Stephensen lands-
höfðingi litlu fyrir þing árið 1897 höfðað
meiðyrðamál gegn Einari Benediktssyni,
út af grein einni um bankamálið, þar
sem dróttað var að landshöfðingja fóls-
unum o. fl. o. fl., mjög meiðandi, og var
hverjum manni auðsætt, að mál það
hlyti að baka Einari stórsektir, ef ekki
fangelsi.
En svo hófst nú alþingi ’97.
Ritstjóri „Dagskráru skipaði sér, sem
„níhilistarniru hinir, landshöfðingjameg-
in í stjórnarskrármálinu, bar skjall mikið
og oflof á landshöfðingja, en reyndi á
hinn bóginn að sverta og svivirða alla,
er stjómbótinni vildu fá framgengt.
Og svo skeði það þá nokkuru síðar, að
Magnús Stephensen lét meiðyrðamál-
ið gegn Einari Benediktssyni niður
falla gegn því, að Einar heiddi forláts,
greiddi áfallinn málskostnað, og apturkall-
aði rneiðyrðin*.
Það var enginn afslagur það.
Og i framhaldi af sætt þessari, og að
*) Sætt þessari var haldið leyndri um all-
langa hrið, og er það furðu skiljanlegt, að lands-
höfðingi liirti eigi, að gera makk þetta, og
samband sitt við auðvirðilegasta „nihilista11-
málgagnið, opinhert þá þegar, og hvorugur
þeira kunningjanna. — Hvor um sig hafði sína
orsök til þess.
líkindum sem frekari umbun auðsýndra
kjassmála, var Einar síðan dubbaður í
fyrra til yfirréttarmálfærslumanns.
Það er því óhætt að fullyrða það, að
sé sá nokkur, er haft hefur persónuleg-
an hagnað af politískri framkomu sinni
í stjórnarskrármálinu, þá er það Einar
Benediktsson, — þessi tannhvassi orðhák-
ur „níhilistau-flokkanna.
Refsinornirnar láta eigi ávallt að sér
hæða.
Þingmálafund héldu þingmenn
Húnvetninga, Björn Sigfússon og Þorleif-
ur Jbnsson, að Blönduósi 11. marz síð-
astl., og hafði fundur sá áður verið mjög
rækilega boðaður í kjördæminu. — Fund-
urinn var all-fjölmennur, nær 100 manna,
og voru þar saman komnir all-flestir
helztu menn kjördæmisins.
Fundarefnið var stjórnarskrármálið, og
var Valtýsstefnan samþykkt þar með mild-
um atkvæðamun. Með henni töluðu, auk
þingmannanna, sira Stefán Jonsson á Auð-
kúlu, oddviti Jbn Hannesson i Þórólfs-
tungu, síra Þorvaldur Björnsson á Melstað
o. fl., og lýsti hinn síðastnefndi því með-
al annars yfir, að hann hefði í fyrstu
verið á móti þeirri stjórnmálastefnu, en
væri nú orðinn eindreginn með henni,
og teldi að henni mikilsverða róttarbót.
Á móti Yaltýsstefnunni töluðu aptur
á móti þeir síra Bjarni Pálsson í Stein-
nesi og Júlíus læknir Halldó’rsson á
Klömbrum; en engum þóttu mótbárur
þeirra veigamiklar, nema ef vera skyldi
sjálfum þeim.
A sýslunefndarfundi Húnvetninga, er
haldinn var að Blönduósi 6.—10. marz-
mánaðar var meðal annars ályktað, að
fara þess á leit við alþingi, að veittar
yrðu 2 þús. krónur, til þess að lengja
bryggjuna á Blönduósi.
Ullaryerksmiöju vilja Eyfirðingar
fá komið upp við Glerá, i sainbandi
við tóvinnuvólarnar þar, og ákvað þvi
sýslunefnd Eyfirðinga á fundi sínum í
þ. m. að leita 45 þús. króna styrks til
fyrirtækis þessa úr landssjóði, og reyna
að fá aðrar 45 þús. með sem vægustum
vaxtakjörum.
Það er tilgangur sýslunefndarinnar i
Eyjafjarðarsýslu, að allar, eða sem flest-
ar sýslur norðuramtsins eigi þátt i þessu
fyrirtæki.
-----------
Noregsaflinn.
Um fiskiveiðarnar við Noregs strendur
yfirstandandi vetur segir blaðið „Verdens
Gang“ 28. febr. síðastl., að aflabrögðin
sóu þá fremur að lagast, þó hægt fari,
enda hafi þá viðrað skár siðustu dagana.
I Finnmörk og i Tromseyjaramti seg-
ir blaðið, að gizkað só á, að aflabrögðin
muni reynast mun betri, en á horfðist,
þar sem óveðrin hafi eigi gert fiskiveið-
unum þar neinn tilfinnanlegan baga; en